Andstæðingum aðildar að Evrópusambandinu er að því er virðist ekkert heilagt. Þar á bæ er leyfilegt að ljúga opinberlega eins og ekkert sé. Skemmst er að minnast grófrar auglýsingar Samtaka ungra bænda sem beinlínis héldu því fram blákalt að Evrópusambandið hefði á skipa her.
Í dag mátti lesa stutta grein eftir Gunnar Braga Sveinsson í Fréttablaðinu þar sem hann heldur því fram að engar undanþágur fáist í samningaviðræðum við Evrópusambandið.
Hvað eiga svona innistæðulausar fullyrðingar að þýða á sama tíma og Íslendingar eru í aðildarviðræðum við Evrópusambandið? Eru sérhagsmunir einstakra aðila sem eiga sterkt bakland í ákveðnum stjórnmálaflokkum svo viðurkenndir hér á landi að það sé viðurkennt og sjálfsagt að ljúga opinberlega? Kallar Gunnar Bragi Sveinsson fullyrðingar sínar í þessa veru „upplýsta umræðu"?
Hefur Gunnar Bragi Sveinsson kynnt sér það hvernig íslenskir stjórnmálamenn og stjórnsýsla meðhöndla regluverk ESB á grundvelli EES? Veit hann að hér á sér stað algjörlega gagnrýnislaus og aðhaldslaus innleiðing á ESB reglugerðum og tilskipunum allan ársins hring ár eftir ár? Í hverjum málaflokknum á fætur öðrum? Meira að segja í landbúnaði og sjávarútvegi?
Þar á bæ eru sko ekki samþykktar neinar undanþágur. Nei íslensk lögfræðingastétt innan embættismannakerfisins túlkar allt ESB regluverk þröngt og kemst upp með það. Einmitt vegna þess að pólitísk íhlutun er engin. Stjórnmálamenn og flokkar hafa lengst af þvegið hendur sínar og láta gagnvart almenningi á Íslandi eins og þetta komi þeim ekki við því þetta komi frá ESB.
Ef eitthvað er ábyrgðarleysi - þá er það þetta. Fullkomið ábyrgðarleysi.
Að það skuli ekki vera nóg það sem hér hefur gerst síðustu tvö ár til að menn læri að svona gengur þetta umhverfi ekki áfram lengur er fullkomlega ófært. Icesave og tryggingasjóður innistæðueigenda ættu að vera nægilegur lærdómur til að menn átti sig á því að EES er ekki valkostur. Annað hvort er það full aðild að ESB eða ekki. EES er skammtímasamningur og algjörlega óásættanlegur til framtíðar fyrir þjóð með snefil af sjálfsvirðingu.
Alþingi Íslendinga samþykkti þann 16. júlí 2009 með 33 atkvæðum gegn 28 að leggja fram umsókn um aðild að ESB. Það er lágmarkskrafa að þó að Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokkurinn séu ekki við völd fái lýðræðið að hafa sinn gang.
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli