Þegar ég var lítil kom ég oft í heimsóknir til Reykjavíkur. Í þessum heimsóknum bjuggum við á Háteigsveginum hjá afa og ömmu. Þar á bak við húsið var róló og hann er þar enn. Mér fannst það mikið ævintýr að vera til og að hitta nýja krakka til að leika við var það skemmtilegasta af öllu.
Í dag birtist hún mér aftur og aftur þessi minning af kotrosknu stelpunni. Stelpunni sem kom til Reykjavíkur þar sem tíðkuðust aðrir siðir en hún átti að venjast í barnahópnum á Melum.
Einn siður umfram aðra kom i huga mér á dögunum. Sú venja krakkanna í Reykjavík að spyrja þessarar spurningar; „má ég vera memm“? Mér fannst þetta sérkennileg spurning. Talaði upphátt um það. Ætti það ekki að vera sjálfgefið að allir mættu „vera memm“?
Þetta rifjaðist upp því ég á enn orðin fullorðin erfitt með þetta. Erfitt með að skilja skilyrta hópa. Hópa þar sem bent er á einn og sagt við hann að hann megi ekki vera memm.
Gefur auga leið að það þýðir að það hefur verið mér erfitt að vera Íslendingur síðustu misserin. Þar sem sá hópur hefur verið fullkomlega skilyrtur af ráðandi mönnum í 25 ár. Sú skilyrðing dýpkar sífellt og þykir orðið sjálfsagt í íslensku samfélagi að benda á einn - gera hann tortryggilegan og þar með útskúfa honum. Má allsstaðar og þykir tilhlýðilegt. Innan fyrirtækja og stofnana; skellum merkimiða á einstaklinginn og þar með er hann úr leik! Ótrúlega árangursrík aðferð nú sem fyrr í sögunni.
Við vissum einu sinni að þessi breytni var ekki rétt í opinberu rými. Við vissum að hegðan McCarthy var ljótt dæmi í mannkynssögunni og réðum okkur ekki af hneykslan og fordæmingu á hópum þar sem skilyrðing var reglan.
Við vissum að það var hluti framfaranna að vera umburðarlyndur og kærleiksríkur. Erum fyrir löngu síðan búin að tapa því. Eins og svo mörgu öðru sem einu sinni var sjálfsagður hluti þess að teljast til hinna „siðmenntuðu þjóða“.
Við vissum einu sinni að sannleikurinn var eftirsóknarverður.
Í dag kjósum við lygina miklu fremur.
Liggur fyrir að Donald Trump gæti orðið næsti forseti Bandaríkjanna.
Sannleikurinn er sá að Hillary er vond kona.
Maðurinn hefur lítið breyst eftir allt saman.
Kannski bara nákvæmlega ekki neitt.
Við erum eftir allt saman bara mennsk.
Hvað það felur í sér?
Að vera mennskur?
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli