mánudagur, 9. febrúar 2009

Fullkomin lágkúra

Íslenskum ráðamönnum er að takast að drepa síðustu leifarnar sem eftir voru af sjálfsvirðingu manns sem Íslendings. Þvílík lágkúra!

Engin mörk, engin virðing, fullkominn sjálfhverfa. Alþjóðasamfélagið fær nú að komast að því fyrir opnum tjöldum sem við öll vitum innst inni að pólitíska umhverfið hér er ekki hótinu skárra en í Rússlandi , en það land verður seint talið sérstök fyrirmynd annarra þjóða í stjórnmálalegu tilliti.

Tilfinningin sem helltist yfir mig áðan þegar ég horfði á fréttir var svipuð því sem ég upplifði þegar Monicu Lewinsky málið stóð sem hæst á sínum tíma. Lágkúran í umræðunni var orðin svo fullkominn að þó maður væri ekki annað en saklaus áhorfandi að henni skammaðist maður sín.

Lágkúra og virðingarleysi íslenskra ráðamanna fyrir hlutverki sínu er svo gengdarlaust að því virðast engin takmörk sett. Framganga seðlabankastjórnar gagnvart bréfi forsætisráðherra er svo óforskömmuð, svo forhert í sjálfhverfu sinni aðþað gengur út yfir allt. Og verður vonandi ekki toppað.

Það er út af fyrir sig miklu meira en nóg að seðlabankastjórar á Íslandi hafi ekki séð sóma sinn í því að segja af sér sjálfviljugir. Að þeir skuli í ofanálag neita beiðni forsætisráðherra þjóðarinnar um það er svo ógeðfellt, svo yfirgengilega sjálfhverft og lýsir svo fullkomnu virðingarleysi gagnvart því hlutverki sem þeir hafa að það getur ekki orðið annað en þeim sjálfum til ævarandi hneisu.

Á meðan þurfum við íslenska þjóðin að þola þennan ógeðfellda valdaleik í ofanálag við annað sem við er að etja.

Sjálfstæðismenn hafa hver af öðrum minnt mann á það síðustu daga fyrir hvað þeir standa. Það er aldeilis ágætt að maður sé minntur á það en mikið lifandis skelfing er það dapurlegt. Að þetta skuli vera þau stjórnmál sem manni er boðið upp á.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026

Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...