Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði af sér varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum í gær. Við það tækifæri lét hún þess getið að hún gerði það m.a. fyrir flokkinn sinn. Ég ber virðingu fyrir ákvörðun hennar en fyrir mig sem kjósanda í landinu hefði yfirlýsingin komið mun sterkar út ef hún hefði látið vera að nefna flokkinn sinn í þessu samhengi.
Það er flokkurinn hennar - Sjálfstæðisflokkurinn - sem skuldar okkur öllum borgurunum í þessu landi afsökunarbeiðni. Enginn ber jafnmikla ábyrgð og sá flokkur á því sem gerst hefur hér síðasta áratuginn. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins sem keyrði samfélag okkar í þær hæðir sem það fór og orsakaði þær hrikalegu afleiðingar sem við þurfum öll að takast á við næstu árin. „Samfélagstilraun" kallar Ingibjörg Sólrún það í nýju Tímariti Máls og menningar - lýsandi orð yfir glórulausa stefnu stjórnmálaflokks sem komið var í framkvæmd og reyndist okkur dýrkeypt. Um þetta þurfum við Íslendingar að tala.
Það er virðingarvert og skal ekki gert lítið úr því að einstakir stjórnmálamenn gangist við ábyrgð sinni. Það eitt og sér mun samt ekki breyta neinu um Ísland framtíðarinnar. Ef við viljum í raun og sann nýtt Ísland -þurfum við að láta af meðvirkninni með Sjálfstæðisflokknum og gera kröfur til þess flokks um uppgjör.
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
sunnudagur, 18. apríl 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli