Erum við svo tengd efninu, að við verðum að tengja við það, jafnvel þó að uppgötvunin standi fyrir utan? Leggjum við einhvern skilning í orðið? Hvað eru „erfðir“ fyrir utan genið? Gæti verið að við ættum orð yfir það?
Horfði á þátt í sjónvarpinu í gærkvöldi, þar sem tilefnið var vonbrigði vísindamanna við að genamengi mannsins hefði ekki komið með þau svör sem vænst var. Reifaðar rannsóknir á „þessu sem stendur fyrir utan“ genið, mögulegum áhrifum þess á manninn. Leyndi sér ekki að mótstaða vísindanna er mikil við þennan möguleika.
Var flogaveik þegar ég var lítil og fram að tvítugu. Hef átt við alls kyns krankleika að stríða sem á uppruna sinn í taugakerfinu, og uppgötvanir sumarsins í félagsskap Freud og heimspekinga fyrri alda hafa bjargað lífi mínu. Bjargað lífi mínu í orðsins fyllstu merkingu og gera það á hverjum degi.
„Kulnaður“ andinn, ég sem lifandi lík, hef lifnað við í félagsskap með hugsuðum fyrri alda. Þar sem visku-ást, öðru nafni heimspeki, gegnir grundvallarhlutverki.
Þetta með tungumálið er nýjasta áhugamálið. Þessi tilhneiging okkar nútímamanna til að nota ekki tungumálið, orðin sem við eigum, heldur búa til ný. Ný orð sem oftar en ekki hafa enga tengingu og gætu allt eins verið kínverska. Orð eins og „háþrýstivökvabrotun“, „utangenaerfðir“, kulnun (er það ekki taugaveiklun?) Á ótal fleiri dæmi en nenni ekki að grafa þau upp núna og sannarlega hafa þau ekki fests í minninu enda hafa þau enga merkingu. Enga tengingu við eitt eða neitt. Eru bara innantóm tilgerðarleg orð nýja Guðsins. Það er túlkun mín.
Og þá kem ég að öðru. Mér. Vísindin hafa útskúfað „mér“. Þá á ég við, „ég“ er ákveðin skynjun á veruleikanum sem enginn annarr hefur. Það hvernig ég skynja heiminn er einstakt og enginn annarr skynjar hann eins. Þessa skynjun mína eru vísindin búin að útskúfa. Ekkert sem ég segi eða mér finnst er samþykkt sem „vísindi“, ef ég passa ekki upp á að merkja það vel einhverjum öðrum. Hver skyldi hann vera þessi einhver sem vísað er til?
Í viðskiptafræðinni er mælst til að ég noti ákveðið kerfi. Kerfi þar sem vísað er til hvaðan hugmyndin er komin. Hugmyndin má ekki koma frá mér. Þá er hún einskis virði. Allar greinar viðskiptafræðinnar eiga sér „föður“, hef enga móður fundið, eru þær til?
Ef einhver hefur nennt að lesa hingað þá ætla ég að taka nokkur dæmi um sjónvarpsþætti og kvikmyndir sem lýsa þessu mun betur sem ég er reyna að koma orðum að hér. Skynjun minni sem ég sé (og skynja) að er á fullu út um allt, ekki bara í höfðinu á mér, heldur í höfði margra annarra út um allan heim. Skynjun sem segir mér að við þurfum að beygja af leið. Af leið dýrkunar á Guðinn, þangað sem við höfum alltaf farið. Í það að þroska manninn. Þroska manninn og búa til visku. Visku til að skilja eftir fyrir framtíðarkynslóðir.
Lukka eða Lykke, á dagskrá RÚV á miðvikudagskvöldum: http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/lukka/20160713
Age of ignorance, kanadísk bíómynd frá 2007: http://www.imdb.com/title/tt0819953/
The man who knew infinity: http://www.imdb.com/title/tt0787524/
Creation, bíómynd um sjálfan Charles Darwin, http://www.imdb.com/title/tt0974014/
Heimur mannkynsins, þáttaröð á mánudagskvöldum á RÚV: http://www.imdb.com/title/tt4162128/
Leynir sér ekki á upptalningunni að ég er þeirri kynslóð sem læt sjónvarpsstöð ennþá mata mig á efni.
Kannski er ekki allt sem sýnist.
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
fimmtudagur, 22. september 2016
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli