...sagði góður maður við mig rétt í þessu. Fullyrðingin kom í kjölfar ummæla af hálfu undirritaðrar um að það vantaði eitthvað í lógíkina hjá annars góðum mönnum sem kæmust að þeirri niðurstöðu að ESB-aðild væri ekki mál málanna fyrir Íslendinga til framtíðar. Tilvitnunin var svo góð að ég varð að fá að fá að nota hana í fyrirsögn.
Fyrsta frétt sjónvarpsins í kvöld var enn ein fréttin um íslenska krónan hjálpaði Íslendingum svo mikið af því að útflutningsatvinnugreinarnar ganga svo vel með þennan sjálfstæða gjaldmiðil... núna.
Skilaboðin má auðveldlega skilja sem svo að við Íslendingar getum nú aldeilis verið glöð og ánægð með þennan góða gjaldmiðil sem bjargar okkur nú út úr kreppunni.
Ekki ætla ég að gera lítið úr mikilvægi útflutningsatvinnugreinanna, hef verið einarður stuðningsmaður þeirra í öllum mínum skrifum og verð það alltaf. Á það ekki síst við um sjávarútveg í öllu því bulli sem viðhaft er um þá mikilvægu atvinnugrein.
En það eru takmörk. Það eru takmörk fyrir því hvað sá stuðningur getur gengið langt. Takmörkin eru mín persónulegu lífskjör og annarra borgara í þessu landi.
Ég hafna því alfarið að vegna þess að útflutningsatvinnugreinarnar lifa nú góðu lífi vegna krónunnar til skamms tíma þurfi ekki að taka stefnuna á framtíðarlífskjör mín og annarra í landinu til lengri tíma.
Að ég eigi að vera glöð og ánægð með að kaupa te-ið mitt fyrir 550 krónur, ólívudós fyrir sömu upphæð, kaffið mitt fyrir 900 krónur, hvítlauksbrauð fyrir 300 krónur. Eignalaus í sambúð með manni sem skuldar 3 milljónir í bíl sem sem kannski mögulega fást 900 þúsund fyrir.
Að ég eigi að vera glöð og ánægð með að utanlandsferðir heyra sögunni til vegna þess að þær kosta svo mikið. Glöð og ánægð á þessari eyju í Atlantshafinu vegna þess að útflutningsatvinnugreinunum gengur svo vel... í augnablikinu.
Nei þetta er ekki boðleg röksemdafærsla. Það eru takmörk og þau liggja hér.
Langtímastefnu á nothæfan gjaldmiðil sem býður mér lífskjör á við það sem annars staðar gerist er skilyrðislaus krafa og verður ekki fórnað. Ekki einu sinni fyrir útflutningsatvinnugreinarnar... í augnablikinu.
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
miðvikudagur, 25. nóvember 2009
sunnudagur, 22. nóvember 2009
...og svo því sé nú haldið til haga...
Þá er ég ekki óvinur sjávarútvegs eða landbúnaðar á Íslandi. Ég vil ekki fórna þessum atvinnugreinum. Um það snýst aðild að ESB ekki. Aðildarsamningar að ESB snúast um að samningsaðilar séu með hagsmuni Íslands á hreinu og berjist fyrir þeim.
Við stöndum frammi fyrir því núna að gera aðildarsamning við ESB. Hvert mun málflutningur af því tagi sem formaður Sjálfstæðisflokksins bauð okkur upp á í gær leiða okkur í samningaviðræðunum framundan? Máflutningur af þessu tagi hér:
„...ESB vill einsleitni og hvorki undanþágur né frávik... Með því að ganga inn í Evrópusambandið gefum við frá okkur fullt forræði í mikilvægum málaflokkum eins og stjórn fiskveiðiauðlindarinnar. Það er niðurstaðan, sama hvaða skoðun menn hafa á kerfinu sem gildir í Brussel...
Er það svo? Er formaður Sjálfstæðisflokksins semsagt búinn að ákveða niðurstöðu samningaviðræðnanna fyrirfram? Er það góð samningatækni?
Er það samningatæknin sem aðildarfélagar Sjálfstæðisflokksins í fjölbreyttum fyrirtækjum út um allt land viðhafa í samningaumleitunum sínum við erlenda aðila út um allan heim sem þeir eiga viðskipti við?
Meira að segja faðir minn - bóndi sem kvatt hefur ævistarfið áttar sig á því hversu hættulegur áróður andstæðinga ESB er. Áróður Bændasamtakanna sem hann les um í Bændablaðinu á tveggja vikna fresti. Áróður sem byggir ekki á neinu öðru en því að fá aðila í landbúnaði til að vera móti aðild hvað sem það kostar. Áróður er ekki upplýsing. Áróður er innræting.
Máflutningur formanns Sjálfstæðisflokksins í viðtali við Fréttablaðið í gær er af sama meiði. Máflutningur andstæðinga aðildar Heimssýnar er af sama meiði. Áróður og innræting. Áróður í þá veru að fá landsmenn alla til að vera á móti án þess að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni.
Áróður sem felst í því að segja aftur og aftur og aftur að Íslendingar geti ekki náð árangri í samningunum framundan. Að baráttan sé fyrirfram töpuð. Áróður sem er til þess eins fallin að veikja samningsaðila því hvaða þrýsting fá þeir í þessari stöðu um að gera almennilegan samning?
Að sjálfsögðu leggjum við upp í leiðangurinn með þá skýru kröfu að íslenskur sjávarútvegur standi sjálfstæður eftir. Um það á ekki að þurfa að deila og um það geta allir verið sammála.
Verum minnug þess að samningur Möltu við ESB innifelur 77 undanþágur hvorki meira né minna. Hvernig væri nú að upplýsa okkur öll um hvað í þessum undanþágum felst? Maltverjar eru eyja með svipaðan mannfjölda og Ísland. Mun minni og aðstæður aðrar allt aðrar að flestu leyti en það sem sameinar augljóslega er stærð þjóðarinnar. Og að þjóðin býr á eyju sem ekki á áföst við meginlandið. Mikill meirihluti landsmanna á Möltu er mjög ánægður með aðildarsamning að ESB.
Hvernig væri nú að læra af því? Að leggja upp í samningaviðræður full sjálfstrausts og með hagsmuni okkar á hreinu í stað þess að leggja í leiðangurinn með tapaða stöðu fyrirfram?
Við stöndum frammi fyrir því núna að gera aðildarsamning við ESB. Hvert mun málflutningur af því tagi sem formaður Sjálfstæðisflokksins bauð okkur upp á í gær leiða okkur í samningaviðræðunum framundan? Máflutningur af þessu tagi hér:
„...ESB vill einsleitni og hvorki undanþágur né frávik... Með því að ganga inn í Evrópusambandið gefum við frá okkur fullt forræði í mikilvægum málaflokkum eins og stjórn fiskveiðiauðlindarinnar. Það er niðurstaðan, sama hvaða skoðun menn hafa á kerfinu sem gildir í Brussel...
Er það svo? Er formaður Sjálfstæðisflokksins semsagt búinn að ákveða niðurstöðu samningaviðræðnanna fyrirfram? Er það góð samningatækni?
Er það samningatæknin sem aðildarfélagar Sjálfstæðisflokksins í fjölbreyttum fyrirtækjum út um allt land viðhafa í samningaumleitunum sínum við erlenda aðila út um allan heim sem þeir eiga viðskipti við?
Meira að segja faðir minn - bóndi sem kvatt hefur ævistarfið áttar sig á því hversu hættulegur áróður andstæðinga ESB er. Áróður Bændasamtakanna sem hann les um í Bændablaðinu á tveggja vikna fresti. Áróður sem byggir ekki á neinu öðru en því að fá aðila í landbúnaði til að vera móti aðild hvað sem það kostar. Áróður er ekki upplýsing. Áróður er innræting.
Máflutningur formanns Sjálfstæðisflokksins í viðtali við Fréttablaðið í gær er af sama meiði. Máflutningur andstæðinga aðildar Heimssýnar er af sama meiði. Áróður og innræting. Áróður í þá veru að fá landsmenn alla til að vera á móti án þess að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni.
Áróður sem felst í því að segja aftur og aftur og aftur að Íslendingar geti ekki náð árangri í samningunum framundan. Að baráttan sé fyrirfram töpuð. Áróður sem er til þess eins fallin að veikja samningsaðila því hvaða þrýsting fá þeir í þessari stöðu um að gera almennilegan samning?
Að sjálfsögðu leggjum við upp í leiðangurinn með þá skýru kröfu að íslenskur sjávarútvegur standi sjálfstæður eftir. Um það á ekki að þurfa að deila og um það geta allir verið sammála.
Verum minnug þess að samningur Möltu við ESB innifelur 77 undanþágur hvorki meira né minna. Hvernig væri nú að upplýsa okkur öll um hvað í þessum undanþágum felst? Maltverjar eru eyja með svipaðan mannfjölda og Ísland. Mun minni og aðstæður aðrar allt aðrar að flestu leyti en það sem sameinar augljóslega er stærð þjóðarinnar. Og að þjóðin býr á eyju sem ekki á áföst við meginlandið. Mikill meirihluti landsmanna á Möltu er mjög ánægður með aðildarsamning að ESB.
Hvernig væri nú að læra af því? Að leggja upp í samningaviðræður full sjálfstrausts og með hagsmuni okkar á hreinu í stað þess að leggja í leiðangurinn með tapaða stöðu fyrirfram?
Pólitík
Íslendingar hafa allt mitt líf umgengist þetta orð „pólitík" eins og það sé slæmt, skítugt - orð sem maður má helst ekki taka sér í munn. Ráðningastofur hafa verið ófeimnar við að segja það upphátt í fyrirlestrum að það sé beinlínis óæskilegt fyrir framgang einstaklinga í íslensku viðskiptalífi að vera „pólitískir". Ég hef þó aldrei séð á glæru frá hinum sömu að það þyki þó gott að vera í liði hins „ópólitíska" flokks Sjálfstæðisflokksins en það er eitthvað sem við öll vitum og höfum alltaf vitað. Það er bara eitt af mörgum hlutum sem aldrei er talað um.
Ég er kominn á þann stað í lífinu núna að ég neita að taka þátt í þessari þöggun og meðvirkni lengur í íslensku samfélagi. Eftir skelfilegustu tegund hagsveiflu sem hugsast getur,. Fyrst gullaldaræði í hæstu hæðum þar sem græðgin var ráðandi afl og síðar hruns þar sem smásálarhátturinn og sjálfsblekkingin eru allsráðandi er mál að linni. Nú er tími játninga og fullkomins heiðarleika runninn upp.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki meira virði en framtíð íslensku þjóðarinnar. Framtíð okkar allra byggir á þeim ákvörðunum sem teknar eru núna og þar er full aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru grundvöllur að betri lífskjörum til framtíðar. Það er einlæg sannfæring mín og sú sannfæring byggir á reynslu og aftur reynslu og engu öðru. Reynsu af alþjóðaviðskiptum, opnun innri markaðarins, tilkomu evru og síðast en ekki síst þess að hafa starfað í íslensku inn- og útflutningsumhverfi allan þennan tíma með íslenska krónu sem gjaldmiðil.
Þeir eru eflaust margir sem skilja ekki hvað ég er að fara. Skilja ekki hvað ég geri Sjálfstæðisflokknum hátt undir höfði. Það vill þannig til að Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem lengstum hefur talist flokkur atvinnulífsins því ber sá flokkur mun meiri ábyrgð í þeirri stöðu sem við erum í en nokkur annarr flokkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengstum verið stærsti flokkurinn og hann hefur verið við stjórnvölinn í næstum tvo áratugi samfleytt. Hann hefur leitt okkur inn í mestu uppsveiflu íslensks samfélags sem reyndist byggð á fullkomnum sandi og leiddi til skelfilegra afleiðinga en nokkurt okkar gat ímyndað sér. Að sitja uppi með þennan flokk í dag með óbreytta stefnu er óþolandi staða. Óþolandi fyrir íslenskt atvinnulíf og óþolandi fyrir íslenskan almenning. Við eigum betra skilið.
Þetta er pólitík sem þarfnast endurskoðunar við. Þetta er pólitík sem setur Flokkinn í forgrunn en skilur Íslendinga og framtíð þeirra eftir. Sjálfsblekkinguna og afneitunina á stöðu gjaldmiðilsins var hægt að fyrirgefa í góðærinu - en nú eftir hrunið er þessi sama sjálfsblekking og afneitun ófyrirgefanleg. Hún ber þess merki að þessum Flokki - Sjálfstæðisflokknum - er ógerlegt að takast á við það sem verður að takast á við. Að Flokkurinn - er orðinn einn helsti dragbítur á framfarir í íslensku samfélagi. Viðtalið við formann Flokksins í Fréttablaðinu í gær gerir það endanlega ljóst.
Orð flokksformannsins í gær um íslensku krónuna eru sem blaut tuska framan í okkur öll sem búum við stórkostlega skert lífskjör vegna veikrar stöðu hennar. Að Flokkurinn hafi ekki aðra sýn en þá að allt sé í himnalagi vegna þess að útflutningsatvinnugreinarnar búa við betri stöðu núna til skamms tíma vegna veikrar krónu sýnir fullkomið skilningsleysi gagnvart öðrum atvinnugreinum. Atvinnugreinum sem er að blæða út mörgum hverjum vegna þess sama. Vegna erlendra skulda sem eru tvöfalt hærri en fyrir hrun. Vegna aðfangakaupa sem eru tvöfalt hærri í verði en fyrir hrun.
Er í lagi að mati aðildarfélaga Sjálfstæðisflokksins að fórna atvinnustarfsemi hægri, vinstri til eins að halda Flokknum saman?
Staða gjaldmiðilsins er ekkert grín. Staða gjaldmiðilsins er ekkert aukaatriði. Staða gjaldmiðilsins er aðalatriði og hefur verið aðalatriði í íslensku efnahagslífi allt mitt líf sem bráðum fyllir fimm tugi. Það er skýlaus krafa að stjórnmálaflokkar á Íslandi sem vilja láta taka sig alvarlega komi með framtíðarstefnu um gjaldmiðil til framtíðar sem mark er á takandi.
Krafan er sterkari á Sjálfstæðisflokkinn en aðra flokka beinlínis vegna þess að Sjálstæðisflokkurinn telur sig vera flokk atvinnulífsins á Íslandi. Slíkum flokki fyrirgefst ekki stefnuleysi í gjaldmiðilsmálum eftir ris og hrun íslensks efnahagslífs. Tími stefnu er runninn upp. Tími stefnuleysis er að baki.
Ég er kominn á þann stað í lífinu núna að ég neita að taka þátt í þessari þöggun og meðvirkni lengur í íslensku samfélagi. Eftir skelfilegustu tegund hagsveiflu sem hugsast getur,. Fyrst gullaldaræði í hæstu hæðum þar sem græðgin var ráðandi afl og síðar hruns þar sem smásálarhátturinn og sjálfsblekkingin eru allsráðandi er mál að linni. Nú er tími játninga og fullkomins heiðarleika runninn upp.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki meira virði en framtíð íslensku þjóðarinnar. Framtíð okkar allra byggir á þeim ákvörðunum sem teknar eru núna og þar er full aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru grundvöllur að betri lífskjörum til framtíðar. Það er einlæg sannfæring mín og sú sannfæring byggir á reynslu og aftur reynslu og engu öðru. Reynsu af alþjóðaviðskiptum, opnun innri markaðarins, tilkomu evru og síðast en ekki síst þess að hafa starfað í íslensku inn- og útflutningsumhverfi allan þennan tíma með íslenska krónu sem gjaldmiðil.
Þeir eru eflaust margir sem skilja ekki hvað ég er að fara. Skilja ekki hvað ég geri Sjálfstæðisflokknum hátt undir höfði. Það vill þannig til að Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem lengstum hefur talist flokkur atvinnulífsins því ber sá flokkur mun meiri ábyrgð í þeirri stöðu sem við erum í en nokkur annarr flokkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengstum verið stærsti flokkurinn og hann hefur verið við stjórnvölinn í næstum tvo áratugi samfleytt. Hann hefur leitt okkur inn í mestu uppsveiflu íslensks samfélags sem reyndist byggð á fullkomnum sandi og leiddi til skelfilegra afleiðinga en nokkurt okkar gat ímyndað sér. Að sitja uppi með þennan flokk í dag með óbreytta stefnu er óþolandi staða. Óþolandi fyrir íslenskt atvinnulíf og óþolandi fyrir íslenskan almenning. Við eigum betra skilið.
Þetta er pólitík sem þarfnast endurskoðunar við. Þetta er pólitík sem setur Flokkinn í forgrunn en skilur Íslendinga og framtíð þeirra eftir. Sjálfsblekkinguna og afneitunina á stöðu gjaldmiðilsins var hægt að fyrirgefa í góðærinu - en nú eftir hrunið er þessi sama sjálfsblekking og afneitun ófyrirgefanleg. Hún ber þess merki að þessum Flokki - Sjálfstæðisflokknum - er ógerlegt að takast á við það sem verður að takast á við. Að Flokkurinn - er orðinn einn helsti dragbítur á framfarir í íslensku samfélagi. Viðtalið við formann Flokksins í Fréttablaðinu í gær gerir það endanlega ljóst.
Orð flokksformannsins í gær um íslensku krónuna eru sem blaut tuska framan í okkur öll sem búum við stórkostlega skert lífskjör vegna veikrar stöðu hennar. Að Flokkurinn hafi ekki aðra sýn en þá að allt sé í himnalagi vegna þess að útflutningsatvinnugreinarnar búa við betri stöðu núna til skamms tíma vegna veikrar krónu sýnir fullkomið skilningsleysi gagnvart öðrum atvinnugreinum. Atvinnugreinum sem er að blæða út mörgum hverjum vegna þess sama. Vegna erlendra skulda sem eru tvöfalt hærri en fyrir hrun. Vegna aðfangakaupa sem eru tvöfalt hærri í verði en fyrir hrun.
Er í lagi að mati aðildarfélaga Sjálfstæðisflokksins að fórna atvinnustarfsemi hægri, vinstri til eins að halda Flokknum saman?
Staða gjaldmiðilsins er ekkert grín. Staða gjaldmiðilsins er ekkert aukaatriði. Staða gjaldmiðilsins er aðalatriði og hefur verið aðalatriði í íslensku efnahagslífi allt mitt líf sem bráðum fyllir fimm tugi. Það er skýlaus krafa að stjórnmálaflokkar á Íslandi sem vilja láta taka sig alvarlega komi með framtíðarstefnu um gjaldmiðil til framtíðar sem mark er á takandi.
Krafan er sterkari á Sjálfstæðisflokkinn en aðra flokka beinlínis vegna þess að Sjálstæðisflokkurinn telur sig vera flokk atvinnulífsins á Íslandi. Slíkum flokki fyrirgefst ekki stefnuleysi í gjaldmiðilsmálum eftir ris og hrun íslensks efnahagslífs. Tími stefnu er runninn upp. Tími stefnuleysis er að baki.
sunnudagur, 15. nóvember 2009
Áhyggjum deilt
Ég gerði að umræðuefni hér í smápistli áhyggjur mínar af því hvort að búið væri að gera klárt að allir sem koma að ESB samningaviðræðum viti hvert verkefnið er. Að verkefnið snýst um íslenska hagsmuni og ekkert annað. Að ná fram bestu mögulegum samningum við Evrópusambandið sem síðan verði lagðir í dóm þjóðarinnar.
Mig langar að halda aðeins áfram með þessar hugleiðingar. Þetta mál snýst um heiðarleika og er því vel við hæfi.
Ég hef raunverulegar áhyggjur af því ríkjandi viðhorfi margra að Ísland megi ekki sækja um undanþágur frá einu eða neinu . Að ekki megi leggja áherslu á sérstöðu Íslands um neitt. Því viðhorfi að það sé mikilvægt að Ísland undirgangist allt án þess að gera neinar kröfur. Slíkt viðhorf sýni svo mikla ábyrgð. Að með því að sækjast ekki eftir viðurkenningu á sérstöðu sýni Ísland svo mikla ábyrgð og sú afstaða geri landið að fyrirmyndarríki.
Ég hef raunverulega miklar áhyggjur af þessari afstöðu margra og þykir hún bera vott um hið gagnstæða við heiðarleika - sýndarmennsku. Sýndarmennsku sem oft er grunnt á í íslensku samfélagi.
Það skelfir mig að heyra málsmetandi fólk í áhrifastöðum tala af ábyrgðarleysi um sérstöðu Íslands í ýmsum málum, sérstöðu sem er raunveruleg og ástæða til að leggja áherslu og gera að aðalatriði.
Umræðan hér innanlands um umhverfismál er skýrasta dæmið sem ég á um þetta. Umræða þar sem lítið er gert úr undanþágu Íslands í Kyoto sem byggir fyrst og síðast á sérstöðu Íslands sem ríki sem náð hefur meiri árangri en aðrar þjóðir í notkun sjálfbærrar orku. Það er beinlínis sárt og vont að heyra talað um þessa undanþágu eins og hún sé af hinu vonda og eitthvað sem Íslendingar þurfa að skammast sín fyrir.
Fleiri skýr dæmi á ég í handraðanum um þetta sama viðhorf. Það hræðir mig að vita af því í viðræðunum framundan. Sá undirlægjuháttur og sýndarmennska sem að baki liggur hræðir mig raunverulega og skapar vantraust um að aðilar geri sér grein fyrir hvert verkefnið er. (Með "aðilum" er vísað til stórs hóps - baklands samninganefndarmanna sem erum við öll).
Reynsla af viðhorfi íslensku stjórnsýslunnar til núverandi stöðu Íslands á grundvelli EES samningsins er sama marki brennd. Viðhorf sem einkennist af vilja til að innleiða gerðir með meira íþyngjandi og harkalegri hætti en þarf þar sem skortur á skilningi íslensku atvinnulífi og íslenskum hagsmunum er áberandi er ekki til þess fallin að skapa traust til þessara aðila um að vera bestu samningamennirnir.
Það er ósk mín að Íslendingar vinni af heiðarleika í samningaviðræðunum framundan. Að þeir leggji til hliðar alla sýndarmennsku og sjálfsblekkingu og stefni að því einu að vinna að sem bestum samningi fyrir Ísland með heildarhagsmuni að leiðarljósi.
Aðalatriði þegar lagt er af stað er að vita hvar við erum. Við þurfum að vera heiðarleg og horfast í augu við stöðu okkar í dag. Við erum aðilar að EES samningnum - hvað þýðir það? Er ekki augljós ástæða til að við ræðum það? Eða viljum við halda áfram að vera óheiðarleg og lifa í sjálfsblekkingu um þá stöðu?
Heiðarleiki er stórt orð og mikilvægt í öllum mannlegum samskiptum. Erum við Íslendingar tilbúin að vera heiðarleg í raun?
Mig langar að halda aðeins áfram með þessar hugleiðingar. Þetta mál snýst um heiðarleika og er því vel við hæfi.
Ég hef raunverulegar áhyggjur af því ríkjandi viðhorfi margra að Ísland megi ekki sækja um undanþágur frá einu eða neinu . Að ekki megi leggja áherslu á sérstöðu Íslands um neitt. Því viðhorfi að það sé mikilvægt að Ísland undirgangist allt án þess að gera neinar kröfur. Slíkt viðhorf sýni svo mikla ábyrgð. Að með því að sækjast ekki eftir viðurkenningu á sérstöðu sýni Ísland svo mikla ábyrgð og sú afstaða geri landið að fyrirmyndarríki.
Ég hef raunverulega miklar áhyggjur af þessari afstöðu margra og þykir hún bera vott um hið gagnstæða við heiðarleika - sýndarmennsku. Sýndarmennsku sem oft er grunnt á í íslensku samfélagi.
Það skelfir mig að heyra málsmetandi fólk í áhrifastöðum tala af ábyrgðarleysi um sérstöðu Íslands í ýmsum málum, sérstöðu sem er raunveruleg og ástæða til að leggja áherslu og gera að aðalatriði.
Umræðan hér innanlands um umhverfismál er skýrasta dæmið sem ég á um þetta. Umræða þar sem lítið er gert úr undanþágu Íslands í Kyoto sem byggir fyrst og síðast á sérstöðu Íslands sem ríki sem náð hefur meiri árangri en aðrar þjóðir í notkun sjálfbærrar orku. Það er beinlínis sárt og vont að heyra talað um þessa undanþágu eins og hún sé af hinu vonda og eitthvað sem Íslendingar þurfa að skammast sín fyrir.
Fleiri skýr dæmi á ég í handraðanum um þetta sama viðhorf. Það hræðir mig að vita af því í viðræðunum framundan. Sá undirlægjuháttur og sýndarmennska sem að baki liggur hræðir mig raunverulega og skapar vantraust um að aðilar geri sér grein fyrir hvert verkefnið er. (Með "aðilum" er vísað til stórs hóps - baklands samninganefndarmanna sem erum við öll).
Reynsla af viðhorfi íslensku stjórnsýslunnar til núverandi stöðu Íslands á grundvelli EES samningsins er sama marki brennd. Viðhorf sem einkennist af vilja til að innleiða gerðir með meira íþyngjandi og harkalegri hætti en þarf þar sem skortur á skilningi íslensku atvinnulífi og íslenskum hagsmunum er áberandi er ekki til þess fallin að skapa traust til þessara aðila um að vera bestu samningamennirnir.
Það er ósk mín að Íslendingar vinni af heiðarleika í samningaviðræðunum framundan. Að þeir leggji til hliðar alla sýndarmennsku og sjálfsblekkingu og stefni að því einu að vinna að sem bestum samningi fyrir Ísland með heildarhagsmuni að leiðarljósi.
Aðalatriði þegar lagt er af stað er að vita hvar við erum. Við þurfum að vera heiðarleg og horfast í augu við stöðu okkar í dag. Við erum aðilar að EES samningnum - hvað þýðir það? Er ekki augljós ástæða til að við ræðum það? Eða viljum við halda áfram að vera óheiðarleg og lifa í sjálfsblekkingu um þá stöðu?
Heiðarleiki er stórt orð og mikilvægt í öllum mannlegum samskiptum. Erum við Íslendingar tilbúin að vera heiðarleg í raun?
Heiðarleiki er kjörorðið
Heiðarleiki var kjörorð númer eitt af þjóðfundi í gær, virðing númer tvö. Ég óska þess heitt að fundarmenn fylgi því eftir að gera kröfu um nákvæmlega þetta tvennt í samfélaginu okkar. Fátt væri okkur hollara en nákvæmlega þetta tvennt.
Heiðarleiki og virðing eru ekki þau orð sem mér dettur helst í hug þegar ég horfi á íslenskt samfélag síðasta árið. Óheiðarleiki og óvirðing hefur mér því miður sýnst miklu sterkarfi öfl í íslensku samfélagi síðustu misseri. Það eitt að þessi tvö orð heiðarleiki og virðing hafi verið efst á blaði þjóðfundar í gær gefur von um að breytinga gæti verið von og það eitt er mikilvægt.
Brýnasta viðfangsefnið sem við þurfum að gera kröfu um er heiðarleiki og virðing stjórnmálanna. Hvernig ætlum við að fylgja því eftir? Við getum verið viss um að til að ná fram breytingum þar þurfum við að sjá til þess að þær verði. Hvernig gerum við það?
Fyrst og síðast þurfum við að vera heiðarleg gagnvart okkur sjálfum - erum við það? Sýnir íslenskur almenningur almennt virðingu í samfélaginu í dag og krefst hann heiðarleika af sjálfum sér fyrst og síðan af öðrum?
Heiðarleiki og virðing eru ekki þau orð sem mér dettur helst í hug þegar ég horfi á íslenskt samfélag síðasta árið. Óheiðarleiki og óvirðing hefur mér því miður sýnst miklu sterkarfi öfl í íslensku samfélagi síðustu misseri. Það eitt að þessi tvö orð heiðarleiki og virðing hafi verið efst á blaði þjóðfundar í gær gefur von um að breytinga gæti verið von og það eitt er mikilvægt.
Brýnasta viðfangsefnið sem við þurfum að gera kröfu um er heiðarleiki og virðing stjórnmálanna. Hvernig ætlum við að fylgja því eftir? Við getum verið viss um að til að ná fram breytingum þar þurfum við að sjá til þess að þær verði. Hvernig gerum við það?
Fyrst og síðast þurfum við að vera heiðarleg gagnvart okkur sjálfum - erum við það? Sýnir íslenskur almenningur almennt virðingu í samfélaginu í dag og krefst hann heiðarleika af sjálfum sér fyrst og síðan af öðrum?
fimmtudagur, 12. nóvember 2009
Stendur til að gera besta mögulega samning fyrir Ísland og Íslendinga?
Er örugglega hægt að treysta því að það standi raunverulega til að gera besta mögulega samning við ESB fyrir Ísland og Íslendinga? Er búið að ganga frá því að allir sem að koma viti að samningaviðræðurnar snúast um hagsmuni. Að verkefni samningamanna er að ná bestu mögulegu samningum með hagsmuni Íslands og Íslendinga að leiðarljósi?
Hversu líklegir eru forsvarsmenn stjórnmálaflokka og hagsmunsamtaka sem fyrirfram eru harðir í andstöðu sinni við aðild til þess að gefa fulltrúum sínum skýr skilaboð um hvert verkefnið er? Hversu líkleg er íslensk stjórnsýsla sem í mörg ár hefur unnið af miklum metnaði fyrir erlendar eftirlitsstofnanir til að breyta því viðhorfi sínu og hugsa um íslenska hagsmuni fyrst og fremst?
Er það svo að allir þessir aðilar séu með á hreinu að besta mögulega samningi til að leggja fyrir Íslendinga skuli náð? Fulltrúar allra stjórnmálaflokka, fulltrúar stjórnsýslu, fulltrúar hagsmunasamtaka?
Samingaviðræður við ESB eru svo óþægilegt mál í kolvitlausu umhverfi stjórnmálaflokka landsins að það skapar óöyggi og vantraust. Undirrót þeirra tilfinninga liggur í hræðslu allra við að tala um það sem skiptir máli og ekki síður gera kröfur til þess sem skiptir máli. Vantraustið snýr ekki að samninganefndinni sem slíkri - alls ekki - heldur að samfélagi sem gefur engar vísbendingar um að skilja um hvað málið snýst.
Flokknum sínum fylgir stór hluti kjósenda enn þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. Ónýtan gjaldmiðil sem skerðir lífskjör okkar meira en nokkuð annað þarf ekki að ræða vegna þess að flokkurinn minn sér ekki ástæðu til þess. Flokkurinn er heilagari en allt. Flokkurinn er mikilvægari en lífskjör okkar allra eða framtíðarhorfur.
Ekkert hefur farið verr með lífskjör almennings á Íslandi í áratugi en þessi skelfilegi gjaldmiðill og hann gerir það enn. Það er þó ekkert til umræðu. Meirihluti stjórnmálaflokkanna er enn með óbreytta stefnu um að íslensku krónunni skuli viðhaldið. Það þrátt fyrir að allur íslenskur almenningur horfist í augu við stórkostlega skert lífskjör vegna stöðu hans. Utanlandsferðir eru lúxus fortíðar, laun lækka, skattar hækka, vextir eru jafnháir og fyrr, neysluvara og öll þjónusta hefur hækkað stórkostlega í verði. Allt vegna þess að krónan er ónýt.
Það er svo skrítið að þó að enginn fari í grafgötur með að pistlahöfundur hér sé sannfærður ESB sinni þá hefur hún jafnsterkar skoðanir á því að það sé mikilvægara en allt annað í því ferli sem framundan er að allir séu með á hreinu hvert verkefnið er. Það er aðalatrði málsins og það eina sem skiptir máli.
Hefur verið gert ljóst hver núverandi staða er? Eru Íslendingar almennt meðvitaðir um það? Umræðan bendir ekki til þess - miklu fremur bendir hún til þess gagnstæða. Enginn hefur í öllu þessu ferli frá því að umræðan kom fyrst upp af krafti séð ástæðu til að ræða að „reglugerðarfarganið" er meira og minna að koma yfir okkur nú þegar og það sem meira er túlkað eins þröngt og íþyngjandi og mögulegt er frá sjónarhóli lögfræðinga sem líta á ESB gerðir sem lög sem verði að fylgja í hvívetna. Hugleiðingar um það hafa verið birtar hér áður:http://signysig.bloggar.is/blogg/436638/Loggjafarvald_eda_logfraedingavald
Ef að við öll - landsmenn lifum í sjálfsblekkingu varðandi stöðuna í dag - hversu líkleg erum við þá til að veita það aðhald sem þörf er á í þessari umræðu?
Það er vont að treysta því ekki að allir séu meðvitaðir um hvert verkefnið er. Hlutverk samningamanna getur ekki verið neitt annað en að ná bestu mögulegu samningum til að leggja í dóm þjóðarinnar að samningaferli loknu. Er einhver von til þess að landsmenn sjái til þess að passað verði upp á hagsmunina í málinu ef meirihluti þeirra er búinn að ákveða niðurstöðuna fyrirfram?
Hversu líklegir eru forsvarsmenn stjórnmálaflokka og hagsmunsamtaka sem fyrirfram eru harðir í andstöðu sinni við aðild til þess að gefa fulltrúum sínum skýr skilaboð um hvert verkefnið er? Hversu líkleg er íslensk stjórnsýsla sem í mörg ár hefur unnið af miklum metnaði fyrir erlendar eftirlitsstofnanir til að breyta því viðhorfi sínu og hugsa um íslenska hagsmuni fyrst og fremst?
Er það svo að allir þessir aðilar séu með á hreinu að besta mögulega samningi til að leggja fyrir Íslendinga skuli náð? Fulltrúar allra stjórnmálaflokka, fulltrúar stjórnsýslu, fulltrúar hagsmunasamtaka?
Samingaviðræður við ESB eru svo óþægilegt mál í kolvitlausu umhverfi stjórnmálaflokka landsins að það skapar óöyggi og vantraust. Undirrót þeirra tilfinninga liggur í hræðslu allra við að tala um það sem skiptir máli og ekki síður gera kröfur til þess sem skiptir máli. Vantraustið snýr ekki að samninganefndinni sem slíkri - alls ekki - heldur að samfélagi sem gefur engar vísbendingar um að skilja um hvað málið snýst.
Flokknum sínum fylgir stór hluti kjósenda enn þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. Ónýtan gjaldmiðil sem skerðir lífskjör okkar meira en nokkuð annað þarf ekki að ræða vegna þess að flokkurinn minn sér ekki ástæðu til þess. Flokkurinn er heilagari en allt. Flokkurinn er mikilvægari en lífskjör okkar allra eða framtíðarhorfur.
Ekkert hefur farið verr með lífskjör almennings á Íslandi í áratugi en þessi skelfilegi gjaldmiðill og hann gerir það enn. Það er þó ekkert til umræðu. Meirihluti stjórnmálaflokkanna er enn með óbreytta stefnu um að íslensku krónunni skuli viðhaldið. Það þrátt fyrir að allur íslenskur almenningur horfist í augu við stórkostlega skert lífskjör vegna stöðu hans. Utanlandsferðir eru lúxus fortíðar, laun lækka, skattar hækka, vextir eru jafnháir og fyrr, neysluvara og öll þjónusta hefur hækkað stórkostlega í verði. Allt vegna þess að krónan er ónýt.
Það er svo skrítið að þó að enginn fari í grafgötur með að pistlahöfundur hér sé sannfærður ESB sinni þá hefur hún jafnsterkar skoðanir á því að það sé mikilvægara en allt annað í því ferli sem framundan er að allir séu með á hreinu hvert verkefnið er. Það er aðalatrði málsins og það eina sem skiptir máli.
Hefur verið gert ljóst hver núverandi staða er? Eru Íslendingar almennt meðvitaðir um það? Umræðan bendir ekki til þess - miklu fremur bendir hún til þess gagnstæða. Enginn hefur í öllu þessu ferli frá því að umræðan kom fyrst upp af krafti séð ástæðu til að ræða að „reglugerðarfarganið" er meira og minna að koma yfir okkur nú þegar og það sem meira er túlkað eins þröngt og íþyngjandi og mögulegt er frá sjónarhóli lögfræðinga sem líta á ESB gerðir sem lög sem verði að fylgja í hvívetna. Hugleiðingar um það hafa verið birtar hér áður:http://signysig.bloggar.is/blogg/436638/Loggjafarvald_eda_logfraedingavald
Ef að við öll - landsmenn lifum í sjálfsblekkingu varðandi stöðuna í dag - hversu líkleg erum við þá til að veita það aðhald sem þörf er á í þessari umræðu?
Það er vont að treysta því ekki að allir séu meðvitaðir um hvert verkefnið er. Hlutverk samningamanna getur ekki verið neitt annað en að ná bestu mögulegu samningum til að leggja í dóm þjóðarinnar að samningaferli loknu. Er einhver von til þess að landsmenn sjái til þess að passað verði upp á hagsmunina í málinu ef meirihluti þeirra er búinn að ákveða niðurstöðuna fyrirfram?
þriðjudagur, 3. nóvember 2009
Vitlaus pólitík
Árum saman hafa íslensk stjórnvöld haft það að sérstöku markmiði að flytja ríkisstofnanir út á land með tilheyrandi kostnaði og óhagræði fyrir alla. Rökin að baki þessari hugmynd hafa verið þau að búa til störf úti á landsbyggðinni.
Ég hef aldrei skilið þessa pólitík. Hefur fundist hún lykta af því að stjórnmálamenn átti sig ekki á því hvað það er sem skiptir máli. Að það eitt sé eftirsóknarvert að „búa til störf" úti á landsbyggðinni óháð því hvers konar störf það eða hvað þau leiða af sér.
Núverandi ríkisstjórn þarf að fást til þessa vitlausu pólitík í núverandi ástandi. Nú þegar ekki þýðir annað en draga saman eins og kostur er í ríkisrekstrinum og leita þarf mestu mögulegu hagkvæmni og skilvirkni í stjórnsýslunni sem annars staðar er augljóslega eftirsóknarvert að fækka embættum ríkisins og draga sem kostur er úr dreifingu þeirra. Þá mótmæla landsbyggðar- og sveitarstjórnarmenn og tala um „aðför að landsbyggðinni" og orðfæri í sama dúr. Þar með er hagræði í ríkisrekstri orðin að byggðamáli.
Þetta er dæmi um hvert vitlaus pólitík leiðir okkur. Hún leiðir okkur á rangar brautir og leiðir til meiri kostnaðar til lengri tíma. Það skiptir máli að fara vel með peninga ríkisins - alltaf - líka þegar vel árar.
Það fer best á því alltaf að hugsa sem mest um skilvirkni og mesta hagkvæmni ríkisrekstrarins og að stjórnsýslan sé staðsett þar sem best fer á því að hún sé staðsett út frá heildinni en ekki út frá einstökum byggðarlögum eða skorti á framboði starfa þar á tilteknum tíma.
Skort á störfum á landsbyggðinni á ekki að reyna að svara með því að færa störf ríkisins þangað - það er röng stefna. Skort á störfum á landsbyggðinni verður aðeins mætt með raunverulegri verðmætasköpun - atvinnurekstri sem skiptir máli og hefur þýðingu til lengri tíma fyrir byggðarlagið.
Skortur á langtímahugsun og framtíðarsýn er Íslendingum dýr í þessu tilliti sem öðru.
Ég hef aldrei skilið þessa pólitík. Hefur fundist hún lykta af því að stjórnmálamenn átti sig ekki á því hvað það er sem skiptir máli. Að það eitt sé eftirsóknarvert að „búa til störf" úti á landsbyggðinni óháð því hvers konar störf það eða hvað þau leiða af sér.
Núverandi ríkisstjórn þarf að fást til þessa vitlausu pólitík í núverandi ástandi. Nú þegar ekki þýðir annað en draga saman eins og kostur er í ríkisrekstrinum og leita þarf mestu mögulegu hagkvæmni og skilvirkni í stjórnsýslunni sem annars staðar er augljóslega eftirsóknarvert að fækka embættum ríkisins og draga sem kostur er úr dreifingu þeirra. Þá mótmæla landsbyggðar- og sveitarstjórnarmenn og tala um „aðför að landsbyggðinni" og orðfæri í sama dúr. Þar með er hagræði í ríkisrekstri orðin að byggðamáli.
Þetta er dæmi um hvert vitlaus pólitík leiðir okkur. Hún leiðir okkur á rangar brautir og leiðir til meiri kostnaðar til lengri tíma. Það skiptir máli að fara vel með peninga ríkisins - alltaf - líka þegar vel árar.
Það fer best á því alltaf að hugsa sem mest um skilvirkni og mesta hagkvæmni ríkisrekstrarins og að stjórnsýslan sé staðsett þar sem best fer á því að hún sé staðsett út frá heildinni en ekki út frá einstökum byggðarlögum eða skorti á framboði starfa þar á tilteknum tíma.
Skort á störfum á landsbyggðinni á ekki að reyna að svara með því að færa störf ríkisins þangað - það er röng stefna. Skort á störfum á landsbyggðinni verður aðeins mætt með raunverulegri verðmætasköpun - atvinnurekstri sem skiptir máli og hefur þýðingu til lengri tíma fyrir byggðarlagið.
Skortur á langtímahugsun og framtíðarsýn er Íslendingum dýr í þessu tilliti sem öðru.
mánudagur, 2. nóvember 2009
Hugleiðing um Jón Ásgeir án ábyrgðar í bak og fyrir...
Þar kom að því hugsaði ég þegar ég hlustaði á fréttir kvöldsins, þá er komið að hápunktinum. Verður veldi Jóns Ásgeirs endanlega hrundið eða ekki? Ég skal játa að fréttaflutningur helgarinnar um málefni þessa fyrirtækis og mögulegar afskriftir skulda þess fóru algjörlega framhjá mér og því veit ég ekkert um hvað það mál snýst nema það sem ég gat ályktað af fréttum kvöldsins.
Ég hef aftur á móti haft áhuga á Jóni Ásgeiri Jóhannessyni lengi sem viðskiptajöfri á Íslandi og ætla ekki að fara í neinar grafgötur með það. Mig hefur lengi langað til að vita hvort að Jón Ásgeir Jóhannesson sé óheiðvirður drullusokkur sem svífst einskis til þess að svíkja og pretta eða hvort að hann sé ótrúlega klár businessmaður sem nýtur trausts og virðingar hjá þeim aðilum sem hann á viðskipti við... Erlendis er óhjákvæmilegt að láta koma á eftir því Jón Ásgeir Jóhannesson hefur lengi verið hataður af þeim aðilum innanlands sem áttu meira og minna öll fyrirtæki landsins áður en hann kom til og því ekki alveg sanngjarnt að halda að hann gæti nokkru sinni notið sannmælis þeirra á meðal.
Jón Ásgeir Jóhannesson er sá maður í íslensku viðskiptalífi sem gerði hvorki meira né minna en að hrinda áratugaveldi sérhagsmunahóps Sjálfstæðisflokksins og fyrir þær sakir hefur hann ekki átt stóran vinahóp í röðum áhrifamanna á Íslandi. Forsætisráðherra landsins var í grímulausu stríði við manninn opinberlega árum saman og leyndi því ekkert. Ekkert sem frá forsætisráðherranum kom var þess eðlis að sú sem þetta ritar hafi lagt trúnað á það, til þess var forsætisráðherrann margnefndi of tengdur þeim sérhagsmunahópi sem tapaði stórum hluta sinna áhrifa á kostnað samkeppni sem þessi maður innleiddi svo myndarlega að íslenskur markaður varð ekki samur eftir.
Yfirlýsingar forsætisráðherra og annarra honum tengdum voru allaf persónugerðar gegn veldi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Einmitt það gerði málflutninginn svo ótrúverðugan fyrir manneskju eins og mig sem hafði allt mitt líf búið við viðskiptablokkir Kolkrabbans og Sambandsins. Það voru ekki eðlilegir viðskiptahættir viðhafðir á þeim markaði og þess vegna var ekki nóg að heyra fullyrðingar um sá sem hrinti þeim markaði væri glæpamaður sem ætti að taka úr umferð án dóms og laga.
Af því að fullyrðingar forsætisráðherrans einar og sér um þennan einstakling dugðu ekki til að maður tryði var maður settur í hóp með honum - óvininum. Það að leyfa sér að gagnrýna málflutning forsætisráðherrans um að veldi þessa manns skildi hrundið með öllum ráðum var nægilegt til þess að maður var í liði með honum - á móti forsætisráðherranum og fylgdarliði hans.
Ég þekki ekki Jón Ásgeir Jóhannesson persónulega og hef aldrei notið fyrirgreiðslu hans af einu eða neinu tagi en hann hefur vakið áhuga minn og sá áhugi er enn til staðar. Áhugi á að vita meira um hann og hvað er rétt og hvað er rangt af því sem um hann er sagt.
Það er ekki vafi í mínum huga að honum tókst það sem engum öðrum hafði tekist á undan honum og kannski ekki einu sinni gert tilraun til. Hann stofnaði verslun þar sem leiðarljósið var mest möguleg hagkvæmni í innkaupum og flutningum sem skilaði sér til neytenda. Bónus varð til og þó að Jóhannes faðir Jóns Ásgeirs hafi alltaf verið andlitið á bak við Bónus grunar mig að sonurinn hafi stjórnað fyrirtækinu og stefnu þess og framkvæmd frá upphafi og að hans hugmyndir hafi gert það að því veldi sem það er.
Ég heyrði af því sögur að Jón Ásgeir hafi ekki átt marga vini þegar hann var að byggja upp Bónus en einhvern veginn tókst honum það nú samt. Honum tókst að opna verslun sem leiddi af sér meiri kjarabætur fyrir almenning og láglaunafólk á Íslandi en nokkur önnur aðgerð stjórnvalda, stéttarfélaga eða annarra fyrirtækja hafði haft fram að því í minni tíð.
Hann hvorki meira né minna en bylti verðlagningu á neysluvöru á Íslandi og þó ekki sé nema fyrir það ætti hann að eiga einhverjar þakkir skildar. Bara sú stefna fyrirtækisins að selja vörur í verslunum keðjunnar út um allt land á sama verði og þannig jafna flutningskostnaðinn fyrir neytendur úti á landi var meiri kjarabót en almenningur hafði áður fengið að njóta í verslunum út um land.
Hann lét ekki þar við sitja heldur braut hann niður verðlagningu skipafélaganna líka með stofnun innkaupafyrirtækisins Baugs en nú eru sennilega allir búnir að gleyma því að upphaflega var Baugur innkaupafyrirtæki. Eftir tilkomu Baugs þýddi ekki lengur að selja flutning á gámum algjörlega eftir innihaldi þeirra heldur varð gámaflutningur eining sem varð að verðleggja sem slíka. Bara það atriði grunar mig að hafi haft meiri áhrif á hagkvæmni annarra fyrirtækja í innflutningi til landsins en hvarflar að okkur og þar með væntanlega og vonandi á verðlagningu á innflutningi til okkar allra.
Starfsmannastefna fyrirtækja í eigu Jóns Ásgeirs hefur komið manni fyrir sjónir sem öðruvísi en annarra fyrirtækja á Íslandi. Ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að Jón Ásgeir hafi hlustað á hugmyndir einstaklinga í fyrirtækjum sem hann keypti og leyft þessum einstaklingum að koma hugmyndum sínum í framkvæmd sem ekki einu sinni fékkst áheyrn hjá stjórnendum um áður. Ég hef líka oft hugsað hvað það er eftirtektarvert hversu marga einstaklinga ég hef komist í kynni við sem hafa nánast verið aldir upp í Bónusverslunum og eru bara þar ár eftir ár og fá með tímanum að njóta meiri ábyrgðar.
Bókhald fyrirtækja í eigu Jóns Ásgeirs hefur bókstaflega verið í gjörgæslu stjórnvalda árum saman án þess að nokkur skapaður hlutur hafi komið út úr því nema einn vafasamur reikningur.
Það getur vel verið að þetta séu allt saman tilviljanir og Jón Ásgeir sé meiri drullusokkur og óheiðarlegri en aðrir. Til þess að sannfæra mig um það er þó ekki nóg að Lilja Mósesdóttir, Margrét Tryggvadóttir eða Bjarni Benediktsson segi það frekar en forsætisráðherrann Davíð Oddsson forðum.
Ekki heldur er nægilegt fyrir mig að heyra dómstól götunnar hrópa að veldi hans skuli brotið á bak aftur hvað sem það kostar af því að hann sé „útrásarvíkingur".
Nei hér þarf að vanda sig eins og í öllu sem gert er - alltaf. Það er ekki hægt að gera kröfu á Nýja Kaupþing um að gera eitt eða annað núna - af því að almenningur krefst þess. Það væri skelfileg niðurstaða.
Mér er fyrir löngu síðan orðið ljóst að það er tómt mál að tala um að allar ákvarðanir sem teknar eru innan bankanna núna verði okkur öllum ljósar eða að skapi að ekki sé talað um sanngjarnar að okkar mati. Það er ótrúlegt verk sem unnið er innan bankanna núna og það fólk sem hefur þann starfa er svo sannarlega ekki öfundsvert, ekki síst þar sem þakklætið fyrir verkin er ekkert nema vanþakklæti og óánægja. Annað er óumflýjanlegt í því andrúmslofti ofsókna sem hér hefur verið komið á. Ofsókna sem títtnefndur fyrrverandi forsætisráðherra ýtti úr vör og öll þjóðin tekur undir ómeðvitað.
Traust fyrirtækja ávinnst ekki á einum degi með því að skipta út. Það er grundvallarmisskilningur sem margir vilja halda á lofti. Traust Alþingis hefur ekki aukist nema síður sé við öll þau útskipti sem þar hafa orðið á síðustu tveimur þingum. Nei traust ávinnur maður sér með hegðun sinni á löngum tíma.
Skyldi það geta verið að Jón Ásgeir njóti trausts innan Kaupþings banka? Gæti verið pínulítill möguleiki á því að hann eigi slíkt traust skilið?
Hér verður að vera alveg skýrt að sú er þetta ritar hefur ekki hugmynd um það - frekar en hún hefur hugmynd um hvort hann eigi ekki að njóta trausts. Höfundur þessa pistils er ekki blind eða heyrnarlaus og er vel meðvituð um að krosseignatengsl aragrúa fyrirtækja sem Jón Ásgeir stendur á bak við eða hefur staðið á bak við hljóta að vekja spurningar sem þarft er að upplýsa. Það getur vel verið að allt sem á manninn hefur verið borið eigi eftir að koma í ljós að sé rétt.
En þangað til það liggur fyrir á ég enga ósk heitari en að til málsins verði vandað sem kostur er. Fyrst og síðast að stjórnmálamennirnir okkar geri okkur öllum þann greiða að láta vera að taka Davíð Oddsson sér til fyrirmyndar í þessu máli með því að skipa sér í flokka með og á móti einstaklingnum Jóni Ásgeiri - eða reyna að hafa áhrif á ákvörðun bankans í málinu. Það er hlutverk stjórnmálamanna að búa til ramma fyrir fyrirtæki að starfa eftir. Það er ekki hlutverk stjórnmálamanna að kveða upp úr sekt eða sakleysi manna - jafnvel ekki einu sinni þó um sé að ræða Jón Ásgeir Jóhannesson.
Sagan sem að baki þessu liggur er einfaldlega of stór og of fyrirferðarmikil til þess að hægt sé að einfalda málið með því að taka ákvörðun sem byggir á nafni hans. Ísland vill ekki vera land sem afgreiðir hlutina með sama hætti og Pútin gerði í Rússlandi - er það?
Ef við ætlum að reisa nýtt Ísland úr rústum og gera það með þeim hætti að þjóðfélagið sem rís úr rústunum verði öðruvísi en það sem fyrir var verðum við að hafa þolinmæði og þrek til að standa gegn dómstól götunnar hvar sem hann finnst - hvort sem hann er á Alþingi eða annars staðar.
Ég hef aftur á móti haft áhuga á Jóni Ásgeiri Jóhannessyni lengi sem viðskiptajöfri á Íslandi og ætla ekki að fara í neinar grafgötur með það. Mig hefur lengi langað til að vita hvort að Jón Ásgeir Jóhannesson sé óheiðvirður drullusokkur sem svífst einskis til þess að svíkja og pretta eða hvort að hann sé ótrúlega klár businessmaður sem nýtur trausts og virðingar hjá þeim aðilum sem hann á viðskipti við... Erlendis er óhjákvæmilegt að láta koma á eftir því Jón Ásgeir Jóhannesson hefur lengi verið hataður af þeim aðilum innanlands sem áttu meira og minna öll fyrirtæki landsins áður en hann kom til og því ekki alveg sanngjarnt að halda að hann gæti nokkru sinni notið sannmælis þeirra á meðal.
Jón Ásgeir Jóhannesson er sá maður í íslensku viðskiptalífi sem gerði hvorki meira né minna en að hrinda áratugaveldi sérhagsmunahóps Sjálfstæðisflokksins og fyrir þær sakir hefur hann ekki átt stóran vinahóp í röðum áhrifamanna á Íslandi. Forsætisráðherra landsins var í grímulausu stríði við manninn opinberlega árum saman og leyndi því ekkert. Ekkert sem frá forsætisráðherranum kom var þess eðlis að sú sem þetta ritar hafi lagt trúnað á það, til þess var forsætisráðherrann margnefndi of tengdur þeim sérhagsmunahópi sem tapaði stórum hluta sinna áhrifa á kostnað samkeppni sem þessi maður innleiddi svo myndarlega að íslenskur markaður varð ekki samur eftir.
Yfirlýsingar forsætisráðherra og annarra honum tengdum voru allaf persónugerðar gegn veldi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Einmitt það gerði málflutninginn svo ótrúverðugan fyrir manneskju eins og mig sem hafði allt mitt líf búið við viðskiptablokkir Kolkrabbans og Sambandsins. Það voru ekki eðlilegir viðskiptahættir viðhafðir á þeim markaði og þess vegna var ekki nóg að heyra fullyrðingar um sá sem hrinti þeim markaði væri glæpamaður sem ætti að taka úr umferð án dóms og laga.
Af því að fullyrðingar forsætisráðherrans einar og sér um þennan einstakling dugðu ekki til að maður tryði var maður settur í hóp með honum - óvininum. Það að leyfa sér að gagnrýna málflutning forsætisráðherrans um að veldi þessa manns skildi hrundið með öllum ráðum var nægilegt til þess að maður var í liði með honum - á móti forsætisráðherranum og fylgdarliði hans.
Ég þekki ekki Jón Ásgeir Jóhannesson persónulega og hef aldrei notið fyrirgreiðslu hans af einu eða neinu tagi en hann hefur vakið áhuga minn og sá áhugi er enn til staðar. Áhugi á að vita meira um hann og hvað er rétt og hvað er rangt af því sem um hann er sagt.
Það er ekki vafi í mínum huga að honum tókst það sem engum öðrum hafði tekist á undan honum og kannski ekki einu sinni gert tilraun til. Hann stofnaði verslun þar sem leiðarljósið var mest möguleg hagkvæmni í innkaupum og flutningum sem skilaði sér til neytenda. Bónus varð til og þó að Jóhannes faðir Jóns Ásgeirs hafi alltaf verið andlitið á bak við Bónus grunar mig að sonurinn hafi stjórnað fyrirtækinu og stefnu þess og framkvæmd frá upphafi og að hans hugmyndir hafi gert það að því veldi sem það er.
Ég heyrði af því sögur að Jón Ásgeir hafi ekki átt marga vini þegar hann var að byggja upp Bónus en einhvern veginn tókst honum það nú samt. Honum tókst að opna verslun sem leiddi af sér meiri kjarabætur fyrir almenning og láglaunafólk á Íslandi en nokkur önnur aðgerð stjórnvalda, stéttarfélaga eða annarra fyrirtækja hafði haft fram að því í minni tíð.
Hann hvorki meira né minna en bylti verðlagningu á neysluvöru á Íslandi og þó ekki sé nema fyrir það ætti hann að eiga einhverjar þakkir skildar. Bara sú stefna fyrirtækisins að selja vörur í verslunum keðjunnar út um allt land á sama verði og þannig jafna flutningskostnaðinn fyrir neytendur úti á landi var meiri kjarabót en almenningur hafði áður fengið að njóta í verslunum út um land.
Hann lét ekki þar við sitja heldur braut hann niður verðlagningu skipafélaganna líka með stofnun innkaupafyrirtækisins Baugs en nú eru sennilega allir búnir að gleyma því að upphaflega var Baugur innkaupafyrirtæki. Eftir tilkomu Baugs þýddi ekki lengur að selja flutning á gámum algjörlega eftir innihaldi þeirra heldur varð gámaflutningur eining sem varð að verðleggja sem slíka. Bara það atriði grunar mig að hafi haft meiri áhrif á hagkvæmni annarra fyrirtækja í innflutningi til landsins en hvarflar að okkur og þar með væntanlega og vonandi á verðlagningu á innflutningi til okkar allra.
Starfsmannastefna fyrirtækja í eigu Jóns Ásgeirs hefur komið manni fyrir sjónir sem öðruvísi en annarra fyrirtækja á Íslandi. Ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að Jón Ásgeir hafi hlustað á hugmyndir einstaklinga í fyrirtækjum sem hann keypti og leyft þessum einstaklingum að koma hugmyndum sínum í framkvæmd sem ekki einu sinni fékkst áheyrn hjá stjórnendum um áður. Ég hef líka oft hugsað hvað það er eftirtektarvert hversu marga einstaklinga ég hef komist í kynni við sem hafa nánast verið aldir upp í Bónusverslunum og eru bara þar ár eftir ár og fá með tímanum að njóta meiri ábyrgðar.
Bókhald fyrirtækja í eigu Jóns Ásgeirs hefur bókstaflega verið í gjörgæslu stjórnvalda árum saman án þess að nokkur skapaður hlutur hafi komið út úr því nema einn vafasamur reikningur.
Það getur vel verið að þetta séu allt saman tilviljanir og Jón Ásgeir sé meiri drullusokkur og óheiðarlegri en aðrir. Til þess að sannfæra mig um það er þó ekki nóg að Lilja Mósesdóttir, Margrét Tryggvadóttir eða Bjarni Benediktsson segi það frekar en forsætisráðherrann Davíð Oddsson forðum.
Ekki heldur er nægilegt fyrir mig að heyra dómstól götunnar hrópa að veldi hans skuli brotið á bak aftur hvað sem það kostar af því að hann sé „útrásarvíkingur".
Nei hér þarf að vanda sig eins og í öllu sem gert er - alltaf. Það er ekki hægt að gera kröfu á Nýja Kaupþing um að gera eitt eða annað núna - af því að almenningur krefst þess. Það væri skelfileg niðurstaða.
Mér er fyrir löngu síðan orðið ljóst að það er tómt mál að tala um að allar ákvarðanir sem teknar eru innan bankanna núna verði okkur öllum ljósar eða að skapi að ekki sé talað um sanngjarnar að okkar mati. Það er ótrúlegt verk sem unnið er innan bankanna núna og það fólk sem hefur þann starfa er svo sannarlega ekki öfundsvert, ekki síst þar sem þakklætið fyrir verkin er ekkert nema vanþakklæti og óánægja. Annað er óumflýjanlegt í því andrúmslofti ofsókna sem hér hefur verið komið á. Ofsókna sem títtnefndur fyrrverandi forsætisráðherra ýtti úr vör og öll þjóðin tekur undir ómeðvitað.
Traust fyrirtækja ávinnst ekki á einum degi með því að skipta út. Það er grundvallarmisskilningur sem margir vilja halda á lofti. Traust Alþingis hefur ekki aukist nema síður sé við öll þau útskipti sem þar hafa orðið á síðustu tveimur þingum. Nei traust ávinnur maður sér með hegðun sinni á löngum tíma.
Skyldi það geta verið að Jón Ásgeir njóti trausts innan Kaupþings banka? Gæti verið pínulítill möguleiki á því að hann eigi slíkt traust skilið?
Hér verður að vera alveg skýrt að sú er þetta ritar hefur ekki hugmynd um það - frekar en hún hefur hugmynd um hvort hann eigi ekki að njóta trausts. Höfundur þessa pistils er ekki blind eða heyrnarlaus og er vel meðvituð um að krosseignatengsl aragrúa fyrirtækja sem Jón Ásgeir stendur á bak við eða hefur staðið á bak við hljóta að vekja spurningar sem þarft er að upplýsa. Það getur vel verið að allt sem á manninn hefur verið borið eigi eftir að koma í ljós að sé rétt.
En þangað til það liggur fyrir á ég enga ósk heitari en að til málsins verði vandað sem kostur er. Fyrst og síðast að stjórnmálamennirnir okkar geri okkur öllum þann greiða að láta vera að taka Davíð Oddsson sér til fyrirmyndar í þessu máli með því að skipa sér í flokka með og á móti einstaklingnum Jóni Ásgeiri - eða reyna að hafa áhrif á ákvörðun bankans í málinu. Það er hlutverk stjórnmálamanna að búa til ramma fyrir fyrirtæki að starfa eftir. Það er ekki hlutverk stjórnmálamanna að kveða upp úr sekt eða sakleysi manna - jafnvel ekki einu sinni þó um sé að ræða Jón Ásgeir Jóhannesson.
Sagan sem að baki þessu liggur er einfaldlega of stór og of fyrirferðarmikil til þess að hægt sé að einfalda málið með því að taka ákvörðun sem byggir á nafni hans. Ísland vill ekki vera land sem afgreiðir hlutina með sama hætti og Pútin gerði í Rússlandi - er það?
Ef við ætlum að reisa nýtt Ísland úr rústum og gera það með þeim hætti að þjóðfélagið sem rís úr rústunum verði öðruvísi en það sem fyrir var verðum við að hafa þolinmæði og þrek til að standa gegn dómstól götunnar hvar sem hann finnst - hvort sem hann er á Alþingi eða annars staðar.
sunnudagur, 1. nóvember 2009
Þegar stór tíðindi gerast eiga litlir kallar að þegja
Þegar stór tíðindi gerast eiga litlir kallar að þegja. Þessi tilvitnun í Stein Steinarr var skrifuð á borð þar sem ég naut matar í dag. Þessi orð eiga erindi í samfélag okkar í dag og ástæða til að vekja athygli á þeim.
Frá upphafi hruns fyrir ári síðan hefur það hrætt undirritaða það vægi sem smásálarlegur málflutningur hefur haft í íslensku samfélagi og nú ári síðar er þessi sami smásálarsöngur að festa sig enn frekar í sessi. Smásálin hugsar smátt og veröld hennar er smá. Hún viðheldur einangrunar- og þjóðernishyggju og sér óvini og óvildarmenn í hverju horni.
Það sem er enn verra við samfélagið Ísland í dag en smásálin er hið markvissa niðurbrot á öllu sem byggt hefur verið upp síðustu áratugi. Ekkert er lengur heilagt. Samningar eru þar ekki undanskildir.
Samstarf aðila vinnumarkaðarins sem loksins tókst að koma á eftir áralangan stöðugan ófrið sem engu skilaði skal nú brotið niður með markvissum hætti. Ráðamenn leyfa sér að hæðast að samstöðu þessara aðila og baráttu þeirra og þrýstingi á stjórnvöld að standa við þegar gerða samninga.
Árangur sem náðst hafði í jafnréttismálum með áratuga markvissu starfi í félagi eins og VR var hent á haugana á einum degi. Það sama virðist eiga að gera núna með samstöðu aðila vinnumarkaðarins.
Ekkert veldur mér meiri áhyggjum en nákvæmlega þetta atriði. Að þó sá árangur sem náðst hefur að byggja upp í íslensku samfélagi síðustu áratugi skuli allur brotinn á bak aftur og við förum fullkomlega aftur til fortíðar í öllu tilliti. Samfélags þar sem hver höndin var upp á móti annarri - alltaf - og þeir sem fyrst og fremst þjáðust fyrir - allur íslenskur almenningur.
Ábyrgðarleysi alþingismanna í þeirri stöðu sem við erum er svo óþolandi að því verður ekki með orðum lýst. Það er ekki þeirra hlutverk að brjóta niður með markvissum hætti þær stofnanir samfélagsins sem byggðar hafa verið upp og varða okkur miklu.
Hvar eru eiginlega skynsemisraddirnar? Leiðtogar til að lyfta okkur upp úr þessu skelfilega smásálarþjóðfélagi sem Ísland er að verða ef það er ekki þegar orðið? Leiðtogar sem tala okkur upp og gefa okkur von?
Frá upphafi hruns fyrir ári síðan hefur það hrætt undirritaða það vægi sem smásálarlegur málflutningur hefur haft í íslensku samfélagi og nú ári síðar er þessi sami smásálarsöngur að festa sig enn frekar í sessi. Smásálin hugsar smátt og veröld hennar er smá. Hún viðheldur einangrunar- og þjóðernishyggju og sér óvini og óvildarmenn í hverju horni.
Það sem er enn verra við samfélagið Ísland í dag en smásálin er hið markvissa niðurbrot á öllu sem byggt hefur verið upp síðustu áratugi. Ekkert er lengur heilagt. Samningar eru þar ekki undanskildir.
Samstarf aðila vinnumarkaðarins sem loksins tókst að koma á eftir áralangan stöðugan ófrið sem engu skilaði skal nú brotið niður með markvissum hætti. Ráðamenn leyfa sér að hæðast að samstöðu þessara aðila og baráttu þeirra og þrýstingi á stjórnvöld að standa við þegar gerða samninga.
Árangur sem náðst hafði í jafnréttismálum með áratuga markvissu starfi í félagi eins og VR var hent á haugana á einum degi. Það sama virðist eiga að gera núna með samstöðu aðila vinnumarkaðarins.
Ekkert veldur mér meiri áhyggjum en nákvæmlega þetta atriði. Að þó sá árangur sem náðst hefur að byggja upp í íslensku samfélagi síðustu áratugi skuli allur brotinn á bak aftur og við förum fullkomlega aftur til fortíðar í öllu tilliti. Samfélags þar sem hver höndin var upp á móti annarri - alltaf - og þeir sem fyrst og fremst þjáðust fyrir - allur íslenskur almenningur.
Ábyrgðarleysi alþingismanna í þeirri stöðu sem við erum er svo óþolandi að því verður ekki með orðum lýst. Það er ekki þeirra hlutverk að brjóta niður með markvissum hætti þær stofnanir samfélagsins sem byggðar hafa verið upp og varða okkur miklu.
Hvar eru eiginlega skynsemisraddirnar? Leiðtogar til að lyfta okkur upp úr þessu skelfilega smásálarþjóðfélagi sem Ísland er að verða ef það er ekki þegar orðið? Leiðtogar sem tala okkur upp og gefa okkur von?
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...