Á dögunum var sýndur á RÚV þáttur sem klipptur hafði verið saman um Björn Th. Björnsson. Viðtal við hann um eina bók hans vakti sérlega athygli mína fyrir það að Björn gerði skýra grein fyrir því hver saga Íslendinga er gagnvart þeim sem minna mega sín. Nú liggur þessi bók á borðinu mínu og bíður lesturs, Haustskip heitir hún.
Nútíminn knýr mig til að kynna mér þessa sögu. Nútími þar sem við njótum þess að brjóta á og fara illa með einstaklinga alla daga. Njótum þess að brjóta einstaklinginn niður ef þess er mögulega nokkur kostur. Höfum verið að dunda okkur við það alla þessa öld. En við gerum það í felum. Gerum það þar sem enginn sér til. Gerum það á grundvelli laga þar sem geðþóttinn er lögfestur.
Geðþóttinn er svo þægilegur. Svo endemis einfaldur í meðförum. Svo gott að hafa vald til að gera bara nákvæmlega það sem manni sýnist, gagnvart hverjum þeim sem um ræðir. Túlka umhverfið svona í dag, og hinsegin á morgun. Hafa vald til að fara verulega illa með einhvern ef mér svo hugnast. Einstaklinga eða fyrirtæki, hvort heldur er. Bara að það sé örugglega tryggt að ég hafi valdið. Valdið til að gera það sem mér sýnist.
Best finnst okkur að lemja á þeim sem bágust hafa kjörin. Hefur tekist svo vel upp í því að nú er staða þeirra margra gjörsamlega vonlaus. Allar bjargir bannaðar. Sjálfsvirðing er of mikið. Hana á enginn skilið sem á í erfiðleikum. Það er of mikill lúxus.
Það sem vakti áhuga minn í viðtalinu við Björn Th. Björnsson og ég ætla að láta verða til þess að lesa þessa bók hans, Haustskip er þessi saga mannvonskunnar á Íslandi. Mannvonskunnar gagnvart lítilmagnanum. Saga sem ég átti að vera vel meðvituð um en var búin að gleyma. Gleyma í amstri dagsins þar sem neikvætt hreyfiafl er við stjórnvölinn. Sundrungarafl sem öll orkan fer í að reyna að lifa með.
Áherslan er öll á að hlusta á Guðina. Karlana sem við höfum gefið vægi til að vita. Skýrasta dæmið Kári Stefánsson. Kári opnar munninn til að segja eitthvað og samfélagið ætlar gjörsamlega um koll að keyra. Með fullri virðingu fyrir Kára Stefánssyni þá er meðhöndlun þess sem hann hefur að segja ekki skýrð öðruvísi en að hann tilheyri Guðunum.
Skoðun Guðanna hefur vægi. Skoðun þrælsins hefur ekkert vægi.
Íslenskt samfélag er í mínum huga óbyggilegt. Get ekki lifað í þessu fjandsamlega andrúmslofti. Andrúmslofti Guða og þræla. Andrúmslofti þar sem sundrungin ein ríkir og þeir einu sem vekja athygli á því eru þeir sem krefjast hlýðni af öðrum. Krefjast jákvæðni. Krefjast þess að tilfinningar séu útilokaðar. Krefjast þess að við séum ekki menn.
Gott samfélag er ekki svona. Gott samfélag er samfélag þar sem manni líður vel. Þar sem fjöldanum líður vel. Til að líða vel þarf ég leyfi til að vera nákvæmlega sú sem ég er og engin önnur. Gott samfélag sýnir kærleika.
Geðþóttinn innifelur ekki kærleika.
Geðþóttinn er vald yfir öðrum.
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
mánudagur, 19. september 2016
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli