fimmtudagur, 6. október 2016

Heilindi

Hvaðan kemur þetta orð heilindi? Hvað þýðir það?
Sundrung. Er það ekki andstæða heilinda?

Raunveruleiki, óraunveruleiki.
Sannleikur, lygi.
Fegurð, ljótleiki.
Sköpun, skrifræði.
Traust, vantraust.
Merking, merkingarleysi.
Auðmýkt, dramb.

Hvað þýða þessi orð?
Hvað standa þau fyrir?

Ef við tökum dæmi; vantraust annars vegar og traust hins vegar.
Hvaða líðan stendur hvort orð fyrir?

Er ekki rétt hjá mér að orðið eitt, vantraust, láti okkur líða einhvern veginn?
Og traust einhvern veginn öðruvísi?

Á forsíðu Fréttablaðsins í dag er fjallað um ungar stúlkur sem þjást af kvíða og þunglyndi. Fylgni er á milli aukins kvíða og þunglyndis og mikillar notkunar á samskiptamiðlum.

Fyrir ekki svo löngu síðan var forsíðufrétt á Fréttatímanum að við værum að brenna út. Kulnun af völdum streitu væri raunverulegt vandamál í samfélaginu.

Visku-ást – hvaðan kemur það orð?
Sókrates þegar hann dó fyrir sannleikann – hvað þýddi það?
Hvaða sannleikur var það sem hann dó fyrir?

Þegar Hanna Arendt benti okkur á að Eichmann - væri ekki skrímsli - heldur maður.
Hvað var hún að meina með því?

Og með þessar spurningar liggjandi hér opnar á minni persónulegu samskiptasíðu fer ég í próf í reglum Guðsins.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026

Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...