Á fyrri hluta 20. aldar bárust þjóðir Evrópu á banaspjótum. Tvær heimsstyrjaldir voru háðar þar sem áætlað er að 100 milljónir manna hafi verið drepnar. Í kjölfar styrjaldanna höfðu leiðtogar sex Evrópuþjóða framsýni til að stofna með sér bandalag til að koma í veg fyrir að slíkt myndi nokkru sinni gerast aftur. Þetta bandalag er enn til - orðið 60 ára og aðildarþjóðir þess 27 talsins.
Við Íslendingar græddum á stríðinu en þurftum ekki að þola hörmungar þess. Gamall samstarfsmaður minn sem ólst upp í Reykjavík á stríðsárunum sagði mér að í Reykjavík hefði verið talað um „blessað stríðið". Við teljum okkur þess umkomna að hæðast að þessu evrópska samstarfi. Leitum þar fyrirmynda hjá nýlenduveldi Breta sem um aldir hafa litið á sig sem stórveldi og yfir aðra hafna.
Það er undarlegt þetta dramb og yfirlæti sem við Íslendingar teljum okkur hafa efni á viðhafa gagnvart öðrum Evrópuþjóðum.
Eftir að bankakerfi okkar hrundi og skildi fólk eftir í sárum út um alla Evrópu sakna ég þess að við sýnum í það minnsta þessu þjóðum virðingu og auðmýkt. En því er nú aldeilis ekki að heilsa. Þjóðremban er meiri en nokkru sinni og ætla mætti af umræðunni að engin hliðstæða við hina stórbrotnu Íslendinga finnist um víða veröld.
Ég veit ekki í hverju það felst sem við Íslendingar teljum okkur svona miklu fremri öðrum Evrópuþjóðum. Eru það íslensk stjórnmál sem eru svona langtum betri en evrópsk? Er það íslenskt stjórnkerfi sem er svona miklu fremra evrópsku stjórnkerfi? Er það íslenska hagkerfið sem er svona miklu fremra evrópsku hagkerfi? Hagsveiflurnar kannski?
Hvaða þættir eru það sem gera það að verkum að við teljum okkur þess umkomin að hæðast að evrópsku samstarfi og evrópskum stjórnmálum? Hvaða efni höfum við Íslendingar á því að viðhafa þetta stærilæti?
Ég er að nálgast fimmtugt. Er Íslendingur og hef átt náið samstarf við aðrar Evrópuþjóðir síðan ég var 25 ára. Mín reynsla hefur kennt mér að oft hefði ég kosið að við gerðum meira af því að læra af öðrum og taka aðrar þjóðir okkur til fyrirmyndar.
Eftir reynslu síðustu 10 ára er það svo augljóst að það getur ekki talist annað en heimska að sjá ekki að við þurfum á því að halda. Ísland er Evrópuþjóð og á heima í bandalagi við aðrar þjóðir Evrópu. Við getum margt af þeim lært og þó ekki væri annað en að læra að nálgast lausn ágreiningsmála með samkomulagi - væri það eitt og sér stórkostleg breyting á íslensku samfélagi.
...Vits er þörf þeim er víða ratar
...Hátt hreykir heimskur sér
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
miðvikudagur, 19. maí 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli