Heiðarleiki var kjörorð númer eitt af þjóðfundi í gær, virðing númer tvö. Ég óska þess heitt að fundarmenn fylgi því eftir að gera kröfu um nákvæmlega þetta tvennt í samfélaginu okkar. Fátt væri okkur hollara en nákvæmlega þetta tvennt.
Heiðarleiki og virðing eru ekki þau orð sem mér dettur helst í hug þegar ég horfi á íslenskt samfélag síðasta árið. Óheiðarleiki og óvirðing hefur mér því miður sýnst miklu sterkarfi öfl í íslensku samfélagi síðustu misseri. Það eitt að þessi tvö orð heiðarleiki og virðing hafi verið efst á blaði þjóðfundar í gær gefur von um að breytinga gæti verið von og það eitt er mikilvægt.
Brýnasta viðfangsefnið sem við þurfum að gera kröfu um er heiðarleiki og virðing stjórnmálanna. Hvernig ætlum við að fylgja því eftir? Við getum verið viss um að til að ná fram breytingum þar þurfum við að sjá til þess að þær verði. Hvernig gerum við það?
Fyrst og síðast þurfum við að vera heiðarleg gagnvart okkur sjálfum - erum við það? Sýnir íslenskur almenningur almennt virðingu í samfélaginu í dag og krefst hann heiðarleika af sjálfum sér fyrst og síðan af öðrum?
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli