föstudagur, 7. október 2016

Stjórntæki valdhafa

Þú mátt ekki vera memm!

Við skemmtum skrattanum á hverjum degi.
Birtingarmyndir þess eiga sér engin takmörk.

Ofbeldi, að sjálfsögðu ekki líkamlegt ofbeldi heldur andlegt, einelti og yfirlæti vinsæl stjórntæki og óspart notuð.

Munið þið eftir „gáfumennunum“ á menntaskólaárunum? Þessum sem voru yfir aðra hafnir af því að þeir voru svo gáfaðir og miklu betur gerðir en annað fólk? Það viðhorf og sú framkoma er í góðu lagi núna. Upphafin á hverjum degi og samþykkt. Viðhorfið flokkar fólk í „gott fólk“ og „vont fólk“. Yfirlæti. Gott orð – lýsir því sem við er átt.

Ofbeldi sem lýsir sér í því að tiltekin tegund manna má ekki vera sú sem hún er. Það er bannað. Bara ákveðin tegund manna leyfð. Fjöldinn á vaktinn. Komin upp á tærnar um leið og einhver verður uppvís að ótilhlýðilegri hegðun. Lætur í ljós skoðun t.d. sem má ekki hafa. Oftar en ekki eru konur beittar ofbeldinu. Þær mega ekki vera þær sjálfar. Þær mega bara eins og ég vil að hún sé. Hafa þá skoðun sem ég vil að hún hafi og þar er engin málamiðlun leyfð. Engin. Konur eiga að hlýða. Punktur.

Eineltið megið þið reikna út sjálf. En það bókstaflega grasserar í opinberu rými á Íslandi sem aldrei fyrr. Stjórntæki sem konur kunna betur en aðrir, eru sérfræðingar í.

Ég hélt ekki að það væri hægt að komast á lægra pólitískt plan en við fórum síðast en í þúsandasta sinn skjátlaðist mér um það. Það eru engin mörk á því hversu lágt við erum tilbúin að fara með pólitíkina.

Sú staða sem við erum í er ekki á neinna annarra ábyrgð en okkar sjálfra. Það erum við og engir aðrir sem höfum búið til þá mynd af stjórnmálunum sem við horfum upp á núna.

Stjórnmál þar sem hægri mennirnir einir hafa sjálfstraust til að vera til.
Þeir hafa sjálfstraust til þess af því að við gefum þeim það.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026

Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...