Í ljósi umræðu dagsins og, áherslna í fréttaflutningi og síðast en ekki síst hversu oft ég nota þetta orð í skrifum mínum er kannski ekki úr vegi að takast á við hvað það þýðir. Það getur vel verið að hægt sé að finna skilgreiningu á þessu hugtaki í einhverjum fræðibókum - trúlega er það hægt en ég ætla ekki að leita þær uppi heldur leitast við að skilgreina hugtakið fyrir sjálfa mig. Leitast við að finna hvað þetta orð þýðir fyrir mér.
Fyrir mér þýðir orðið „flokksræði" það að flokkarnir sem slíkir - stofnanirnar sem slíkar ráða skoðunum einstaklinga innan þeirra. Flokkarnir sem byggðir voru á hugmyndafræði í upphafi 20. aldar hafa staðnað og ekki þróast í takt við samfélagið sem þeir eru til í. Einstaklingarnir sem ganga til liðs við flokkana samlagast „skoðunum flokkanna" í stað þess að láta flokkana þróast í samræmi við breytt samfélag.
Hér hafa með öðrum orðum viðgengist stjórnmál sem byggjast á trúarbrögðum. Það hvaða skoðanir þú hefur í hverju máli fer eftir því hvaða skoðun er viðurkennd innan flokksins en ekki því hvaða skoðun þú hefur persónulega.
Íslensku flokkarnir sem stofnanir hafa brugðist í að endurskoða afstöðu sína til grundvallaratriða sem þarft hefur verið að taka afstöðu til... einstaklingarnir innan þeirra hafa brugðist í því að gera kröfu á mótun afstöðu til grundvallarspurninga innan þessara stofnana sem þeir hafa kosið að tilheyra.
Þetta er það sem ég kalla „flokksræði". Stöðnuð stjórnmál sem ganga út á aðlaga skoðanir sínar að skoðunum „flokksins" sem í mörgum tilfellum er mjög mótsagnakennd og byggir á hugmyndum úr allt öðru samfélagi en við búum í í dag. Umræðan verður svar-hvít og í formi upphrópana en ekki innihalds eða rökræðu.
Ég held enn eins og ég hélt fram í aðdraganda kosninganna 2003 að þetta umhverfi breytist ekki fyrr en við leiðréttum mistök Jónasar frá Hriflu og sameinum Samfylkinguna og Framsóknarflokkinn. Þá fyrst geta línur orðið nokkuð skýrar. Þá geta Framsóknarmennirnir í Sjálstæðisflokknum gengið til liðs við sameinaðan jafnaðarmannaflokk og einstaklingar sem það vilja úr Samfylkingu gengið til liðs við Sjálfstæðisflokk. Það vita það allir sem vilja vita að í meginatriðum eru Framsóknarmenn og Samfylkingarfólk sammála. Deilur þeirra og níðskrif hver um annan eru fyrir mér eins og fjölskylduerjur, hatur og illindi verða aldrei dýpri og ljótari en innan fjölskyldna.
Til hliðar við þessa flokka Sjálfstæðisflokk og sameinaðan Framsóknarflokk og Samfylkingu mega svo verða til hvaða flokkar aðrir sem fólk vill. Það getur vel verið að það sé grundvöllur fyrir „Bændaflokk" eða hvað annað - þess vegna „landsbyggðarflokk". Það er allt í lagi með það og ekkert við það að athuga. En meginlínurnar þurfa að vera skýrar. Það eru þær ekki á meðan flokkarnir eru til á grundvelli úreltrar hugmyndafræði sem ómögulegt er fyrir kjósandann að átta sig á hvernig muni birtast eftir kosningar. Eða hver vill taka að sér að greina á milli stefnu Samfylkingar, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks? Þá meina ég í reynd síðustu ár. Hvaða grundvallarmunur er á stefnumálum þessara flokka sem við kjósendur getum treyst og gengið út frá?
Flokkakerfið íslenska eins og það birtist kjósendum í reynd er úrelt vegna þess að það byggir á mjög óskýrum hugmyndum liðinnar aldar. Það er „flokksræði" eins og ég skynja það.
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
mánudagur, 23. febrúar 2009
miðvikudagur, 18. febrúar 2009
Sókn til framtíðar í stað „sjálfstæðis“ til að viðhalda átthagafjötrum og einsleitni í atvinnulífi
Góði hlutinn við Ísland síðustu ár var að hafa þá tilfinningu að maður byggi í landi sem væri hægt að komast í burtu frá án mikillar umhugsunar eða óyfirstíganlegra fjárútláta. Iceland Express breytti því fyrir „venjulegt fólk" að búa á Íslandi því þeir buðu upp á farmiðaverð yfir hafið sem hafði ekki sést áður. Buðu upp á samkeppni sem var ótrúlega kærkomin og maður leyfði sér að hugsa til að væri komin til að vera. Önnur lággjaldaflugfélög virtust ætla að fylgja í kjölfarið og opna nýjar víddir og möguleika fyrir „venjulegan mann" á Íslandi sem öldum saman hefur búið við áttahagafjötra.
Nú hefur ónýtur gjaldmiðill breytt þessu. Ferðir til útlanda í dag eru lúxus sem ekki hver sem er getur látið eftir sér. Ferð yfir hafið fram og til baka er ekki hversdagsleg ákvörðun heldur krefst hún umtalsverðra fjárútláta. Að ekki sé nú talað um kostnaðinn við það að dvelja í öðru landi og nota annan gjaldmiðil en borga fyrir hann með íslenskum krónum.
Já gamli góði „túngarðurinn" sem félagarnir Guðni, Bjarni Harðar, Davíð Oddsson og Steingrímur J. Sigfússon börðust sem hatrammast fyrir er kominn aftur í öllu sínu veldi. Og ekki bara það heldur virðist þessum mönnum og skoðanabræðrum þeirra og systrum hafa tekist að sannfæra meirihluta þjóðarinnar um að svona skuli þetta vera. Stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna þarf ekki að breyta eða endurskoða. Nei þá er nú betra að leita dauðaleit að öðrum gjaldmiðli sem þjóðin getur tekið upp til þess að þurfa ekki að missa „sjálfstæðið".
Hvaða „sjálfstæði" skildi þetta vera sem umræddur hópur leggur svona mikla áherslu á að halda í? „Sjálfstæði" til að erlendir aðilar komi áreiðanlega ekki hingað í samkeppni við innlenda aðila hvort heldur er um vöru eða þjónustu? „Sjálfstæði" til að flytja athugasemdalaust inn löggjöf erlendis frá sem engin áhrif er hægt að hafa á til eða frá? (Sem NB nýtist alþingismönnum ágætlega til að fela sig á bak við). „Sjálfstæði" til að halda vöxtum háum og tryggja viðhald hagsveiflna af stærðargráðu sem tryggir að engir möguleikar opnast til uppbyggingar nýrra atvinnugreina? „Sjálfstæði" til að halda völdum? Hverra hagsmuna er verið að gæta með því?
Það er ákaflega erfitt að sjá að slíkt „sjálfstæði" séu hagsmunir íslensks almennings. Það eru nefnilega hagsmunir venjulegs fólks á Íslandi að opna fyrir erlenda samkeppni . Það verður ekki gert með því einu að skipta út gjaldmiðlinum. Það verður einungis gert með fullri aðild að ESB. Eini möguleikinn til þess að hér skapist aðstæður til aö örva samkeppni er að Ísland taki stefnuna á aðild. Það mun ekki einungis skapa aðstæður fyrir erlenda aðila að koma hingað og bjóða verslun og þjónustu í samkeppni við innlenda aðila. Aðild mun einnig opna aðstæður fyrir innlenda aðila að hefja atvinnurekstur í samkeppni við aðila á evrópska markaðnum í atvinnugreinum sem við höfum ekki einu sinni hugmyndaflug til að hugsa um núna.
Aðild að ESB mun með öðrum orðum verða til þess að örva Íslenskt atvinnulíf fyrst og síðast. Sem eru ótvírætt hagsmunir alls almennings á Íslandi. Örvunin verður ekki bara vegna annars gjaldmiðils heldur vegna þeirra markaðsaðstæðna sem aðild opnar fyrir. Það er þetta sem þörf er á að breyta. Það er þetta sem við íslenskur almenningur þurfum að sameinast um að gera kröfu um að stefnan verði tekin á.
Til að tryggja gefa nú ekki andstæðingum ESB færi á að kveða þessi orð í kútinn verður að geta þess að höfundur er þess vel meðvitaður að efnahagskreppan er ekki staðbundin við Ísland. ESB á í sömu og vandræðum og meira og minna allir markaðir heimsins. Það breytir ekki því að eini möguleikinn fyrir Íslendinga að koma sér hratt út úr þeim aðstæðum sem þeir eru í er að skapa íslensku atvinnulífi stað í samskiptum við aðrar þjóðir. Það er ekkert neyðarbrauð það er tækifæri sem er brýnt og þarft að taka ákvörðun um fyrir okkur öll til langrar framtíðar.
Nú hefur ónýtur gjaldmiðill breytt þessu. Ferðir til útlanda í dag eru lúxus sem ekki hver sem er getur látið eftir sér. Ferð yfir hafið fram og til baka er ekki hversdagsleg ákvörðun heldur krefst hún umtalsverðra fjárútláta. Að ekki sé nú talað um kostnaðinn við það að dvelja í öðru landi og nota annan gjaldmiðil en borga fyrir hann með íslenskum krónum.
Já gamli góði „túngarðurinn" sem félagarnir Guðni, Bjarni Harðar, Davíð Oddsson og Steingrímur J. Sigfússon börðust sem hatrammast fyrir er kominn aftur í öllu sínu veldi. Og ekki bara það heldur virðist þessum mönnum og skoðanabræðrum þeirra og systrum hafa tekist að sannfæra meirihluta þjóðarinnar um að svona skuli þetta vera. Stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna þarf ekki að breyta eða endurskoða. Nei þá er nú betra að leita dauðaleit að öðrum gjaldmiðli sem þjóðin getur tekið upp til þess að þurfa ekki að missa „sjálfstæðið".
Hvaða „sjálfstæði" skildi þetta vera sem umræddur hópur leggur svona mikla áherslu á að halda í? „Sjálfstæði" til að erlendir aðilar komi áreiðanlega ekki hingað í samkeppni við innlenda aðila hvort heldur er um vöru eða þjónustu? „Sjálfstæði" til að flytja athugasemdalaust inn löggjöf erlendis frá sem engin áhrif er hægt að hafa á til eða frá? (Sem NB nýtist alþingismönnum ágætlega til að fela sig á bak við). „Sjálfstæði" til að halda vöxtum háum og tryggja viðhald hagsveiflna af stærðargráðu sem tryggir að engir möguleikar opnast til uppbyggingar nýrra atvinnugreina? „Sjálfstæði" til að halda völdum? Hverra hagsmuna er verið að gæta með því?
Það er ákaflega erfitt að sjá að slíkt „sjálfstæði" séu hagsmunir íslensks almennings. Það eru nefnilega hagsmunir venjulegs fólks á Íslandi að opna fyrir erlenda samkeppni . Það verður ekki gert með því einu að skipta út gjaldmiðlinum. Það verður einungis gert með fullri aðild að ESB. Eini möguleikinn til þess að hér skapist aðstæður til aö örva samkeppni er að Ísland taki stefnuna á aðild. Það mun ekki einungis skapa aðstæður fyrir erlenda aðila að koma hingað og bjóða verslun og þjónustu í samkeppni við innlenda aðila. Aðild mun einnig opna aðstæður fyrir innlenda aðila að hefja atvinnurekstur í samkeppni við aðila á evrópska markaðnum í atvinnugreinum sem við höfum ekki einu sinni hugmyndaflug til að hugsa um núna.
Aðild að ESB mun með öðrum orðum verða til þess að örva Íslenskt atvinnulíf fyrst og síðast. Sem eru ótvírætt hagsmunir alls almennings á Íslandi. Örvunin verður ekki bara vegna annars gjaldmiðils heldur vegna þeirra markaðsaðstæðna sem aðild opnar fyrir. Það er þetta sem þörf er á að breyta. Það er þetta sem við íslenskur almenningur þurfum að sameinast um að gera kröfu um að stefnan verði tekin á.
Til að tryggja gefa nú ekki andstæðingum ESB færi á að kveða þessi orð í kútinn verður að geta þess að höfundur er þess vel meðvitaður að efnahagskreppan er ekki staðbundin við Ísland. ESB á í sömu og vandræðum og meira og minna allir markaðir heimsins. Það breytir ekki því að eini möguleikinn fyrir Íslendinga að koma sér hratt út úr þeim aðstæðum sem þeir eru í er að skapa íslensku atvinnulífi stað í samskiptum við aðrar þjóðir. Það er ekkert neyðarbrauð það er tækifæri sem er brýnt og þarft að taka ákvörðun um fyrir okkur öll til langrar framtíðar.
laugardagur, 14. febrúar 2009
Samfélag sem stjórnast af hugmyndafræði ungra graðra karla
Mér kom þessi fyrirsögn í hug þegar ég las grein um launamun kynjanna í íslenskum bönkum í Morgunblaðinu í dag. Launamunur kynjanna í bönkunum var 41%. Kemur ekki á óvart - staðfestir þá tilfinningu sem maður hefur haft fyrir því samfélagi sem maður hefur búið í síðustu ár. Við ræddum þetta oft ég og systir mín sem er fimmtán árum yngri en ég. Við vorum í viðskiptaháskóla á sama tíma. Hún rétt komin yfir tvítugt, ég að nálgast fertugt. Hvergi fundum við jafnmikla þröngsýni og afturhald gagnvart jafnréttismálum kvenna en á meðal ungra karlmanna innan þessara skóla þar sem við sátum. Við skildum þess vegna ekki hvers vegna við heyrðum allt í kringum okkur í málsmetandi fólki af báðum kynjum halda því fram að jafnrétti kynjanna yrði brátt náð því allt hugsunarháttur yngri kynslóða væri allt annarr og breyttur frá því sem var. Þessi könnun virðist svo sannarlega ekki styðja þær hugmyndir, þó það sé kannski ekki rétt að kenna aumingja ungu drengunum sjálfum um það að vera svo miklu betur verðmetnir innan bankanna en hitt kynið.
Þetta er staðreynd sem við mættum gjarna hugleiða meira í samhengi við hugmyndafræði samfélagsins síðustu ár. Kannski hugmyndafræði ungra graðra karla sé ekki hugmyndafræðin sem dugar hverju samfélagi best - með fullri virðingu þó fyrir ungum gröðum körlum.
Gildi samfélagsins á Íslandi síðustu ár hafa oft orðið mér tilefni til að setjast við skriftir en fæst af því hef ég talið birtingarhæft. Læt þessa staðreynd launamun kynjanna í íslenskum bönkum síðustu ár verða tilefni til að birta nú eina þeirra... Lýsir tilfinningum manneskju sem er meira en nób boðið einhvern tíma á árinu 2004.
-----------------------------------------------------------------------
Gildi á nýrri öld. Skrifuð á árinu 2004.
Ég lifi í undarlegu samfélagi. Samfélagi þar sem karllæg gildi eru allsráðandi. Samfélagi sem hefur gert viðskiptalífið að guði sínum og karlmenn sem þar eru við stjórnvölinn eru í hlutverki guðanna. Samfélag þar sem gildi peninga er öllum öðrum gildum ofar. Samfélagi þar sem peningar eru talinn helsti hvati mannsins til góðra verka. Samfélagi sem trúir á eftirlit og skrifræði. Samfélagi sem leitar sökudólga fyrir öllu sem aflaga fer. Samfélagi sem leitast við að staðla mannlega breytni í eitt skipti fyrir öll. Samfélagi þar sem allt er leyfilegt EN samt ekki... sumt. Samfélagi þar sem sumir mega allt en aðrir ekki neitt.
Á hvaða leið er samfélagið okkar? Erum við sátt við ráðandi gildi? Eru þau í samræmi við væntingar okkar á nýrri öld?
Ég játa hér með að ég á í tilvistarkreppu í þessu samfélagi sem ég bý í. Ég skil ekki hvert það er að fara og mig langar oft til að standa upp og hrópa og spyrja hvort við ætlum virkilega að leyfa því að halda áfram á sömu braut.
Hvaðan kom þessi SANNLEIKUR sem allir í umræðunni virðast tala út frá? Hver ákvað það að viðskipti á markaði væru öllum mannlegum gjörðum æðra? Hver ákvað það að karlarnir sem stjórna fyrirtækjunum væru merkilegri en aðrir menn? Hver ákvað það að peningar væru helsti hvati mannsins? Hver ákvað það að vandamál væru helst leyst með því að benda á sökudólga og hengja þá? Hver ákvað það að sífellt meira eftirlit og skrifræði leysti allan vanda mannlegs samfélags? Hver ákvað það að hægt væri að staðla mannlega breytni? Hverjum fannst það eftirsóknarvert? Hver ákveður hvað "má" og hvað "má ekki"? Hver ákveður hver "má" og hver "má ekki"?
Hvað fær mig til að tjá mig á þessum nótum? Er ég gengin af göflunum eða hvað gengur mér til? Umræðan í samfélaginu er innblástur þessarar greinar. Umræðan - það sem fólk er að tala um, það sem fjölmiðlar eru að fjalla um, áherslurnar sem þannig má lesa út úr samfélaginu fá mig til að tjá mig á þessum nótum.
Það má vera að þetta komi spánskt fyrir sjónir margra. Það er ekki eins og umræða um peninga sem æðsta gildi mannlegs samfélags sé beinlínis ný af nálinni á þessari einstöku eyju í Atlantshafinu. Fátt annað hefur verið þess virði að ræða um árabil. Hvað veldur þá þessu hugarangri höfundar nú?
Því er til að svara að það eru væntingar höfundar til nýrrar aldar. Væntingar um að 21. öldin væri boðberi breytinga í aðra átt. Væntingar um að mannskepnan væri komin lengra í þróuninni. Væntingar um að mannskepnan hefði lært eitthvað á mistökum síðustu aldar. Væntingar um að efnahagsleg velsæld leiddi til þess að við gætum leyft okkur að þróast til betri vegar. Fyrst og síðast... væntingar um að við yrðum mannlegri...
Ég hélt ekki þegar las Svartfugl á menntaskólaárunum fyrir tuttugu árum að ég ætti eftir að upplifa samfélag hliðstætt við það sem þar er lýst. Ég var sannfærð um að samfélag framtíðarinnar hlyti að verða víðsýnna. Ég var þess fullviss að þröngsýn hreppapólitík sveitunga minna þar sem "útbæingar" hötuðust út í "innbæinga" væri deyjandi fyrirbrigði. .
Nú er ég alls ekki viss um að ég hafi haft rétt fyrir mér. Held jafnvel að ég hafi haft kolrangt fyrir mér. Hreppapólitíkin heldur gildi sínu og er sterkari í samfélaginu en nokkru sinni fyrr. "Hrepparnir" breytast bara. Í stað þess að vera raunverulegir staðbundnir "hreppar" (sem vissulega eru til enn - í Júgóslavíu - á Íslandi sem annars staðar) verða til annars konar "hreppar".
Með sífellt bættu aðgengi að upplýsingum verður samfélagið þröngsýnna og dómharðara. Heimurinn verður "svart-hvítari" en nokkru sinni fyrr.
Siðleg breytni er Bandaríkjamönnum hugleikin ef marka má umræðuna fyrir nýafstaðnar forsetakosningar. Í framhaldi af því hlýtur að vera eðlilegt að spyrja "hvað er siðlegt"?
Er sú heimsmynd sem dóttir mín horfir á í íslensku sjónvarpi á Skjá einum daglagt siðleg? Finnst okkur það Íslendingum?
Er það siðlegt að stjórnendur fyrirtækja fái mánaðarlaun á við margföld árslaun verkamanna sömu fyrirtækja? Er það siðlegt að stjórnendur fyrirtækja séu gerðir að "guðum" veraldarinnar með það eina markmið að "auka virði þeirra í þágu hluthafanna"? Er það siðlegt samfélag sem stjórnast af peningum fyrst og fremst?
Á degi hverjum á árinu 2004 lesum við Íslendingar fyrirsagnir þar sem ein stétt í samfélaginu - blaðamenn - telja sig þess umkomna að setja sig í dómarasæti yfir tilteknum einstaklingum eða hópum og við virðumst gleypa við því algjörlega umhugsunarlaust. Á hverjum degi slær DV upp fyrirsögnum þar sem einstaklingar eða hópar eru gerðir að sökudólgum og dæmdir án dóms og laga og okkur virðist vel líka. Umræðan í samfélaginu verður sífellt litaðri af dómhörkunni og fáir gera athugasemdir við það.
Er nema von að mér sé ofboðið?
Þetta er staðreynd sem við mættum gjarna hugleiða meira í samhengi við hugmyndafræði samfélagsins síðustu ár. Kannski hugmyndafræði ungra graðra karla sé ekki hugmyndafræðin sem dugar hverju samfélagi best - með fullri virðingu þó fyrir ungum gröðum körlum.
Gildi samfélagsins á Íslandi síðustu ár hafa oft orðið mér tilefni til að setjast við skriftir en fæst af því hef ég talið birtingarhæft. Læt þessa staðreynd launamun kynjanna í íslenskum bönkum síðustu ár verða tilefni til að birta nú eina þeirra... Lýsir tilfinningum manneskju sem er meira en nób boðið einhvern tíma á árinu 2004.
-----------------------------------------------------------------------
Gildi á nýrri öld. Skrifuð á árinu 2004.
Ég lifi í undarlegu samfélagi. Samfélagi þar sem karllæg gildi eru allsráðandi. Samfélagi sem hefur gert viðskiptalífið að guði sínum og karlmenn sem þar eru við stjórnvölinn eru í hlutverki guðanna. Samfélag þar sem gildi peninga er öllum öðrum gildum ofar. Samfélagi þar sem peningar eru talinn helsti hvati mannsins til góðra verka. Samfélagi sem trúir á eftirlit og skrifræði. Samfélagi sem leitar sökudólga fyrir öllu sem aflaga fer. Samfélagi sem leitast við að staðla mannlega breytni í eitt skipti fyrir öll. Samfélagi þar sem allt er leyfilegt EN samt ekki... sumt. Samfélagi þar sem sumir mega allt en aðrir ekki neitt.
Á hvaða leið er samfélagið okkar? Erum við sátt við ráðandi gildi? Eru þau í samræmi við væntingar okkar á nýrri öld?
Ég játa hér með að ég á í tilvistarkreppu í þessu samfélagi sem ég bý í. Ég skil ekki hvert það er að fara og mig langar oft til að standa upp og hrópa og spyrja hvort við ætlum virkilega að leyfa því að halda áfram á sömu braut.
Hvaðan kom þessi SANNLEIKUR sem allir í umræðunni virðast tala út frá? Hver ákvað það að viðskipti á markaði væru öllum mannlegum gjörðum æðra? Hver ákvað það að karlarnir sem stjórna fyrirtækjunum væru merkilegri en aðrir menn? Hver ákvað það að peningar væru helsti hvati mannsins? Hver ákvað það að vandamál væru helst leyst með því að benda á sökudólga og hengja þá? Hver ákvað það að sífellt meira eftirlit og skrifræði leysti allan vanda mannlegs samfélags? Hver ákvað það að hægt væri að staðla mannlega breytni? Hverjum fannst það eftirsóknarvert? Hver ákveður hvað "má" og hvað "má ekki"? Hver ákveður hver "má" og hver "má ekki"?
Hvað fær mig til að tjá mig á þessum nótum? Er ég gengin af göflunum eða hvað gengur mér til? Umræðan í samfélaginu er innblástur þessarar greinar. Umræðan - það sem fólk er að tala um, það sem fjölmiðlar eru að fjalla um, áherslurnar sem þannig má lesa út úr samfélaginu fá mig til að tjá mig á þessum nótum.
Það má vera að þetta komi spánskt fyrir sjónir margra. Það er ekki eins og umræða um peninga sem æðsta gildi mannlegs samfélags sé beinlínis ný af nálinni á þessari einstöku eyju í Atlantshafinu. Fátt annað hefur verið þess virði að ræða um árabil. Hvað veldur þá þessu hugarangri höfundar nú?
Því er til að svara að það eru væntingar höfundar til nýrrar aldar. Væntingar um að 21. öldin væri boðberi breytinga í aðra átt. Væntingar um að mannskepnan væri komin lengra í þróuninni. Væntingar um að mannskepnan hefði lært eitthvað á mistökum síðustu aldar. Væntingar um að efnahagsleg velsæld leiddi til þess að við gætum leyft okkur að þróast til betri vegar. Fyrst og síðast... væntingar um að við yrðum mannlegri...
Ég hélt ekki þegar las Svartfugl á menntaskólaárunum fyrir tuttugu árum að ég ætti eftir að upplifa samfélag hliðstætt við það sem þar er lýst. Ég var sannfærð um að samfélag framtíðarinnar hlyti að verða víðsýnna. Ég var þess fullviss að þröngsýn hreppapólitík sveitunga minna þar sem "útbæingar" hötuðust út í "innbæinga" væri deyjandi fyrirbrigði. .
Nú er ég alls ekki viss um að ég hafi haft rétt fyrir mér. Held jafnvel að ég hafi haft kolrangt fyrir mér. Hreppapólitíkin heldur gildi sínu og er sterkari í samfélaginu en nokkru sinni fyrr. "Hrepparnir" breytast bara. Í stað þess að vera raunverulegir staðbundnir "hreppar" (sem vissulega eru til enn - í Júgóslavíu - á Íslandi sem annars staðar) verða til annars konar "hreppar".
Með sífellt bættu aðgengi að upplýsingum verður samfélagið þröngsýnna og dómharðara. Heimurinn verður "svart-hvítari" en nokkru sinni fyrr.
Siðleg breytni er Bandaríkjamönnum hugleikin ef marka má umræðuna fyrir nýafstaðnar forsetakosningar. Í framhaldi af því hlýtur að vera eðlilegt að spyrja "hvað er siðlegt"?
Er sú heimsmynd sem dóttir mín horfir á í íslensku sjónvarpi á Skjá einum daglagt siðleg? Finnst okkur það Íslendingum?
Er það siðlegt að stjórnendur fyrirtækja fái mánaðarlaun á við margföld árslaun verkamanna sömu fyrirtækja? Er það siðlegt að stjórnendur fyrirtækja séu gerðir að "guðum" veraldarinnar með það eina markmið að "auka virði þeirra í þágu hluthafanna"? Er það siðlegt samfélag sem stjórnast af peningum fyrst og fremst?
Á degi hverjum á árinu 2004 lesum við Íslendingar fyrirsagnir þar sem ein stétt í samfélaginu - blaðamenn - telja sig þess umkomna að setja sig í dómarasæti yfir tilteknum einstaklingum eða hópum og við virðumst gleypa við því algjörlega umhugsunarlaust. Á hverjum degi slær DV upp fyrirsögnum þar sem einstaklingar eða hópar eru gerðir að sökudólgum og dæmdir án dóms og laga og okkur virðist vel líka. Umræðan í samfélaginu verður sífellt litaðri af dómhörkunni og fáir gera athugasemdir við það.
Er nema von að mér sé ofboðið?
mánudagur, 9. febrúar 2009
Fullkomin lágkúra
Íslenskum ráðamönnum er að takast að drepa síðustu leifarnar sem eftir voru af sjálfsvirðingu manns sem Íslendings. Þvílík lágkúra!
Engin mörk, engin virðing, fullkominn sjálfhverfa. Alþjóðasamfélagið fær nú að komast að því fyrir opnum tjöldum sem við öll vitum innst inni að pólitíska umhverfið hér er ekki hótinu skárra en í Rússlandi , en það land verður seint talið sérstök fyrirmynd annarra þjóða í stjórnmálalegu tilliti.
Tilfinningin sem helltist yfir mig áðan þegar ég horfði á fréttir var svipuð því sem ég upplifði þegar Monicu Lewinsky málið stóð sem hæst á sínum tíma. Lágkúran í umræðunni var orðin svo fullkominn að þó maður væri ekki annað en saklaus áhorfandi að henni skammaðist maður sín.
Lágkúra og virðingarleysi íslenskra ráðamanna fyrir hlutverki sínu er svo gengdarlaust að því virðast engin takmörk sett. Framganga seðlabankastjórnar gagnvart bréfi forsætisráðherra er svo óforskömmuð, svo forhert í sjálfhverfu sinni aðþað gengur út yfir allt. Og verður vonandi ekki toppað.
Það er út af fyrir sig miklu meira en nóg að seðlabankastjórar á Íslandi hafi ekki séð sóma sinn í því að segja af sér sjálfviljugir. Að þeir skuli í ofanálag neita beiðni forsætisráðherra þjóðarinnar um það er svo ógeðfellt, svo yfirgengilega sjálfhverft og lýsir svo fullkomnu virðingarleysi gagnvart því hlutverki sem þeir hafa að það getur ekki orðið annað en þeim sjálfum til ævarandi hneisu.
Á meðan þurfum við íslenska þjóðin að þola þennan ógeðfellda valdaleik í ofanálag við annað sem við er að etja.
Sjálfstæðismenn hafa hver af öðrum minnt mann á það síðustu daga fyrir hvað þeir standa. Það er aldeilis ágætt að maður sé minntur á það en mikið lifandis skelfing er það dapurlegt. Að þetta skuli vera þau stjórnmál sem manni er boðið upp á.
Engin mörk, engin virðing, fullkominn sjálfhverfa. Alþjóðasamfélagið fær nú að komast að því fyrir opnum tjöldum sem við öll vitum innst inni að pólitíska umhverfið hér er ekki hótinu skárra en í Rússlandi , en það land verður seint talið sérstök fyrirmynd annarra þjóða í stjórnmálalegu tilliti.
Tilfinningin sem helltist yfir mig áðan þegar ég horfði á fréttir var svipuð því sem ég upplifði þegar Monicu Lewinsky málið stóð sem hæst á sínum tíma. Lágkúran í umræðunni var orðin svo fullkominn að þó maður væri ekki annað en saklaus áhorfandi að henni skammaðist maður sín.
