frá hruni. 8 ár frá hruni íslenska hagkerfisins. 8 ár sem hafa farið í tiltekt. Uppbygging innviða hefur verið á hold á meðan.
Margir liggja í valnum. Margir sem voru veikir fyrir eru bognir eða brotnir en öll höldum við áfram að hlaupa. Hlaupa eins og ekkert sé, því við erum töffarar. Töffarar af guðs náð.
Ungt fólk getur ekki flutt að heiman því húsnæði er svo dýrt. Hvort heldur að kaupa eða leigja. Á sama tíma og stórir árgangar komu inn á húsnæðismarkaðinn lá allt í láginni. Engir peningar til að byggja upp, ekki einu sinni til að halda í horfinu. Ekkert hægt að gera annað en að taka til. Meira að segja ríkissjóður notaður til að taka til.
Samgöngumál svelt. Málaflokkur sem hreinlega hvarf út af borðinu og hefur ekkert sést til síðan.
Stærstu fyrirtæki landsins meira og minna í fangi lífeyrissjóðanna, sjóðanna sem við höfum greitt í frá því við byrjuðum að vinna. Skv. tilkynningu sem mér barst frá sjóðnum mínum í dag má ég gera ráð fyrir lífeyri upp á 234.000 krónur á mánuði þegar ég verð 67 ára.
Stuðningur ríkisins allur á því formi að ganga út frá að ég sé glæpamaður. Glæpamaður sem svífst einskis til þess að svindla á kerfinu. Svindla á kerfinu sem ég hef greitt til frá því ég hóf störf.
Mín pólitíska hugsjón gengur út á breytingar á þessu. Ég vil búa í samfélagi þar sem pólitíkin snýst um að búa í haginn fyrir okkur öll. Samfélag þar sem gengið er út frá því að einstæðar mæður og einstæðir feður séu til. Samfélag sem gengur út frá því að fólk misstígi sig í lífinu og þarfnist stuðnings.
Samfélag sem vill búa vel að öldruðum og börnum. Samfélag sem byggir á kærleika og því að byggja upp og styðja. Samfélag sem virðir alla til jafns. Samfélag sem gengur út frá því að það gangi misjafnlega. Samfélag sem gengur út frá því að styðja mig og þig þegar á móti blæs á sama tíma og það lítur á það sem meginhlutverk sitt að við fáum öll jöfn tækifæri til að velja okkur leiðir. Velja okkur líf.
Ég vil segja skilið við pólitík sem gengur út frá því að meginhlutverk hennar sé að byggja undir forréttindi hinna ríku á kostnað okkar hinna. Pólitík þar sem við hringsnúumst endalaust í biluðu Parísarhjóli. Eins og hamstrar.
Hrunið var ekki lítilvægur atburður. Hrunið hafði gríðarleg áhrif á samfélag okkar og þau áhrif eru ekki horfin. Hrunið breytti öllu og ekkert verður aftur samt.
Við höfum eytt 8 árum í að trúa á töfralausnir séu til á vanda okkur. Stöndum enn í þeirri trú. Ég trúi ekki á töfralausnir. Sannfærð um að töfralausnir séu ekki til.
Það er bara til raunveruleiki. Raunveruleiki sem verður að taka á af skynsemi, trúverðugleika og kærleika. Raunveruleiki þar sem við horfum á samfélagið okkar eins og það er og tökum ákvarðanir um hvernig við viljum sjá í framtíðinni. Með langtímasjónarmið að leiðarljósi.
Langtímasjónarmið þar sem markmiðið er gott samfélag. Samfélag fyrir alla.
Þórarinn Eldjárn orðar draum minn um íslenskt samfélag framtíðarinnar:
Fagurfræði mín er einföld; fegrar allt.
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
mánudagur, 10. október 2016
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli