föstudagur, 4. júní 2010

Sjálfsgagnrýni takk!

Það verður seint sagt að karlmenn í viðskiptalífinu á Íslandi séu gagrýnir á sinn flokk - Sjálfstæðisflokkinn. Það er að því er virðist borin von að þeir læri nokkurn skapaðan hlut af því sem hér gerðist á þessum fyrsta áratug þessarar aldar og það gerir mig gjörsamlega bit.

Ég sat marga fundi um efnahagsmál og íslensku krónuna á árunum 2002 - 2004. Sú reynsla leiddi til þess að ég skrifaði fleiri en einn tölvupóst innblásinn af gagnrýnisleysi íslenskra karlmanna í viðskiptalífinu sem sátu yfirleitt eins og þeir væru að hlusta á guð sinn. Einsleitni hópsins og gagnrýnisleysi var himinhrópandi. Að verða aftur og aftur vitni að slíku er lærdómsríkt. Tala nú ekki um þegar allt er farið fjandans til vegna þessa sama gagnrýnisleysis.

Þrátt fyrir það sem gerst hefur síðan ætlar þessi sami hópur ekkert að læra. Hann ætlar ekki að gera neinar kröfur á sinn flokk um að breyta stefnunni. Hann er aftur á móti að sannfæra okkur öll - allan almenning á Íslandi - um að enginn geti stjórnað þessu landi annar en Sjálfstæðisflokkurinn! Sjálfstæðisflokkurinn með óbreytta stefnu!

Það er eitthvað meira en lítið að. Þetta er algjörlega glórlaust. Mér þykir vænt um marga karlmenn í Sjálfstæðisflokknum. Virði marga þeirra mikils - meira en marga aðra karlmenn satt að segja. En þetta fyrirbæri skil ég ekki og get ekki virt heldur. Nú er komið meira en nóg af þessari vitleysu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026

Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...