Ég er hrædd um að ég hefði ekki náð að leysa vandamál viðskiptavina minna hjá TVG-ZIMSEN í gamla daga ef ég hefði tekið á þeim með sama hætti og þingmenn taka á hruni íslenska hagkerfisins. Mikið lifandis skelfing er það niðurlægjandi og mikið virðingarleysi þingmanna í okkar garð að tala með þeim hætti sem heyrðist í kvöldfréttum Sjónvarpsins. Sigurður Kári, Ásta Möller, Katrín Júlíusdóttir.
Sigurður Kári samur við sig þegar kemur að því að finna höggstað á formanni Samfylkingarinnar og næra þannig andlegan leiðtoga sinn. Ásta Möller með því að endurtaka orð hans. Katrín Júlíusdótti með því að kenna Sjálfstæðisflokknum um.
Að eyða tímanum í að velta því fyrir sér hverjum er um kenna er ekki forgangsatriði fyrir Íslendinga núna. Allra síst þegar það snýst um að búa til sökudólg úr einhverjum einum flokki umfram annan. Það er enginn flokkur þess umkominn að þvo hendur sínar af því sem gerst hefur. Meira að segja Vinstri grænir bera ábyrgð með ábyrgðarlausri innihaldslausri andstöðu sem gerir þá vægt frá sagt oft hjákátlega nú þegar þeir eru komnir við stjórnvölinn.
Það að hlusta á stjórnmálamenn - hvar í flokki sem þeir standa - tala í þessu veru núna er óþolandi.
Okkar ábyrgð núna felst í því að búa til framtíð fyrir okkur öll í þessu landi. Það verður ekki gert með því að eyða allri orku í að eltast við sökudólga og næra hatrið. Það að finna hverjum var um að kenna að svo fór sem fór leysir ekki vanda okkur. Hvorki nú né síðar. Það færir okkur ekki framtíð, ekki von, ekki einu sinni frið í sálinni.
Svo ég haldi áfram með samlíkinguna sem ég byrjaði á. Þegar viðskiptavinur hringdi brjálaður í mig hjá TVG-ZIMSEN vegna þess að pakkinn hans var týndur eða fastur einhvers staðar þá var atriði númer eitt að finna út úr því hvar vandamálið lá. Hver var staðan? Það var ekki hægt að leysa neitt fyrr en það lá fyrir hver staða málsins var. Þegar það var ljóst var hægt að snúa sér að því að leysa það. Það var lausnin sem skipti viðskiptavininn öllu máli - það að finna rót vandans og leysa hann. Það var það eina sem raunverulega skipti máli.
Það er alveg eins með Íslendinga núna. Það er lausnin á vandanum sem við er að etja sem skiptir okkur öllu máli. Það er það eina sem þingmenn á Alþingi Íslendinga eiga að eyða tíma sínum í núna:
Að gera sér grein fyrir þeirri stöðu sem við erum í og í framhaldi af því finna lausnir til að leiða okkur út þeim vanda. Er til of mikils mælst að biðja alþingismenn að gera sér grein fyrir því?
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli