Mælikvarðinn á gæði samfélags er maðurinn sjálfur. Líðan hans. Svo megið þið svara hvort að vel hafi tekist til á Íslandi á þessari öld. Hvort að líðan einstaklingsins í íslensku samfélagi sé dæmi um fyrirmyndarsamfélagið. Hvort að sú pólitík sem rekin hefur verið hér á þessari öld sé umfram allt sú pólitík sem skuli viðhaldið.
Fyrirsögnin hér að ofan vísar til minnar skynjunar á því hvaða afstöðu við höfum tekið. Við viljum afturhvarf og við viljum endurtekningu. Það er okkar ályktun. Ekki hægt að skilja niðurstöður skoðanakannana nú í aðdraganda kosninga neitt öðruvísi.
Afnám hafta hefur verið samþykkt á Alþingi. Það er nú aldeilis til að blása manni í brjóst bjartsýni að blessuð íslenska krónan verði bráðum aftur frjáls í alþjóðlegu fjármálaumhverfi. Alþjóðlegu fjármálaumhverfi þar sem skammtímagróðahyggjan er drifkrafturinn.
Stöðugleiki segja menn. Stöðugleiki er það sem við öll keppum að. Stöðugleiki um hvað? Áframhald þeirra stjórnmála sem hér hefur ráðið ríkjum alla mína ævi?
Stöðugleiki í raun er sannarlega eftirsóknarverður, stöðugleiki hagstjórnar þannig að við öll venjulegt fólk getum einbeitt okkar að því að lifa. Með öllum þeim fjölbreytileika sem það felur í sér. Slíkur stöðugleiki hefur aldrei verið til staðar í landinu og verður ekki á meðan við kjósum endurtekninguna. Mögulega stöðugleiki um það að hinur ríku verði ríkari og hinir fátæku fátækari. Vissulega ákveðin tegund af stöðugleika.
Atvinnustefna minnar ævi: Stóriðja, loðdýrarækt, fiskeldi, spilavíti (fjármálaþjónusta), ferðaþjónusta, svo nokkuð sé nefnt. Græðgi alltaf í forgrunni. Sjávarútvegurinn sker sig úr. Þar hefur átt sér stað raunveruleg hagræðing, raunveruleg verðmætasköpun. En þar hafa menn kosið að deila um keisarans skegg í 25 ár með tilheyrandi afleiðingum fyrir samfélagið allt. Deilan um fyrirkomulag fiskveiða og útgreiðslu arðs af auðlindinni er úrlausnarefni. Úrlausnarefni þar sem menn með gagnstæða hagsmuni þurfa að setjast niður og hlusta hver á annan. Ræða sig niður á lausn þar sem allir geta sætt sig við. Þar er það landsbyggðin fyrst og fremst sem á mismunandi hagsmuni. Reykvíkingar eiga ekki aðra hagsmuni um sjávarútveg en að hann sé sem best rekinn og sem arðbærust atvinnugrein.
Ég ætla að vera eins ósmart og hægt er að hugsa sér í komandi kosningum. Alveg eins ósmart og ég var í þeim síðustu. Ég ætla að kjósa Samfylkinguna. Það ætla ég að gera vegna þess að ég treysti henni. Treysti henni til að hafa fókusinn þar sem hann þarf að vera nú þegar loksins er kominn tími til að byggja upp eftir 8 ár í tiltekt.
Síðustu kosningar voru mikilvægar, ótrúlega mikilvægar. Kosningarnar nú eru það ekki síður. Samt er það svo að ég kýs að horfa ekki á pólitískar umræður. Reyndi, en ég get það ekki. Læt öðrum eftir að álykta hvers vegna.
Ég trúi á skynsama, raunhæfa langtímahugsun í afstöðu til mála. Trúi á að góð pólitík sé pólitík þar sem horft er til þess hvernig samfélag við viljum búa til og veltum upp hugmyndum um hvernig sé best að komast þangað.
Ég sem fyrr vil samfélag víðsýni, fjölbreyttra atvinnutækifæra þar sem öllum er gert mögulegt að lifa með reisn. Öldruðum, sjúkum, heilsuhraustum, ungum, öllum.
Samfélag kærleika og uppbyggingar fyrir manninn.
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli