Vandlætingu íslenskrar þjóðar á "auðmönnum" og "útrásarvíkingum" eru lítil takmörk sett þessa dagana. Þetta eru "vondir menn" - allir saman. Vondir menn sem ekkert vantar upp á annað en að samfélagið taki upp á að hýða opinberlega. Þjóðin er þó enn of vönd af virðingu sinni til að samþykkja opinberar hýðingar eða limlestingar að hætti þjóða sem hún flesta daga dæmir sem vanþróaðar. Því kýs hún heldur að nota tungumálið - orð - til að sýna vandlætingu sína. Það er svo miklu siðfágaðra.
Mikið væri það nú eftirsóknarvert þó ekki væri nema einn maður sem talaði opinberlega á öðrum nótum. Einn sem neitaði að taka þátt í múgsefjuninni . Einn sem neitaði að nota orðfæri eins og „auðmenn", „útrásarvíkinga" eða hvað orð það eru önnur sem notuð eru eins og verið sé að tala um vel skilgreindan hóp manna. Bara einn... ég bið ekki um meira. Einn forystumann sem neitar að elta lýðinn en höfðar til hans um að elta sig. Er slíkur forystumaður til á Íslandi í dag?
Það er undarlegt hlutskipti að vera orðinn einn helsti talsmaður „auðmanna" á Íslandi en þannig upplifi ég hlutskipti mitt í samskiptum við landa mína þessa dagana. Mér ofbýður svo gjörsamlega umræðan allt í kringum mig að ég kann ekki að svara henni öðruvísi.
Mér ofbýður að Íslendingar sem alla mína ævi hafa talið það sjálfsagðara en nokkuð annað að svíkja undan skatti sem mest þeir mega - hneykslast nú hver um annan þveran á þessum vondu „auðmönnum" sem keppast hafa við að koma fjármunum sínum í skattaskjól í útlöndum. Skattsvik hafa þótt svo sjálfsögð hér á landi svo lengi sem ég man að „venjulegt fólk" hefur ekki einu sinni skammast sín fyrir að tala um það upphátt í kaffiboðum.
Mikið væri nú trúverðugra ef að landar mínir vildi gerast svo auðmjúkir að líta í eigin barm - þó ekki væri nema aðeins pínu... Er mögulegt að siðferði viðskiptajöfra á Íslandi geri ekkert annað en endurspegla það siðferði sem við Íslendingar höfum sjálfir? Getur verið að þess vegna sé dómharkan svo rosaleg sem raun ber vitni? Vegna þess að það er of sársaukafullt að horfa í eigin barm? Svo miklu betra og auðveldara að benda á einhvern annan? Þar höfum við líka ótvríræðan forystumann... hinn eina sanna Davíð Oddsson núverandi seðlabankastjóra fyrrverandi forsætisráðherra. Hinn eina sanna „führer" íslenskrar þjóðar.
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli