Þegar stór tíðindi gerast eiga litlir kallar að þegja. Þessi tilvitnun í Stein Steinarr var skrifuð á borð þar sem ég naut matar í dag. Þessi orð eiga erindi í samfélag okkar í dag og ástæða til að vekja athygli á þeim.
Frá upphafi hruns fyrir ári síðan hefur það hrætt undirritaða það vægi sem smásálarlegur málflutningur hefur haft í íslensku samfélagi og nú ári síðar er þessi sami smásálarsöngur að festa sig enn frekar í sessi. Smásálin hugsar smátt og veröld hennar er smá. Hún viðheldur einangrunar- og þjóðernishyggju og sér óvini og óvildarmenn í hverju horni.
Það sem er enn verra við samfélagið Ísland í dag en smásálin er hið markvissa niðurbrot á öllu sem byggt hefur verið upp síðustu áratugi. Ekkert er lengur heilagt. Samningar eru þar ekki undanskildir.
Samstarf aðila vinnumarkaðarins sem loksins tókst að koma á eftir áralangan stöðugan ófrið sem engu skilaði skal nú brotið niður með markvissum hætti. Ráðamenn leyfa sér að hæðast að samstöðu þessara aðila og baráttu þeirra og þrýstingi á stjórnvöld að standa við þegar gerða samninga.
Árangur sem náðst hafði í jafnréttismálum með áratuga markvissu starfi í félagi eins og VR var hent á haugana á einum degi. Það sama virðist eiga að gera núna með samstöðu aðila vinnumarkaðarins.
Ekkert veldur mér meiri áhyggjum en nákvæmlega þetta atriði. Að þó sá árangur sem náðst hefur að byggja upp í íslensku samfélagi síðustu áratugi skuli allur brotinn á bak aftur og við förum fullkomlega aftur til fortíðar í öllu tilliti. Samfélags þar sem hver höndin var upp á móti annarri - alltaf - og þeir sem fyrst og fremst þjáðust fyrir - allur íslenskur almenningur.
Ábyrgðarleysi alþingismanna í þeirri stöðu sem við erum er svo óþolandi að því verður ekki með orðum lýst. Það er ekki þeirra hlutverk að brjóta niður með markvissum hætti þær stofnanir samfélagsins sem byggðar hafa verið upp og varða okkur miklu.
Hvar eru eiginlega skynsemisraddirnar? Leiðtogar til að lyfta okkur upp úr þessu skelfilega smásálarþjóðfélagi sem Ísland er að verða ef það er ekki þegar orðið? Leiðtogar sem tala okkur upp og gefa okkur von?
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli