sunnudagur, 13. nóvember 2016

Yfirlæti og mannorðsmorð


Við skellum nokkrum kellingum á bálið reglulega og fáum viðhlæjendur marga.
Þær hafa reynst vera kellingar, og hverjum er ekki sama um kellingar?
Jafnvel vinstri sinnaðar kellingar?
Guð hjálpi þér, verra getur það ekki orðið.
Sumar reyndar hafa ekki verið sérlega vinstri sinnaðar, þá skellir maður bara á þær merkimiða um að þær séu það og málið er leyst. Svo hentugt. Svo yfirmáta hentugt.
Að vera vinstri sinnaður er náttúrulega út úr korti. Heimskt. Svo yfirmáta heimskt.
Það vita allir og þess vegna dettur það engum heilvita manni í hug.

Strákarnir. Þessir á miðjunni og til hægri. Maður minn. Þeir eru svo vel siðaðir. Svo góðir. Fallega klæddir og vel máli farnir. Aðdáunarverðir á allan hátt og svo miklu betur gerðir en við hin að öllu leyti. Gera aldrei neitt rangt. Ekkert.

Fullkominn popúlismi verður að heilagri kú. Eins og hendi sé veifað. Og það virkar. Snarvirkar.

Þeir sem voga sér að hafa skoðun á því að miðjuflokkarnir tveir – þessir með vel gerða fólkinu, þessu sem er ekki til vinstri, þið vitið, fari í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum, eru dólgar. Algjörlega morgunljóst. Fólk sem leyfir sér að tjá tilfinningar sínar er náttúrulega bara „vinstri menn“!

Hvað annað!
Á bálið með það, þar getur það verið með kellingunum!

Vei þeim sem leyfir sér að tala niður elsku hjartans drengina okkar.
Góðu drengina okkar.
Það skal fá það óþvegið.

En kellingarnar, þær mega brenna.    

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026

Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...