Stjórnmálin á Íslandi eru mér endalaus uppspretta hugleiðinga. Mig dreymir um breytingar í íslensku samfélagi Hefur dreymt um þær breytingar lengi. Veit um leið að þær breytingar verða ekki á einum degi, ekki einu sinni á einu kjörtímabili. Þær breytingar munu verða á löngum tíma.
Breytingarnar snúast um að við öll fáum tækifæri til að búa með með reisn. Jafnt einstæða móðirin sem barnið hennar sem hinn auðugi sem hinn fátæki. Við öll. Fáum tækifæri til að lifa eins og manneskjur. Manneskjur sem hafa val um eigið líf. Val um námsleiðir. Val um störf. Val um að gera mistök.
Ég bý í samfélagi þar sem þetta val er ekki til staðar. Mér er troðið í aðstæður sem ég kæri mig ekkert um að vera í og ef mér hugnast ekki að taka þátt í leiknum er mér útskúfað. Kerfið allt er á einhvers konar sjálfsstýringu þar sem einstaklingurinn er aukaatriði. Kerfið er til fyrir sig sjálft og fyrir þá sem eiga peninga.
Þeir sem deila með mér pólitískum hugsjónum um breytingar hafa kosið að trúa á töfralausnir. Hvert tækið á fætur öðru er búið til sem á að bjarga heiminum. Í staðinn fyrir að nota tímann til að þróa tækið sem tók áratugi að búa til erum við í því að sparka í það. Sundra því. Henda því.
Af því að minn kandídat varð ekki formaður er tækið ónýtt. Af því að konur eru vondar við karla er tækið ónýtt. Af því að einn frambjóðandi er ekki sammála mér um eitt atriði er tækið ónýtt. Af því að stuðningsmaður er ekki sammála mér um forgangsröðun er tækið ónýtt.
Ég er fullkominn og ætlast til fullkomnunar tækisins. Það má ekki fá tíma til að þroskast. Ekki fá andrými eða svigrúm til eins eða neins. Tækið á að koma fram á völlinn fullskapað og að mínu höfði.
Svona horfi ég á samherja mína í pólitík. Kjósendur sem vilja eins og ég sjá breytingar á íslensku samfélagi.
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli