sunnudagur, 15. nóvember 2009

Heiðarleiki er kjörorðið

Heiðarleiki var kjörorð númer eitt af þjóðfundi í gær, virðing númer tvö. Ég óska þess heitt að fundarmenn fylgi því eftir að gera kröfu um nákvæmlega þetta tvennt í samfélaginu okkar. Fátt væri okkur hollara en nákvæmlega þetta tvennt.

Heiðarleiki og virðing eru ekki þau orð sem mér dettur helst í hug þegar ég horfi á íslenskt samfélag síðasta árið. Óheiðarleiki og óvirðing hefur mér því miður sýnst miklu sterkarfi öfl í íslensku samfélagi síðustu misseri. Það eitt að þessi tvö orð heiðarleiki og virðing hafi verið efst á blaði þjóðfundar í gær gefur von um að breytinga gæti verið von og það eitt er mikilvægt.

Brýnasta viðfangsefnið sem við þurfum að gera kröfu um er heiðarleiki og virðing stjórnmálanna. Hvernig ætlum við að fylgja því eftir? Við getum verið viss um að til að ná fram breytingum þar þurfum við að sjá til þess að þær verði. Hvernig gerum við það?

Fyrst og síðast þurfum við að vera heiðarleg gagnvart okkur sjálfum - erum við það? Sýnir íslenskur almenningur almennt virðingu í samfélaginu í dag og krefst hann heiðarleika af sjálfum sér fyrst og síðan af öðrum?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026

Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...