sunnudagur, 24. júlí 2016

Farg lyginnar

Svona viljum við hafa það...
- ekkert vesen
- og allt í góðu lagi...

Sungu þau í áramótaskaupi gærkvöldsins frá árinu 2006.

Charles Darwin krafðist þess gagnstæða í bíómyndinni sem sýnd var á eftir. Hann krafðist þess að fá að tjá sig um sorg sína. Krafðist þess! Ruddi upp hurðum og gafst ekki upp. Því hann vissi hvað var að veði. Sál hans var að veði. Líf hans var að veði. Hann varð að fá að tala um fargið sem á honum hvíldi til að ná heilbrigði á ný.

Hversu þakklát getum við mannkynið ekki verið fyrir þá kröfu hans?
Kröfu Charles Darwin að fá að vera hann sjálfur?
Kröfu hans að fá að vera manneskja?

Hvernig samfélagi lýsir textinn sem sunginn var í áramótaskaupinu árið 2006?
Samfélag þar sem er „ekkert vesen“ og „allt í góðu lagi“?
Hvernig samfélag er það?
Hvernig er samfélagið okkar í dag árið 2016?
Hefur ofangreint slagorð breyst?
Eða er það kannski enn „ekkert vesen“ og „allt í góðu lagi“?
Er það dæmi um samfélag þar sem við megum vera manneskjur?

Megum við vera manneskjur?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026

Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...