Er sú hugmyndafræði sem íslenskt samfélag aðhyllist þessa dagana. Þær raddir sem heyrast eru allar á einn veg: Að við öll bíðum í ofvæni eftir því að ákveðinn nafngreindur hópur manna verði fundinn sekur svo okkur öllum hinum geti liðið vel. Réttarkerfi eða þrískipting ríkisvalds eru léttvæg fundin og skipta engu máli.
Látið er að því liggja að við bíðum öll í ofvæni eftir útkomu rannsóknarskýrslu til að segja okkur hverjir séu sökudólgar að því sem hér gerðist.
Hatur og hefnd - á það að vera leið okkar íslensks almennings til réttlátara og betra samfélags? Er það sá lærdómur sem við viljum draga af því sem hér gerðist? Eru þetta þau gildi sem við viljum byggja nýtt samfélag á?
Ég tilkynni hér með að ég er Íslendingur. Er sem slík fulltrúi þess hóps sem kallast íslensk þjóð. Ég lýsi því hér með yfir að ég bíð ekki eftir því að rannsóknarskýrslan komi út og því síður bíð ég í ofvæni eftir því að sjá valinn hóp nafngreindra einstaklinga á bak við lás og slá. Ég frábið mér allar yfirlýsingar kjörinna fulltrúa í þá veru.
Umfram allt geri ég þá kröfu til kjörinna fulltrúa að þeir vita valdmörk sín. Ég geri þá kröfu til kjörinna fulltrúa að þeir láti réttarkerfinu eftir að sjá um rannsókn, sekt og sýknu manna og gefi því þann tíma sem þarf til þess.
Leiðin til trausts í samfélagi okkar er sú að leyfa því sem gera þarf að taka þann tíma sem það þarf. Það er engin flýtileiði til að sannleikanum. Leikreglur verður að virða og enginn skal sekur fyrr en sekt hans er sönnuð. Það er grundvallaratriði sem engan afslátt má gefa á.
Að næra hatrið hefur aldrei leitt til góðs. Að benda á sökudólga felur ekki í sér neinar lausnir. Að veita aðhald og vera gagnrýnin á allt sem er er hollt og gott hverju samfélagi.
Enginn nema við - íslenskur almenningur - stjórnar því í hvaða átt íslenskt samfélag þróast.
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli