föstudagur, 23. september 2016

Nýlendustefna hverra gagnvart hverjum?

Vilhjálmur Egilsson gerir að umtalsefni nýlendustefnu höfuðborgarsvæðisins gagnvart landsbyggðinni í grein í Skessuhorni fyrir skemmstu. Áhugavert orðaval og tilefni til hugleiðinga.

Mér þykir vænt um Vilhjálm Egilsson og held við séum samherjar í pólitík í mörgum málum. Auðvelt að taka undir margt af því sem hann segir í umræddri grein. Sannarlega eru aðstæður fólks út um land ekki þær sömu og aðstæður fólks á höfuðborgarsvæðinu. Þannig hefur það aldrei verið og þannig er það ekki. Á ábyrgð hverra er sú staða uppi? Hverjir hafa setið í stjórnarráðinu síðustu 18 árin? Árin sem Vilhjálmur nefnir í umræddri grein?

Hvað hefur veriðfangsefni stjórnmálanna á Íslandi þessi sömu 18 ár? Síðustu 8 ár? Hvað var verið að fást við? Voru samgöngumál þar efst á blaði? Úthlutun fjármagns ríkisins til hinna ýmsu málaflokka? Menntamála? Húsnæðismála? Heilbrigðismála? Var það viðfangsefnið?

Staða ferðaþjónustunnar út um allt land í dag. Hverjum megum við þakka hana?

Hver hefur rekið nýlendustefnu gagnvart hverjum síðustu 18 ár? Hvenær kemur að því að stjórnmál á Íslandi fari að snúast um venjulegt fólk? Búa í haginn fyrir venjulegt fólk? Hafa þau gert það síðustu 18 ár? Síðustu 8 ár?

Í gærkvöldi horfði ég á „kappræður“ stjórnmálanna í sjónvarpinu á RÚV. Þar stóðu þeir sem við höfum gefið vægi til þess fullir sjálfstrausts.

Þau sem hafa verið í tiltektinni voru ekki eins keik. Ekki við því að búast. Það erum við sem búum þessar aðstæður til.

Við gefum Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni heimild til að standa í stafni fullir sjálfstrausts. Sennilega af því að við erum svo ánægð með stjórnmálin þeirra.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026

Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...