sunnudagur, 29. mars 2009

Takk Jóhanna!

Fyrir að tala skýrt í dag. Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að stjórnmálaforingjar tali skýrt . Við þurfum skýra valkosti í kosningunum framundan og það var ekki hægt að skilja Jóhönnu öðruvísi en að ESB aðild væri forgangsmál íslenskra stjórnmála eftir kosningar. Það var langþráð og tímabær yfirlýsing.

Ég treysti því að það sé að marka hana og að ESB aðild verði skýlaus krafa Samfylkingarinnar um setu í ríkisstjórn eftir kosningar. Samfylkingin á að fara í kosningar á eigin forsendum og úrdráttur úr ræðu Jóhönnu benti til þess að það stæði til.

TAKK!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026

Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...