Hvaðan kemur þetta orð heilindi? Hvað þýðir það?
Sundrung. Er það ekki andstæða heilinda?
Raunveruleiki, óraunveruleiki.
Sannleikur, lygi.
Fegurð, ljótleiki.
Sköpun, skrifræði.
Traust, vantraust.
Merking, merkingarleysi.
Auðmýkt, dramb.
Hvað þýða þessi orð?
Hvað standa þau fyrir?
Ef við tökum dæmi; vantraust annars vegar og traust hins vegar.
Hvaða líðan stendur hvort orð fyrir?
Er ekki rétt hjá mér að orðið eitt, vantraust, láti okkur líða einhvern veginn?
Og traust einhvern veginn öðruvísi?
Á forsíðu Fréttablaðsins í dag er fjallað um ungar stúlkur sem þjást af kvíða og þunglyndi. Fylgni er á milli aukins kvíða og þunglyndis og mikillar notkunar á samskiptamiðlum.
Fyrir ekki svo löngu síðan var forsíðufrétt á Fréttatímanum að við værum að brenna út. Kulnun af völdum streitu væri raunverulegt vandamál í samfélaginu.
Visku-ást – hvaðan kemur það orð?
Sókrates þegar hann dó fyrir sannleikann – hvað þýddi það?
Hvaða sannleikur var það sem hann dó fyrir?
Þegar Hanna Arendt benti okkur á að Eichmann - væri ekki skrímsli - heldur maður.
Hvað var hún að meina með því?
Og með þessar spurningar liggjandi hér opnar á minni persónulegu samskiptasíðu fer ég í próf í reglum Guðsins.
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
fimmtudagur, 6. október 2016
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli