Hjá mér verður ekki eftirsjá að árinu 2010. Hlakka raunar til að sjá það ártal hverfa af sjónvarpsskjánum og ártalið 2011 taka við. Leyfi mér að vona að á því ári takist okkur að komast upp úr hjólförunum og horfa til framtíðar.
Skal játa að mér rann í skap þegar ég las lítlar greinar í Fréttatímanum í morgun þar sem upplýst var um álit þingmanna flokkanna á aðild Íslands að ESB og til gjaldmiðlilsins. Snöggreiddist yfir því hversu ómögulegt það virðist vera fyrir stjórnmálamenn þessa lands að átta sig á að heimurinn hefur breyst.
Til að allrar sanngirni sé gætt er þó ljós í myrkrinu að stjórnmálamenn Samfylkingarinnar skuli átta sig á þessu aðalatriði og þess vegna mun ég halda áfram að styðja þann flokk.
Ísland þarf að taka sér stöðu í samfélagi þjóðanna. Það er heillavænlegt fyrir okkur hvernig sem á málið er litið - hvort sem er frá öryggissjónarmiði eða viðskiptasjónarmiði. Evrópusambandið hefur stækkað ört síðusta áratuginn og það er hagur að því fyrir heiminn allan.
Umræðan hér á landi um ESB er á þvílíku fornaldarstigi það er óskiljanlegt. Aldrei er talað um aðild okkar að EES - hvað hún leiðir af sér og hvers konar fyrirbæri það er í heimi þar sem allt annað breytist. Þingmenn okkar tala eins og EES sé ákjósanleg staða fyrir sjálfstæða þjóð til framtíðar.
EES samningurinn er kyrrstaða. Kyrrstaða og stöðnun á meðan sameiginlegur markaður 27 ESB landa þróast og tekur stöðugum breytingum. Við stöndum fyrir utan alla umræðu þar sem stefnumótandi ákvarðanir um framtíð sambandsins eru teknar.
Bara til að taka eitt nærtækt dæmi þá á sér núna stað heilmikil vinna innan Evrópusambandsins um þróun tollakerfisins „Modernised Customs Code". Við stöndum fyrir utan þessa umræðu og ákvarðanir sem þar eru teknar. Okkar hagsmunir í viðskiptum við aðrar þjóðir verða ekki uppi á borðinu í þessari þróunarvinnu frekar en annarri. Það sama á við um þróunarvinnu sambandsins í samgöngumálum. Við erum ekki aðilar að þeirri stefnumótun.
Það vill svo til að utanríkisviðskipti Íslendinga eru að langmestu leyti við aðildarríki Evrópusambandsins. Þannig hafa allar breytingar á þessum markaði bein áhrif á viðskiptaumhverfi okkar. Að láta eins og okkur komi það ekki við er dæmi um að okkur sé ófært að hugsa um eigin hagsmuni.
Við kjósum frekar að láta Evrópusambandsþjóðirnar einar um stefnumótun og þróun í okkar hagsmunamálum og treystum svo embættismannakerfinu til að túlka og innleiða regluverkið að sínu höfði inn í íslenskan rétt. Stjórnmálamennirnir fría sig allri ábyrgð og eru ekki þátttakendur í þessu ferli. Stjórnmálamennirnir - þeir sem við kjósum til að fara með okkar mál.
Að búa við þetta fyrirkomulag til langrar framtíðar er óþolandi staða. Að hlusta á stjórnmálamennina tala eins og þetta sé ákjósanleg framtíð fyrir okkur í þessu landi er óþolandi. Algjörlega óþolandi.
Evrópusambandið er fyrst og síðast stór markaður þar sem aðildarþjóðirnar vinna að því til lengri framtíðar að samræma reglur á milli landanna til að auðvelda viðskipti. Við Íslendingar þurfum að átta okkur á því að með því að standa fyrir utan missum við af lestinni.
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
föstudagur, 31. desember 2010
fimmtudagur, 16. desember 2010
Veggjöld af því bara
Aldrei þessu vant kveiktu fréttir RÚV í mér líf. Umræða um veggjöld var ein þeirra sem hafði þessi áhrif á mig. Stenst ekki mátið að fjalla um þetta efni nú þegar ég hef fullt frelsi til þess að hafa þær skoðanir sem mér sýnist.
Ég er stuðningsmaður veggjalda. Ég vil sjá stórhuga framkvæmir í samgöngumálum á Íslandi. Verulega bættar samgöngur á milli landshluta eru fyrir mér hin eina sanna byggðastefna. Vil ganga svo langt að ég vil sjá byltingu á þessu sviði hér á landi. Sú bylting mun aldrei verða án þess að taka upp veggjöld.
Ég er stuðningsmaður veggjalda á faglegum forsendum. Ég er ekki stuðningsmaður þeirra vinnubragða sem íslensk stjórnvöld viðhafa í þessum málaflokki þar sem engar kröfur eru gerðar um forsendur, samanburð eða yfirhöfuð nokkurn hlut sem við fáum að vita af.
Ákvörðunin er tekin af því að ráðherranum finnst það rétt að fara í framkvæmdina og kröfur um forsendur eru engar. Slík vinnubrögð eiga ekki að líðast - hvorki í þessum málaflokki eða öðrum. (Það skal sérstaklega tekið fram að það á ekki einungis við um núverandi stjórnvöld. Verklagið sem viðhaft hefur verið í þessum málaflokki hefur ekkert með flokkspólitík að gera frekar en svo margt annað sem þarfnast gagnrýni við.)
Veggjöld eru þekkt aðferð til að fara í dýrar samgönguframkvæmdir sem annars yrði ekki farið í. Norðmenn hafa notað veggjöld til að fjármagna dýrar samgönguframkvæmdir í áratugi. Þar er aðferðin þekkt og þar er það alls ekki forsenda að önnur leið þurfi að vera möguleg fyrir vegfarandann. Mig grunar án þess að vita það fyrir víst að sú hugmynd sé alfarið íslensk og eigi sér enga hliðstæðu annars staðar en það er öllum frjálst að upplýsa dæmi um annað.
Við Íslendingar þekkjum veggjöld lítið enda verður seint sagt að íslensk stjórnvöld hafi fram til þessa verið stórhuga um verulegar úrbætur í samgöngumálum landsins
Við höfum þó kynnst einni stórframkvæmd þar sem veggjöld voru forsenda þess að farið var út í þá framkvæmd. Hvalfjarðargöng voru byggð með veggjöldum.
Hvalfjarðargöng voru bylting. Stórkostleg samgöngubylting. Þau voru bylting fyrir líf í landinu. Ekki bara fyrir almenna vegfarendur heldur fyrir byggðirnar og atvinnulíf á svæðunum í kring að minnsta kosti og kannski fyrir byggðirnar og atvinnulíf í landinu öllu. Í þessa framkvæmd hefði aldrei verið farið án þess að taka upp veggjöld.
Það eru framkvæmdir í þessa veru sem ég vil sjá farið í með veggjöldum. Framkvæmdir sem skipta mjög miklu máli og hafa verulega samfélagslega þýðingu.
Framkvæmdir sem breyta því að búa í þessu dreifbýla landi. Uppbygging heilsársvegar yfir Kjöl er dæmi um slíka hugmynd. Hef sjaldan verið jafn spennt yfir hugmynd og sjaldan jafn sorgmædd að sjá hugmynd drepna í fæðingu eins og raunin varð.
Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB gagnrýndi harðlega í Speglinum í kvöld þá ákvörðun stjórnvalda og Alþingis að hér yrði farið út í dýrar samgönguframkvæmdir eins og tvöföldun Suðurlandsvegar og Vaðlaheiðargöng á forsendum þess að tekin yrðu upp veggjöld til að fjármagna framkvæmdirnar án þess að umræða um það mál hafi nokkurn tíma átt sér stað hjá almenningi í landinu.
Undir þessa gagnrýni Runólfs tek ég heils hugar. Hvaða skoðanir sem ég hef á viðkomandi framkvæmdum er verklag málsins allt stórkostlega gagnrýnivert og full ástæða til að vekja athygli á því.
Þetta mál allt er dæmi um verklag á Íslandi sem við verðum að breyta. Það á ekki að taka byltingarkenndar ákvarðanir í lokuðu rúmi Stjórnarráðsins og láta svo Alþingi stimpla þá ákvörðun. Við verðum að læra að hluti eins og þessa þarf almenningur í landinu að fá andrými til að ræða og hafa skoðun á áður en þeir eru gerðir að lögum.
Það á ekki að taka upp veggjöld af því bara...
Ég er stuðningsmaður veggjalda. Ég vil sjá stórhuga framkvæmir í samgöngumálum á Íslandi. Verulega bættar samgöngur á milli landshluta eru fyrir mér hin eina sanna byggðastefna. Vil ganga svo langt að ég vil sjá byltingu á þessu sviði hér á landi. Sú bylting mun aldrei verða án þess að taka upp veggjöld.
Ég er stuðningsmaður veggjalda á faglegum forsendum. Ég er ekki stuðningsmaður þeirra vinnubragða sem íslensk stjórnvöld viðhafa í þessum málaflokki þar sem engar kröfur eru gerðar um forsendur, samanburð eða yfirhöfuð nokkurn hlut sem við fáum að vita af.
Ákvörðunin er tekin af því að ráðherranum finnst það rétt að fara í framkvæmdina og kröfur um forsendur eru engar. Slík vinnubrögð eiga ekki að líðast - hvorki í þessum málaflokki eða öðrum. (Það skal sérstaklega tekið fram að það á ekki einungis við um núverandi stjórnvöld. Verklagið sem viðhaft hefur verið í þessum málaflokki hefur ekkert með flokkspólitík að gera frekar en svo margt annað sem þarfnast gagnrýni við.)
Veggjöld eru þekkt aðferð til að fara í dýrar samgönguframkvæmdir sem annars yrði ekki farið í. Norðmenn hafa notað veggjöld til að fjármagna dýrar samgönguframkvæmdir í áratugi. Þar er aðferðin þekkt og þar er það alls ekki forsenda að önnur leið þurfi að vera möguleg fyrir vegfarandann. Mig grunar án þess að vita það fyrir víst að sú hugmynd sé alfarið íslensk og eigi sér enga hliðstæðu annars staðar en það er öllum frjálst að upplýsa dæmi um annað.
Við Íslendingar þekkjum veggjöld lítið enda verður seint sagt að íslensk stjórnvöld hafi fram til þessa verið stórhuga um verulegar úrbætur í samgöngumálum landsins
Við höfum þó kynnst einni stórframkvæmd þar sem veggjöld voru forsenda þess að farið var út í þá framkvæmd. Hvalfjarðargöng voru byggð með veggjöldum.
Hvalfjarðargöng voru bylting. Stórkostleg samgöngubylting. Þau voru bylting fyrir líf í landinu. Ekki bara fyrir almenna vegfarendur heldur fyrir byggðirnar og atvinnulíf á svæðunum í kring að minnsta kosti og kannski fyrir byggðirnar og atvinnulíf í landinu öllu. Í þessa framkvæmd hefði aldrei verið farið án þess að taka upp veggjöld.
Það eru framkvæmdir í þessa veru sem ég vil sjá farið í með veggjöldum. Framkvæmdir sem skipta mjög miklu máli og hafa verulega samfélagslega þýðingu.
Framkvæmdir sem breyta því að búa í þessu dreifbýla landi. Uppbygging heilsársvegar yfir Kjöl er dæmi um slíka hugmynd. Hef sjaldan verið jafn spennt yfir hugmynd og sjaldan jafn sorgmædd að sjá hugmynd drepna í fæðingu eins og raunin varð.
Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB gagnrýndi harðlega í Speglinum í kvöld þá ákvörðun stjórnvalda og Alþingis að hér yrði farið út í dýrar samgönguframkvæmdir eins og tvöföldun Suðurlandsvegar og Vaðlaheiðargöng á forsendum þess að tekin yrðu upp veggjöld til að fjármagna framkvæmdirnar án þess að umræða um það mál hafi nokkurn tíma átt sér stað hjá almenningi í landinu.
Undir þessa gagnrýni Runólfs tek ég heils hugar. Hvaða skoðanir sem ég hef á viðkomandi framkvæmdum er verklag málsins allt stórkostlega gagnrýnivert og full ástæða til að vekja athygli á því.
Þetta mál allt er dæmi um verklag á Íslandi sem við verðum að breyta. Það á ekki að taka byltingarkenndar ákvarðanir í lokuðu rúmi Stjórnarráðsins og láta svo Alþingi stimpla þá ákvörðun. Við verðum að læra að hluti eins og þessa þarf almenningur í landinu að fá andrými til að ræða og hafa skoðun á áður en þeir eru gerðir að lögum.
Það á ekki að taka upp veggjöld af því bara...
fimmtudagur, 9. desember 2010
Gagnrýni er rýni til gagns
Við þurfum að hætta að stinga höfðinu í sandinn og kalla alla gagnrýni „ómaklega". Við þurfum að læra að hlusta á gagnrýni. Við þurfum að læra að virða gagnrýni.
Við eigum ekki að láta embættismannakerfinu eftir stefnumótun og líta á þá eins og þeir séu óskeikulir og fullkomnir í öllu sem þeir gera. Við þurfum að afla okkur sérþekkingar erlendis frá og læra af þeim. Við eigum að viðhafa samráð við þá sem best til þekkja við gerð lagafrumvarpa og láta þau þróast og mótast á grundvelli umræðu í stað þess að keyra þau í gegn á methraða í andstöðu við þá sem best til þekkja.
Dæmið um reikningsskilin er ágætis dæmi um að auðvitað eiga stjórnvöld að leita í smiðju sérfræðinga um reikningsskil við gerð laga um það efni. Er það ekki alveg augljóst?
Við eigum að læra það af fyrsta áratug þessarar aldar að við þurfum að gera breytingar. Ef það er eitthvað sem við eigum að læra þá er það það og ekkert annað.
Við fengum óteljandi varnaðarorð í upphafi þessa áratugar um að eitthvað hættulegt væri í uppsiglingu.
Ég sem einstaklingur úti í bæ - áhugamaður um stjórnmál á Íslandi - sat ein og sjálf ótal fundi þar sem velt var upp ýmsum áhyggjum sem menn höfðu af íslenskum veruleika á fyrstu árum þessarar aldar. Áhyggjur sem komið hefur á daginn að áttu fullan rétt á sér en var öllum stungið undir stól. Áhyggjum af frjálsum fjármagnshreyfingum í landi með svo lítinn sjálfstæðan gjaldmiðil á floti. Áhyggjum af áhrifum sterkrar krónu á efnahagsreikninga bankanna. Áhyggjum af mistökum við gerð mikilvægra laga eins og hér er lýst.
Allar voru þessar áhyggjur afgreiddar án þess að nokkuð væri að gert. Nú verðum við að læra það eitt að það getur ekki gengið lengur. Það þarf að vanda til lagasetningar og það þarf að hlusta á gagnrýni.
Lærum það af gagnrýnum fréttaflutningi á endurskoðunarfyrirtækin núna. Að benda á þau sem sökudólga gagnast okkur ekkert.
Að líta á þau sem einn af mörgum sökudólgum gagnrýnislausrar hjarðar í samfélaginu gagnast okkur miklu betur og er líklegra til að leiða til einhvers.
Við eigum ekki að láta embættismannakerfinu eftir stefnumótun og líta á þá eins og þeir séu óskeikulir og fullkomnir í öllu sem þeir gera. Við þurfum að afla okkur sérþekkingar erlendis frá og læra af þeim. Við eigum að viðhafa samráð við þá sem best til þekkja við gerð lagafrumvarpa og láta þau þróast og mótast á grundvelli umræðu í stað þess að keyra þau í gegn á methraða í andstöðu við þá sem best til þekkja.
Dæmið um reikningsskilin er ágætis dæmi um að auðvitað eiga stjórnvöld að leita í smiðju sérfræðinga um reikningsskil við gerð laga um það efni. Er það ekki alveg augljóst?
Við eigum að læra það af fyrsta áratug þessarar aldar að við þurfum að gera breytingar. Ef það er eitthvað sem við eigum að læra þá er það það og ekkert annað.
Við fengum óteljandi varnaðarorð í upphafi þessa áratugar um að eitthvað hættulegt væri í uppsiglingu.
Ég sem einstaklingur úti í bæ - áhugamaður um stjórnmál á Íslandi - sat ein og sjálf ótal fundi þar sem velt var upp ýmsum áhyggjum sem menn höfðu af íslenskum veruleika á fyrstu árum þessarar aldar. Áhyggjur sem komið hefur á daginn að áttu fullan rétt á sér en var öllum stungið undir stól. Áhyggjum af frjálsum fjármagnshreyfingum í landi með svo lítinn sjálfstæðan gjaldmiðil á floti. Áhyggjum af áhrifum sterkrar krónu á efnahagsreikninga bankanna. Áhyggjum af mistökum við gerð mikilvægra laga eins og hér er lýst.
Allar voru þessar áhyggjur afgreiddar án þess að nokkuð væri að gert. Nú verðum við að læra það eitt að það getur ekki gengið lengur. Það þarf að vanda til lagasetningar og það þarf að hlusta á gagnrýni.
Lærum það af gagnrýnum fréttaflutningi á endurskoðunarfyrirtækin núna. Að benda á þau sem sökudólga gagnast okkur ekkert.
Að líta á þau sem einn af mörgum sökudólgum gagnrýnislausrar hjarðar í samfélaginu gagnast okkur miklu betur og er líklegra til að leiða til einhvers.
Reikningsskil – leikur að tölum?
Var heiti á misserisverkefni sem ég ásamt hópi nemenda á Bifröst vann að haustið 2001. Verkefnið rifjaðist upp fyrir mér í gær þegar ég hlustaði á fréttir af gallaðri endurskoðun Glitnis og Landsbankans árin fyrir hrun bankanna.
Þess ber að geta að ég tel mig þess ekki umkomna að segja eitt eða neitt um hvort ávirðingar á viðkomandi endurskoðendafyrirtæki eiga rétt á sér eða ekki. Í mínum huga er augljóst að hjarðhegðun okkar síðasta áratug - gagnrýnisleysi á það sem var að gerast náði yfir samfélagið allt og endurskoðunarfyrirtæki voru augljóslega sama marki brennd og allir hinir.
Ef við ætlum að hafa gagn af því sem hér gerðist til framtíðar eigum við fyrst og síðast að læra að gagnrýnisleysi er beinlínis stórhættulegt. Að mínu viti miklu gagnlegri lærdómur en allar nornaveiðar og ábendingar á einstaka sökudólga til samans.
Verkefnið snerist um meðferð gengismunar í ársreikningum íslenskra fyrirtækja en þá þegar árið 2001 voru menn byrjaðir að hafa áhyggjur af frjálslegri meðferð alþjóðlegra fyrirtækja á Íslandi á reikningsskilareglum og áhrifum þess að fyrirtæki völdu aðferðir til að nota í reikningsskilum sínum. Það gátu þau gert í ljósi þess að lagaumgjörðin var alls ekki skýr og hafði í raun alls ekki fylgt eftir þeim gríðarlegu breytingum sem orðið höfðu á skömmum tíma á fjármagnshreyfingum til og frá landinu
Verkefnið var mjög lærdómsríkt. Ekki síst fyrir þær sakir að fá nasaþef af því hvernig þróun þessa málaflokks var háttað á Íslandi. Verkefnið leiddi í ljós að eins og í mörgum öðrum málaflokkum settu Íslendingar ekki lög um ársreikninga fyrr en þeir voru knúnir til þess árið 1994 vegna inngöngu í Evrópska efnahagssvæðið. Við vorum að slíta barnsskónum á þessu íhaldsama sviði á sama tíma og fyrirtækin okkar voru á fullri ferð í útrásinni sem átti eftir að hafa svo afdrifaríkar afleiðingar
Gerð voru afdrifarík mistök í þýðingu regluverks Evrópusambandsins sem þrátt fyrir ábendingar sérfróðra manna um efnið voru hundsuð og mistökin fóru óleiðrétt inn í íslenskan rétt.
Það þurfti ekki að leita lengi til að finna dæmi þess að það sem Íslendingar voru að glíma við á þessum tíma var ekki séríslenskt fyrirbæri heldur sambærilegt við það sem önnur ríki höfðu gengið í gegnum áður og því virtist augljóst að við gætum leitað í smiðju þeirra eftir þekkingu á þessu sviði.
Íslendingar þurftu þess ekki - voru einfærir um að búa til sín lagafrumvörp innan stjórnsýslunnar án samráðs við þá sem best þekktu til.
Stefán Svarsson nú prófessor við Háskólann á Bifröst þáverandi dósent við viðskiptadeild H.Í. löggiltur endurskoðandi og sérfræðingur um reikningsskil lét sér þessi mál mjög varða og var óþreytandi að benda stjórnvöldum á nauðsyn þess að taka upp alþjóðlega staðla um reikningsskil í stað þess að setja lög sem voru byggð á misskilningi í grunninn. Hann átaldi mjög samráðsleysi stjórnvalda við sérfræðinga um reikningsskil við breytingar á lögunum og til að leggja áherslu á gagnrýni sína sagði hann af sér sem formaður reikningsskilaráðs í byrjun árs 2003 en frétt um það má finna hér á vef Morgunblaðsins: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=716684.
Forystumenn íslenskra stjórnmála létu þessa gagnrýni sem vind um eyrun þjóta og létu í ljósi það álit að gagnrýnin væri ómakleg: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=716989
Því er þessu velt upp hér að við erum enn að smíða lagafrumvörp og afgreiða þau með þessum hætti eins og gert var 2001 og áreiðanlega mörg ár þar á undan.
Þetta verklag á að vera það sem við eigum að kappkosta með öllum ráðum að breyta. Það mun ekki gerast með háværri stjórnarandstöðu eins og nú sem gengst ekki við neinni ábyrgð á verklagi sínu í fortíðinni og heldur heilu ræðurnar um að verklag núverandi stjórnvalda sé miklu verra en verklag fyrri stjórna.
Skortur á fagmennsku við smíði lagafrumvarpa og meðferð þeirra þar til þau verða að lögum er ekki flokkspólitískt mál. Það breytir nákvæmlega engu hvaða stjórnmálaflokkar eru við stjórnvölinn í þessu kerfi eins og það er.
Það sem þarf að breyta er kerfið sjálft.
Þess ber að geta að ég tel mig þess ekki umkomna að segja eitt eða neitt um hvort ávirðingar á viðkomandi endurskoðendafyrirtæki eiga rétt á sér eða ekki. Í mínum huga er augljóst að hjarðhegðun okkar síðasta áratug - gagnrýnisleysi á það sem var að gerast náði yfir samfélagið allt og endurskoðunarfyrirtæki voru augljóslega sama marki brennd og allir hinir.
Ef við ætlum að hafa gagn af því sem hér gerðist til framtíðar eigum við fyrst og síðast að læra að gagnrýnisleysi er beinlínis stórhættulegt. Að mínu viti miklu gagnlegri lærdómur en allar nornaveiðar og ábendingar á einstaka sökudólga til samans.
Verkefnið snerist um meðferð gengismunar í ársreikningum íslenskra fyrirtækja en þá þegar árið 2001 voru menn byrjaðir að hafa áhyggjur af frjálslegri meðferð alþjóðlegra fyrirtækja á Íslandi á reikningsskilareglum og áhrifum þess að fyrirtæki völdu aðferðir til að nota í reikningsskilum sínum. Það gátu þau gert í ljósi þess að lagaumgjörðin var alls ekki skýr og hafði í raun alls ekki fylgt eftir þeim gríðarlegu breytingum sem orðið höfðu á skömmum tíma á fjármagnshreyfingum til og frá landinu
Verkefnið var mjög lærdómsríkt. Ekki síst fyrir þær sakir að fá nasaþef af því hvernig þróun þessa málaflokks var háttað á Íslandi. Verkefnið leiddi í ljós að eins og í mörgum öðrum málaflokkum settu Íslendingar ekki lög um ársreikninga fyrr en þeir voru knúnir til þess árið 1994 vegna inngöngu í Evrópska efnahagssvæðið. Við vorum að slíta barnsskónum á þessu íhaldsama sviði á sama tíma og fyrirtækin okkar voru á fullri ferð í útrásinni sem átti eftir að hafa svo afdrifaríkar afleiðingar
Gerð voru afdrifarík mistök í þýðingu regluverks Evrópusambandsins sem þrátt fyrir ábendingar sérfróðra manna um efnið voru hundsuð og mistökin fóru óleiðrétt inn í íslenskan rétt.
Það þurfti ekki að leita lengi til að finna dæmi þess að það sem Íslendingar voru að glíma við á þessum tíma var ekki séríslenskt fyrirbæri heldur sambærilegt við það sem önnur ríki höfðu gengið í gegnum áður og því virtist augljóst að við gætum leitað í smiðju þeirra eftir þekkingu á þessu sviði.
Íslendingar þurftu þess ekki - voru einfærir um að búa til sín lagafrumvörp innan stjórnsýslunnar án samráðs við þá sem best þekktu til.
Stefán Svarsson nú prófessor við Háskólann á Bifröst þáverandi dósent við viðskiptadeild H.Í. löggiltur endurskoðandi og sérfræðingur um reikningsskil lét sér þessi mál mjög varða og var óþreytandi að benda stjórnvöldum á nauðsyn þess að taka upp alþjóðlega staðla um reikningsskil í stað þess að setja lög sem voru byggð á misskilningi í grunninn. Hann átaldi mjög samráðsleysi stjórnvalda við sérfræðinga um reikningsskil við breytingar á lögunum og til að leggja áherslu á gagnrýni sína sagði hann af sér sem formaður reikningsskilaráðs í byrjun árs 2003 en frétt um það má finna hér á vef Morgunblaðsins: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=716684.
Forystumenn íslenskra stjórnmála létu þessa gagnrýni sem vind um eyrun þjóta og létu í ljósi það álit að gagnrýnin væri ómakleg: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=716989
Því er þessu velt upp hér að við erum enn að smíða lagafrumvörp og afgreiða þau með þessum hætti eins og gert var 2001 og áreiðanlega mörg ár þar á undan.
Þetta verklag á að vera það sem við eigum að kappkosta með öllum ráðum að breyta. Það mun ekki gerast með háværri stjórnarandstöðu eins og nú sem gengst ekki við neinni ábyrgð á verklagi sínu í fortíðinni og heldur heilu ræðurnar um að verklag núverandi stjórnvalda sé miklu verra en verklag fyrri stjórna.
Skortur á fagmennsku við smíði lagafrumvarpa og meðferð þeirra þar til þau verða að lögum er ekki flokkspólitískt mál. Það breytir nákvæmlega engu hvaða stjórnmálaflokkar eru við stjórnvölinn í þessu kerfi eins og það er.
Það sem þarf að breyta er kerfið sjálft.
miðvikudagur, 24. nóvember 2010
24. nóvember 2010
Birt á bloggi 24. nóvember 2010 þegar bloggari var einn frambjóðenda til Stjórnlagaþings...
Tók mér frí frá einmanalegu frambjóðandavafstri fyrir framan tölvuskjá og fór í göngu meðfram sjónum. Dásamlega fagur dagur í Reykjavík - einstaklega fagur. Sjórinn spegilsléttur, smá hvít slykja yfir Esjunni til að vekja enn frekar athygli á fegurð hennar, Akranes eins og hvít húsaþyrping við sjóndeildarhring, sól lágt á lofti.
Fegurðin þennan stutta spöl héðan frá Sundlaugaveginum til Turnsins í Borgartúninu var svo mikil að ég stoppaði oft á leiðinni bara til að horfa og meðtaka - anda að mér og taka inn. Sýnin sem blasti við mér þegar ég nálgaðist Turninn var ólýsanleg. Geislar sólarinnar skinu í gegnum glerið og gulrauð rönd eins og skar bil á milli Turnsins og byggingarinnar hinum megin við hann.
Lýg engu að ég stóð lengi hinum megin við Borgartúnið og horfði á þetta ólýsanlegra fagra listaverk sem blasti við mér. Það dróg mig til sín og ég tók þessi fáu skref alveg upp að húsinu. Rakst þar á annan frambjóðanda sem heilsaði mér og rétti mér kort - póstkort um sig. Við spjölluðum smástund - könnumst hvor við aðra og höfum gert lengi án þess að þekkjast. Tjáðum okkur hvor við aðra um fegurðina sem við okkur blasti. Vorum sammála um að það væri ekki allt alslæmt sem kennt er við árið 2007.
Ég settist inn á Kaffitár og fékk mér grænmetisböku með salati og súkkulaði með rjóma. Fletti Morgunblaðinu sem ég annars er fyrir löngu nánast hætt að líta augum hvað þá lesa. Þar var sami skætingurinn og var þar síðast þegar rakst á hann. Sami skætingurinn og er svo stutt í alls staðar í kringum mig á Íslandi í dag. Mikið rosalega er ég orðin þreytt á honum. Mikið rosalega finn ég mikla þörf fyrir virðingu í opinberri umfjöllun. Þessi skætingur - að þurfa alltaf að tala eins og allir aðrir séu vitleysingjar kallar alltaf fram í mér löngunina um að fara burt. Mig langar ekki að lifa í svona samfélagi. Mig langar ekki að lifa í samfélagi sem einkennist umfram allt af virðingarleysi. Mér finnst það vont.
Það var jafnfagurt á leiðinni til baka - bara öðruvísi fagurt. Sólin var sest og nú voru það ljósin í borginni sem lýstu upp spegilsléttan sjóinn. Aftur stoppaði ég oft á leiðinni - til að upplifa - meðtaka - fegurðina til fulls.
Ég elska Reykjavík á svona dögum. Elska það að hafa göngustíg meðfram sjónum sem gerir mér kleift að njóta þess að ganga utandyra í borginni og líða eins ég sé stödd fjarri henni. Fjarri umferðinni sem þó er rétt hjá mér.
Þegar heim kom lét ég mig dreyma um að þessa fegurð umhverfisins mætti yfirfæra á íslenskt samfélag. Þrái væntumþykju, virðingu og traust í samskiptum manna. Virðist fjarlægur draumur í ljósi vonskunnar hvert sem litið er.
Ætla á fund Stjórnarskrárfélagsins í kvöld að hlýða á erindi um forsetann og framkvæmdavaldið.
Tók mér frí frá einmanalegu frambjóðandavafstri fyrir framan tölvuskjá og fór í göngu meðfram sjónum. Dásamlega fagur dagur í Reykjavík - einstaklega fagur. Sjórinn spegilsléttur, smá hvít slykja yfir Esjunni til að vekja enn frekar athygli á fegurð hennar, Akranes eins og hvít húsaþyrping við sjóndeildarhring, sól lágt á lofti.
Fegurðin þennan stutta spöl héðan frá Sundlaugaveginum til Turnsins í Borgartúninu var svo mikil að ég stoppaði oft á leiðinni bara til að horfa og meðtaka - anda að mér og taka inn. Sýnin sem blasti við mér þegar ég nálgaðist Turninn var ólýsanleg. Geislar sólarinnar skinu í gegnum glerið og gulrauð rönd eins og skar bil á milli Turnsins og byggingarinnar hinum megin við hann.
Lýg engu að ég stóð lengi hinum megin við Borgartúnið og horfði á þetta ólýsanlegra fagra listaverk sem blasti við mér. Það dróg mig til sín og ég tók þessi fáu skref alveg upp að húsinu. Rakst þar á annan frambjóðanda sem heilsaði mér og rétti mér kort - póstkort um sig. Við spjölluðum smástund - könnumst hvor við aðra og höfum gert lengi án þess að þekkjast. Tjáðum okkur hvor við aðra um fegurðina sem við okkur blasti. Vorum sammála um að það væri ekki allt alslæmt sem kennt er við árið 2007.
Ég settist inn á Kaffitár og fékk mér grænmetisböku með salati og súkkulaði með rjóma. Fletti Morgunblaðinu sem ég annars er fyrir löngu nánast hætt að líta augum hvað þá lesa. Þar var sami skætingurinn og var þar síðast þegar rakst á hann. Sami skætingurinn og er svo stutt í alls staðar í kringum mig á Íslandi í dag. Mikið rosalega er ég orðin þreytt á honum. Mikið rosalega finn ég mikla þörf fyrir virðingu í opinberri umfjöllun. Þessi skætingur - að þurfa alltaf að tala eins og allir aðrir séu vitleysingjar kallar alltaf fram í mér löngunina um að fara burt. Mig langar ekki að lifa í svona samfélagi. Mig langar ekki að lifa í samfélagi sem einkennist umfram allt af virðingarleysi. Mér finnst það vont.
Það var jafnfagurt á leiðinni til baka - bara öðruvísi fagurt. Sólin var sest og nú voru það ljósin í borginni sem lýstu upp spegilsléttan sjóinn. Aftur stoppaði ég oft á leiðinni - til að upplifa - meðtaka - fegurðina til fulls.
Ég elska Reykjavík á svona dögum. Elska það að hafa göngustíg meðfram sjónum sem gerir mér kleift að njóta þess að ganga utandyra í borginni og líða eins ég sé stödd fjarri henni. Fjarri umferðinni sem þó er rétt hjá mér.
Þegar heim kom lét ég mig dreyma um að þessa fegurð umhverfisins mætti yfirfæra á íslenskt samfélag. Þrái væntumþykju, virðingu og traust í samskiptum manna. Virðist fjarlægur draumur í ljósi vonskunnar hvert sem litið er.
Ætla á fund Stjórnarskrárfélagsins í kvöld að hlýða á erindi um forsetann og framkvæmdavaldið.
mánudagur, 4. október 2010
Lái mér hver sem vill...
Ég hef nú hátt í 10 ár skrifað greinar þar sem ég lýsi yfir andúð minni á íslensku krónunni og að ég liti á það sem forgangsmál íslenskra stjórnmála að stefna á nýjan gjaldmiðil. Ég hef verið yfirlýstur stuðningsmaður aðildar Íslands að ESB í allan þennan tíma. Hef kallað eftir því allan þennan áratug að íslensk stjórnmál tækju afstöðu til stóru myndarinnar í stað þess að snúast um tæknilegar útfærslur.
Ég hef allan þennan áratug verið gjörsamlega gáttuð yfir þróun samfélagsins. Vissi sem var að Íslendingar höfðu vart getað talað um annað en peninga í langan tíma en að þjóðfélagið þróaðist í þær áttir sem það gerði skildi ég ekki. Ég skildi ekki hækkanir í Kauphöll Íslands upp á marga tugi prósenta á ári og fannst með ólíkindum að einhver tryði því í alvörunni að íslensk fyrirtæki væru svona miklu betur rekin en fyrirtæki annars staðar í heiminum.
Ég beinlínis gerði mér far um að gera allt sem mér einni og sjálfri var fært að gera til að hafa áhrif á þróunina. Ég skrifaði bréf sem ætlað var eiganda Fréttablaðsins Jóni Ásgeiri og til ritstjóra nýs tímarits Morgunblaðsins þar sem ég í barnaskap mínum og einlægni bað um útgáfu blaða með gagnrýnni samfélagsrýni þar sem spurt yrði „af hverju" og „hvers vegna" í stað þess að gefið yrði út eitt viðskiptablaðið enn eða tímarit um dægurmál.
Ég hafði ekki endilega trú á að þessi bréf mín næðu á leiðarenda eða tekið yrði mark á þeim en sjálfrar mín vegna skrifaði ég þau. Ég varð að gera það sem ég gat gert til að reyna að hafa áhrif á þetta samfélag mitt sem ég var að ærast yfir að lifa í.
Ég sótti um starf í greiningardeild KB banka þar sem auglýst var undir yfirskriftinni „Hver er þessi Dow Jones?" Ég rökstuddi umsókn mína með því að ég væri sannfærð um að fátt væri hollara íslenskum fyrirtækjum á þessum tíma en fjölbreytni í vali á starfsmönnum. Miðaldra kona var ekki beinlínis fulltrúi þessa tíma.
Einhverju sinni hitti ég Pál Kr. Pálsson fjárfesti í kjölfar viðtals sem tekið hafði verið við hann í einhverju blaðanna og þakkaði honum sérstaklega fyrir að hafa í þessu viðtali gefið yfirlýsingar um að hann hefði áhuga á rekstri fyrirtækja. Að einhver gæfi það út opinberlega að hann hefði áhuga á rekstri hljómaði eins og tónlist í mínum eyrum og mér fannst fyllsta ástæða til að láta vita af því. Ég þekki Pál Kr. Pálsson ekki neitt en ég er viss um að hann man eftir þessari játningu minni umræddan dag.
Nú þegar lífskjör mín eru stórkostlega skert og eignir engar vegna hruns íslensku bankanna og gjaldmiðilsins í kjölfarið. Þá geri ég skilyrðislausa kröfu um breytingar til framtíðar og gef engan afslátt af þeim skoðunum mínum. Ég hef engan áhuga á skammtímalausnum. Allar lagfæringar á skuldastöðu einstaklinga í dag eru „skammtímalausnir". Ég hef fullan skilning á því það verði að lokum niðurstaðan en það gerir mig ekki sátta við þá niðurstöðu. Staða okkar er fráleit og það er engin patent lausn til á henni.
Það er aftur á móti hægt að gera breytingar til lengri tíma sem skipta miklu meira máli og eru miklu mikilvægari en allar skuldbreytingar dagsins í dag til samans.
Stórkostlega skert lífskjör eru tilkomin vegna stöðu krónunnar. Eignaleysið er tilkomið vegna stöðu íslensku krónunnar. Staða krónunnar er sú sem hún er vegna gegndarlauss bulls í stjórn efnahagsmála allan þennan áratug. Þess vegna er ég svo ákveðin ESB sinni. Þess vegna leyfi ég mér að vera hávær og gef engan afslátt af skoðunum mínum varðandi breytingar til framtíðar.
Þess vegna leyfi ég mér að verða reið þegar Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn allt í kringum mig láta eins og staðan í dag sé þeim óviðkomandi og núverandi stjórnvöldum að kenna. Ég get fyrirgefið Vinstri grænum skoðanir þeirra og stefnu því þeir eru Vinstri grænir. Samfylkingin er einangruð í pólitísku umhverfi dagsins í dag. Fyrst og fremst vegna þess að gömlu valdaflokkarnir fyrirgefa henni ekki að hún sé tilorðin. Það þarf ekki að vera sérstaklega greindur til að átta sig á því að málflutningur Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna í stjórnarandstöðu snýst fyrst og fremst um eigin hagsmuni en minnst um almannahagsmuni.
Þess vegna leyfi ég mér að gera athugasemdir við fullyrðingar í þessa veru hér:
Í grein sinni „Tvö ár frá hruni" kemst Hermann Guðmundsson forstjóri N1 svo að orði:„Ég hef sagt við þá sem skammast út í núverandi stjórnvöld að það sé ómetanlegt fyrir unga kjósendur sem aldrei hafa fundið á eigin skinni hvað það kostar að hafa ríkisstjórn sem er ekki með atvinnumál sem sitt helsta áhugasvið. Prufa ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokksins er nauðsynlegt til að munurinn finnist."
Í nýjustu grein sinni „Setjum út mannspilin" segir hann m.a.: „Undir stefnu Sjálfstæðisflokksins hefur þjóðin vaxið úr örbirgð til velsældar... Klikkaðir karlmenn munu án efa ekki efna til atvinnureksturs í því hugarfari sem nú ríkir og fáir aðrir hafa gefið sig fram síðustu 60 árin sem vilja hætta fé og framtíð sinni til að byggja upp atvinnu í von um ávinning... Fyrir þá sem trúa því að ESB geti komið í staðinn fyrir stefnu okkar sjálfra, fullyrði ég að okkur mun með réttu hugarfari vegna framúrskarandi vel á þessu frábæra landi hvort sem við verðum innan ESB eða utan. "
Lái mér hver sem vill.
Ég hef allan þennan áratug verið gjörsamlega gáttuð yfir þróun samfélagsins. Vissi sem var að Íslendingar höfðu vart getað talað um annað en peninga í langan tíma en að þjóðfélagið þróaðist í þær áttir sem það gerði skildi ég ekki. Ég skildi ekki hækkanir í Kauphöll Íslands upp á marga tugi prósenta á ári og fannst með ólíkindum að einhver tryði því í alvörunni að íslensk fyrirtæki væru svona miklu betur rekin en fyrirtæki annars staðar í heiminum.
Ég beinlínis gerði mér far um að gera allt sem mér einni og sjálfri var fært að gera til að hafa áhrif á þróunina. Ég skrifaði bréf sem ætlað var eiganda Fréttablaðsins Jóni Ásgeiri og til ritstjóra nýs tímarits Morgunblaðsins þar sem ég í barnaskap mínum og einlægni bað um útgáfu blaða með gagnrýnni samfélagsrýni þar sem spurt yrði „af hverju" og „hvers vegna" í stað þess að gefið yrði út eitt viðskiptablaðið enn eða tímarit um dægurmál.
Ég hafði ekki endilega trú á að þessi bréf mín næðu á leiðarenda eða tekið yrði mark á þeim en sjálfrar mín vegna skrifaði ég þau. Ég varð að gera það sem ég gat gert til að reyna að hafa áhrif á þetta samfélag mitt sem ég var að ærast yfir að lifa í.
Ég sótti um starf í greiningardeild KB banka þar sem auglýst var undir yfirskriftinni „Hver er þessi Dow Jones?" Ég rökstuddi umsókn mína með því að ég væri sannfærð um að fátt væri hollara íslenskum fyrirtækjum á þessum tíma en fjölbreytni í vali á starfsmönnum. Miðaldra kona var ekki beinlínis fulltrúi þessa tíma.
Einhverju sinni hitti ég Pál Kr. Pálsson fjárfesti í kjölfar viðtals sem tekið hafði verið við hann í einhverju blaðanna og þakkaði honum sérstaklega fyrir að hafa í þessu viðtali gefið yfirlýsingar um að hann hefði áhuga á rekstri fyrirtækja. Að einhver gæfi það út opinberlega að hann hefði áhuga á rekstri hljómaði eins og tónlist í mínum eyrum og mér fannst fyllsta ástæða til að láta vita af því. Ég þekki Pál Kr. Pálsson ekki neitt en ég er viss um að hann man eftir þessari játningu minni umræddan dag.
Nú þegar lífskjör mín eru stórkostlega skert og eignir engar vegna hruns íslensku bankanna og gjaldmiðilsins í kjölfarið. Þá geri ég skilyrðislausa kröfu um breytingar til framtíðar og gef engan afslátt af þeim skoðunum mínum. Ég hef engan áhuga á skammtímalausnum. Allar lagfæringar á skuldastöðu einstaklinga í dag eru „skammtímalausnir". Ég hef fullan skilning á því það verði að lokum niðurstaðan en það gerir mig ekki sátta við þá niðurstöðu. Staða okkar er fráleit og það er engin patent lausn til á henni.
Það er aftur á móti hægt að gera breytingar til lengri tíma sem skipta miklu meira máli og eru miklu mikilvægari en allar skuldbreytingar dagsins í dag til samans.
Stórkostlega skert lífskjör eru tilkomin vegna stöðu krónunnar. Eignaleysið er tilkomið vegna stöðu íslensku krónunnar. Staða krónunnar er sú sem hún er vegna gegndarlauss bulls í stjórn efnahagsmála allan þennan áratug. Þess vegna er ég svo ákveðin ESB sinni. Þess vegna leyfi ég mér að vera hávær og gef engan afslátt af skoðunum mínum varðandi breytingar til framtíðar.
Þess vegna leyfi ég mér að verða reið þegar Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn allt í kringum mig láta eins og staðan í dag sé þeim óviðkomandi og núverandi stjórnvöldum að kenna. Ég get fyrirgefið Vinstri grænum skoðanir þeirra og stefnu því þeir eru Vinstri grænir. Samfylkingin er einangruð í pólitísku umhverfi dagsins í dag. Fyrst og fremst vegna þess að gömlu valdaflokkarnir fyrirgefa henni ekki að hún sé tilorðin. Það þarf ekki að vera sérstaklega greindur til að átta sig á því að málflutningur Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna í stjórnarandstöðu snýst fyrst og fremst um eigin hagsmuni en minnst um almannahagsmuni.
Þess vegna leyfi ég mér að gera athugasemdir við fullyrðingar í þessa veru hér:
Í grein sinni „Tvö ár frá hruni" kemst Hermann Guðmundsson forstjóri N1 svo að orði:„Ég hef sagt við þá sem skammast út í núverandi stjórnvöld að það sé ómetanlegt fyrir unga kjósendur sem aldrei hafa fundið á eigin skinni hvað það kostar að hafa ríkisstjórn sem er ekki með atvinnumál sem sitt helsta áhugasvið. Prufa ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokksins er nauðsynlegt til að munurinn finnist."
Í nýjustu grein sinni „Setjum út mannspilin" segir hann m.a.: „Undir stefnu Sjálfstæðisflokksins hefur þjóðin vaxið úr örbirgð til velsældar... Klikkaðir karlmenn munu án efa ekki efna til atvinnureksturs í því hugarfari sem nú ríkir og fáir aðrir hafa gefið sig fram síðustu 60 árin sem vilja hætta fé og framtíð sinni til að byggja upp atvinnu í von um ávinning... Fyrir þá sem trúa því að ESB geti komið í staðinn fyrir stefnu okkar sjálfra, fullyrði ég að okkur mun með réttu hugarfari vegna framúrskarandi vel á þessu frábæra landi hvort sem við verðum innan ESB eða utan. "
Lái mér hver sem vill.
miðvikudagur, 29. september 2010
Uppgjöf
Atburðir gærdagsins ullu mér persónulega mikilli sorg og ég á erfitt með að fóta mig í þessum aðstæðum. Játa það hreinskilningslega.
Ég skil ekki hvernig er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að ákærur á hendur ráðherrum ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks á árunum 2007 - 2009 sé lausn á einhverjum vanda. Hvað þá að ég skilji niðurstöðuna um að ákæra skuli einn ráðherra - forsætisráðherra Geir H. Haarde.
Í því pólitíska andrúmslofti sem hér hefur ríkt svo lengi sem ég man en þó aldrei jafn skelfilega hatrammt og síðustu ár er trúverðugleiki þess að þingmenn á hinu Alþingi séu til þess bærir að standa að ákæru á aðra þingmenn nákvæmlega engin. Niðurstaðan leiðir ekki til neinna sátta en er aftur á móti mjög líkleg til að gera stjórnmálin enn hatrammari og skelfilegri en þau eru fyrir.
Hrun bankakerfisins og áhrif þess á fjárhagslegalega stöðu manns og lífskjör eru eitt. Íslenskt samfélag og andrúmsloftið í kjölfar þeirra atburða er annað. Fyrir mig ennþá erfiðara en hið fyrra.
Ég hef frá því man eftir mér haft óbilandi áhuga á pólitík. Hef frá unga aldri alið með mér drauma um breytta skipan í íslenskum stjórnmálum og að ég gæti einhvern tíma haft raunveruleg áhrif á samfélagið með atkvæði mínu. Þeir draumar hafa dofnað sífellt meir og orðið að engu.
Mér fannst vont að lifa í samfélagi þar sem almenningur skipti sér í hópa og átti viðskipti eftir því hvaða afstöðu það hafði til stjórnmálaflokka og ég þráði breytingar á því umhverfi. Ég hélt um tíma að þetta umhverfi væri að brotna upp og að það rynni upp sá dagur að viðskiptablokkir tengdar stjórnmálaflokkum heyrðu sögunni til. Gömlu blokkirnar eru vissulega horfnar en viðhorfið til stjórnmála og viðskipta er enn að því er virðist það sama.
Nú lifi ég í samfélagi þar sem allar grundvallarreglur eru þverbrotnar - fullkomið leihús fáránleikans eins og ég kalla það. Ég er ekki lengur sjálfstæður einstaklingur með stjórn á eigin lífi heldur strengjabrúða aðstæðna sem ég hef ekkert með að gera.
Allar götur frá því í október 2008 hef ég þráð það meira en nokkuð annað að finna öryggi. Öryggi og væntumþykju af hálfu þeirra aðila sem mér finnst að eigi ekki að hafa annað hlutverk en passa upp á okkur - stjórnmálanna. Því er ekki að heilsa - öðru nær. Frá fyrsta degi hrunsins hafa stjórnmálin okkar hellt olíu á eld óöryggisins og öfganna. Pólitískar skotgrafir verið djúpstæðari en nokkru sinni fyrr og átök á forsendum flokkshagsmuna meiri en ég hef áður upplifað. Atburðir gærdagsins fullkomna þá mynd.
Við höfum ekkert lært og ætlum ekki að læra neitt. Við ætlum að gera það sem við kunnum - finna sökudólga og hengja þá. Aðferð sem leysir engan vanda og býr ekki til neinar sættir.
Ég skil ekki hvernig er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að ákærur á hendur ráðherrum ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks á árunum 2007 - 2009 sé lausn á einhverjum vanda. Hvað þá að ég skilji niðurstöðuna um að ákæra skuli einn ráðherra - forsætisráðherra Geir H. Haarde.
Í því pólitíska andrúmslofti sem hér hefur ríkt svo lengi sem ég man en þó aldrei jafn skelfilega hatrammt og síðustu ár er trúverðugleiki þess að þingmenn á hinu Alþingi séu til þess bærir að standa að ákæru á aðra þingmenn nákvæmlega engin. Niðurstaðan leiðir ekki til neinna sátta en er aftur á móti mjög líkleg til að gera stjórnmálin enn hatrammari og skelfilegri en þau eru fyrir.
Hrun bankakerfisins og áhrif þess á fjárhagslegalega stöðu manns og lífskjör eru eitt. Íslenskt samfélag og andrúmsloftið í kjölfar þeirra atburða er annað. Fyrir mig ennþá erfiðara en hið fyrra.
Ég hef frá því man eftir mér haft óbilandi áhuga á pólitík. Hef frá unga aldri alið með mér drauma um breytta skipan í íslenskum stjórnmálum og að ég gæti einhvern tíma haft raunveruleg áhrif á samfélagið með atkvæði mínu. Þeir draumar hafa dofnað sífellt meir og orðið að engu.
Mér fannst vont að lifa í samfélagi þar sem almenningur skipti sér í hópa og átti viðskipti eftir því hvaða afstöðu það hafði til stjórnmálaflokka og ég þráði breytingar á því umhverfi. Ég hélt um tíma að þetta umhverfi væri að brotna upp og að það rynni upp sá dagur að viðskiptablokkir tengdar stjórnmálaflokkum heyrðu sögunni til. Gömlu blokkirnar eru vissulega horfnar en viðhorfið til stjórnmála og viðskipta er enn að því er virðist það sama.
Nú lifi ég í samfélagi þar sem allar grundvallarreglur eru þverbrotnar - fullkomið leihús fáránleikans eins og ég kalla það. Ég er ekki lengur sjálfstæður einstaklingur með stjórn á eigin lífi heldur strengjabrúða aðstæðna sem ég hef ekkert með að gera.
Allar götur frá því í október 2008 hef ég þráð það meira en nokkuð annað að finna öryggi. Öryggi og væntumþykju af hálfu þeirra aðila sem mér finnst að eigi ekki að hafa annað hlutverk en passa upp á okkur - stjórnmálanna. Því er ekki að heilsa - öðru nær. Frá fyrsta degi hrunsins hafa stjórnmálin okkar hellt olíu á eld óöryggisins og öfganna. Pólitískar skotgrafir verið djúpstæðari en nokkru sinni fyrr og átök á forsendum flokkshagsmuna meiri en ég hef áður upplifað. Atburðir gærdagsins fullkomna þá mynd.
Við höfum ekkert lært og ætlum ekki að læra neitt. Við ætlum að gera það sem við kunnum - finna sökudólga og hengja þá. Aðferð sem leysir engan vanda og býr ekki til neinar sættir.
föstudagur, 3. september 2010
Að vera sviptur mannlegri reisn
Þessi grein er orðin tveggja mánaða gömul. Er persónuleg og ég var í vafa um að rétt væri að birta hana. Skrifuð 30. júní 2010...
Ég var tvítug þegar ég tók þá staðföstu ákvörðun að ég skildi verða fjárhagslega sjálfstæð. Ég skynjaði þá þegar að fjárhagslegt sjálfstæði var grundvöllur að því að vera sjálfstæð manneskja. Ég ætlaði jafnframt ekki að eiga neitt. Það var líka ákvörðun. Ég ætlaði að lifa frjáls - minn eigin herra - án afskipta annarra og forsenda þess var algjörlega skýr í mínum huga - fjárhagslegt sjálfstæði.
Svo eignaðist ég barn - yndislega stúlku - ljós lífs míns - orðin 26 ára og allt í einu varð öryggi mikilvægur hluti af lífinu. Að vera á leigumarkaði í Reykjavík var ekki valkostur - með því var öryggi barnsins fórnað. Svo heppilega vildi til að systir mín var að koma í menntaskóla til Reykjavíkur á sama tíma svo það passaði ágætlega fyrir mig, hana og foreldra mína að þau hjálpuðu mér til að eignast húsnæði - í hverfinu þar sem ég hef búið allar götur síðan.
Stelpan mín er orðin tvítug - enn jafn yndisleg - og enn ljós lífs míns. Mér hefur tekist misjafnlega upp í lífinu eins og gengur en hefur tekist að standa við þá ákvörðun að vera fjárhagslega sjálfstæð - minn eigin herra - allar götur síðan... þar til nú...
Fyrir tveimur mánuðum stóð ég allt í einu frammi fyrir því að samningur sem ég gerði við bankann minn til bráðum 30 ára virtist ætla að leiða til þess að gera mig bæði eignalausa og gjaldþrota í einni og sömu andránni - og það án þess að ég vissi einu sinni af því að nokkuð hefði gerst fyrr en daginn sem það gerðist.
Dómur féll fyrir rúmri viku síðan. Ég hef farið varlega í að fagna enda aldrei haft áhuga á öðru en að samningurinn sem gerður var standi - af beggja hálfu. Að bankinn minn geri mér kleift að standa í skilum eins og ég hef gert frá því að lánið var tekið en hef ekki getað í tvo mánuði vegna afarkosta bankans sem er algjörlega glórulaust að ganga að.
Í dag hlustaði ég á viðskiptaráðherra tala um „sanngirni" og „réttlæti" þeirrar ákvörðunar að samningar sem fjármálastofnanir gerðu um gengistryggð lán skyldu uppreiknaðir á vöxtum sem ákvarðaðir væru einhliða af stjórnsýslustofnunum samfélagsins.
Mér sem sjálfstæðum einstaklingi kemur málið greinilega ekki við enda sek um að eiga viðskipti við bankann minn. Mannleg reisn er ekki til staðar lengur. Ég sem hóf samfelld störf á vinnumarkaði fyrir bráðum 30 árum síðan og gerðist sek um að taka heilar 12 milljónir í lán í bankanum mínum árið 2006 þegar veðið átti að vera virði 25- 30 milljóna er orðin sakamaður og komin á bekk með óreiðumönnum. Ekki vegna þess að ég hafi ekki staðið í skilum - heldur vegna þess að lánið hoppaði á einum degi upp í 24-25 milljónir á sama tíma og veðið skrapp saman í sennilega 20 milljónir.
Á sama tíma og þetta allt gengur yfir. Á sama tíma og ég upplifi stöðuga niðurlægingu vegna stórkostlegra skertra lífskjara og að vera að missa allt sem ég hef unnið fyrir allt mitt líf hlusta ég á fjölskyldu mína öðru megin og atvinnulífið hinum megin segja mér að engu megi breyta. Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn séu einu flokkarnir sem treystandi sé til að stjórna landinu og allt slæmt sé ESB að kenna.
Að ræna mann sjálfsvirðingunni og sjálfstæðinu er ekki nóg. Ég hef aldrei verið sérlega einlægur stuðningsmaður Samfylkingarinnar, er einlægur andstæðingur stefnu Vinstri grænna - en þessi framkoma - sú framkoma - að segja manni að allt það sem gerst hefur allan þennan áratug sé bara í fínu lagi og þessir tveir flokkar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur beri þar enga ábyrgð fer verr í mig en flest sem ég hef áður upplifað.
Í því felst engin yfirlýsing um að ég sé einarður stuðningsmaður núverandi ríkisstjórnar og ákvarðana sem hún tekur. Alls ekki. Í því felst sú einlæga beiðni að þeir flokkar sem með fullkomlega opin augun og meðvitað keyrðu okkur inn í bilaðan hrunadans þessa áratugar sýni í það minnsta þá auðmýkt og virðingu að kannast við að bera ábyrgð á því sem hér gerðist.
Ég vildi aldrei þennan dans í kringum gullkálfinn og ég vildi ekki hrunið heldur. Hefði svo gjarna viljað vera laus við hvoru tveggja. En víst ég þarf að þola hvoru tveggja langar mig að biðja stuðningsmenn þessara tveggja stjórnmálaflokka að í það minnsta sýna mér þá virðingu að viðurkenna að forgangmál dagsins í dag er að taka ákvörðun um breytingar til framtíðar.
Íslensk króna er niðurlægingarafl af verstu gráðu og hefur farið verr með íslenskan almenning en réttlætanlegt getur talist. Nú er mál að linni - börnin okkar eiga skilið betri framtíð.
Ég var tvítug þegar ég tók þá staðföstu ákvörðun að ég skildi verða fjárhagslega sjálfstæð. Ég skynjaði þá þegar að fjárhagslegt sjálfstæði var grundvöllur að því að vera sjálfstæð manneskja. Ég ætlaði jafnframt ekki að eiga neitt. Það var líka ákvörðun. Ég ætlaði að lifa frjáls - minn eigin herra - án afskipta annarra og forsenda þess var algjörlega skýr í mínum huga - fjárhagslegt sjálfstæði.
Svo eignaðist ég barn - yndislega stúlku - ljós lífs míns - orðin 26 ára og allt í einu varð öryggi mikilvægur hluti af lífinu. Að vera á leigumarkaði í Reykjavík var ekki valkostur - með því var öryggi barnsins fórnað. Svo heppilega vildi til að systir mín var að koma í menntaskóla til Reykjavíkur á sama tíma svo það passaði ágætlega fyrir mig, hana og foreldra mína að þau hjálpuðu mér til að eignast húsnæði - í hverfinu þar sem ég hef búið allar götur síðan.
Stelpan mín er orðin tvítug - enn jafn yndisleg - og enn ljós lífs míns. Mér hefur tekist misjafnlega upp í lífinu eins og gengur en hefur tekist að standa við þá ákvörðun að vera fjárhagslega sjálfstæð - minn eigin herra - allar götur síðan... þar til nú...
Fyrir tveimur mánuðum stóð ég allt í einu frammi fyrir því að samningur sem ég gerði við bankann minn til bráðum 30 ára virtist ætla að leiða til þess að gera mig bæði eignalausa og gjaldþrota í einni og sömu andránni - og það án þess að ég vissi einu sinni af því að nokkuð hefði gerst fyrr en daginn sem það gerðist.
Dómur féll fyrir rúmri viku síðan. Ég hef farið varlega í að fagna enda aldrei haft áhuga á öðru en að samningurinn sem gerður var standi - af beggja hálfu. Að bankinn minn geri mér kleift að standa í skilum eins og ég hef gert frá því að lánið var tekið en hef ekki getað í tvo mánuði vegna afarkosta bankans sem er algjörlega glórulaust að ganga að.
Í dag hlustaði ég á viðskiptaráðherra tala um „sanngirni" og „réttlæti" þeirrar ákvörðunar að samningar sem fjármálastofnanir gerðu um gengistryggð lán skyldu uppreiknaðir á vöxtum sem ákvarðaðir væru einhliða af stjórnsýslustofnunum samfélagsins.
Mér sem sjálfstæðum einstaklingi kemur málið greinilega ekki við enda sek um að eiga viðskipti við bankann minn. Mannleg reisn er ekki til staðar lengur. Ég sem hóf samfelld störf á vinnumarkaði fyrir bráðum 30 árum síðan og gerðist sek um að taka heilar 12 milljónir í lán í bankanum mínum árið 2006 þegar veðið átti að vera virði 25- 30 milljóna er orðin sakamaður og komin á bekk með óreiðumönnum. Ekki vegna þess að ég hafi ekki staðið í skilum - heldur vegna þess að lánið hoppaði á einum degi upp í 24-25 milljónir á sama tíma og veðið skrapp saman í sennilega 20 milljónir.
Á sama tíma og þetta allt gengur yfir. Á sama tíma og ég upplifi stöðuga niðurlægingu vegna stórkostlegra skertra lífskjara og að vera að missa allt sem ég hef unnið fyrir allt mitt líf hlusta ég á fjölskyldu mína öðru megin og atvinnulífið hinum megin segja mér að engu megi breyta. Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn séu einu flokkarnir sem treystandi sé til að stjórna landinu og allt slæmt sé ESB að kenna.
Að ræna mann sjálfsvirðingunni og sjálfstæðinu er ekki nóg. Ég hef aldrei verið sérlega einlægur stuðningsmaður Samfylkingarinnar, er einlægur andstæðingur stefnu Vinstri grænna - en þessi framkoma - sú framkoma - að segja manni að allt það sem gerst hefur allan þennan áratug sé bara í fínu lagi og þessir tveir flokkar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur beri þar enga ábyrgð fer verr í mig en flest sem ég hef áður upplifað.
Í því felst engin yfirlýsing um að ég sé einarður stuðningsmaður núverandi ríkisstjórnar og ákvarðana sem hún tekur. Alls ekki. Í því felst sú einlæga beiðni að þeir flokkar sem með fullkomlega opin augun og meðvitað keyrðu okkur inn í bilaðan hrunadans þessa áratugar sýni í það minnsta þá auðmýkt og virðingu að kannast við að bera ábyrgð á því sem hér gerðist.
Ég vildi aldrei þennan dans í kringum gullkálfinn og ég vildi ekki hrunið heldur. Hefði svo gjarna viljað vera laus við hvoru tveggja. En víst ég þarf að þola hvoru tveggja langar mig að biðja stuðningsmenn þessara tveggja stjórnmálaflokka að í það minnsta sýna mér þá virðingu að viðurkenna að forgangmál dagsins í dag er að taka ákvörðun um breytingar til framtíðar.
Íslensk króna er niðurlægingarafl af verstu gráðu og hefur farið verr með íslenskan almenning en réttlætanlegt getur talist. Nú er mál að linni - börnin okkar eiga skilið betri framtíð.
mánudagur, 30. ágúst 2010
Lýðræði í stað sérhagsmunagæslu - takk!
Andstæðingum aðildar að Evrópusambandinu er að því er virðist ekkert heilagt. Þar á bæ er leyfilegt að ljúga opinberlega eins og ekkert sé. Skemmst er að minnast grófrar auglýsingar Samtaka ungra bænda sem beinlínis héldu því fram blákalt að Evrópusambandið hefði á skipa her.
Í dag mátti lesa stutta grein eftir Gunnar Braga Sveinsson í Fréttablaðinu þar sem hann heldur því fram að engar undanþágur fáist í samningaviðræðum við Evrópusambandið.
Hvað eiga svona innistæðulausar fullyrðingar að þýða á sama tíma og Íslendingar eru í aðildarviðræðum við Evrópusambandið? Eru sérhagsmunir einstakra aðila sem eiga sterkt bakland í ákveðnum stjórnmálaflokkum svo viðurkenndir hér á landi að það sé viðurkennt og sjálfsagt að ljúga opinberlega? Kallar Gunnar Bragi Sveinsson fullyrðingar sínar í þessa veru „upplýsta umræðu"?
Hefur Gunnar Bragi Sveinsson kynnt sér það hvernig íslenskir stjórnmálamenn og stjórnsýsla meðhöndla regluverk ESB á grundvelli EES? Veit hann að hér á sér stað algjörlega gagnrýnislaus og aðhaldslaus innleiðing á ESB reglugerðum og tilskipunum allan ársins hring ár eftir ár? Í hverjum málaflokknum á fætur öðrum? Meira að segja í landbúnaði og sjávarútvegi?
Þar á bæ eru sko ekki samþykktar neinar undanþágur. Nei íslensk lögfræðingastétt innan embættismannakerfisins túlkar allt ESB regluverk þröngt og kemst upp með það. Einmitt vegna þess að pólitísk íhlutun er engin. Stjórnmálamenn og flokkar hafa lengst af þvegið hendur sínar og láta gagnvart almenningi á Íslandi eins og þetta komi þeim ekki við því þetta komi frá ESB.
Ef eitthvað er ábyrgðarleysi - þá er það þetta. Fullkomið ábyrgðarleysi.
Að það skuli ekki vera nóg það sem hér hefur gerst síðustu tvö ár til að menn læri að svona gengur þetta umhverfi ekki áfram lengur er fullkomlega ófært. Icesave og tryggingasjóður innistæðueigenda ættu að vera nægilegur lærdómur til að menn átti sig á því að EES er ekki valkostur. Annað hvort er það full aðild að ESB eða ekki. EES er skammtímasamningur og algjörlega óásættanlegur til framtíðar fyrir þjóð með snefil af sjálfsvirðingu.
Alþingi Íslendinga samþykkti þann 16. júlí 2009 með 33 atkvæðum gegn 28 að leggja fram umsókn um aðild að ESB. Það er lágmarkskrafa að þó að Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokkurinn séu ekki við völd fái lýðræðið að hafa sinn gang.
Í dag mátti lesa stutta grein eftir Gunnar Braga Sveinsson í Fréttablaðinu þar sem hann heldur því fram að engar undanþágur fáist í samningaviðræðum við Evrópusambandið.
Hvað eiga svona innistæðulausar fullyrðingar að þýða á sama tíma og Íslendingar eru í aðildarviðræðum við Evrópusambandið? Eru sérhagsmunir einstakra aðila sem eiga sterkt bakland í ákveðnum stjórnmálaflokkum svo viðurkenndir hér á landi að það sé viðurkennt og sjálfsagt að ljúga opinberlega? Kallar Gunnar Bragi Sveinsson fullyrðingar sínar í þessa veru „upplýsta umræðu"?
Hefur Gunnar Bragi Sveinsson kynnt sér það hvernig íslenskir stjórnmálamenn og stjórnsýsla meðhöndla regluverk ESB á grundvelli EES? Veit hann að hér á sér stað algjörlega gagnrýnislaus og aðhaldslaus innleiðing á ESB reglugerðum og tilskipunum allan ársins hring ár eftir ár? Í hverjum málaflokknum á fætur öðrum? Meira að segja í landbúnaði og sjávarútvegi?
Þar á bæ eru sko ekki samþykktar neinar undanþágur. Nei íslensk lögfræðingastétt innan embættismannakerfisins túlkar allt ESB regluverk þröngt og kemst upp með það. Einmitt vegna þess að pólitísk íhlutun er engin. Stjórnmálamenn og flokkar hafa lengst af þvegið hendur sínar og láta gagnvart almenningi á Íslandi eins og þetta komi þeim ekki við því þetta komi frá ESB.
Ef eitthvað er ábyrgðarleysi - þá er það þetta. Fullkomið ábyrgðarleysi.
Að það skuli ekki vera nóg það sem hér hefur gerst síðustu tvö ár til að menn læri að svona gengur þetta umhverfi ekki áfram lengur er fullkomlega ófært. Icesave og tryggingasjóður innistæðueigenda ættu að vera nægilegur lærdómur til að menn átti sig á því að EES er ekki valkostur. Annað hvort er það full aðild að ESB eða ekki. EES er skammtímasamningur og algjörlega óásættanlegur til framtíðar fyrir þjóð með snefil af sjálfsvirðingu.
Alþingi Íslendinga samþykkti þann 16. júlí 2009 með 33 atkvæðum gegn 28 að leggja fram umsókn um aðild að ESB. Það er lágmarkskrafa að þó að Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokkurinn séu ekki við völd fái lýðræðið að hafa sinn gang.
fimmtudagur, 26. ágúst 2010
Viðvarandi virðingarleysi – staða til að verja?
Sat áhugaverðan vinnufund í gær á vegum Sterkara Ísland. Var söguleg stund fyrir mig persónulega þar sem ég var í fyrsta skipti virkur þátttakandi í stórum hópi fólks sem öll áttum það sameiginlegt að vera eindregnir stuðningsmenn fullrar aðildar Íslands að ESB. Mikil breyting frá því að sitja fundi fáeinna sérvitringa um Evrópusambandsaðild vorið 2003 eins og heimild er til um hérhttp://signysig.bloggar.is/blogg/405850/Flokkspolitik__truarbrogd
Fékk að heyra margt áhugavert á fundinum en eitt fannst mér meira lýsandi en margt annað. Sjálfstæðiskona sem mér láðist því miður að taka niður nafnið á sagði okkur af því að hún hefði að hluta til alist upp í Sviss. Hún hefði gert að leik sínum að kaupa tiltekna tegund af sultu í hvert einasta skipti sem hún sótti landið heim. Þessi sultukrukka kostaði alltaf það sama. Ár, eftir ár, eftir ár keypti hún sömu tegund af sultu og hún kostaði það sama ár, eftir ár, eftir ár.
Þessi sama kona hafði búið í Danmörku þar sem hún tók lán. Við töku lánsins fékk hún frá bankanum greiðsluáætlun um afborganir lánsins. Það vakti athygli hennar að þegar hún tók af greiða af láninu stóðust afborganir það sem henni hafði verið sagt að áætla. Hún sagðist alltaf hafa beðið eftir því að fá bakreikning í hausinn, eitthvað sem segði henni að áætlunin hefði ekki staðist og hún þyrfti að greiða meira - en ekkert kom!
Hversu ólíkt er þetta ekki því umhverfi sem við íslenskir neytendur eigum að venjast? Getur það verið að þetta sé eftirsóknarvert umhverfi? Getur verið að það sé eftirsóknarvert að búa við stöðugt verðlag? Að búa í umhverfi þar sem hægt er gera fjárhagsáætlanir sem standast í stórum dráttum?
Hversu framandi er umhverfi af þessu tagi fyrir okkur íslenska neytendur? Getur verið að það sé ekki okkar stærsta hagsmunamál að viðhalda óstjórn íslenskra efnahagsmála til langrar framtíðar?
Óstjórn þar sem það þykir ekkert tiltökumál að tilkynna um 30% hækkun gjaldskrár fyrir orkureikninginn si svona? Óstjórn þar sem bankarnir hafa þurft að taka yfir fjöldann allan af fyrirtækjum og lífeyrissjóðirnir eru svo notaðir til að bjarga frá gjaldþroti?
Er það virkilega eitthvað sérstaklega erfitt að sjá að það eru ekki hagsmunir okkar íslenskra neytenda að halda áfram á sömu braut? Að það eru ekki okkar hagsmunir að treysta þeim hinum sömu fyrir okkur áfram og við höfum treyst hingað til?
Virðingarleysið sem ég upplifi verandi íslenskur þjóðfélagsþegn eru lítil takmörk sett þessa dagana. Það þykir sjálfsagt að tala um lánasamning sem ég gerði við bankann minn með þeim hætti að það komi mér ekkert við þó að forsendurbrestur sé algjör og að það sé fullkomlega eðlileg ráðstöfun að einhver þriðji aðili út í bæ ákvarði hvernig skuli endurákvarða útreikning þessa samnings.
Það er með ólíkindum að upplifa þessa stöðu. Með ólíkindum að þetta geti þótt eðlilegt og sjálfsagt og með ólíkindum að löndum mínum geti þótt þetta í lagi og líti á það sem sitt helsta hagsmunamál að treysta þeim sömu aðilum fyrir okkur áfram og hafa keyrt okkur í þetta ástand.
Ég sem Íslendingur hef fengið nóg af óstjórn íslenskra efnahagsmála. Þegar óstjórnin hefur leitt mig inn í stjórnleysi þar sem ekki er einu sinni hægt að treysta gerðum samningum við löglega rekin fyrirtæki eins og bankastofnanir er nóg komið.
Við getum ekki kennt „útrásarvíkingum" um hækkanir Orkuveitunnar. Við getum ekki kennt „útrásarvíkingum" um glórulausar hækkanir á verði hlutabréfa stórs hluta íslenskra fyrirtækja í Kauphöll Íslands sem endaði með því að þau voru tekin yfir af bönkunum.
Við þurfum að horfast í augu við að það sem hér gerðist var miklu stærra í sniðum en svo að þar verði kennt um fámennum hópi manna. Hér var rekin glórulaus stefna sem ég sem íslenskur þjóðfélagsþegn á heimtingu á að verði endurskoðuð.
Fyrir bankahrunið 2008 virtist það mögulegt að við gætum staðið utan ESB. Eftir bankahrunið er algjörlega augljóst að við getum ekki staðið fyrir utan ESB. Að segja mér sem íslenskum þjóðfélagsþegn að umfram allt eigi ég að halda áfram að treysta sömu stefnunni áfram. Sömu mönnunum fyrir mér er fullkomin móðgun.
Fékk að heyra margt áhugavert á fundinum en eitt fannst mér meira lýsandi en margt annað. Sjálfstæðiskona sem mér láðist því miður að taka niður nafnið á sagði okkur af því að hún hefði að hluta til alist upp í Sviss. Hún hefði gert að leik sínum að kaupa tiltekna tegund af sultu í hvert einasta skipti sem hún sótti landið heim. Þessi sultukrukka kostaði alltaf það sama. Ár, eftir ár, eftir ár keypti hún sömu tegund af sultu og hún kostaði það sama ár, eftir ár, eftir ár.
Þessi sama kona hafði búið í Danmörku þar sem hún tók lán. Við töku lánsins fékk hún frá bankanum greiðsluáætlun um afborganir lánsins. Það vakti athygli hennar að þegar hún tók af greiða af láninu stóðust afborganir það sem henni hafði verið sagt að áætla. Hún sagðist alltaf hafa beðið eftir því að fá bakreikning í hausinn, eitthvað sem segði henni að áætlunin hefði ekki staðist og hún þyrfti að greiða meira - en ekkert kom!
Hversu ólíkt er þetta ekki því umhverfi sem við íslenskir neytendur eigum að venjast? Getur það verið að þetta sé eftirsóknarvert umhverfi? Getur verið að það sé eftirsóknarvert að búa við stöðugt verðlag? Að búa í umhverfi þar sem hægt er gera fjárhagsáætlanir sem standast í stórum dráttum?
Hversu framandi er umhverfi af þessu tagi fyrir okkur íslenska neytendur? Getur verið að það sé ekki okkar stærsta hagsmunamál að viðhalda óstjórn íslenskra efnahagsmála til langrar framtíðar?
Óstjórn þar sem það þykir ekkert tiltökumál að tilkynna um 30% hækkun gjaldskrár fyrir orkureikninginn si svona? Óstjórn þar sem bankarnir hafa þurft að taka yfir fjöldann allan af fyrirtækjum og lífeyrissjóðirnir eru svo notaðir til að bjarga frá gjaldþroti?
Er það virkilega eitthvað sérstaklega erfitt að sjá að það eru ekki hagsmunir okkar íslenskra neytenda að halda áfram á sömu braut? Að það eru ekki okkar hagsmunir að treysta þeim hinum sömu fyrir okkur áfram og við höfum treyst hingað til?
Virðingarleysið sem ég upplifi verandi íslenskur þjóðfélagsþegn eru lítil takmörk sett þessa dagana. Það þykir sjálfsagt að tala um lánasamning sem ég gerði við bankann minn með þeim hætti að það komi mér ekkert við þó að forsendurbrestur sé algjör og að það sé fullkomlega eðlileg ráðstöfun að einhver þriðji aðili út í bæ ákvarði hvernig skuli endurákvarða útreikning þessa samnings.
Það er með ólíkindum að upplifa þessa stöðu. Með ólíkindum að þetta geti þótt eðlilegt og sjálfsagt og með ólíkindum að löndum mínum geti þótt þetta í lagi og líti á það sem sitt helsta hagsmunamál að treysta þeim sömu aðilum fyrir okkur áfram og hafa keyrt okkur í þetta ástand.
Ég sem Íslendingur hef fengið nóg af óstjórn íslenskra efnahagsmála. Þegar óstjórnin hefur leitt mig inn í stjórnleysi þar sem ekki er einu sinni hægt að treysta gerðum samningum við löglega rekin fyrirtæki eins og bankastofnanir er nóg komið.
Við getum ekki kennt „útrásarvíkingum" um hækkanir Orkuveitunnar. Við getum ekki kennt „útrásarvíkingum" um glórulausar hækkanir á verði hlutabréfa stórs hluta íslenskra fyrirtækja í Kauphöll Íslands sem endaði með því að þau voru tekin yfir af bönkunum.
Við þurfum að horfast í augu við að það sem hér gerðist var miklu stærra í sniðum en svo að þar verði kennt um fámennum hópi manna. Hér var rekin glórulaus stefna sem ég sem íslenskur þjóðfélagsþegn á heimtingu á að verði endurskoðuð.
Fyrir bankahrunið 2008 virtist það mögulegt að við gætum staðið utan ESB. Eftir bankahrunið er algjörlega augljóst að við getum ekki staðið fyrir utan ESB. Að segja mér sem íslenskum þjóðfélagsþegn að umfram allt eigi ég að halda áfram að treysta sömu stefnunni áfram. Sömu mönnunum fyrir mér er fullkomin móðgun.
þriðjudagur, 24. ágúst 2010
Ónýtur markaður - staða til að verja?
Síðustu misserin hafa landar mínir farið mikinn í þeim fullyrðingum sínum að ekkert verra geti hugsanlega gerst en að „erlendir aðilar“ kaupi hluti í íslenskum fyrirtækjum eða komi inn í íslenskt atvinnulíf með erlent fjármagn. Svo sjálfsagðar þykja orðið fullyrðingar í þessa veru að það er nánast eins og farið sé með sannleikann þegar svona er talað.
Í gær var í fréttum að erfiðleikar Orkuveitu Reykjavíkur væru svo miklir að fyrirtækið væri nánast gjaldþrota. Ekkert nema stórkostlegar hækkanir á gjaldskrám - hækkanir upp á tveggja stafa tölu muni duga til að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti. Íslenskur almenningur borgar brúsann. Ef marka má fréttir í gær hefur skuldsetning fyrirtækisins tífaldast á sama tíma og tekjurnar hafa tvöfaldast. Að vísu skal geta þess að ég geri ekki ráð fyrir að fréttamennirnir hafi tekið hrun íslenska gjaldmiðilsins með í reikninginn svo væntanlega má milda þá tölu eitthvað en staðreynd miðað við stöðuna í dag engu að síður.
Í vikunni var tilkynnt um að „Framtakssjóður Íslands“ – fjárfestingarsjóður í eigu lífeyrissjóðanna – hefði keypt eignarhaldsfélagið Vestia af Landsbankanum. Með kaupunum á sjóðurinn nú fyrirtæki eins og: Icelandic, Teymi, Vodafone, Skýrr, EJS, Hug AX, Húsasmiðjuna og Plastprent. Í sumar keypti sami sjóður 30% hlut í Icelandair.
Framtakssjóður Íslands er sjóður í eigu lífeyrissjóðanna – sjóðanna sem við íslenskur almenningur höfum greitt í til að geta séð fyrir okkur í ellinni. Fjárfestingarnar eru ákveðnar án þess að við höfum verið spurð. Íslenskur almenningur borgar brúsann.
Framtakssjóður í eigu lífeyrissjóðanna er ekki eðlilegt fyrirkomulag á eignarhaldi fyrirtækja á samkeppnismarkaði og við þetta þurfa íslenskir neytendur – íslenskur almenningur að búa í einhver ár til framtíðar. Óeðlilegt viðskiptaumhverfi þar sem ekkert er eins og það á að vera. Þá er ekki nefnt að enginn veit hverju þessar fjárfestingar koma til með að skila - hverju lífeyrissjóðirnir - sjóðirnir okkar - eru að fórna til að bjarga íslenskum atvinnumarkaði frá algjöru hruni.
Er það þetta sem átt er við þegar sagt er að engum öðrum en Íslendingum sé treystandi fyrir eignarhaldi íslenskra fyrirtækja? Er það þetta sem við þurfum að verja með öllum ráðum?
Ég játa fullkomlega hreinskilningslega að mér er ómögulegt að átta mig á röksemdafærslu háværs almennings á Íslandi þessa dagana sem hrópar hátt á götum að enginn megi hér eiga neitt annað en Íslendingar.
Ég sé ekki betur að en að það sem við þurfum fyrst og fremst af öllu á að halda er erlend fjárfesting. Við þurfum að fá hingað erlenda aðila í atvinnurekstur. Því fleiri þeim mun betra, því fjölbreyttari starfsemi – þeim mun betra. Ekkert - ekkert - mundi gera Íslendingum meira gagn.
Á sama tíma og þetta er staðan hæðast Íslendingar – karlmenn í Sjálfstæðisflokknum fremstir í flokki - að ESB. Ég verð að segja að heldur fyndist mér meiri manndómsbragur á því að láta vera að hæðast að öðrum með þessa stöðu í farteskinu.
Forgangsatriði númer eitt fyrir almenning á Íslandi er í dag að tryggja með öllum ráðum fulla aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er rétta leiðin – eina rétta leiðin – til að tryggja að hér verði einhvern tíma í framtíðinni eðlilegt viðskiptaumhverfi þar sem íslenskum fjárfestum og atvinnurekendum er veitt það aðhald sem þeir þurfa.
Það er svo augljóst að það á ekki einu sinni að þurfa að nefna það.
Í gær var í fréttum að erfiðleikar Orkuveitu Reykjavíkur væru svo miklir að fyrirtækið væri nánast gjaldþrota. Ekkert nema stórkostlegar hækkanir á gjaldskrám - hækkanir upp á tveggja stafa tölu muni duga til að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti. Íslenskur almenningur borgar brúsann. Ef marka má fréttir í gær hefur skuldsetning fyrirtækisins tífaldast á sama tíma og tekjurnar hafa tvöfaldast. Að vísu skal geta þess að ég geri ekki ráð fyrir að fréttamennirnir hafi tekið hrun íslenska gjaldmiðilsins með í reikninginn svo væntanlega má milda þá tölu eitthvað en staðreynd miðað við stöðuna í dag engu að síður.
Í vikunni var tilkynnt um að „Framtakssjóður Íslands“ – fjárfestingarsjóður í eigu lífeyrissjóðanna – hefði keypt eignarhaldsfélagið Vestia af Landsbankanum. Með kaupunum á sjóðurinn nú fyrirtæki eins og: Icelandic, Teymi, Vodafone, Skýrr, EJS, Hug AX, Húsasmiðjuna og Plastprent. Í sumar keypti sami sjóður 30% hlut í Icelandair.
Framtakssjóður Íslands er sjóður í eigu lífeyrissjóðanna – sjóðanna sem við íslenskur almenningur höfum greitt í til að geta séð fyrir okkur í ellinni. Fjárfestingarnar eru ákveðnar án þess að við höfum verið spurð. Íslenskur almenningur borgar brúsann.
Framtakssjóður í eigu lífeyrissjóðanna er ekki eðlilegt fyrirkomulag á eignarhaldi fyrirtækja á samkeppnismarkaði og við þetta þurfa íslenskir neytendur – íslenskur almenningur að búa í einhver ár til framtíðar. Óeðlilegt viðskiptaumhverfi þar sem ekkert er eins og það á að vera. Þá er ekki nefnt að enginn veit hverju þessar fjárfestingar koma til með að skila - hverju lífeyrissjóðirnir - sjóðirnir okkar - eru að fórna til að bjarga íslenskum atvinnumarkaði frá algjöru hruni.
Er það þetta sem átt er við þegar sagt er að engum öðrum en Íslendingum sé treystandi fyrir eignarhaldi íslenskra fyrirtækja? Er það þetta sem við þurfum að verja með öllum ráðum?
Ég játa fullkomlega hreinskilningslega að mér er ómögulegt að átta mig á röksemdafærslu háværs almennings á Íslandi þessa dagana sem hrópar hátt á götum að enginn megi hér eiga neitt annað en Íslendingar.
Ég sé ekki betur að en að það sem við þurfum fyrst og fremst af öllu á að halda er erlend fjárfesting. Við þurfum að fá hingað erlenda aðila í atvinnurekstur. Því fleiri þeim mun betra, því fjölbreyttari starfsemi – þeim mun betra. Ekkert - ekkert - mundi gera Íslendingum meira gagn.
Á sama tíma og þetta er staðan hæðast Íslendingar – karlmenn í Sjálfstæðisflokknum fremstir í flokki - að ESB. Ég verð að segja að heldur fyndist mér meiri manndómsbragur á því að láta vera að hæðast að öðrum með þessa stöðu í farteskinu.
Forgangsatriði númer eitt fyrir almenning á Íslandi er í dag að tryggja með öllum ráðum fulla aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er rétta leiðin – eina rétta leiðin – til að tryggja að hér verði einhvern tíma í framtíðinni eðlilegt viðskiptaumhverfi þar sem íslenskum fjárfestum og atvinnurekendum er veitt það aðhald sem þeir þurfa.
Það er svo augljóst að það á ekki einu sinni að þurfa að nefna það.
föstudagur, 18. júní 2010
Leikhús fáránleikans
Ísland á fyrsta áratug 21. aldar á sagan eftir að dæma sem leikhús fáránleikans í hæstu hæðum. Það sem er að gerast núna fullkomnar þá mynd.
Við vitum ekki enn hver endanleg túlkun verður eða hversu víðtæk hún verður en samt er það staðreynd að Hæstiréttur hefur dæmt gengistryggð bílalán sem ólögmæta gjörninga. Hvaða áhrif þessir dómar koma til með að hafa á önnur sambærileg gengistryggð lán fer best á að hafa sem fæst orð um að sinni.
Það sem eftir stendur er fáránleikinn í þessu öllu saman. Hvernig má það vera í alvöru talað að virðuleg íslensk fjármálafyrirtæki hafi boðið öllum almenningi í landinu upp á eitthvað ef það er tiltölulega skýrt í lögum að sé bannað? Algjörlega fyrir opnum tjöldum árum saman með samþykki þeirra sem eiga að hugsa um hagsmuni okkar almennings? Það er súrrealísk staða sem upp er komin og við hljótum að horfa til þess hvernig slíkt gat gerst.
Ég hlustaði á athyglisverða hlið þessa máls í dag sem vænta má að verði hávær á næstunni. Hlið sem sannfærir mig enn einu sinni um hvað orð Þorgeirs ljósvetningagoða forðum voru orð mikils sannleika. Orðin um að „ef við slítum í sundur lögin slítum við og í sundur friðinn".
Ef í ljós kemur að staða þeirra sem tóku gengistryggð erlend lán reynist mun betri en staða þeirra sem tóku verðtryggð íslensk lán er ljóst að það er ófriður framundan. Það fór ekkert á milli mála af umræðunni sem ég varð vitni að í dag ef þetta verður niðurstaðan líta þeir sem sitja uppi með íslensku lánin á sig sem svikna. Ekkert óeðlilegt við það. Fullkomlega eðlileg viðbrögð við þeim efnahagslegu hamförum sem hér hafa orðið að við öll viljum sitja við sama borð. Það er nefnilega réttlæti. Það er óréttlátt að ein lög gildi fyrir tiltekinn hóp og önnur lög fyrir annan hóp. Þetta vissu þeir sem bjuggu til meginregluna fyrir þúsundum ára síðan „að allir skildu jafnir fyrir lögunum" en því miður virðist sem sú viska hafi gleymst í áranna rás.
Það sem mér þótti vont að upplifa við umræðuna í dag var að finna að ég var í „vonda liðinu". Ég var sú sem tók áhættu með því að taka erlent lán og þess vegna var sanngjarnt að ég sæti uppi með afleiðingarnar af því. Ég hafna því að ég sé vond eða glæpamaður þó ég hafi tekið þátt í þeim leik sem mér stóð til boða. Leikurinn var fáránlegur, ég er fyrsta manneskjan til að viðurkenna það, en hann var almennur og hann var viðhafður með fullu samþykki stjórnvalda og stofnana samfélagsins.
Ég sem aðili að íslensku samfélagi hef valið að treysta stofnunum þess. Þegar virðulegur banki í samfélaginu býður mér upp á eitthvað lít ég á það sem ábyrgan gjörning sem ég ber fullkomið traust til. Þannig var það og þannig hlýtur það að vera. Það getur ekki verið að ég eigi að líta á mig sem glæpamann fyrir það eitt að þiggja eitthvað sem löglega rekin stofnun býður mér upp á.
Það var augljóst í upphafi þessa áratugar að íslensk stjórnmál urðu að taka stefnu á nýjan gjaldmiðil. Íslensk stjórnmál kusu að gera það ekki. Kusu sjálfsblekkingu og afneitun að ekki sé talað um dramb og hroka. Íslensk stjórnmál kusu að horfa algjörlega framhjá þeim fáránleika sem örgjaldmiðill skapaði í alþjóðlegum viðskiptaheimi og stjórnvöld sem áttu að vera ábyrg gagnvart almenningi ákváðu að vera óábyrg.
Það er sú afstaða sem við öll súpum seyðið af núna. Það er sú afstaða sem orsakaði fáránleikann í risi íslenska hagkerfisins og það er sú afstaða sem orsakaði hrunið. Það er sú afstaða sem leiðir til þess að lífskjör okkar allra eru stórkostlega skert og munu væntanlega verða um langa hríð.
Það er fullkomlega óábyrgum, sjálfhverfum stjórnmálum um að kenna. Samt er það svo að Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn allt í kringum mig eru fullkomlega óábyrgir og líta svo á allt vont í samfélaginu í dag sé núverandi ríkisstjórn um að kenna.
Ef þetta er ekki fullkomið leikhús fáránleikans þá veit ég ekki hvað þetta er.
Við vitum ekki enn hver endanleg túlkun verður eða hversu víðtæk hún verður en samt er það staðreynd að Hæstiréttur hefur dæmt gengistryggð bílalán sem ólögmæta gjörninga. Hvaða áhrif þessir dómar koma til með að hafa á önnur sambærileg gengistryggð lán fer best á að hafa sem fæst orð um að sinni.
Það sem eftir stendur er fáránleikinn í þessu öllu saman. Hvernig má það vera í alvöru talað að virðuleg íslensk fjármálafyrirtæki hafi boðið öllum almenningi í landinu upp á eitthvað ef það er tiltölulega skýrt í lögum að sé bannað? Algjörlega fyrir opnum tjöldum árum saman með samþykki þeirra sem eiga að hugsa um hagsmuni okkar almennings? Það er súrrealísk staða sem upp er komin og við hljótum að horfa til þess hvernig slíkt gat gerst.
Ég hlustaði á athyglisverða hlið þessa máls í dag sem vænta má að verði hávær á næstunni. Hlið sem sannfærir mig enn einu sinni um hvað orð Þorgeirs ljósvetningagoða forðum voru orð mikils sannleika. Orðin um að „ef við slítum í sundur lögin slítum við og í sundur friðinn".
Ef í ljós kemur að staða þeirra sem tóku gengistryggð erlend lán reynist mun betri en staða þeirra sem tóku verðtryggð íslensk lán er ljóst að það er ófriður framundan. Það fór ekkert á milli mála af umræðunni sem ég varð vitni að í dag ef þetta verður niðurstaðan líta þeir sem sitja uppi með íslensku lánin á sig sem svikna. Ekkert óeðlilegt við það. Fullkomlega eðlileg viðbrögð við þeim efnahagslegu hamförum sem hér hafa orðið að við öll viljum sitja við sama borð. Það er nefnilega réttlæti. Það er óréttlátt að ein lög gildi fyrir tiltekinn hóp og önnur lög fyrir annan hóp. Þetta vissu þeir sem bjuggu til meginregluna fyrir þúsundum ára síðan „að allir skildu jafnir fyrir lögunum" en því miður virðist sem sú viska hafi gleymst í áranna rás.
Það sem mér þótti vont að upplifa við umræðuna í dag var að finna að ég var í „vonda liðinu". Ég var sú sem tók áhættu með því að taka erlent lán og þess vegna var sanngjarnt að ég sæti uppi með afleiðingarnar af því. Ég hafna því að ég sé vond eða glæpamaður þó ég hafi tekið þátt í þeim leik sem mér stóð til boða. Leikurinn var fáránlegur, ég er fyrsta manneskjan til að viðurkenna það, en hann var almennur og hann var viðhafður með fullu samþykki stjórnvalda og stofnana samfélagsins.
Ég sem aðili að íslensku samfélagi hef valið að treysta stofnunum þess. Þegar virðulegur banki í samfélaginu býður mér upp á eitthvað lít ég á það sem ábyrgan gjörning sem ég ber fullkomið traust til. Þannig var það og þannig hlýtur það að vera. Það getur ekki verið að ég eigi að líta á mig sem glæpamann fyrir það eitt að þiggja eitthvað sem löglega rekin stofnun býður mér upp á.
Það var augljóst í upphafi þessa áratugar að íslensk stjórnmál urðu að taka stefnu á nýjan gjaldmiðil. Íslensk stjórnmál kusu að gera það ekki. Kusu sjálfsblekkingu og afneitun að ekki sé talað um dramb og hroka. Íslensk stjórnmál kusu að horfa algjörlega framhjá þeim fáránleika sem örgjaldmiðill skapaði í alþjóðlegum viðskiptaheimi og stjórnvöld sem áttu að vera ábyrg gagnvart almenningi ákváðu að vera óábyrg.
Það er sú afstaða sem við öll súpum seyðið af núna. Það er sú afstaða sem orsakaði fáránleikann í risi íslenska hagkerfisins og það er sú afstaða sem orsakaði hrunið. Það er sú afstaða sem leiðir til þess að lífskjör okkar allra eru stórkostlega skert og munu væntanlega verða um langa hríð.
Það er fullkomlega óábyrgum, sjálfhverfum stjórnmálum um að kenna. Samt er það svo að Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn allt í kringum mig eru fullkomlega óábyrgir og líta svo á allt vont í samfélaginu í dag sé núverandi ríkisstjórn um að kenna.
Ef þetta er ekki fullkomið leikhús fáránleikans þá veit ég ekki hvað þetta er.
föstudagur, 4. júní 2010
Sjálfsgagnrýni takk!
Það verður seint sagt að karlmenn í viðskiptalífinu á Íslandi séu gagrýnir á sinn flokk - Sjálfstæðisflokkinn. Það er að því er virðist borin von að þeir læri nokkurn skapaðan hlut af því sem hér gerðist á þessum fyrsta áratug þessarar aldar og það gerir mig gjörsamlega bit.
Ég sat marga fundi um efnahagsmál og íslensku krónuna á árunum 2002 - 2004. Sú reynsla leiddi til þess að ég skrifaði fleiri en einn tölvupóst innblásinn af gagnrýnisleysi íslenskra karlmanna í viðskiptalífinu sem sátu yfirleitt eins og þeir væru að hlusta á guð sinn. Einsleitni hópsins og gagnrýnisleysi var himinhrópandi. Að verða aftur og aftur vitni að slíku er lærdómsríkt. Tala nú ekki um þegar allt er farið fjandans til vegna þessa sama gagnrýnisleysis.
Þrátt fyrir það sem gerst hefur síðan ætlar þessi sami hópur ekkert að læra. Hann ætlar ekki að gera neinar kröfur á sinn flokk um að breyta stefnunni. Hann er aftur á móti að sannfæra okkur öll - allan almenning á Íslandi - um að enginn geti stjórnað þessu landi annar en Sjálfstæðisflokkurinn! Sjálfstæðisflokkurinn með óbreytta stefnu!
Það er eitthvað meira en lítið að. Þetta er algjörlega glórlaust. Mér þykir vænt um marga karlmenn í Sjálfstæðisflokknum. Virði marga þeirra mikils - meira en marga aðra karlmenn satt að segja. En þetta fyrirbæri skil ég ekki og get ekki virt heldur. Nú er komið meira en nóg af þessari vitleysu.
Ég sat marga fundi um efnahagsmál og íslensku krónuna á árunum 2002 - 2004. Sú reynsla leiddi til þess að ég skrifaði fleiri en einn tölvupóst innblásinn af gagnrýnisleysi íslenskra karlmanna í viðskiptalífinu sem sátu yfirleitt eins og þeir væru að hlusta á guð sinn. Einsleitni hópsins og gagnrýnisleysi var himinhrópandi. Að verða aftur og aftur vitni að slíku er lærdómsríkt. Tala nú ekki um þegar allt er farið fjandans til vegna þessa sama gagnrýnisleysis.
Þrátt fyrir það sem gerst hefur síðan ætlar þessi sami hópur ekkert að læra. Hann ætlar ekki að gera neinar kröfur á sinn flokk um að breyta stefnunni. Hann er aftur á móti að sannfæra okkur öll - allan almenning á Íslandi - um að enginn geti stjórnað þessu landi annar en Sjálfstæðisflokkurinn! Sjálfstæðisflokkurinn með óbreytta stefnu!
Það er eitthvað meira en lítið að. Þetta er algjörlega glórlaust. Mér þykir vænt um marga karlmenn í Sjálfstæðisflokknum. Virði marga þeirra mikils - meira en marga aðra karlmenn satt að segja. En þetta fyrirbæri skil ég ekki og get ekki virt heldur. Nú er komið meira en nóg af þessari vitleysu.
fimmtudagur, 27. maí 2010
Heiðarleiki eða hræsni?
Atburðir dagsins minna mig á þá staðreynd að karlar mega það sem konur mega ekki. Þannig hefur það lengi verið og verður eflaust lengi enn.
Orð Svövu Grönfeldt á kvennaráðstefnu Samtaka atvinnulífsins í janúar 2007 rifjast upp. Þarna stóð hún þessi litla granna kona - hoppaði um sviðið frekar en gekk - og talaði frá hjartanu til áheyrenda.
Skilaboðin sem hún vildi deila með áheyrendum voru þau að hún hefði valið að eiga samskipti við fólk sem veitti henni stuðning. Það var að heyra að það væri kjarni þess að hún væri komin í þá stöðu sem hún var komin. (Plús auðvitað miklir persónulegir hæfileikar hennar sjálfrar sem hún var þó ekki að tíunda) .
Fyrir mér voru þessi skilaboð gagnlegra innlegg til kvennabaráttunnar en ég hafði heyrt í langan tíma. Það var galdurinn... að umgangast og leita eftir samskiptum við fólk sem örvaði hana og studdi.
Nú er þessi kona flutt til Bandaríkjanna.
Hvað skildu margar konur í æðstu stöðum fá að hirða pokann sinn á næstu vikum og mánuðum? Konur sem gerðust sekar um það eitt að taka þátt í leiknum?
Til að gæta fullrar sanngirni verð ég að láta koma fram að ég hef engan rétt til á að fjalla um brotthvart Svövu Grönfeldt eins og hún hafi hrökklast frá. Sjálf fullyrti hún að hefði hætt sem rektor því hún hefði lokið því verki sem hún hefði ætlað sér. Ég ætla ekki að gera henni annað upp en fyrir mér er brotthvarf hennar táknrænt. Táknrænt fyrir að konur mega ekki það sem karlar mega.
Sama á við um Steinunni Valdísi í dag. Hún segir af sér af því að hún má ekki það sem karlar mega. Hún gerðist sek um að taka þátt í leiknum og þess vegna skal hún víkja. Konur jafnt sem karlar hafa beitt hana þessum þrýstingi.
Árangur sem náðst hafði í kvennabaráttunni á Íslandi hverfur hraðar þessa daga frá hruni en nokkurn hefði órað fyrir. Og við erum áreiðanlega ekki komin á endastöð í því enn.
Ég minnist vorsins 2003. Þegar systir mín dúxaði úr viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík. Allir skólafélagar hennar - strákarnir - hvaða einkunnir sem þeir fengu - voru sóttir. Margir þeirra í bankana. Engin stelpa naut þess sama. Það að dúxa skipti engu máli - það að hún var kvenkyns skipti öllu máli. Vorið eftir dúxaði vinkona hennar í sama skóla. Sama var uppi á teningnum þá.
Þetta vor 2003 hélt Guðfinna Bjarnadóttir þá rektor HR þrumandi góða ræðu sem lifir enn í mínu minni. Þetta var á þeim tíma sem Landssímamálið stóð sem hæst og hún gerði gildi og siðferði að aðalatriði ræðu sinnar. Ég fékk gæsahúð oftar en einu sinni undir þessari ræðu og ég man hvað ég óskaði þess að skilaboð hennar næðu inn í fjölmiðla. En því var aldeilis ekki að heilsa. Sama hvað ég leitaði þá fann ég engar tilvitnanir í ræðu hennar í fjölmiðlum á þessum tíma. Það var aftur á móti enginn skortur á því að vitnað væri í ræðu rektorsins á Bifröst.
Kannski segir þetta meira um almannatengla í viðkomandi skólum en kynferði rektoranna skal ekki fullyrða neitt um það. En ég man hvað mér fannst þetta sorglegt. Á þessum tíma þráði ég umræðu í þá veru sem Guðfinna Bjarnadóttir gerði að aðalatriði í ræðu sinni. Fjölmiðlar í sinni hjarðmennsku um 3ja mánaða uppgjör FL Group, Eimskips og hvað þessi fyrirtæki hétu nú öll var það eina sem ástæða var til að fjalla um og ræða rektors um gildi og siðferði vakti ekki áhuga eða athygli manna.
Enn höfum við ekkert lært. Við fylgjum í blindni einstaklingum af karlkyni hægri, vinstri. Þeirra er sannleikurinn. Ég virði heiðarleika mikils. Ég virði einlægni mikils. Hræsni virði ég ekki.
Marga sjálfskipaða siðferðispostula Íslands í dag skynja ég uppfulla af því því síðasttalda.
Orð Svövu Grönfeldt á kvennaráðstefnu Samtaka atvinnulífsins í janúar 2007 rifjast upp. Þarna stóð hún þessi litla granna kona - hoppaði um sviðið frekar en gekk - og talaði frá hjartanu til áheyrenda.
Skilaboðin sem hún vildi deila með áheyrendum voru þau að hún hefði valið að eiga samskipti við fólk sem veitti henni stuðning. Það var að heyra að það væri kjarni þess að hún væri komin í þá stöðu sem hún var komin. (Plús auðvitað miklir persónulegir hæfileikar hennar sjálfrar sem hún var þó ekki að tíunda) .
Fyrir mér voru þessi skilaboð gagnlegra innlegg til kvennabaráttunnar en ég hafði heyrt í langan tíma. Það var galdurinn... að umgangast og leita eftir samskiptum við fólk sem örvaði hana og studdi.
Nú er þessi kona flutt til Bandaríkjanna.
Hvað skildu margar konur í æðstu stöðum fá að hirða pokann sinn á næstu vikum og mánuðum? Konur sem gerðust sekar um það eitt að taka þátt í leiknum?
Til að gæta fullrar sanngirni verð ég að láta koma fram að ég hef engan rétt til á að fjalla um brotthvart Svövu Grönfeldt eins og hún hafi hrökklast frá. Sjálf fullyrti hún að hefði hætt sem rektor því hún hefði lokið því verki sem hún hefði ætlað sér. Ég ætla ekki að gera henni annað upp en fyrir mér er brotthvarf hennar táknrænt. Táknrænt fyrir að konur mega ekki það sem karlar mega.
Sama á við um Steinunni Valdísi í dag. Hún segir af sér af því að hún má ekki það sem karlar mega. Hún gerðist sek um að taka þátt í leiknum og þess vegna skal hún víkja. Konur jafnt sem karlar hafa beitt hana þessum þrýstingi.
Árangur sem náðst hafði í kvennabaráttunni á Íslandi hverfur hraðar þessa daga frá hruni en nokkurn hefði órað fyrir. Og við erum áreiðanlega ekki komin á endastöð í því enn.
Ég minnist vorsins 2003. Þegar systir mín dúxaði úr viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík. Allir skólafélagar hennar - strákarnir - hvaða einkunnir sem þeir fengu - voru sóttir. Margir þeirra í bankana. Engin stelpa naut þess sama. Það að dúxa skipti engu máli - það að hún var kvenkyns skipti öllu máli. Vorið eftir dúxaði vinkona hennar í sama skóla. Sama var uppi á teningnum þá.
Þetta vor 2003 hélt Guðfinna Bjarnadóttir þá rektor HR þrumandi góða ræðu sem lifir enn í mínu minni. Þetta var á þeim tíma sem Landssímamálið stóð sem hæst og hún gerði gildi og siðferði að aðalatriði ræðu sinnar. Ég fékk gæsahúð oftar en einu sinni undir þessari ræðu og ég man hvað ég óskaði þess að skilaboð hennar næðu inn í fjölmiðla. En því var aldeilis ekki að heilsa. Sama hvað ég leitaði þá fann ég engar tilvitnanir í ræðu hennar í fjölmiðlum á þessum tíma. Það var aftur á móti enginn skortur á því að vitnað væri í ræðu rektorsins á Bifröst.
Kannski segir þetta meira um almannatengla í viðkomandi skólum en kynferði rektoranna skal ekki fullyrða neitt um það. En ég man hvað mér fannst þetta sorglegt. Á þessum tíma þráði ég umræðu í þá veru sem Guðfinna Bjarnadóttir gerði að aðalatriði í ræðu sinni. Fjölmiðlar í sinni hjarðmennsku um 3ja mánaða uppgjör FL Group, Eimskips og hvað þessi fyrirtæki hétu nú öll var það eina sem ástæða var til að fjalla um og ræða rektors um gildi og siðferði vakti ekki áhuga eða athygli manna.
Enn höfum við ekkert lært. Við fylgjum í blindni einstaklingum af karlkyni hægri, vinstri. Þeirra er sannleikurinn. Ég virði heiðarleika mikils. Ég virði einlægni mikils. Hræsni virði ég ekki.
Marga sjálfskipaða siðferðispostula Íslands í dag skynja ég uppfulla af því því síðasttalda.
miðvikudagur, 19. maí 2010
Dramb og yfirlæti
Á fyrri hluta 20. aldar bárust þjóðir Evrópu á banaspjótum. Tvær heimsstyrjaldir voru háðar þar sem áætlað er að 100 milljónir manna hafi verið drepnar. Í kjölfar styrjaldanna höfðu leiðtogar sex Evrópuþjóða framsýni til að stofna með sér bandalag til að koma í veg fyrir að slíkt myndi nokkru sinni gerast aftur. Þetta bandalag er enn til - orðið 60 ára og aðildarþjóðir þess 27 talsins.
Við Íslendingar græddum á stríðinu en þurftum ekki að þola hörmungar þess. Gamall samstarfsmaður minn sem ólst upp í Reykjavík á stríðsárunum sagði mér að í Reykjavík hefði verið talað um „blessað stríðið". Við teljum okkur þess umkomna að hæðast að þessu evrópska samstarfi. Leitum þar fyrirmynda hjá nýlenduveldi Breta sem um aldir hafa litið á sig sem stórveldi og yfir aðra hafna.
Það er undarlegt þetta dramb og yfirlæti sem við Íslendingar teljum okkur hafa efni á viðhafa gagnvart öðrum Evrópuþjóðum.
Eftir að bankakerfi okkar hrundi og skildi fólk eftir í sárum út um alla Evrópu sakna ég þess að við sýnum í það minnsta þessu þjóðum virðingu og auðmýkt. En því er nú aldeilis ekki að heilsa. Þjóðremban er meiri en nokkru sinni og ætla mætti af umræðunni að engin hliðstæða við hina stórbrotnu Íslendinga finnist um víða veröld.
Ég veit ekki í hverju það felst sem við Íslendingar teljum okkur svona miklu fremri öðrum Evrópuþjóðum. Eru það íslensk stjórnmál sem eru svona langtum betri en evrópsk? Er það íslenskt stjórnkerfi sem er svona miklu fremra evrópsku stjórnkerfi? Er það íslenska hagkerfið sem er svona miklu fremra evrópsku hagkerfi? Hagsveiflurnar kannski?
Hvaða þættir eru það sem gera það að verkum að við teljum okkur þess umkomin að hæðast að evrópsku samstarfi og evrópskum stjórnmálum? Hvaða efni höfum við Íslendingar á því að viðhafa þetta stærilæti?
Ég er að nálgast fimmtugt. Er Íslendingur og hef átt náið samstarf við aðrar Evrópuþjóðir síðan ég var 25 ára. Mín reynsla hefur kennt mér að oft hefði ég kosið að við gerðum meira af því að læra af öðrum og taka aðrar þjóðir okkur til fyrirmyndar.
Eftir reynslu síðustu 10 ára er það svo augljóst að það getur ekki talist annað en heimska að sjá ekki að við þurfum á því að halda. Ísland er Evrópuþjóð og á heima í bandalagi við aðrar þjóðir Evrópu. Við getum margt af þeim lært og þó ekki væri annað en að læra að nálgast lausn ágreiningsmála með samkomulagi - væri það eitt og sér stórkostleg breyting á íslensku samfélagi.
...Vits er þörf þeim er víða ratar
...Hátt hreykir heimskur sér
Við Íslendingar græddum á stríðinu en þurftum ekki að þola hörmungar þess. Gamall samstarfsmaður minn sem ólst upp í Reykjavík á stríðsárunum sagði mér að í Reykjavík hefði verið talað um „blessað stríðið". Við teljum okkur þess umkomna að hæðast að þessu evrópska samstarfi. Leitum þar fyrirmynda hjá nýlenduveldi Breta sem um aldir hafa litið á sig sem stórveldi og yfir aðra hafna.
Það er undarlegt þetta dramb og yfirlæti sem við Íslendingar teljum okkur hafa efni á viðhafa gagnvart öðrum Evrópuþjóðum.
Eftir að bankakerfi okkar hrundi og skildi fólk eftir í sárum út um alla Evrópu sakna ég þess að við sýnum í það minnsta þessu þjóðum virðingu og auðmýkt. En því er nú aldeilis ekki að heilsa. Þjóðremban er meiri en nokkru sinni og ætla mætti af umræðunni að engin hliðstæða við hina stórbrotnu Íslendinga finnist um víða veröld.
Ég veit ekki í hverju það felst sem við Íslendingar teljum okkur svona miklu fremri öðrum Evrópuþjóðum. Eru það íslensk stjórnmál sem eru svona langtum betri en evrópsk? Er það íslenskt stjórnkerfi sem er svona miklu fremra evrópsku stjórnkerfi? Er það íslenska hagkerfið sem er svona miklu fremra evrópsku hagkerfi? Hagsveiflurnar kannski?
Hvaða þættir eru það sem gera það að verkum að við teljum okkur þess umkomin að hæðast að evrópsku samstarfi og evrópskum stjórnmálum? Hvaða efni höfum við Íslendingar á því að viðhafa þetta stærilæti?
Ég er að nálgast fimmtugt. Er Íslendingur og hef átt náið samstarf við aðrar Evrópuþjóðir síðan ég var 25 ára. Mín reynsla hefur kennt mér að oft hefði ég kosið að við gerðum meira af því að læra af öðrum og taka aðrar þjóðir okkur til fyrirmyndar.
Eftir reynslu síðustu 10 ára er það svo augljóst að það getur ekki talist annað en heimska að sjá ekki að við þurfum á því að halda. Ísland er Evrópuþjóð og á heima í bandalagi við aðrar þjóðir Evrópu. Við getum margt af þeim lært og þó ekki væri annað en að læra að nálgast lausn ágreiningsmála með samkomulagi - væri það eitt og sér stórkostleg breyting á íslensku samfélagi.
...Vits er þörf þeim er víða ratar
...Hátt hreykir heimskur sér
mánudagur, 3. maí 2010
Hvernig tryggjum við „réttláta“ launastefnu?
Gerum við það með því að tala niður laun allra? Gerum við það með því að takast á við einstakar persónur og laun þeirra? Eins og gert var í viðtali við seðlabankastjórann áðan? Er þetta aðferðin til að tryggja réttlæti íslensks samfélags?
Ég segi nei. Er ósammála því að við tryggjum réttlæti með því að tala niður til einstaklinga sem hugnast Morgunblaðsritstjóranum illa. Eða yfirhöfuð því að tala um launakjör á þeim nótum að setja þau í samband við einstaka persónur.
Ég hef aldrei verið stuðningsmaður ofurlaunastefnunnar og verð það aldrei. Það að vera andstæðingur ofurlaunastefnu gerir mig ekki að stuðningsmanni smásálarinnar sem nú tröllríður íslensku samfélagi. Virðingarleysi mun ekki tryggja réttlæti í íslensku samfélagi frekar en í nokkru öðru samfélagi.
Öfgastefna niður á við er ekki líkleg til að byggja neitt upp en hún er aftur á móti mjög vel til þess fallin að brjóta niður samfélagsgerðina. Það er auðvelt að tala launagreiðslur niður og gera sanngjarnar launagreiðslur tortryggilegar. Það er auðvelt að brjóta með þeim hætti niður árangur sem náðst hefur á löngum tíma sbr. niðurlægingu sem margir launþegar þessa þjóðfélags hafa mátt þola allar götur frá hruni. Niðurlægt starfsfólk er ekki líklegt til stórræða.
Í Viðskiptaháskólanum á Bifröst lærði ég að laun stjórnenda Bandaríkjanna höfðu á örfáum árum 400 og eitthvað faldast. Á sama tíma stóðu laun millistéttarinnar í stað. Þessi hugmyndafræði þótti á þessum tíma góð og gild og var meira að segja kennd í sama skóla og er sjálfsagt enn sem og í öðrum viðskiptadeildum heimsins.
Það er hugmyndafræðin - rót vandans sem þarf að takast á við og leiðrétta. Hvernig verður það gert með skynsamlegum hætti? Bara að ég vissi svarið... en það er ekki svo, ég hef ekki svarið við því hvernig við brjótumst út úr heimsku sem við höfum leyft að grassera svo lengi.
Ég veit bara það að mér hefur alltaf þótt það augljóst að þessi hugmyndafræði takmarkalausrar skammtíma- gróðahyggju til handa stjórnendum fyrirtækja væri heimskuleg. Gladdist því mjög þegar ég fékk í Viðskiptaháskólanum á Bifröst að kynnast gagnrýni á þessa hugmyndafræði sem fyrir mér var algjörlega lógísk og sannfærandi. Gagnrýni sem lesa má um hér: https://hbr.org/1993/09/why-incentive-plans-cannot-work
Hugmyndafræði í þá veru að öll laun í landinu skuli vera undir launum forsætisráðherra er ekki uppskrift að réttlæti og sanngirni og engin lausn á því flókna máli sem ofurlaunin eru. Það er í fínu lagi að gefa út viðmið og fínt að samfélagið veiti aðhald í þá veru að það séu takmörk fyrir því hvað hægt er að samþykkja en það skiptir máli hvernig það er gert. Aðferð í anda fyrrum forsætisráðherra og seðlabankastjóra nú Morgunblaðsritstjóra er ekki aðferð siðaðs samfélags.
Ég segi nei. Er ósammála því að við tryggjum réttlæti með því að tala niður til einstaklinga sem hugnast Morgunblaðsritstjóranum illa. Eða yfirhöfuð því að tala um launakjör á þeim nótum að setja þau í samband við einstaka persónur.
Ég hef aldrei verið stuðningsmaður ofurlaunastefnunnar og verð það aldrei. Það að vera andstæðingur ofurlaunastefnu gerir mig ekki að stuðningsmanni smásálarinnar sem nú tröllríður íslensku samfélagi. Virðingarleysi mun ekki tryggja réttlæti í íslensku samfélagi frekar en í nokkru öðru samfélagi.
Öfgastefna niður á við er ekki líkleg til að byggja neitt upp en hún er aftur á móti mjög vel til þess fallin að brjóta niður samfélagsgerðina. Það er auðvelt að tala launagreiðslur niður og gera sanngjarnar launagreiðslur tortryggilegar. Það er auðvelt að brjóta með þeim hætti niður árangur sem náðst hefur á löngum tíma sbr. niðurlægingu sem margir launþegar þessa þjóðfélags hafa mátt þola allar götur frá hruni. Niðurlægt starfsfólk er ekki líklegt til stórræða.
Í Viðskiptaháskólanum á Bifröst lærði ég að laun stjórnenda Bandaríkjanna höfðu á örfáum árum 400 og eitthvað faldast. Á sama tíma stóðu laun millistéttarinnar í stað. Þessi hugmyndafræði þótti á þessum tíma góð og gild og var meira að segja kennd í sama skóla og er sjálfsagt enn sem og í öðrum viðskiptadeildum heimsins.
Það er hugmyndafræðin - rót vandans sem þarf að takast á við og leiðrétta. Hvernig verður það gert með skynsamlegum hætti? Bara að ég vissi svarið... en það er ekki svo, ég hef ekki svarið við því hvernig við brjótumst út úr heimsku sem við höfum leyft að grassera svo lengi.
Ég veit bara það að mér hefur alltaf þótt það augljóst að þessi hugmyndafræði takmarkalausrar skammtíma- gróðahyggju til handa stjórnendum fyrirtækja væri heimskuleg. Gladdist því mjög þegar ég fékk í Viðskiptaháskólanum á Bifröst að kynnast gagnrýni á þessa hugmyndafræði sem fyrir mér var algjörlega lógísk og sannfærandi. Gagnrýni sem lesa má um hér: https://hbr.org/1993/09/why-incentive-plans-cannot-work
Hugmyndafræði í þá veru að öll laun í landinu skuli vera undir launum forsætisráðherra er ekki uppskrift að réttlæti og sanngirni og engin lausn á því flókna máli sem ofurlaunin eru. Það er í fínu lagi að gefa út viðmið og fínt að samfélagið veiti aðhald í þá veru að það séu takmörk fyrir því hvað hægt er að samþykkja en það skiptir máli hvernig það er gert. Aðferð í anda fyrrum forsætisráðherra og seðlabankastjóra nú Morgunblaðsritstjóra er ekki aðferð siðaðs samfélags.
þriðjudagur, 27. apríl 2010
Reglur þeirra syndlausu
Skil ekki umræðuna um prófkjör . Gagnrýnin beinist eins og alltaf að einstaklingum, einstaklingum sem tóku þátt í leiknum. Einstaklingum sem þáðu „meira" en aðrir. Þannig virðist eins og Hallgrímur Thorsteinsson komst að orði áðan vera beðið eftir því að Steinunn Valdís og Guðlaugur Þór segi af sér og þar með sé búið að afgreiða málið.
Er það lærdómur í þessa veru sem við álítum að gagnist okkur mest til framtíðar?
Skil ekki umræðu í þessa veru. Skil ekki þá ályktun að vegna þess að sumir fengu meiri styrki heldur en aðrir að þá séu þeir sekir umfram þá sem fengu minna.
Prófkjör byggja á því að við „kjósum" einstaklinga á framboðslista flokkanna. Hvernig eigum við að kjósa einstaklinga á lista flokkana ef við vitum ekki að þeir eru til? Vitum ekki hverjir þeir eru?
Prófkjör þýðir að til að ná árangri þarftu að berjast fyrir því. Til að láta vita af þér í nútímasamfélagi þarftu að auglýsa þig, kynna þig. Að auglýsa sig, kynna sig - kostar peninga. Ef að við ætlum að viðhalda prófkjörum en um leið banna fjárframlög fyrirtækja til frambjóðenda þeirra hverjir eiga þá möguleika á að ná árangri í prófkjörum? Þekktir einstaklingar?
Við getum ekki fríað okkur ábyrgð á því að prófkjör hafa verið viðhöfð til að velja einstaklinga á framboðslista flokkanna. Prófkjör að mínu viti gera kröfu á fjárframlög til einstaklinga. Án fjárframlaga eru þau ónýtt fyrirbæri vegna þess að „lýðræði" þar sem kjósendur fá ekki kynningu á frambjóðendum er ekki lýðræði.
Prófkjör er eins og ég hef látið koma fram hér á blogginu mínu hér fyrr er ein dellan sem ritstjóri Morgunblaðsins hefur talað sem mest fyrir í áratugi. Sjálfstæðisflokkurinn leiddi þetta fyrirkomulag um val frambjóðenda á lista í mörg ár og alltaf var okkur talin trú um að þetta væri hið eina sanna „lýðræði".
Ég hef verið ósammála því frá upphafi og ég er það enn. Prófkjör leiddu ekki til þeirrar endurnýjunar á listum sem vonast var til - virtust lengi framan af betur til þess fallin að tryggja karlaveldið á listum flokksins. Við kjósendur höfum þó aðeins lært í þau ár sem þetta fyrirbæri hefur þróast hér á landi.
Það er hugmyndafræðin hér sem þarfnast endurskoðunar við. Alveg eins og í umræðunni um „ofurlaunin". Við leysum engan vanda með því að hengja einstaklinga fyrir tilteknar gjörðir en látum hugmyndafræðina vera. Er enn sömu skoðunar og ég var þegar ég skrifaði þessa grein hér[1] og úrdrátturinn hér að neðan er tekin úr.
Einstaklingarnir sem tóku þátt í prófkjörum - fyrir okkur - eiga það skilið af okkur að við virðum þá fyrir það. Leikreglum á ekki að breyta eftir á. Slíkt samfélag er fyrst og síðast siðlaust samfélag - bananalýðveldi.
Er það lærdómur í þessa veru sem við álítum að gagnist okkur mest til framtíðar?
Skil ekki umræðu í þessa veru. Skil ekki þá ályktun að vegna þess að sumir fengu meiri styrki heldur en aðrir að þá séu þeir sekir umfram þá sem fengu minna.
Prófkjör byggja á því að við „kjósum" einstaklinga á framboðslista flokkanna. Hvernig eigum við að kjósa einstaklinga á lista flokkana ef við vitum ekki að þeir eru til? Vitum ekki hverjir þeir eru?
Prófkjör þýðir að til að ná árangri þarftu að berjast fyrir því. Til að láta vita af þér í nútímasamfélagi þarftu að auglýsa þig, kynna þig. Að auglýsa sig, kynna sig - kostar peninga. Ef að við ætlum að viðhalda prófkjörum en um leið banna fjárframlög fyrirtækja til frambjóðenda þeirra hverjir eiga þá möguleika á að ná árangri í prófkjörum? Þekktir einstaklingar?
Við getum ekki fríað okkur ábyrgð á því að prófkjör hafa verið viðhöfð til að velja einstaklinga á framboðslista flokkanna. Prófkjör að mínu viti gera kröfu á fjárframlög til einstaklinga. Án fjárframlaga eru þau ónýtt fyrirbæri vegna þess að „lýðræði" þar sem kjósendur fá ekki kynningu á frambjóðendum er ekki lýðræði.
Prófkjör er eins og ég hef látið koma fram hér á blogginu mínu hér fyrr er ein dellan sem ritstjóri Morgunblaðsins hefur talað sem mest fyrir í áratugi. Sjálfstæðisflokkurinn leiddi þetta fyrirkomulag um val frambjóðenda á lista í mörg ár og alltaf var okkur talin trú um að þetta væri hið eina sanna „lýðræði".
Ég hef verið ósammála því frá upphafi og ég er það enn. Prófkjör leiddu ekki til þeirrar endurnýjunar á listum sem vonast var til - virtust lengi framan af betur til þess fallin að tryggja karlaveldið á listum flokksins. Við kjósendur höfum þó aðeins lært í þau ár sem þetta fyrirbæri hefur þróast hér á landi.
Það er hugmyndafræðin hér sem þarfnast endurskoðunar við. Alveg eins og í umræðunni um „ofurlaunin". Við leysum engan vanda með því að hengja einstaklinga fyrir tilteknar gjörðir en látum hugmyndafræðina vera. Er enn sömu skoðunar og ég var þegar ég skrifaði þessa grein hér[1] og úrdrátturinn hér að neðan er tekin úr.
Einstaklingarnir sem tóku þátt í prófkjörum - fyrir okkur - eiga það skilið af okkur að við virðum þá fyrir það. Leikreglum á ekki að breyta eftir á. Slíkt samfélag er fyrst og síðast siðlaust samfélag - bananalýðveldi.
- „Ætla mætti af umræðunni í dag að hugmyndir þessa manns og aðrar sem þróast hafa í kjölfarið að frammistöðu- og árangurstengd launakerfi séu óumdeild. Fjölmiðlar sem og aðrir sem um málefnið fjalla opinberlega gera ekki mikið af því að setja spurningamerki við aðferðina "per se" þ.e. að það sé gagnrýnivert að verðlauna vel unnið starf með sífellt auknum peningagreiðslum. Af mótmælum forsætisráðherra vor í fyrradag þar sem hann tók út 400.000 krónur af reikningi sínum hjá Kaupþingi- Búnaðarbanka og lokaði reikningnum í kjölfarið mátti skilja að honum ofbauð upphæðirnar sem þarna var um að ræða. Af tali hans mátti skilja að þeir tveir menn sem þarna voru að verki Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson væru siðlausir menn í botnlausri græðgi sinni. Erum við íbúar samfélagsins Íslands sammála þeirri túlkun forsætisráðherra vor? Horfum við fyrst og fremst á upphæðirnar sem þarna er um ræða? Hver eru þá mörkin og hverjar eru leikreglurnar fyrir viðskiptalífið að fara eftir?
- Hér finnst mér vert að stalda við og líta undir yfirborðið. Hér sem aldrei fyrr er þörf á gagnrýnni hugsun - þess að spyrja sig spurninga og leita svara við þeim. Það kann vart góðri lukku að stýra að vaða áfram í þeirri vissu að við séum með endanlegan sannleika í höndunum er það? Er botnlaus peningahyggja - dýrkun Mammons það umhverfi sem við viljum búa komandi kynslóðum? Hvert mun það leiða mannkynið?
[1] http://signysig.bloggar.is/blogg/406314/Peningar_sem_hvati_-_oumdeild_adferd
mánudagur, 26. apríl 2010
Sagan færð í stílinn
Guðmundur Andri Thorsson skrifar grein í Fréttablaðið í dag. Þar segir m.a. „Um hríð - áður en kvótaframsal og veðsetning hófst fyrir alvöru á tíunda áratug síðustu aldar og útgerðarmenn fóru að veðsetja allt saman til að geta farið að rífa hús í Garðabænum og byggja blokkir í Kualalumpur - voru Íslendingar svo sannarlega í öfundsverðri stöðu: þeim hafði auðnast að byggja upp allan sinn infrastrúktúr - skólakerfi, heilbrigðiskerfi, samgöngur, velferðarkerfi - án óbærilegrar skuldasöfnunar. Þjóðin hafði aðgang að einhverjum gjöfulustu fiskimiðum á byggðu bóli og og frábær sérþekking var í landinu á því að breyta fiskinum í raunveruleg verðmæti; þjóðin virtist vel menntuð; hún var fámenn og stéttaskipting hafði farið minnkandi áratugum saman; fáir voru ofsaríkir og fáir sárafátækir - óttalegt basl að vísu á mörgum eftir áralanga efnahagsóreiðu en samt var hér á áratugnum fyrir aldamót búið í haginn fyrir fyrirmyndarsamfélag að norrænum hætti."
Ljóst er á þessum pistli að sitt sýnist hverjum um sögu fortíðarinnar. Guðmundur Andri Thorsson hefur búið í einhverju allt öðru samfélagi en ég kannast við og tel ég mig þó hafa búið á Íslandi eins og hann. Um eitt erum við sammála - að óttalegt basl hafi verið á mörgum eftir áralanga efnahagsóreiðu.
Að Ísland fortíðarinnar hafi verið samfélag „án óbærilegrar skuldasöfnunar" og „frábærrar sérþekkingar", vel menntaðrar þjóðar sem tekist hafði að byggja upp allan sinn infra-strúktúr er vægt frá sagt framandi fullyrðing.
Skuldasöfnun, ömurleg hagstjórn, gjörspillt helmingaskiptakerfi tveggja stjórnmálaflokka er miklu nær að lýsa því samfélagi sem ég ólst upp í á Íslandi. Ég man ekki betur en öll mín uppvaxtarár hafi söngurinn um hvað hver og einn einstaklingur íslensku þjóðarinnar skuldaði mikið verið viðvarandi í öllum fréttatímum. Verðbólga mæld í tveggja stafa tölu ár eftir ár svo það eina sem dugði var að eyða peningunum jafnharðan og þeirra var aflað. Samfélag þar sem eingöngu þeir betur efnuðu höfðu efni á því að komast úr landi. Samfélag þar sem pólitíkin réði öllu um stöðuveitingar. Gjörspillt viðskiptaumhverfi þar sem raunveruleg samkeppni þekktist varla.
Guðmundur Andri Thorsson hefur rétt fyrir sér um það að kvótakerfið breytti Íslandi. Kvótakerfið hafði þær afleiðingar að til urðu sterk fyrirtæki á landsbyggðinni sem aftur hafði þær afleiðingar að styrkja þær byggðir þar sem mönnum auðnaðist að nýta sér kosti kerfisins. Til varð sterk atvinnugrein og fjárfesting sem hafði áhrif á þróun nýrra atvinnugreina. Hátæknifyrirtæki á Íslandi þróuðust fyrst og fremst á grundvelli sterks sjávarútvegs sem aftur hafði áhrif á eftirspurn eftir sérmenntun sem aftur leiddi til meiri fjölbreytni í framboði á menntun. Kvótakerfið hafði gríðarleg áhrif á þróun íslensks samfélags - það er ekki vafi. Í mínum huga áhrif til til hins betra.
Fyrir daga kvótakerfisins var sjávarútvegur á Íslandi á hausnum eins og hann lagði sig. Ofveiði og offjárfesting til að veiða takmarkaða auðlind var sú staða sem kvótakerfið varð til úr. Framsal og veðsetning aflaheimilda skipti sköpum um hagræðingu í greininni og bjó til verðmæti sem skiptu sköpum um þróun okkar samfélags.
Það getur meira en verið að það fyrirkomulag sé og hafi verið meingallað - á því ætla ég ekki að hafa skoðun - læt sérfræðingana um það - en látum ekki ekki eins og svart sé hvítt. Sjávarútvegur á Íslandi fyrir daga kvótakerfisins var ekki vel rekin atvinnugrein „frábærrar sérþekkingar". Sérþekking í greininni hefur fyrst og fremst orðið til á grundvelli kvótakerfisins hvað sem okkur annars kann að finnast um það.
Ljóst er á þessum pistli að sitt sýnist hverjum um sögu fortíðarinnar. Guðmundur Andri Thorsson hefur búið í einhverju allt öðru samfélagi en ég kannast við og tel ég mig þó hafa búið á Íslandi eins og hann. Um eitt erum við sammála - að óttalegt basl hafi verið á mörgum eftir áralanga efnahagsóreiðu.
Að Ísland fortíðarinnar hafi verið samfélag „án óbærilegrar skuldasöfnunar" og „frábærrar sérþekkingar", vel menntaðrar þjóðar sem tekist hafði að byggja upp allan sinn infra-strúktúr er vægt frá sagt framandi fullyrðing.
Skuldasöfnun, ömurleg hagstjórn, gjörspillt helmingaskiptakerfi tveggja stjórnmálaflokka er miklu nær að lýsa því samfélagi sem ég ólst upp í á Íslandi. Ég man ekki betur en öll mín uppvaxtarár hafi söngurinn um hvað hver og einn einstaklingur íslensku þjóðarinnar skuldaði mikið verið viðvarandi í öllum fréttatímum. Verðbólga mæld í tveggja stafa tölu ár eftir ár svo það eina sem dugði var að eyða peningunum jafnharðan og þeirra var aflað. Samfélag þar sem eingöngu þeir betur efnuðu höfðu efni á því að komast úr landi. Samfélag þar sem pólitíkin réði öllu um stöðuveitingar. Gjörspillt viðskiptaumhverfi þar sem raunveruleg samkeppni þekktist varla.
Guðmundur Andri Thorsson hefur rétt fyrir sér um það að kvótakerfið breytti Íslandi. Kvótakerfið hafði þær afleiðingar að til urðu sterk fyrirtæki á landsbyggðinni sem aftur hafði þær afleiðingar að styrkja þær byggðir þar sem mönnum auðnaðist að nýta sér kosti kerfisins. Til varð sterk atvinnugrein og fjárfesting sem hafði áhrif á þróun nýrra atvinnugreina. Hátæknifyrirtæki á Íslandi þróuðust fyrst og fremst á grundvelli sterks sjávarútvegs sem aftur hafði áhrif á eftirspurn eftir sérmenntun sem aftur leiddi til meiri fjölbreytni í framboði á menntun. Kvótakerfið hafði gríðarleg áhrif á þróun íslensks samfélags - það er ekki vafi. Í mínum huga áhrif til til hins betra.
Fyrir daga kvótakerfisins var sjávarútvegur á Íslandi á hausnum eins og hann lagði sig. Ofveiði og offjárfesting til að veiða takmarkaða auðlind var sú staða sem kvótakerfið varð til úr. Framsal og veðsetning aflaheimilda skipti sköpum um hagræðingu í greininni og bjó til verðmæti sem skiptu sköpum um þróun okkar samfélags.
Það getur meira en verið að það fyrirkomulag sé og hafi verið meingallað - á því ætla ég ekki að hafa skoðun - læt sérfræðingana um það - en látum ekki ekki eins og svart sé hvítt. Sjávarútvegur á Íslandi fyrir daga kvótakerfisins var ekki vel rekin atvinnugrein „frábærrar sérþekkingar". Sérþekking í greininni hefur fyrst og fremst orðið til á grundvelli kvótakerfisins hvað sem okkur annars kann að finnast um það.
sunnudagur, 18. apríl 2010
Samfélagstilraun
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði af sér varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum í gær. Við það tækifæri lét hún þess getið að hún gerði það m.a. fyrir flokkinn sinn. Ég ber virðingu fyrir ákvörðun hennar en fyrir mig sem kjósanda í landinu hefði yfirlýsingin komið mun sterkar út ef hún hefði látið vera að nefna flokkinn sinn í þessu samhengi.
Það er flokkurinn hennar - Sjálfstæðisflokkurinn - sem skuldar okkur öllum borgurunum í þessu landi afsökunarbeiðni. Enginn ber jafnmikla ábyrgð og sá flokkur á því sem gerst hefur hér síðasta áratuginn. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins sem keyrði samfélag okkar í þær hæðir sem það fór og orsakaði þær hrikalegu afleiðingar sem við þurfum öll að takast á við næstu árin. „Samfélagstilraun" kallar Ingibjörg Sólrún það í nýju Tímariti Máls og menningar - lýsandi orð yfir glórulausa stefnu stjórnmálaflokks sem komið var í framkvæmd og reyndist okkur dýrkeypt. Um þetta þurfum við Íslendingar að tala.
Það er virðingarvert og skal ekki gert lítið úr því að einstakir stjórnmálamenn gangist við ábyrgð sinni. Það eitt og sér mun samt ekki breyta neinu um Ísland framtíðarinnar. Ef við viljum í raun og sann nýtt Ísland -þurfum við að láta af meðvirkninni með Sjálfstæðisflokknum og gera kröfur til þess flokks um uppgjör.
Það er flokkurinn hennar - Sjálfstæðisflokkurinn - sem skuldar okkur öllum borgurunum í þessu landi afsökunarbeiðni. Enginn ber jafnmikla ábyrgð og sá flokkur á því sem gerst hefur hér síðasta áratuginn. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins sem keyrði samfélag okkar í þær hæðir sem það fór og orsakaði þær hrikalegu afleiðingar sem við þurfum öll að takast á við næstu árin. „Samfélagstilraun" kallar Ingibjörg Sólrún það í nýju Tímariti Máls og menningar - lýsandi orð yfir glórulausa stefnu stjórnmálaflokks sem komið var í framkvæmd og reyndist okkur dýrkeypt. Um þetta þurfum við Íslendingar að tala.
Það er virðingarvert og skal ekki gert lítið úr því að einstakir stjórnmálamenn gangist við ábyrgð sinni. Það eitt og sér mun samt ekki breyta neinu um Ísland framtíðarinnar. Ef við viljum í raun og sann nýtt Ísland -þurfum við að láta af meðvirkninni með Sjálfstæðisflokknum og gera kröfur til þess flokks um uppgjör.
sunnudagur, 28. febrúar 2010
Eignir og skuldir og íslenska krónan
Ég tók erlent lán upp á 12 milljónir vorið 2006. Lánið var tekið í jenum og svissneskum frönkum. Á þeim tíma var íbúðin sem ég er skráð sem eigandi að talin virði á bilinu 25 - 30 milljónir króna.
Ég hef verið í viðskiptum við sama bankann í bráðum 30 ár. Bankinn hefur að vísu skipt um nafn nokkrum sinnum á þessum tíma en ég lít alltaf á hann sem sömu stofnunina. Á þessum tíma hafa viðskipti mín við bankann byggt upp traust - traust á mér sem viðskiptamanni. Ég ætlast að sjálfsögðu til að fá að njóta þessa trausts ef í harðbakkann slær.
Á einum degi haustið 2008 breyttist skuld mín við bankann upp á 12 milljónir í 25 milljónir. Á sama tíma er erfitt að átta sig á verðmæti eignarinnar sem stendur að baki láninu og sennilega má þakka fyrir ef hægt væri að selja hana fyrir andvirði skuldarinnar. Ég er semsagt komin hátt á fimmtugsaldur í þeirri stöðu í byrjun árs 2010 að vera eignalaus.
Sú staðreynd truflar mig þó ekki neitt og er ekki erindi þessara greinaskrifa.
Það sem truflar mig er hvernig fjallað er um það sem gerðist þessa haustdaga í október 2008 og við erum upplifa afleiðingarnar af. Það sem truflar mig er að eins og umræðan er þá sýnist mér að ef ég væri í vandræðum með að greiða af skuldbindingum mínum vegna þessa láns sem ég tók þá væri eðlilegt og sjálfsagt að bankinn tæki af mér íbúðina. Það sé eðlilegt og sjálfsagt að fjalla um eignina mína eins og hún sé ekki eign mín heldur sé hún bankans og hann megi ráðstafa henni að vild án þess að það komi mér við hvernig það er gert. Ég eigi ekki að fá að njóta neins. Viðskiptasaga mín við bankann sé einskis virði og ég eigi engan rétt.
Þessari sögu er ætlað að varpa ljósi á þá ótrúlegu umræðu sem á sér stað um eigendur fyrirtækja á Íslandi í dag. Talað er um eigendur eins og þeir séu ekki eigendur. Skuldir fyrirtækja þeirra er talað um eins og þær séu föst tala og hafi ekkert breyst við það sem gerðist við hrun gjaldmiðilsins okkar. Múgurinn krefst þess að eignir séu teknar af eigendum og útdeilt aftur af „réttlæti". Hrói höttur virðist vera aðferðafræðin. Tökum af hinum ríku til að útdeila á meðal hinna fátæku - einhvern veginn þannig hljómar þessi söngur.
Íslenskur almenningur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Davíð Oddsson sé þeirra ótvíræði foringi. Hann hefur komist að þeirri niðurstöðu að það sem hér gerðist við hrun bankanna hafi verið vondum mönnum að kenna - óreiðumönnum - alveg eins og Davíð Oddsson sagði í Kastljósi 7. október 2008. Þess vegna er réttlætanlegt að segja hvað sem er og koma fram með hvað sem er gagnvart þessum vondu mönnum. Vondur mennirnir eru þeir sömu og Davíð Oddsson sagði okkur alltaf að væru vondir.
Íslenskur almenningur ætlar ekki að læra neitt á því sem gerðist þennan síðasta áratug á Íslandi. Hann ætlar ekki að líta neitt í eigin barm. Ætlar ekki að endurskoða eitt eða neitt. Hann ætlar að kenna vondu mönnunum um. Sjá til þess að gera þá eignalausa og helst að loka þá á bak við lás og slá. Þannig eigum við öll að fá uppreisn æru og allir að lifa hamingjusamir eftir það.
Ég hef verið í viðskiptum við sama bankann í bráðum 30 ár. Bankinn hefur að vísu skipt um nafn nokkrum sinnum á þessum tíma en ég lít alltaf á hann sem sömu stofnunina. Á þessum tíma hafa viðskipti mín við bankann byggt upp traust - traust á mér sem viðskiptamanni. Ég ætlast að sjálfsögðu til að fá að njóta þessa trausts ef í harðbakkann slær.
Á einum degi haustið 2008 breyttist skuld mín við bankann upp á 12 milljónir í 25 milljónir. Á sama tíma er erfitt að átta sig á verðmæti eignarinnar sem stendur að baki láninu og sennilega má þakka fyrir ef hægt væri að selja hana fyrir andvirði skuldarinnar. Ég er semsagt komin hátt á fimmtugsaldur í þeirri stöðu í byrjun árs 2010 að vera eignalaus.
Sú staðreynd truflar mig þó ekki neitt og er ekki erindi þessara greinaskrifa.
Það sem truflar mig er hvernig fjallað er um það sem gerðist þessa haustdaga í október 2008 og við erum upplifa afleiðingarnar af. Það sem truflar mig er að eins og umræðan er þá sýnist mér að ef ég væri í vandræðum með að greiða af skuldbindingum mínum vegna þessa láns sem ég tók þá væri eðlilegt og sjálfsagt að bankinn tæki af mér íbúðina. Það sé eðlilegt og sjálfsagt að fjalla um eignina mína eins og hún sé ekki eign mín heldur sé hún bankans og hann megi ráðstafa henni að vild án þess að það komi mér við hvernig það er gert. Ég eigi ekki að fá að njóta neins. Viðskiptasaga mín við bankann sé einskis virði og ég eigi engan rétt.
Þessari sögu er ætlað að varpa ljósi á þá ótrúlegu umræðu sem á sér stað um eigendur fyrirtækja á Íslandi í dag. Talað er um eigendur eins og þeir séu ekki eigendur. Skuldir fyrirtækja þeirra er talað um eins og þær séu föst tala og hafi ekkert breyst við það sem gerðist við hrun gjaldmiðilsins okkar. Múgurinn krefst þess að eignir séu teknar af eigendum og útdeilt aftur af „réttlæti". Hrói höttur virðist vera aðferðafræðin. Tökum af hinum ríku til að útdeila á meðal hinna fátæku - einhvern veginn þannig hljómar þessi söngur.
Íslenskur almenningur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Davíð Oddsson sé þeirra ótvíræði foringi. Hann hefur komist að þeirri niðurstöðu að það sem hér gerðist við hrun bankanna hafi verið vondum mönnum að kenna - óreiðumönnum - alveg eins og Davíð Oddsson sagði í Kastljósi 7. október 2008. Þess vegna er réttlætanlegt að segja hvað sem er og koma fram með hvað sem er gagnvart þessum vondu mönnum. Vondur mennirnir eru þeir sömu og Davíð Oddsson sagði okkur alltaf að væru vondir.
Íslenskur almenningur ætlar ekki að læra neitt á því sem gerðist þennan síðasta áratug á Íslandi. Hann ætlar ekki að líta neitt í eigin barm. Ætlar ekki að endurskoða eitt eða neitt. Hann ætlar að kenna vondu mönnunum um. Sjá til þess að gera þá eignalausa og helst að loka þá á bak við lás og slá. Þannig eigum við öll að fá uppreisn æru og allir að lifa hamingjusamir eftir það.
sunnudagur, 21. febrúar 2010
Feðraveldið að ná vopnum sínum?
Eins og áður hefur komið fram ber ég hlýjar tilfinningar til uppvaxtarára minna og þess staðar þar sem ég er alin upp - sveitarinnar - Mela í Hrútafirði. Það er þó langur vegur þar frá að ég sjái þann tíma í hillingum - eða þær aðstæður sem foreldrar mínir bjuggu við. Ég ber virðingu fyrir þeim tíma en mig langar ekkert til að fara aftur til þess tíma því síður óska ég dóttur minni þess.
Ég hef áhyggjur af þeim dýrðarljóma sem mér sýnist að nútímafólk á Íslandi sé að búa til um þetta líf sem ég man svo vel eftir. Þetta daður nútímafólks við fortíðina fer óendanlega í taugarnar á mér og ekki bara það - ég beinlínis hræðist það. Ég hræðist að afturhaldsöflunum í íslensku samfélagi sé að takast að búa til einhvern dýrðarljóma um líf Íslendinga í sveitum sem á sér enga stoð og er uppspuni frá rótum. Ég óttast að feðraveldið sé að sigra og það með því að fá konur með sér í lið.
Tilefni þessara skrifa er frétt í ríkissjónvarpinu í kvöld um „árlegan taubleiumarkað". Taubleiur er eitt af því sem ég var svo blessunarlega laus við þegar ég ól dóttur mína upp en móðir mín notaði að sjálfsögðu fyrir þrjú yngri systkini mín enda bréfbleiur á þeim tíma dýr lúxus. Að heyra fjallað um þetta fyrirbæri - taubleiur - sem umhverfisvænt fyrirbrigði og þar af leiðandi eftirsóknarvert fyrir nútímafólk vekur með mér reiði og hneykslan.
Í sveitinni minni forðum komumst við ábyggilega nærri því að vera „sjálfbær" . Við gáfum hænunum kartöfluhýðið og eggjaskurnina - eftir að búið var að þurrka hana á eldavélarhellunni. Við gáfum hundinum matarafganga - aðallega þó kjötmeti ef ég man rétt. Mamma tók að sjálfsögðu slátur. Hún bakaði, hún saumaði, hún prjónaði. Hún var að allan daginn - alltaf. Hennar hlutverk var að halda heimilinu gangandi og það gerði hún svo sannarlega af myndarskap eins og flestar konur í sveitinni allt um kring. Það var svo sannarlega ekkert sældarlíf og þeirra líf var aldrei í forgrunni. Þeirra hlutverk var að sjá um okkur - börnin... og karlana. Fæða okkur og klæða.
Ætlum við aftur til þess tíma að framleiða okkar eigin matjurtir? Framleiða okkar eigin sultur og saft? Þvo taubleiur, hengja upp og brjóta saman?
Ætlum við aftur til þessa tíma? Eru lausnir á vanda dagsins í dag fólgnar í því að fara aftur til fortíðar? Er það framtíðarsýnin? Það er ekki framtíðarsýn mín og ég sé ástæðu til að segja það upphátt.
Ég hef áhyggjur af þeim dýrðarljóma sem mér sýnist að nútímafólk á Íslandi sé að búa til um þetta líf sem ég man svo vel eftir. Þetta daður nútímafólks við fortíðina fer óendanlega í taugarnar á mér og ekki bara það - ég beinlínis hræðist það. Ég hræðist að afturhaldsöflunum í íslensku samfélagi sé að takast að búa til einhvern dýrðarljóma um líf Íslendinga í sveitum sem á sér enga stoð og er uppspuni frá rótum. Ég óttast að feðraveldið sé að sigra og það með því að fá konur með sér í lið.
Tilefni þessara skrifa er frétt í ríkissjónvarpinu í kvöld um „árlegan taubleiumarkað". Taubleiur er eitt af því sem ég var svo blessunarlega laus við þegar ég ól dóttur mína upp en móðir mín notaði að sjálfsögðu fyrir þrjú yngri systkini mín enda bréfbleiur á þeim tíma dýr lúxus. Að heyra fjallað um þetta fyrirbæri - taubleiur - sem umhverfisvænt fyrirbrigði og þar af leiðandi eftirsóknarvert fyrir nútímafólk vekur með mér reiði og hneykslan.
Í sveitinni minni forðum komumst við ábyggilega nærri því að vera „sjálfbær" . Við gáfum hænunum kartöfluhýðið og eggjaskurnina - eftir að búið var að þurrka hana á eldavélarhellunni. Við gáfum hundinum matarafganga - aðallega þó kjötmeti ef ég man rétt. Mamma tók að sjálfsögðu slátur. Hún bakaði, hún saumaði, hún prjónaði. Hún var að allan daginn - alltaf. Hennar hlutverk var að halda heimilinu gangandi og það gerði hún svo sannarlega af myndarskap eins og flestar konur í sveitinni allt um kring. Það var svo sannarlega ekkert sældarlíf og þeirra líf var aldrei í forgrunni. Þeirra hlutverk var að sjá um okkur - börnin... og karlana. Fæða okkur og klæða.
Ætlum við aftur til þess tíma að framleiða okkar eigin matjurtir? Framleiða okkar eigin sultur og saft? Þvo taubleiur, hengja upp og brjóta saman?
Ætlum við aftur til þessa tíma? Eru lausnir á vanda dagsins í dag fólgnar í því að fara aftur til fortíðar? Er það framtíðarsýnin? Það er ekki framtíðarsýn mín og ég sé ástæðu til að segja það upphátt.
miðvikudagur, 17. febrúar 2010
Auga fyrir auga – tönn fyrir tönn
Er sú hugmyndafræði sem íslenskt samfélag aðhyllist þessa dagana. Þær raddir sem heyrast eru allar á einn veg: Að við öll bíðum í ofvæni eftir því að ákveðinn nafngreindur hópur manna verði fundinn sekur svo okkur öllum hinum geti liðið vel. Réttarkerfi eða þrískipting ríkisvalds eru léttvæg fundin og skipta engu máli.
Látið er að því liggja að við bíðum öll í ofvæni eftir útkomu rannsóknarskýrslu til að segja okkur hverjir séu sökudólgar að því sem hér gerðist.
Hatur og hefnd - á það að vera leið okkar íslensks almennings til réttlátara og betra samfélags? Er það sá lærdómur sem við viljum draga af því sem hér gerðist? Eru þetta þau gildi sem við viljum byggja nýtt samfélag á?
Ég tilkynni hér með að ég er Íslendingur. Er sem slík fulltrúi þess hóps sem kallast íslensk þjóð. Ég lýsi því hér með yfir að ég bíð ekki eftir því að rannsóknarskýrslan komi út og því síður bíð ég í ofvæni eftir því að sjá valinn hóp nafngreindra einstaklinga á bak við lás og slá. Ég frábið mér allar yfirlýsingar kjörinna fulltrúa í þá veru.
Umfram allt geri ég þá kröfu til kjörinna fulltrúa að þeir vita valdmörk sín. Ég geri þá kröfu til kjörinna fulltrúa að þeir láti réttarkerfinu eftir að sjá um rannsókn, sekt og sýknu manna og gefi því þann tíma sem þarf til þess.
Leiðin til trausts í samfélagi okkar er sú að leyfa því sem gera þarf að taka þann tíma sem það þarf. Það er engin flýtileiði til að sannleikanum. Leikreglur verður að virða og enginn skal sekur fyrr en sekt hans er sönnuð. Það er grundvallaratriði sem engan afslátt má gefa á.
Að næra hatrið hefur aldrei leitt til góðs. Að benda á sökudólga felur ekki í sér neinar lausnir. Að veita aðhald og vera gagnrýnin á allt sem er er hollt og gott hverju samfélagi.
Enginn nema við - íslenskur almenningur - stjórnar því í hvaða átt íslenskt samfélag þróast.
Látið er að því liggja að við bíðum öll í ofvæni eftir útkomu rannsóknarskýrslu til að segja okkur hverjir séu sökudólgar að því sem hér gerðist.
Hatur og hefnd - á það að vera leið okkar íslensks almennings til réttlátara og betra samfélags? Er það sá lærdómur sem við viljum draga af því sem hér gerðist? Eru þetta þau gildi sem við viljum byggja nýtt samfélag á?
Ég tilkynni hér með að ég er Íslendingur. Er sem slík fulltrúi þess hóps sem kallast íslensk þjóð. Ég lýsi því hér með yfir að ég bíð ekki eftir því að rannsóknarskýrslan komi út og því síður bíð ég í ofvæni eftir því að sjá valinn hóp nafngreindra einstaklinga á bak við lás og slá. Ég frábið mér allar yfirlýsingar kjörinna fulltrúa í þá veru.
Umfram allt geri ég þá kröfu til kjörinna fulltrúa að þeir vita valdmörk sín. Ég geri þá kröfu til kjörinna fulltrúa að þeir láti réttarkerfinu eftir að sjá um rannsókn, sekt og sýknu manna og gefi því þann tíma sem þarf til þess.
Leiðin til trausts í samfélagi okkar er sú að leyfa því sem gera þarf að taka þann tíma sem það þarf. Það er engin flýtileiði til að sannleikanum. Leikreglur verður að virða og enginn skal sekur fyrr en sekt hans er sönnuð. Það er grundvallaratriði sem engan afslátt má gefa á.
Að næra hatrið hefur aldrei leitt til góðs. Að benda á sökudólga felur ekki í sér neinar lausnir. Að veita aðhald og vera gagnrýnin á allt sem er er hollt og gott hverju samfélagi.
Enginn nema við - íslenskur almenningur - stjórnar því í hvaða átt íslenskt samfélag þróast.
miðvikudagur, 10. febrúar 2010
Leiðin til árangurs er oft sú að greina mistökin...
Sumarið 2002 vann ég að verkefni um samvinnuhreyfinguna í Bretlandi. Verkefnið var unnið undir stjórn doktors Ívars Jónssonar sem þá vann að skýrslu um stöðu samvinnufélaga í nokkrum löndum af tilefni 100 ára afmælis SÍS ef ég man rétt. Skýrslan í heild kom út vorið 2003 (skýrsluna má finna hér: http://www.felagshyggja.net/Felagar/Samvinnnuhreyfingar.pdf) og við það tilefni var ég með kynningu á mínum hluta verkefnisins á Bifröst. Verkefnið var mér fróðlegt og lærdómsríkt vegna uppruna míns þar sem tengsl við Sambandið og Framsóknarflokkinn voru sterk.
Mig hefur alltaf langað til að birta þessa kynningu einhvers staðar og ætla að leyfa mér það nú þegar hleypt hefur verið af stokkunum félagsskap utan um þá hugmynd að gera Haga að samvinnufélagi. Að sú hugmynd komi upp kemur mér ekki á óvart en um leið hryggir hún mig. Það hryggir mig að stjórnmálin á Íslandi séu enn svo föst í fjötrum fortíðar að flokkunum detti ekki annað í hug en horfa til fortíðar eftir sérstöðu sinni. Af fortíðinni má margt læra og það eigum við að gera en við eigum að gera það vel upplýst. Við eigum ekki að endurtaka söguna heldur nýta hana til að læra af henni.
Þess verður að geta að þetta er 20 mínútna langur fyrirlestur og því varla birtingarhæft sem texti á bloggsíðu en ég leyfi mér það samt. Langar til að þetta sé til aðgengilegt einhvers staðar ef einhver skildi hafa gaman af.
---------------------------------------------------------------------------------
Fyrirlestur um samvinnuhreyfinguna í Bretlandi fluttur á Bifröst 5. apríl 2003:
Við erum hér saman komin í dag til að ræða Samvinnufélög í ýmsu samhengi, þróun þeirra og stöðu í mismunandi löndum. Ég er viss um einhverjir hér úti bregðast hvumsa við og hugsa með sér eru samvinnufélög og samvinnuhreyfing ekki úrelt fyrirbrigði? Þekkir til að mynda unga kynslóðin sem er koma inn á vinnumarkaðinn hvað samvinnufélag þýðir eða hvað samvinnuhreyfing stendur fyrir? Vitum við það sem erum hér saman komin í dag? Á þetta fyrirbrigði eitthvað erindi við okkur sem erum komin fram á 21. öldina? Hver er skilgreiningin fyrir samvinnufélag, fyrir hvað stendur hugmyndafræðin?
Allt voru þetta spurningar sem ég lagði fyrir sjálfa mig áður en ég lagði út í þetta verkefni. Sjálf er ég alin upp við anda Samvinnustefnunnar hér hinum megin við heiðina. Föðurbróðir minn Jónas R. Jónsson var lengi í stjórn Sambandsins. Samvinnuhugsjónin var mjög sterk hjá honum og fjölskyldu hans. Ég man til að mynda að dóttir hans, frænka mín sagði mér einhvern tíma að hún verslaði að sjálfsögðu bensín hjá ESSO, annað kom ekki til greina, þó hún væri við það að verða bensínlaus og SHELL stöðin væri í næsta nágrenni kom henni ekki til hugar að stoppa þar!
Þó ég hafi alist upp á sama stað var þessi hugsun mér framandi. Þó faðir minn hafi alltaf verið og sé enn gallharður Framsóknarmaður þá var hann aldrei sérstakur "samvinnumaður" eða ég man ekki til þess. Ég vandist því þó að sjálfsögðu að Sambandið var mjög stórt í sniðum í atvinnulífi landsmanna og það hvarflaði ekki annað að mér en þannig yrði það alltaf. Þegar ég hóf atvinnuleit í Reykjavík á yngri árum leitaði ég annars vegar til starfsmannastjóra Sambandsins og hins vegar til starfsmannastjóra Flugleiða. Þetta voru "blokkirnar" í viðskiptalífinu á þessum tíma. Tilviljun ein réði því að ég endaði Flugleiðamegin.
Mér finnst við hæfi að hafa þennan formála að því sem hér fer á eftir. Þessi bakgrunnur minn orsakaði forvitni mína um þetta fyrirbrigði "samvinnufélög" og það var hans vegna sem ég leitaði eftir því að gera þetta verkefni. Mig langaði til að kynna mér hugmyndafræðina, söguna að baki því umhverfi sem ég ólst upp í.
Það kom vel á vondan að ég fékk það hlutverk að fjalla um samvinnuhreyfinguna í Bretlandi, en eins og við flest vitum sem hér erum liggja rætur samvinnuhugsjónarinnar þar, þó vissulega vilji Íslendingar meina að þeir hafi verið á undan Bretum að stofna fyrsta kaupfélagið.
Ég geri ráð fyrir að flest ykkar sem hér eruð þekkið söguna um upphaf samvinnuhreyfingar í Bretlandi betur en ég og ætla því ekki að þreyta ykkur með því að tíunda hana frekar hér. Fyrir þau ykkar sem ekki þekkið hana bendi ég á að ná ykkur í eintak af skýrslunni sem verið er að gefa út, þar getið þið lesið um upphafið og þróun sögunnar fram eftir öldinni. Ég ætla að einhenda mér strax í stöðu þessarar hreyfingar í dag - hvar er staða breskrar samvinnuhreyfingar nú í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar?
Það fyrsta sem vakti athygli mína við gerð þessa verkefnis um Samvinnuhreyfinguna í Bretlandi er sú gríðarlega mikla umræða sem hefur átt sér stað í landinu um eignarhald. Á tímum Thatchers voru ríkisfyrirtækin einkavædd, lestarnar, gasið, vatnsveiturnar, síminn, nefndu það - það var einkavætt, enda er Thatcher í miklu uppáhaldi hjá vini vorum Hannesi Hólmsteini og ekki hægt annað að sjá en hún sé helsta fyrirmynd þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr, eða höfum við ekki öll verið vitni af þeirri umræðu hér að allt bjargist við einkavæðingu?
Í ljósi þessa er sérlega áhugavert að velta fyrir sér - eru þá ekki allir Bretar sérdeilis ánægðir núna? Eru þeir ekki allir glaðir og ánægðir með ríkisfyrirtækin sín sem nú hafa verið einkavædd og umræðan þar með úr sögunni? Er ekki hinn eini sanni sannleikur kominn til að vera og Bretar þá snúið sér að annarri umræðu?
Aldeilis ekki umræðan um eignarhald virðist engan endi ætla að taka og enn deila Bretar um þetta atriði. Af þeirri umræðu sem ég komst í tæri við mátti ekki marka annað en margir Bretar væru fullkomlega ósáttir við einkavæðingu ríkisfyrirtækjanna og það sem meira er gagnrýni þeirra hljómaði vægast sagt kunnuglega í mín eyru. Þeir kvarta undan að þessi fyrirtæki séu einokunarfyrirtæki á markaði, samkeppni sé engin og því sé það eina sem almenninur uppsker við einkavæðinguna dýrari þjónusta. Hver vill það? Hvernær sækist almenningur sértaklega eftir því að FÁ AÐ greiða þjónustu sem þeir geta ekki án verið hærra verði?
Þeir kvarta undan því að þessi fyrirtæki hafi hámörkun hagnaðar fyrst og fremst að leiðarljósi en gleymi því sem hljóti alltaf að vera aðalatriði fyrirtækja í þjónustu við almenning, nefnilega þjónustan sjálf. Markmiðið um að veita neytendum bestu mögulegu þjónustu hafi orðið að víkja fyrir markmiðinu um hámörkun hagnaðar. Sérstaklega varð ég vör við þessa umræðu hvað varðar lestarkerfið í Bretlandi. Þar er ekki að sjá að einkavæðingin hafi leyst neinn vanda því, óánægjuraddirnar eru enn jafn háværar og áður jafnvel háværari. Talað er um að einblínt sé á að halda kostnaði niðri, á kostnað öryggis farþeganna. Þannig má lesa margar greinar þar sem ónógu viðhaldi er kennt um slys sem orðið hafa á undanförnum árum.
En hvað hefur þessi umræða að gera í umfjöllun um samvinnuhreyfinguna í Bretlandi, er ég að ganga að göflunum eða hvað gengur mér til? Jú þá er ég loksins komin að kjarna málsins - þess hver umræðan er á meðal samvinnumanna í Bretlandi í dag. Samvinnumenn í Bretlandi hafa komið fram með nýjan vinkil í umræðuna um "einka" versus "ríki". Vinkil sem kom mér sem Íslendingi algjörlega á óvart og ég hugsaði oft með mér "af hverju í ósköpunum hefur þessi umræða ekki náð hingað"? Þó ekki væri til annars en lífga aðeins upp á þessa annars óendanlegu, óleysanlegu umræðu um svart og hvítt! Það er óneitanlega mun skemmtilegra að hafa fleiri litbrigði, eða hvað finnst ykkur?
Samvinnumenn í Bretlandi vilja meina að þriðja formið sé til og hafi verið lengi nefnilega samvinnufélagaformið! Samvinnumenn Bretlands hafa fundið sér stað í þeirri gagnrýni sem uppi hefur verið um einkavæðinguna og lausnin þeirra er ekkert minna en "samvinnufélagavæðing"! Það sem meira er - þeir færa rök fyrir því að samvinnufélagaformið sé "þriðja leiðin" svokallaða, leiðin sem Tony Blair forsætisráðherra er hvað þekktastur fyrir! Því verður ekki haldið fram hér að allir séu sammála þessari túlkun samvinnumanna, en það breytir ekki því að þetta er það sem þeir halda fram þessa dagana. Umræðan er vissulega allrar athygli verð og bara gaman að velta henni upp. Kannski er eitthvað í henni sem getur gagnast okkur Íslendingum, NÚNA þegar öll vandamál á að leysa með einkavæðingu. Hver veit?
En hver eru rök þessara manna fyrir því að "samvinnufélagavæða" eigi einkafyrirtæki sem áður voru ríkisfyrirtæki? Rökin fyrir einkavæðingunni á sínum tíma voru þau helst;
Hvað segið þið - hljómar þessi umræða kunnuglega? Það verður að segjast eins og er að þessi umræða er skemmtileg og margt sem vekur áhuga að skoða hana frekar. Getur verið að það sé raunverulega eftirsóknarvert að stofna samvinnufélag um rekstur Símans? Um rekstur Heilsugæslunnar? Um rekstur vítt og breitt á heilbrigðissviði? Um rekstur leikskóla og/eða skóla? Getur verið að samvinnufélagaformið eigi sér lífdaga sem arftaki "ríkisrekstrar"? Getur þetta gamla félagaform átt eftir að leysa endalausar deilur okkar um "einka" versus "ríki"?
Hér verður ekki fullyrt eitt eða neitt um það. Það verður að taka skýrt fram að enn eru þetta meira og minna hugmyndir. Hugmyndir sem settar eru fram en eftir er að útfæra og reyna hvort gangi upp. Eitthvað eru Bretar þó farnir að þreifa fyrir sér á þessu sviði, þannig hafa öldrunarheimili og þjónustustofnanir fyrir aldraða verið stofnuð undir samvinnufélagaforminu.
Nú nýlega lagði Pauline Green framkvæmdstjóri Sambandsins í Bretlandi fram áskorun fyrir Heilbrigðisnefnd breska þingsins um frekari útfærslu þessarar hugmyndar með því að taka skrefið og breyta tilteknum heilsugæslustöðvum og spítölum í eigu ríkisins í stofnanir í eigu íbúanna. Frumvarp var lagt fyrir breska þingið um að taka skref í átt að þessari breytingu og var það samþykkt í neðri deild breska þingsins í gær. Eins og ég skil þetta þá er ekki verið að tala um eiginleg samvinnufélög, heldur að færa eignarhald þessara stofnana undir sveitarfélögin. Umræðan um þessi mál í Bretlandi er ekki alltaf skýr og stundum erfitt að átta sig á því nákvæmlega hvers konar form á eignarhaldi er átt við. Samvinnuhreyfingin þar virðist styðja og vinna að breytingum á eignarhaldi í ýmsu öðru formi en nákvæmlega samvinnufélagsformi.
Eins og sjá má af þessu öllu virðist mega draga þá ályktun að hugmyndafræði Samvinnufélagaformsins í Bretlandi gangi nú í gegnum endurnýjun lífdaga. Hvað síðan verður um þessar hugmyndir getur tíminn einn leitt í ljós.
En hvað með hreyfinguna sjálfa, hreyfinguna sem varð til með stofnun fyrsta kaupfélagsins í Rochdale í desember 1844? Hver er staða hennar nú? Allt sem hér hefur verið sagt er runnið úr smiðju manna sem aðhyllst hafa samvinnuhugsjónina. Gömlu neytendafélögin í Bretlandi, kjarni samvinnuhreyfingarinnar þar frá upphafi eru ekki svipur hjá sjón í dag hjá því sem þau voru um miðja síðustu öld. Sú staðreynd hefur einmitt orðið til þess að blása lífi í glæðurnar.
Í byrjun árs 2000 fóru nokkrir forsvarsmenn hreyfingarinnar fram á það við Tony Blair forsætisráðherra að hann veitti stuðning við skipan nefndar til að fara ofan í starfsemi hreyfingarinnar og hvernig færa mætti hana til nútímans. Í bréfi sínu til ráðherrans höfðuðu þeir til þeirra tengsla sem ávallt hafa verið til staðar á milli hugsjóna og starfsemi Verkamannaflokksins annars vegar og Samvinnuhreyfingarinnar í Bretlandi hins vegar.
Svo gripið sé niður í bréf þeirra, með leyfi fundarstjóra; "Verkalýðshreyfingin í Bretlandi hefur þrjá vængi: Verkamannaflokkinn, verkalýðsfélögin og samvinnuhreyfinguna. Allir þessir aðilar eiga þau sameiginlegu markmið að auka skilvirkni efnahagslífsins og félagslegt réttlæti... Í 150 ár hefur samvinnuhreyfingin leitast við að veita neytendum hágæða og siðferðislega æskilega þjónustu og leitast við að taka þátt í þeim nærsamfélögum sem hún er hluti af ... Á nýrri öld teljum við að hún þurfi að endurskoða makmið sín og skipulag til þess að fullnægja sögulegum markmiðum sínum og til að virkja samvinnumenn úr öllum röðum hreyfingarinnar. Hún þarf líka að virkja félaga verkalýðsfélaganna sem hafa sömu markmið og við og geta tekið þátt í að skilgreina glæsta framtíð samvinnuhreyfingarinnar með þekkingu sinni á viðskiptum og stjórnmálum".
Það er skemmst frá því að segja að forsætisráðherra Tony Blair tók áskoruninni og veitti hreyfingunni fjárhagslegan stuðning við skipan þessarar nefndar. Hann gerði ekki einungis það heldur tók hann mjög jákvætt í beiðni þeirra og veitti nefndarmönnum beinan stuðning með því að lýsa yfir sérstakri ánægju sinni með þessa hugmynd um að vinna að þróun samvinnufélaga í framtíð. Nefndin var skipuð og skýrslan kom út í byrjun árs 2001 undir kjörorðunum "Yfirburðir samvinnu - sköpum kraftmikla fjölskyldu samvinnufyrirtækja!"
Á kápunni má sjá þá hugmyndafræði sem nefndarmenn leggja til að Samvinnuhreyfingin byggi á til framtíðar. Félagsleg markmið tróna hæst, þau eiga að leiða af sér samkeppnisforskot sem aftur á að leiða til framúrskarandi fjárhagslegrar afkomu sem aftur á að gera hreyfingunni kleift að hafa félagsleg markmið að leiðarljósi.
Skýrslan er óumræðilega mikilvæg heimild um stöðu Samvinnuhreyfinginnar í Bretlandi í dag og það má greinilega merkja að útgáfa hennar hefur hleypt nýju blóði í umræðuna. Ekki síst hefur það haft áhrif að Tony Blair forsætisráðherra ritar aðfararorð að skýrslunni en þar segir hann m.a. með leyfi fundarstjóra "Ég trúi því... að það sé mikilvægt að samvinnuhreyfingin haldi áfram að vaxa og dafna á nýrri öld. Þau gildi sem hún byggir á - gildi eins og samfélagsleg ábyrgð og ábyrgð gagnvart nærsamfélögum - eru einnig gildi Verkamannaflokksins og þau eru jafn raunhæf í dag og þau hafa alltaf verið".
Með orðum sínum segir forsætisráðherra afdráttarlaust að samvinnuhreyfingin og sú hugmyndafræði sem hún byggir á og hugmyndafræði Verkamannaflokksins eigi samleið. Þið getið bara ímyndað ykkur hvort svo eindreginn stuðningur forsætisráðherra landsins hafi ekki haft áhrif. Enda er það svo að gríðarlegar breytingar hafa orðið á hreyfingunni kjölfarið og umræða um frekari þróun er í fullum gangi. Það sem sérstök ástæða er til að minnast á hér er sá sögulegi atburður að samtök neytendafélaga og starfsmannafélaga hafa loks verið sameinuð undir einum hatti. Þar með hefur loks verið brúað 100 ára bil milli starfsmanna- og neytendasamvinnufélaga svo notuð séu orð Pauline Green framkvæmdastjóra Breska Sambandsins.
Breska samvinnuhreyfingin á sér meira en 150 ára sögu og því er ljóst að henni verði ekki gerð full skil í 20 mínútna löngum fyrirlestri, því læt ég staðar numið hér. Það er ljóst af því sem hér hefur verið sagt að hugmyndafræði þeirra er á fullri ferð og þeir virðast langt frá því af baki dottnir. Fyrir mig sem áhugamann um þessa sögu þá er margt sem situr eftir, margar spurningar sem mig langar að fá svör við, margt sem þarfnast að mínu mati skilgreiningar við. Mig langar að velta þessum atriðum til ykkar og út í umræðuna.
Eftir ótrúlega mikinn lestur hinna ýmsu greina og bóka um Samvinnuhreyfinguna og útbreiðslu hennar brennur í fyrsta lagi á mér ein spurning. Eru samvinnufélög og útbreiðsla þeirra endilega í mótsögn við kapítalisma eins og við þekkjum hann? Þetta er atriði sem ég ólst upp við og enn er víða verið að hamra á en ég er hreint ekki svo sannfærð um að sé rétt.
Hvernig skilgreinum við kapítalisma? Er það ekki hugmyndafræði þar sem fjármagnið ræður gangi mála? Þar sem fjármagnið eitt og sér er drifkrafturinn? Þannig hef ég a.m.k. skilið hann.
Hvernig náði samvinnuhreyfingin í Bretlandi útbreiðslu, var það eitthvað annað en fjármagn sem þar réði för? Fram kemur í öllum bókum og gögnum sem ég hef komist yfir að drifkraftur útbreiðslu samvinnufélaga á sínum tíma var fyrst og fremst svokallað "divi" þ.e. úthlutun ágóða til félagsmanna eftir viðskiptum þeirra við félögin. Við getum rétt ímyndað okkur hvort það hefur ekki skipt máli fyrir bláfátæka verkamenn á 19. öld að geta verslað í "sínu" félagi og þar að auki fengið greitt sérstaklega fyrir það að versla þar.
Það fer ekkert á milli mála að þessi regla varð fyrst og fremst til þess hversu gríðarlegri útbreiðslu þetta félagaform náði í upphafi. Þá hlýt ég að spyrja ykkur, er þetta andstæða kapítalisma? Drifkrafturinn var fjármagnið, þó útdeiling þess væri í öðru formi en annars.
Þá get ég heldur ekki látið hjá líða að minnast á stóru neytendafélögin í Bretlandi í dag, eiga þessi félög eitthvað skylt við samvinnufélög eins og við skiljum þau? Höfum við á 21. öldinni eitthvað að gera með að byggja undir þann hluta hreyfingarinnar? Samvinnufélag þýðir fyrst og síðast - lýðræðislegt félag. Það er algjörlega skýrt í alþjóðlegri skilgreiningu samvinnufélaga og á jafnt við um Bretland að félag er einungis samvinnufélag ef því er lýðræðislega stjórnað af félagsmönnum sínum.
Þetta atriði á alls ekki við um stóru neytendafélögin í Bretandi ef marka má rannsóknir sem þar hafa verið gerðar. Í könnun sem gerð var á 16 breskum neytendasamvinnufélögum kom í ljós að af þeim 12 sem svöruðu var innan við 1% mæting félagsmanna á fundum hjá 75% þeirra.
Raunar þarf varla rannsóknar við við getum auðveldlega sagt okkur þetta sjálf. Getum við ímyndað okkur að í dag á árinu 2003 geti það verið sérstakt hugsjónastarf neytenda að vera aðili að verslun, án þess að eiga í henni fjármagn og krefjast ávöxtunar af því? Það að reka stórmarkað í dag á þeirri hugsjón einni að hafa fríkort, er varla nægilegt fyrir okkur í dag, er það? Hvað þýðir þetta ef grannt er skoðað? Er það í raun og veru rétt skilgreining, rétt umræða að tala um þessi félög sem samvinnufélög? Geta slík félög þar sem þátttaka félagsmanna er lítil eða engin kallast samvinnufélög? Ég varpa þessum spurningum út til ykkar og læt ykkur það eftir að svara þeim.
Annað verð ég að leyfa mér að nefna. Ég hef aldrei áður komist í kynni við nokkurn hlut sem jafnmikið af "jáefni" hefur verið skrifað um. Ég get alveg sagt ykkur það að ég kvaldist heilu dagana yfir því að liggja yfir "halelúja" skrifum samvinnumanna um það hversu frábær og stórkostleg þessi hugmyndafræði er, en því miður fann ég minna af rannsóknum, gagnrýni á því hvort og hvernig þessi hugmyndafræði væri í raun og veru að virka.
Getur verið að skortur á gagnrýnni hugsun skortur á "málsvara andskotans" hafi staðið þessari hugmyndafræði og hreyfingunni fyrir þrifum? Ég get ekki varist því að álykta sem svo. Með því er ég hreint ekki að segja að samvinnufélög eigi ekki rétt á sér, miklu fremur að það gerir engum gott að lifa í svo gagnrýnislausum heimi. Kannski á það stóran þátt í því hvaða stöðu hreyfingin er. Þannig hvarflar að manni að kannski hafi stærstu mistök upphaflegu hugmyndafræðinganna verið þau að leggja svo mikla áherslu á skóla tengdum fræðunum. Með þeirri miklu áherslu hafi skapast lokuð samfélög um þessa hugmyndafræði þar sem ekki var talin sérstök ástæða til að þróa og gagnrýna hugmyndafræðina í takt við tímann.
Ég veit að ég er örugglega að ögra mörgum ykkar hér. Það geri ég vegna þess að ég tel mikla þörf á því að hugtök hafi innihald, þau hafi skýra skírskotun í eitthvað sem þau standa fyrir. Samvinnufélag er slíkt hugtak - ef það er misnotað, notað yfir félög sem í raun og sann eru ekki samvinnufélog, félög sem er lýðræðislega stjórnað af félagsmönnum í einhverjum tilteknum tilgangi til hagsbóta fyrir viðkomandi félagsmenn þá sé ég ekki hvers vegna það á rétt á sér að kallast samvinnufélag. Það er ekkert sem styður það að samvinnufélag verði að eilífu samvinnufélag eingöngu vegna þess að það var stofnað fyrir 150 árum sem slíkt.
Vonandi hefur það sem hér hefur verið sagt orðið til að kveikja áhuga hjá einhverjum sem hér situr. Það skiptir máli að efla umræðu um þá hluti sem hafa haft áhrif á líf okkar, þær undirstöður sem líf okkar byggir á nú. Einmitt þess vegna er það mikið gleðiefni að ráðist var í vinnslu þessa verkefnis. Saga samvinnuhreyfingarinnar er merkileg saga merkilegra tíma í sögu þjóðarinnar. Það er svo sannarlega ástæða til að halda þeirri sögu á lofti. Ég mér enga aðra ósk en að þessi skýrsla verði til þess að opna og efla umræður um Samvinnuhreyfinguna sögu hennar og tengsl við þá tíma sem við lifum í í dag. Ég er sannfærð um að við getum margt lært af leiðarljósi stofnenda fyrsta kaupfélagsins í Rochdale "
...Leiðin til árangurs er oft sú að greina mistökin...!
Mig hefur alltaf langað til að birta þessa kynningu einhvers staðar og ætla að leyfa mér það nú þegar hleypt hefur verið af stokkunum félagsskap utan um þá hugmynd að gera Haga að samvinnufélagi. Að sú hugmynd komi upp kemur mér ekki á óvart en um leið hryggir hún mig. Það hryggir mig að stjórnmálin á Íslandi séu enn svo föst í fjötrum fortíðar að flokkunum detti ekki annað í hug en horfa til fortíðar eftir sérstöðu sinni. Af fortíðinni má margt læra og það eigum við að gera en við eigum að gera það vel upplýst. Við eigum ekki að endurtaka söguna heldur nýta hana til að læra af henni.
Þess verður að geta að þetta er 20 mínútna langur fyrirlestur og því varla birtingarhæft sem texti á bloggsíðu en ég leyfi mér það samt. Langar til að þetta sé til aðgengilegt einhvers staðar ef einhver skildi hafa gaman af.
---------------------------------------------------------------------------------
Fyrirlestur um samvinnuhreyfinguna í Bretlandi fluttur á Bifröst 5. apríl 2003:
Við erum hér saman komin í dag til að ræða Samvinnufélög í ýmsu samhengi, þróun þeirra og stöðu í mismunandi löndum. Ég er viss um einhverjir hér úti bregðast hvumsa við og hugsa með sér eru samvinnufélög og samvinnuhreyfing ekki úrelt fyrirbrigði? Þekkir til að mynda unga kynslóðin sem er koma inn á vinnumarkaðinn hvað samvinnufélag þýðir eða hvað samvinnuhreyfing stendur fyrir? Vitum við það sem erum hér saman komin í dag? Á þetta fyrirbrigði eitthvað erindi við okkur sem erum komin fram á 21. öldina? Hver er skilgreiningin fyrir samvinnufélag, fyrir hvað stendur hugmyndafræðin?
Allt voru þetta spurningar sem ég lagði fyrir sjálfa mig áður en ég lagði út í þetta verkefni. Sjálf er ég alin upp við anda Samvinnustefnunnar hér hinum megin við heiðina. Föðurbróðir minn Jónas R. Jónsson var lengi í stjórn Sambandsins. Samvinnuhugsjónin var mjög sterk hjá honum og fjölskyldu hans. Ég man til að mynda að dóttir hans, frænka mín sagði mér einhvern tíma að hún verslaði að sjálfsögðu bensín hjá ESSO, annað kom ekki til greina, þó hún væri við það að verða bensínlaus og SHELL stöðin væri í næsta nágrenni kom henni ekki til hugar að stoppa þar!
Þó ég hafi alist upp á sama stað var þessi hugsun mér framandi. Þó faðir minn hafi alltaf verið og sé enn gallharður Framsóknarmaður þá var hann aldrei sérstakur "samvinnumaður" eða ég man ekki til þess. Ég vandist því þó að sjálfsögðu að Sambandið var mjög stórt í sniðum í atvinnulífi landsmanna og það hvarflaði ekki annað að mér en þannig yrði það alltaf. Þegar ég hóf atvinnuleit í Reykjavík á yngri árum leitaði ég annars vegar til starfsmannastjóra Sambandsins og hins vegar til starfsmannastjóra Flugleiða. Þetta voru "blokkirnar" í viðskiptalífinu á þessum tíma. Tilviljun ein réði því að ég endaði Flugleiðamegin.
Mér finnst við hæfi að hafa þennan formála að því sem hér fer á eftir. Þessi bakgrunnur minn orsakaði forvitni mína um þetta fyrirbrigði "samvinnufélög" og það var hans vegna sem ég leitaði eftir því að gera þetta verkefni. Mig langaði til að kynna mér hugmyndafræðina, söguna að baki því umhverfi sem ég ólst upp í.
Það kom vel á vondan að ég fékk það hlutverk að fjalla um samvinnuhreyfinguna í Bretlandi, en eins og við flest vitum sem hér erum liggja rætur samvinnuhugsjónarinnar þar, þó vissulega vilji Íslendingar meina að þeir hafi verið á undan Bretum að stofna fyrsta kaupfélagið.
Ég geri ráð fyrir að flest ykkar sem hér eruð þekkið söguna um upphaf samvinnuhreyfingar í Bretlandi betur en ég og ætla því ekki að þreyta ykkur með því að tíunda hana frekar hér. Fyrir þau ykkar sem ekki þekkið hana bendi ég á að ná ykkur í eintak af skýrslunni sem verið er að gefa út, þar getið þið lesið um upphafið og þróun sögunnar fram eftir öldinni. Ég ætla að einhenda mér strax í stöðu þessarar hreyfingar í dag - hvar er staða breskrar samvinnuhreyfingar nú í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar?
Það fyrsta sem vakti athygli mína við gerð þessa verkefnis um Samvinnuhreyfinguna í Bretlandi er sú gríðarlega mikla umræða sem hefur átt sér stað í landinu um eignarhald. Á tímum Thatchers voru ríkisfyrirtækin einkavædd, lestarnar, gasið, vatnsveiturnar, síminn, nefndu það - það var einkavætt, enda er Thatcher í miklu uppáhaldi hjá vini vorum Hannesi Hólmsteini og ekki hægt annað að sjá en hún sé helsta fyrirmynd þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr, eða höfum við ekki öll verið vitni af þeirri umræðu hér að allt bjargist við einkavæðingu?
Í ljósi þessa er sérlega áhugavert að velta fyrir sér - eru þá ekki allir Bretar sérdeilis ánægðir núna? Eru þeir ekki allir glaðir og ánægðir með ríkisfyrirtækin sín sem nú hafa verið einkavædd og umræðan þar með úr sögunni? Er ekki hinn eini sanni sannleikur kominn til að vera og Bretar þá snúið sér að annarri umræðu?
Aldeilis ekki umræðan um eignarhald virðist engan endi ætla að taka og enn deila Bretar um þetta atriði. Af þeirri umræðu sem ég komst í tæri við mátti ekki marka annað en margir Bretar væru fullkomlega ósáttir við einkavæðingu ríkisfyrirtækjanna og það sem meira er gagnrýni þeirra hljómaði vægast sagt kunnuglega í mín eyru. Þeir kvarta undan að þessi fyrirtæki séu einokunarfyrirtæki á markaði, samkeppni sé engin og því sé það eina sem almenninur uppsker við einkavæðinguna dýrari þjónusta. Hver vill það? Hvernær sækist almenningur sértaklega eftir því að FÁ AÐ greiða þjónustu sem þeir geta ekki án verið hærra verði?
Þeir kvarta undan því að þessi fyrirtæki hafi hámörkun hagnaðar fyrst og fremst að leiðarljósi en gleymi því sem hljóti alltaf að vera aðalatriði fyrirtækja í þjónustu við almenning, nefnilega þjónustan sjálf. Markmiðið um að veita neytendum bestu mögulegu þjónustu hafi orðið að víkja fyrir markmiðinu um hámörkun hagnaðar. Sérstaklega varð ég vör við þessa umræðu hvað varðar lestarkerfið í Bretlandi. Þar er ekki að sjá að einkavæðingin hafi leyst neinn vanda því, óánægjuraddirnar eru enn jafn háværar og áður jafnvel háværari. Talað er um að einblínt sé á að halda kostnaði niðri, á kostnað öryggis farþeganna. Þannig má lesa margar greinar þar sem ónógu viðhaldi er kennt um slys sem orðið hafa á undanförnum árum.
En hvað hefur þessi umræða að gera í umfjöllun um samvinnuhreyfinguna í Bretlandi, er ég að ganga að göflunum eða hvað gengur mér til? Jú þá er ég loksins komin að kjarna málsins - þess hver umræðan er á meðal samvinnumanna í Bretlandi í dag. Samvinnumenn í Bretlandi hafa komið fram með nýjan vinkil í umræðuna um "einka" versus "ríki". Vinkil sem kom mér sem Íslendingi algjörlega á óvart og ég hugsaði oft með mér "af hverju í ósköpunum hefur þessi umræða ekki náð hingað"? Þó ekki væri til annars en lífga aðeins upp á þessa annars óendanlegu, óleysanlegu umræðu um svart og hvítt! Það er óneitanlega mun skemmtilegra að hafa fleiri litbrigði, eða hvað finnst ykkur?
Samvinnumenn í Bretlandi vilja meina að þriðja formið sé til og hafi verið lengi nefnilega samvinnufélagaformið! Samvinnumenn Bretlands hafa fundið sér stað í þeirri gagnrýni sem uppi hefur verið um einkavæðinguna og lausnin þeirra er ekkert minna en "samvinnufélagavæðing"! Það sem meira er - þeir færa rök fyrir því að samvinnufélagaformið sé "þriðja leiðin" svokallaða, leiðin sem Tony Blair forsætisráðherra er hvað þekktastur fyrir! Því verður ekki haldið fram hér að allir séu sammála þessari túlkun samvinnumanna, en það breytir ekki því að þetta er það sem þeir halda fram þessa dagana. Umræðan er vissulega allrar athygli verð og bara gaman að velta henni upp. Kannski er eitthvað í henni sem getur gagnast okkur Íslendingum, NÚNA þegar öll vandamál á að leysa með einkavæðingu. Hver veit?
En hver eru rök þessara manna fyrir því að "samvinnufélagavæða" eigi einkafyrirtæki sem áður voru ríkisfyrirtæki? Rökin fyrir einkavæðingunni á sínum tíma voru þau helst;
- að auðvelda ætti fyrirtækjunum aðgang að fjármagni
- að nýta ætti fjármagnsmarkaðinn til að ná fram aukinni afkastagetu
- að gera stjórnendur ábyrgari og að geta greitt þeim hærri laun með það að markmiði að örva þá til betri verka
- að veita almenningi tækifæri til að gerast hluthafar í þessum fyrirtækjum sem eru fyrst og fremst í þjónustu við þá
- og að síðustu að örva fjárfestingu og sparnað á meðal almennings
- að fjármagn hafi einfaldlega reynst þessum fyrirtækjum of dýrt, t.d. sé almennt viðurkennt að fjármagn sé of dýrt til að fjárfesta í vatnsveitum.
- Að fjármagnsmarkaðurinn hafi einfaldlega reynst ófær um að auka afkastagetu þessara fyrirtækja sbr. vandræði lestarfyrirtækjanna.
- Það að verðlauna stjórnendur með hærri launum hafi kostað ómælda óánægju almennings.
- Að síðustu - að markmiðið um dreifða eignaraðild almennings hafi í raun þýtt eignaraðild fárra sterkra hluthafa sem hafi eignast meirihluta.
Hvað segið þið - hljómar þessi umræða kunnuglega? Það verður að segjast eins og er að þessi umræða er skemmtileg og margt sem vekur áhuga að skoða hana frekar. Getur verið að það sé raunverulega eftirsóknarvert að stofna samvinnufélag um rekstur Símans? Um rekstur Heilsugæslunnar? Um rekstur vítt og breitt á heilbrigðissviði? Um rekstur leikskóla og/eða skóla? Getur verið að samvinnufélagaformið eigi sér lífdaga sem arftaki "ríkisrekstrar"? Getur þetta gamla félagaform átt eftir að leysa endalausar deilur okkar um "einka" versus "ríki"?
Hér verður ekki fullyrt eitt eða neitt um það. Það verður að taka skýrt fram að enn eru þetta meira og minna hugmyndir. Hugmyndir sem settar eru fram en eftir er að útfæra og reyna hvort gangi upp. Eitthvað eru Bretar þó farnir að þreifa fyrir sér á þessu sviði, þannig hafa öldrunarheimili og þjónustustofnanir fyrir aldraða verið stofnuð undir samvinnufélagaforminu.
Nú nýlega lagði Pauline Green framkvæmdstjóri Sambandsins í Bretlandi fram áskorun fyrir Heilbrigðisnefnd breska þingsins um frekari útfærslu þessarar hugmyndar með því að taka skrefið og breyta tilteknum heilsugæslustöðvum og spítölum í eigu ríkisins í stofnanir í eigu íbúanna. Frumvarp var lagt fyrir breska þingið um að taka skref í átt að þessari breytingu og var það samþykkt í neðri deild breska þingsins í gær. Eins og ég skil þetta þá er ekki verið að tala um eiginleg samvinnufélög, heldur að færa eignarhald þessara stofnana undir sveitarfélögin. Umræðan um þessi mál í Bretlandi er ekki alltaf skýr og stundum erfitt að átta sig á því nákvæmlega hvers konar form á eignarhaldi er átt við. Samvinnuhreyfingin þar virðist styðja og vinna að breytingum á eignarhaldi í ýmsu öðru formi en nákvæmlega samvinnufélagsformi.
Eins og sjá má af þessu öllu virðist mega draga þá ályktun að hugmyndafræði Samvinnufélagaformsins í Bretlandi gangi nú í gegnum endurnýjun lífdaga. Hvað síðan verður um þessar hugmyndir getur tíminn einn leitt í ljós.
En hvað með hreyfinguna sjálfa, hreyfinguna sem varð til með stofnun fyrsta kaupfélagsins í Rochdale í desember 1844? Hver er staða hennar nú? Allt sem hér hefur verið sagt er runnið úr smiðju manna sem aðhyllst hafa samvinnuhugsjónina. Gömlu neytendafélögin í Bretlandi, kjarni samvinnuhreyfingarinnar þar frá upphafi eru ekki svipur hjá sjón í dag hjá því sem þau voru um miðja síðustu öld. Sú staðreynd hefur einmitt orðið til þess að blása lífi í glæðurnar.
Í byrjun árs 2000 fóru nokkrir forsvarsmenn hreyfingarinnar fram á það við Tony Blair forsætisráðherra að hann veitti stuðning við skipan nefndar til að fara ofan í starfsemi hreyfingarinnar og hvernig færa mætti hana til nútímans. Í bréfi sínu til ráðherrans höfðuðu þeir til þeirra tengsla sem ávallt hafa verið til staðar á milli hugsjóna og starfsemi Verkamannaflokksins annars vegar og Samvinnuhreyfingarinnar í Bretlandi hins vegar.
Svo gripið sé niður í bréf þeirra, með leyfi fundarstjóra; "Verkalýðshreyfingin í Bretlandi hefur þrjá vængi: Verkamannaflokkinn, verkalýðsfélögin og samvinnuhreyfinguna. Allir þessir aðilar eiga þau sameiginlegu markmið að auka skilvirkni efnahagslífsins og félagslegt réttlæti... Í 150 ár hefur samvinnuhreyfingin leitast við að veita neytendum hágæða og siðferðislega æskilega þjónustu og leitast við að taka þátt í þeim nærsamfélögum sem hún er hluti af ... Á nýrri öld teljum við að hún þurfi að endurskoða makmið sín og skipulag til þess að fullnægja sögulegum markmiðum sínum og til að virkja samvinnumenn úr öllum röðum hreyfingarinnar. Hún þarf líka að virkja félaga verkalýðsfélaganna sem hafa sömu markmið og við og geta tekið þátt í að skilgreina glæsta framtíð samvinnuhreyfingarinnar með þekkingu sinni á viðskiptum og stjórnmálum".
Það er skemmst frá því að segja að forsætisráðherra Tony Blair tók áskoruninni og veitti hreyfingunni fjárhagslegan stuðning við skipan þessarar nefndar. Hann gerði ekki einungis það heldur tók hann mjög jákvætt í beiðni þeirra og veitti nefndarmönnum beinan stuðning með því að lýsa yfir sérstakri ánægju sinni með þessa hugmynd um að vinna að þróun samvinnufélaga í framtíð. Nefndin var skipuð og skýrslan kom út í byrjun árs 2001 undir kjörorðunum "Yfirburðir samvinnu - sköpum kraftmikla fjölskyldu samvinnufyrirtækja!"
Á kápunni má sjá þá hugmyndafræði sem nefndarmenn leggja til að Samvinnuhreyfingin byggi á til framtíðar. Félagsleg markmið tróna hæst, þau eiga að leiða af sér samkeppnisforskot sem aftur á að leiða til framúrskarandi fjárhagslegrar afkomu sem aftur á að gera hreyfingunni kleift að hafa félagsleg markmið að leiðarljósi.
Skýrslan er óumræðilega mikilvæg heimild um stöðu Samvinnuhreyfinginnar í Bretlandi í dag og það má greinilega merkja að útgáfa hennar hefur hleypt nýju blóði í umræðuna. Ekki síst hefur það haft áhrif að Tony Blair forsætisráðherra ritar aðfararorð að skýrslunni en þar segir hann m.a. með leyfi fundarstjóra "Ég trúi því... að það sé mikilvægt að samvinnuhreyfingin haldi áfram að vaxa og dafna á nýrri öld. Þau gildi sem hún byggir á - gildi eins og samfélagsleg ábyrgð og ábyrgð gagnvart nærsamfélögum - eru einnig gildi Verkamannaflokksins og þau eru jafn raunhæf í dag og þau hafa alltaf verið".
Með orðum sínum segir forsætisráðherra afdráttarlaust að samvinnuhreyfingin og sú hugmyndafræði sem hún byggir á og hugmyndafræði Verkamannaflokksins eigi samleið. Þið getið bara ímyndað ykkur hvort svo eindreginn stuðningur forsætisráðherra landsins hafi ekki haft áhrif. Enda er það svo að gríðarlegar breytingar hafa orðið á hreyfingunni kjölfarið og umræða um frekari þróun er í fullum gangi. Það sem sérstök ástæða er til að minnast á hér er sá sögulegi atburður að samtök neytendafélaga og starfsmannafélaga hafa loks verið sameinuð undir einum hatti. Þar með hefur loks verið brúað 100 ára bil milli starfsmanna- og neytendasamvinnufélaga svo notuð séu orð Pauline Green framkvæmdastjóra Breska Sambandsins.
Breska samvinnuhreyfingin á sér meira en 150 ára sögu og því er ljóst að henni verði ekki gerð full skil í 20 mínútna löngum fyrirlestri, því læt ég staðar numið hér. Það er ljóst af því sem hér hefur verið sagt að hugmyndafræði þeirra er á fullri ferð og þeir virðast langt frá því af baki dottnir. Fyrir mig sem áhugamann um þessa sögu þá er margt sem situr eftir, margar spurningar sem mig langar að fá svör við, margt sem þarfnast að mínu mati skilgreiningar við. Mig langar að velta þessum atriðum til ykkar og út í umræðuna.
Eftir ótrúlega mikinn lestur hinna ýmsu greina og bóka um Samvinnuhreyfinguna og útbreiðslu hennar brennur í fyrsta lagi á mér ein spurning. Eru samvinnufélög og útbreiðsla þeirra endilega í mótsögn við kapítalisma eins og við þekkjum hann? Þetta er atriði sem ég ólst upp við og enn er víða verið að hamra á en ég er hreint ekki svo sannfærð um að sé rétt.
Hvernig skilgreinum við kapítalisma? Er það ekki hugmyndafræði þar sem fjármagnið ræður gangi mála? Þar sem fjármagnið eitt og sér er drifkrafturinn? Þannig hef ég a.m.k. skilið hann.
Hvernig náði samvinnuhreyfingin í Bretlandi útbreiðslu, var það eitthvað annað en fjármagn sem þar réði för? Fram kemur í öllum bókum og gögnum sem ég hef komist yfir að drifkraftur útbreiðslu samvinnufélaga á sínum tíma var fyrst og fremst svokallað "divi" þ.e. úthlutun ágóða til félagsmanna eftir viðskiptum þeirra við félögin. Við getum rétt ímyndað okkur hvort það hefur ekki skipt máli fyrir bláfátæka verkamenn á 19. öld að geta verslað í "sínu" félagi og þar að auki fengið greitt sérstaklega fyrir það að versla þar.
Það fer ekkert á milli mála að þessi regla varð fyrst og fremst til þess hversu gríðarlegri útbreiðslu þetta félagaform náði í upphafi. Þá hlýt ég að spyrja ykkur, er þetta andstæða kapítalisma? Drifkrafturinn var fjármagnið, þó útdeiling þess væri í öðru formi en annars.
Þá get ég heldur ekki látið hjá líða að minnast á stóru neytendafélögin í Bretlandi í dag, eiga þessi félög eitthvað skylt við samvinnufélög eins og við skiljum þau? Höfum við á 21. öldinni eitthvað að gera með að byggja undir þann hluta hreyfingarinnar? Samvinnufélag þýðir fyrst og síðast - lýðræðislegt félag. Það er algjörlega skýrt í alþjóðlegri skilgreiningu samvinnufélaga og á jafnt við um Bretland að félag er einungis samvinnufélag ef því er lýðræðislega stjórnað af félagsmönnum sínum.
Þetta atriði á alls ekki við um stóru neytendafélögin í Bretandi ef marka má rannsóknir sem þar hafa verið gerðar. Í könnun sem gerð var á 16 breskum neytendasamvinnufélögum kom í ljós að af þeim 12 sem svöruðu var innan við 1% mæting félagsmanna á fundum hjá 75% þeirra.
Raunar þarf varla rannsóknar við við getum auðveldlega sagt okkur þetta sjálf. Getum við ímyndað okkur að í dag á árinu 2003 geti það verið sérstakt hugsjónastarf neytenda að vera aðili að verslun, án þess að eiga í henni fjármagn og krefjast ávöxtunar af því? Það að reka stórmarkað í dag á þeirri hugsjón einni að hafa fríkort, er varla nægilegt fyrir okkur í dag, er það? Hvað þýðir þetta ef grannt er skoðað? Er það í raun og veru rétt skilgreining, rétt umræða að tala um þessi félög sem samvinnufélög? Geta slík félög þar sem þátttaka félagsmanna er lítil eða engin kallast samvinnufélög? Ég varpa þessum spurningum út til ykkar og læt ykkur það eftir að svara þeim.
Annað verð ég að leyfa mér að nefna. Ég hef aldrei áður komist í kynni við nokkurn hlut sem jafnmikið af "jáefni" hefur verið skrifað um. Ég get alveg sagt ykkur það að ég kvaldist heilu dagana yfir því að liggja yfir "halelúja" skrifum samvinnumanna um það hversu frábær og stórkostleg þessi hugmyndafræði er, en því miður fann ég minna af rannsóknum, gagnrýni á því hvort og hvernig þessi hugmyndafræði væri í raun og veru að virka.
Getur verið að skortur á gagnrýnni hugsun skortur á "málsvara andskotans" hafi staðið þessari hugmyndafræði og hreyfingunni fyrir þrifum? Ég get ekki varist því að álykta sem svo. Með því er ég hreint ekki að segja að samvinnufélög eigi ekki rétt á sér, miklu fremur að það gerir engum gott að lifa í svo gagnrýnislausum heimi. Kannski á það stóran þátt í því hvaða stöðu hreyfingin er. Þannig hvarflar að manni að kannski hafi stærstu mistök upphaflegu hugmyndafræðinganna verið þau að leggja svo mikla áherslu á skóla tengdum fræðunum. Með þeirri miklu áherslu hafi skapast lokuð samfélög um þessa hugmyndafræði þar sem ekki var talin sérstök ástæða til að þróa og gagnrýna hugmyndafræðina í takt við tímann.
Ég veit að ég er örugglega að ögra mörgum ykkar hér. Það geri ég vegna þess að ég tel mikla þörf á því að hugtök hafi innihald, þau hafi skýra skírskotun í eitthvað sem þau standa fyrir. Samvinnufélag er slíkt hugtak - ef það er misnotað, notað yfir félög sem í raun og sann eru ekki samvinnufélog, félög sem er lýðræðislega stjórnað af félagsmönnum í einhverjum tilteknum tilgangi til hagsbóta fyrir viðkomandi félagsmenn þá sé ég ekki hvers vegna það á rétt á sér að kallast samvinnufélag. Það er ekkert sem styður það að samvinnufélag verði að eilífu samvinnufélag eingöngu vegna þess að það var stofnað fyrir 150 árum sem slíkt.
Vonandi hefur það sem hér hefur verið sagt orðið til að kveikja áhuga hjá einhverjum sem hér situr. Það skiptir máli að efla umræðu um þá hluti sem hafa haft áhrif á líf okkar, þær undirstöður sem líf okkar byggir á nú. Einmitt þess vegna er það mikið gleðiefni að ráðist var í vinnslu þessa verkefnis. Saga samvinnuhreyfingarinnar er merkileg saga merkilegra tíma í sögu þjóðarinnar. Það er svo sannarlega ástæða til að halda þeirri sögu á lofti. Ég mér enga aðra ósk en að þessi skýrsla verði til þess að opna og efla umræður um Samvinnuhreyfinguna sögu hennar og tengsl við þá tíma sem við lifum í í dag. Ég er sannfærð um að við getum margt lært af leiðarljósi stofnenda fyrsta kaupfélagsins í Rochdale "
...Leiðin til árangurs er oft sú að greina mistökin...!
laugardagur, 23. janúar 2010
Smásálin og landsbyggðin
„Þú ert þó með vinnu." „Þú getur þakkað fyrir að hafa þó vinnu." Eru setningar sem ég heyri æ oftar síðustu daga og vikur. Skilaboð slíkra setninga eru skýr: Ekki gera kröfur. Vertu lítilllát og þakkaðu fyrir það sem þú hefur. Þannig er smásálin sem ég man svo vel eftir úr sveitinni í gamla daga. Að gera kröfur og hugsa stórt er frekja og slík hugsun hugnast ekki smásálinni.
Skrif mín allar götur síðan haustið 2008 hafa borið sömu skilaboð. Hróp eftir leiðtogum til forystu. Hróp eftir einstaklingum sem hugsa stórt en skynsamlega. Mér leiðist íslenskt samfélag þessa dagana, svo mjög að suma daga líður mér eins og ég sé að kafna. Samfélag smásálarinnar er samfélag sem ég hélt að væri að baki og mig grunaði aldrei að ég ætti eftir að upplifa aftur. Hvað þá svo sterkt sem raun ber vitni.
Það er viss mótsögn í þessum málflutningi, geri mér grein fyrir því. Sálin sem neitar að standa við skuldbindingar sínar - neitar að vera ábyrgð gerða sinna - neitar að borga - er varla sömu gerðar og smásálin - ég veit það þó ekki. Ég held einmitt að þetta sé sami hluturinn, sitt hvort hliðin á sama teningi. Smásál uppfull af þjóðernishyggju er mín skilgreining á Íslendingum þessa dagana. Það er hættuleg blanda og ég er miklar áhyggjur af því hvert hún leiðir okkur.
Hlustaði á Vikulokin í morgun. Hlustaði á Lilju Mósesdóttir sem talaði af eldmóði fyrir breyttu samfélagi . Málflutningur hennar var í þá veru að hún vildi sjá samfélag réttlætis og sanngirni. Hennar hugmynd um samfélag réttlætis og sanngirni er samfélag þar sem aðrir en fjármagnseigendur ráða ríkjum. Ég veit ekki hvort það er rétt túlkun hjá mér en ég hef Lilju Mósesdóttur grunaða um að vera alvöru kommúnista. Verð oft skelfingu lostin að hlusta á hana tala því hún talar í alvörunni um draumsýn sína með þeim hætti að það er auðvelt að sjá drauminn um hið fullkomna samfélag kommúnismans í þeim hugmyndum.
Af sama meiði eru skrif Ólínu Þorvarðardóttur um sjávarútveginn og kvótakerfið síðustu daga. Þar talar kona uppfull af réttlætiskennd um atvinnurekstur eins og hann sé eitthvað allt annað en atvinnurekstur. Hún er ekki ein um þá skoðun hvað sjávarútveginn varðar en þetta er afstaða sem ég hræðist. Hræðist meir en margt annað.
Umræða um sjávarútvegsfyrirtæki eins og þau eigi að vera rekin á einhverjum allt öðrum forsendum en viðskiptalegum er að mínu mati röng og stórhættuleg. Einmitt fyrir landsbyggðina. Söngurinn um að hann skuli rekinn á forsendum byggðanna er söngur alveg í samræmi við samfélagið sem ég ólst upp í samfélag smásálarinnar þar sem enginn mátti skara framúr, enginn mátti verða ríkur, enginn mátti hugsa stórt.
Umræða um sjávarútvegsfyrirtæki á þeim nótum sem Ólína Þorvarðardóttir hefur haldið uppi síðustu daga er til þess eins fallin að ýta undir rómantískar óraunsæjar hugmyndir um að atvinnurekstur á landsbyggðinni eigi að lúta einhverjum allt öðrum lögmálum en atvinnurekstur almennt. Ég er eins ósammála þessum hugmyndum hennar og hægt er að vera og þessi afstaða Samfylkingarinnar til sjávarútvegs á Íslandi hefur alltaf gert mér erfitt fyrir að fylgja flokknum.
Atvinnurekstur er atvinnurekstur hvort sem hann er stundaður á landsbyggðinni eða annars staðar og þannig á það að vera. Góður rekstur kemur samfélaginu þar sem hann er stundaður til góða. Góður rekstur er það besta sem launþeganum stendur til boða. Hvort sem launþeginn er á landsbyggðinni eða annars staðar.
Umræða um sjávarútveg á Íslandi er kolvitlaus og hefur verið í bráðum 30 ár. Hún hefur snúist um eignarrétt þjóðar annars vegar og eignarrétt útvegsmanna hins vegar. Eignarréttur þjóðar er ekki til enda þjóð ekki til sem aðili að lögum. Ríki er aðili að lögum og við eigum ágætt orð sem allir skilja um eignarrétt ríkis - ríkiseign. Að blanda „þjóðinni" inn í það samhengi hefur leitt af sér þvílíkar villigötur umræðunnar að engin dæmi eru til um aðra eins vitleysu.
Ritstjóri Morgunblaðsins Styrmir Gunnarsson ber þar meiri ábyrgð en flestir aðrir. Maðurinn sem hefur skrifað markvisst gegn landsbyggðinni alla tíð. Fyrst sem andstæður samvinnuhreyfingarinnar og kaupfélaganna. Síðar með dýrkun sinni á hugtakinu „þjóðareign" og „dreifðri eignaraðild" sem er í grunninn hugmynd af sama meiði og hugsjónin um samvinnufélagaformið. Það væri sannarlega áhugavert ef að einhver háskólaneminn gerði samanburðarrannsókn á málflutningi Styrmis annars vegar gegn samvinnuhreyfingunni og hins vegar með þjóðareignarhugtakinu. Gæti trúað að í ljós kæmi athyglisverð niðurstaða.
Ég geri ekki lítið úr því að takmörkun á fiskveiðiauðlindinni var sársaukafull aðgerð. Hún var fyrst og fremst sársaukafull fyrir landsbyggðina - eðlilega - og hún er það enn. Takmörkun er takmörkun og hún hefur afleiðingar - það er óhjákvæmilegt.
Umræða um sjávarútveg á Íslandi á ekki að snúast um eignarhald og hún á enn síður að snúast um „þjóðina". Þjóðin - við öll - Íslendingar - eigum enga aðra hagsmuni hvað varðar sjávarútveg en aðrar atvinnugreinar. Að hann sé sem sterkastur og best rekinn.
Það er ósk mín að skynsamt fólk innan Samfylkingarinnar átti sig á þeim hættulega máflutningi sem viðhafður er um þessa atvinnugrein umfram aðrar á Íslandi. Átti sig á að umræðan á að snúast um kvótakerfið kosti þess og galla en ekki eignarrétt. Kvótakerfið er örugglega gallað og það sem er gallað má laga. Það er verkefnið sem stjórnmálamenn hafa hlutverk í að takast á við. Það er nálgunin sem Samfylkingin á að hafa í þessu máli og ekkert annað.
Að búa til sátt um þetta deilumál í íslensku samfélagi er mikilvægara fyrir okkur öll en margt annað. Sátt verður aldrei til með þeim hætti að sérfræðingar setji saman hugmyndir um hvernig þetta umhverfi skuli vera og bjóði svo atvinnugreininni upp á þá hugmynd án þess að sækjast eftir þekkingu hennar. Það er „löggjöf að ofan" sem menn fyrr á öldum vissu að var vond löggjöf sem leiddi ekki til neinna sátta.
Til að ná sáttum þarf að hlusta. Samfylkingin þarf að hlusta. Það er einlæg von mín að flokkurinn geri það.
Skrif mín allar götur síðan haustið 2008 hafa borið sömu skilaboð. Hróp eftir leiðtogum til forystu. Hróp eftir einstaklingum sem hugsa stórt en skynsamlega. Mér leiðist íslenskt samfélag þessa dagana, svo mjög að suma daga líður mér eins og ég sé að kafna. Samfélag smásálarinnar er samfélag sem ég hélt að væri að baki og mig grunaði aldrei að ég ætti eftir að upplifa aftur. Hvað þá svo sterkt sem raun ber vitni.
Það er viss mótsögn í þessum málflutningi, geri mér grein fyrir því. Sálin sem neitar að standa við skuldbindingar sínar - neitar að vera ábyrgð gerða sinna - neitar að borga - er varla sömu gerðar og smásálin - ég veit það þó ekki. Ég held einmitt að þetta sé sami hluturinn, sitt hvort hliðin á sama teningi. Smásál uppfull af þjóðernishyggju er mín skilgreining á Íslendingum þessa dagana. Það er hættuleg blanda og ég er miklar áhyggjur af því hvert hún leiðir okkur.
Hlustaði á Vikulokin í morgun. Hlustaði á Lilju Mósesdóttir sem talaði af eldmóði fyrir breyttu samfélagi . Málflutningur hennar var í þá veru að hún vildi sjá samfélag réttlætis og sanngirni. Hennar hugmynd um samfélag réttlætis og sanngirni er samfélag þar sem aðrir en fjármagnseigendur ráða ríkjum. Ég veit ekki hvort það er rétt túlkun hjá mér en ég hef Lilju Mósesdóttur grunaða um að vera alvöru kommúnista. Verð oft skelfingu lostin að hlusta á hana tala því hún talar í alvörunni um draumsýn sína með þeim hætti að það er auðvelt að sjá drauminn um hið fullkomna samfélag kommúnismans í þeim hugmyndum.
Af sama meiði eru skrif Ólínu Þorvarðardóttur um sjávarútveginn og kvótakerfið síðustu daga. Þar talar kona uppfull af réttlætiskennd um atvinnurekstur eins og hann sé eitthvað allt annað en atvinnurekstur. Hún er ekki ein um þá skoðun hvað sjávarútveginn varðar en þetta er afstaða sem ég hræðist. Hræðist meir en margt annað.
Umræða um sjávarútvegsfyrirtæki eins og þau eigi að vera rekin á einhverjum allt öðrum forsendum en viðskiptalegum er að mínu mati röng og stórhættuleg. Einmitt fyrir landsbyggðina. Söngurinn um að hann skuli rekinn á forsendum byggðanna er söngur alveg í samræmi við samfélagið sem ég ólst upp í samfélag smásálarinnar þar sem enginn mátti skara framúr, enginn mátti verða ríkur, enginn mátti hugsa stórt.
Umræða um sjávarútvegsfyrirtæki á þeim nótum sem Ólína Þorvarðardóttir hefur haldið uppi síðustu daga er til þess eins fallin að ýta undir rómantískar óraunsæjar hugmyndir um að atvinnurekstur á landsbyggðinni eigi að lúta einhverjum allt öðrum lögmálum en atvinnurekstur almennt. Ég er eins ósammála þessum hugmyndum hennar og hægt er að vera og þessi afstaða Samfylkingarinnar til sjávarútvegs á Íslandi hefur alltaf gert mér erfitt fyrir að fylgja flokknum.
Atvinnurekstur er atvinnurekstur hvort sem hann er stundaður á landsbyggðinni eða annars staðar og þannig á það að vera. Góður rekstur kemur samfélaginu þar sem hann er stundaður til góða. Góður rekstur er það besta sem launþeganum stendur til boða. Hvort sem launþeginn er á landsbyggðinni eða annars staðar.
Umræða um sjávarútveg á Íslandi er kolvitlaus og hefur verið í bráðum 30 ár. Hún hefur snúist um eignarrétt þjóðar annars vegar og eignarrétt útvegsmanna hins vegar. Eignarréttur þjóðar er ekki til enda þjóð ekki til sem aðili að lögum. Ríki er aðili að lögum og við eigum ágætt orð sem allir skilja um eignarrétt ríkis - ríkiseign. Að blanda „þjóðinni" inn í það samhengi hefur leitt af sér þvílíkar villigötur umræðunnar að engin dæmi eru til um aðra eins vitleysu.
Ritstjóri Morgunblaðsins Styrmir Gunnarsson ber þar meiri ábyrgð en flestir aðrir. Maðurinn sem hefur skrifað markvisst gegn landsbyggðinni alla tíð. Fyrst sem andstæður samvinnuhreyfingarinnar og kaupfélaganna. Síðar með dýrkun sinni á hugtakinu „þjóðareign" og „dreifðri eignaraðild" sem er í grunninn hugmynd af sama meiði og hugsjónin um samvinnufélagaformið. Það væri sannarlega áhugavert ef að einhver háskólaneminn gerði samanburðarrannsókn á málflutningi Styrmis annars vegar gegn samvinnuhreyfingunni og hins vegar með þjóðareignarhugtakinu. Gæti trúað að í ljós kæmi athyglisverð niðurstaða.
Ég geri ekki lítið úr því að takmörkun á fiskveiðiauðlindinni var sársaukafull aðgerð. Hún var fyrst og fremst sársaukafull fyrir landsbyggðina - eðlilega - og hún er það enn. Takmörkun er takmörkun og hún hefur afleiðingar - það er óhjákvæmilegt.
Umræða um sjávarútveg á Íslandi á ekki að snúast um eignarhald og hún á enn síður að snúast um „þjóðina". Þjóðin - við öll - Íslendingar - eigum enga aðra hagsmuni hvað varðar sjávarútveg en aðrar atvinnugreinar. Að hann sé sem sterkastur og best rekinn.
Það er ósk mín að skynsamt fólk innan Samfylkingarinnar átti sig á þeim hættulega máflutningi sem viðhafður er um þessa atvinnugrein umfram aðrar á Íslandi. Átti sig á að umræðan á að snúast um kvótakerfið kosti þess og galla en ekki eignarrétt. Kvótakerfið er örugglega gallað og það sem er gallað má laga. Það er verkefnið sem stjórnmálamenn hafa hlutverk í að takast á við. Það er nálgunin sem Samfylkingin á að hafa í þessu máli og ekkert annað.
Að búa til sátt um þetta deilumál í íslensku samfélagi er mikilvægara fyrir okkur öll en margt annað. Sátt verður aldrei til með þeim hætti að sérfræðingar setji saman hugmyndir um hvernig þetta umhverfi skuli vera og bjóði svo atvinnugreininni upp á þá hugmynd án þess að sækjast eftir þekkingu hennar. Það er „löggjöf að ofan" sem menn fyrr á öldum vissu að var vond löggjöf sem leiddi ekki til neinna sátta.
Til að ná sáttum þarf að hlusta. Samfylkingin þarf að hlusta. Það er einlæg von mín að flokkurinn geri það.
laugardagur, 9. janúar 2010
Meiri reisn að standa en sitja?
Við Aðalsteinn eigum okkur uppáhaldsveitingastað - Íslenska barinn við Pósthússtræti. Förum þangað oft. Helst á daginn þegar er rólegt og þægilegt andrúmsloft. Oft sitjum við úti þegar veður leyfir því við tilheyrum enn þeim fámenna minnihlutahópi sem reykir. Aðstaðan sem þetta kaffihús hefur boðið upp á fyrir reykingafólk er mjög notaleg og því höfum við kosið að fara þangað. Sitja undir gashitun í rólegheitum og horfa á mannlífið á þessum stað í miðborginni er notaleg tilbreyting frá hávaða öldurhúsanna. Þarna höfum við oft fundið griðastað áður en við höldum heim.
Í gærkvöldi var reynslan önnur. Þegar við ætluðum að koma við og setjast niður með einn drykk áður en við héldum heim voru engin borð eða stólar utandyra. Þegar við spurðum hverju þetta sætti fengum við þau svör að lögreglusamþykkt Reykjavíkur leyfði ekki veitingasölu utandyra eftir klukkan 12:00 á miðnætti og því væru þeir hættir að bjóða upp á þessa aðstöðu á þeim tíma!
Þarna stóð þó hópur fólks og reykti fyrir utan, talaði saman og róin sem einkenndi þennan stað áður var engin ró. Nú var þetta eins og hver annarr bar með háværu reykingafólki standandi fyrir utan.
Ég ætla að leyfa mér að opinbera vonbrigði mín með þessa afstöðu lögregluyfirvalda í þessari borg -Reykjavík - sem á stundum vill gefa sig út fyrir að vera alvöru heimsborg. Eru ákvarðanir í þessa veru sú framtíð sem vænta má hér í Reykjavík? Er meiri reisn yfir því að láta fólk standa utan dyra og reykja en að leyfa því að sitja við borð og láta fara vel um sig við þessa iðju?
Útikaffihús hafa breytt ásýnd Reykjavíkurborgar ótrúlega mikið síðustu ár. Hvaða rök eru fyrir því að banna slíkt í borginni eftir klukkan 12:00 á miðnætti? Ef að opið er á staðnum og annað borð?
Í tíðum ferðum mínum til Brussel hef ég oft verið gestur á Metropolitan hótelinu í þeirri borg. Ein helsta ástæða þess er að þar er stór verönd þar sem reykingar eru leyfðar utandyra. Veröndin er lokuð en samt augljóslega „úti"kaffihús þar sem fjöldi fólks lætur fara vel um sig fram yfir miðnætti. Er það hegðun sem ekki má viðhafa í Reykjavík?
Í gærkvöldi var reynslan önnur. Þegar við ætluðum að koma við og setjast niður með einn drykk áður en við héldum heim voru engin borð eða stólar utandyra. Þegar við spurðum hverju þetta sætti fengum við þau svör að lögreglusamþykkt Reykjavíkur leyfði ekki veitingasölu utandyra eftir klukkan 12:00 á miðnætti og því væru þeir hættir að bjóða upp á þessa aðstöðu á þeim tíma!
Þarna stóð þó hópur fólks og reykti fyrir utan, talaði saman og róin sem einkenndi þennan stað áður var engin ró. Nú var þetta eins og hver annarr bar með háværu reykingafólki standandi fyrir utan.
Ég ætla að leyfa mér að opinbera vonbrigði mín með þessa afstöðu lögregluyfirvalda í þessari borg -Reykjavík - sem á stundum vill gefa sig út fyrir að vera alvöru heimsborg. Eru ákvarðanir í þessa veru sú framtíð sem vænta má hér í Reykjavík? Er meiri reisn yfir því að láta fólk standa utan dyra og reykja en að leyfa því að sitja við borð og láta fara vel um sig við þessa iðju?
Útikaffihús hafa breytt ásýnd Reykjavíkurborgar ótrúlega mikið síðustu ár. Hvaða rök eru fyrir því að banna slíkt í borginni eftir klukkan 12:00 á miðnætti? Ef að opið er á staðnum og annað borð?
Í tíðum ferðum mínum til Brussel hef ég oft verið gestur á Metropolitan hótelinu í þeirri borg. Ein helsta ástæða þess er að þar er stór verönd þar sem reykingar eru leyfðar utandyra. Veröndin er lokuð en samt augljóslega „úti"kaffihús þar sem fjöldi fólks lætur fara vel um sig fram yfir miðnætti. Er það hegðun sem ekki má viðhafa í Reykjavík?
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...