Lágkúra og virðingarleysi íslenskra ráðamanna fyrir hlutverki sínu er svo gengdarlaust að því virðast engin takmörk sett. Framganga seðlabankastjórnar gagnvart bréfi forsætisráðherra er svo óforskömmuð, svo forhert í sjálfhverfu sinni aðþað gengur út yfir allt. Og verður vonandi ekki toppað.
Það er út af fyrir sig miklu meira en nóg að seðlabankastjórar á Íslandi hafi ekki séð sóma sinn í því að segja af sér sjálfviljugir. Að þeir skuli í ofanálag neita beiðni forsætisráðherra þjóðarinnar um það er svo ógeðfellt, svo yfirgengilega sjálfhverft og lýsir svo fullkomnu virðingarleysi gagnvart því hlutverki sem þeir hafa að það getur ekki orðið annað en þeim sjálfum til ævarandi hneisu.
Á meðan þurfum við íslenska þjóðin að þola þennan ógeðfellda valdaleik í ofanálag við annað sem við er að etja.
Sjálfstæðismenn hafa hver af öðrum minnt mann á það síðustu daga fyrir hvað þeir standa. Það er aldeilis ágætt að maður sé minntur á það en mikið lifandis skelfing er það dapurlegt. Að þetta skuli vera þau stjórnmál sem manni er boðið upp á.
laugardagur, 7. febrúar 2009
Frá Mammon til Marx – er það leiðin?
Þegar ég hóf nám á Bifröst haustið 1999 var ég þess fullviss að Ísland gæti ekki ekki gengið öllu lengra í umræðu um peninga. Það hlyti að vera komið að þeim tímapunkti að upp myndi rísa hreyfing sem leiddi til breytinga á samfélaginu - lengra yrði ekki gengið í peningadýrkun samfélagsins. Það hvarflaði ekki að mér að í raun var íslenskt samfélag rétt að byrja dansinn í kringum gullkálfinn. Dans sem átti eftir að taka sig svo yfirgengilega mynd að maður hafði ekki hugmyndaflug til að láta sér detta í hug að slíkt gæti nokkurn tíma gerst. Getum við Íslendingar í alvörunni látið eins og þróun þessa samfélags sé einhverjum tilteknum litlum hópi manna um að kenna? Er slíkur skilningur á eðli þess sem gerst hefur líklegur til að leiða okkur á rétta braut til framtíðar?
Ég held ekki. Er reyndar sannfærð um að svo er ekki. Það verður engin breyting á íslensku samfélagi fyrr en við öll viðurkennum og horfumst í aug við að við eigum okkar hlut í því sem gerst hefur.
Pólitíkin spilar hér heilmikla rullu og ef við Íslendingar gerum okkur ekki grein fyrir því munu litlar breytingar verða. Við kusum yfir okkur stjórnvöld á árinu 2003 sem lofuðu okkur meiri peningum í budduna með skattalækkunum. Það gerðum við þrátt fyrir að það væri augljóst hverjum manni að slík ráðstöfun væri glapræði í því þensluástandi sem þá blasti við. Við leyfðum flokkakerfinu að hugsa um það eitt að viðhalda sjálfu sér í stað þess að gera skilyrðislausa kröfu um breytingar. Breytingar sem leiddu til þess að raunverulega yrði tekist á um Evrópusambandsaðild - pólitíska spurningu sem augljóslega þurfti þá þegar að takast á við. Afleiðingar þess að það var ekki gert hefur reynst afdrifaríkari en nokkurt okkar óraði fyrir.
Ég er þess fullviss að þegar sagnfræðingar framtíðarinnar eiga eftir að fjalla um þennan fyrsta áratug 21. aldar á Íslandi muni kosningaúrslitin 2003 og ákvarðanir stjórnvalda í framhaldi af þeim talin með stærstu pólitísku mistök um íslenskrar stjórnmálasögu. Stjórnmálamönnunum verður ekki einum kennt um þau mistök - íslenska þjóðin ber þar mikla ábyrgð. Við fáum yfir okkur þau stjórnvöld sem við eigum skilið hverju sinni og það á jafnt við í fortíð og framtíð. Við munum fá yfir okkur þau stjórnvöld í kosningunum í vor sem við eigum skilið. Ef svo heldur áfram sem horfir hef ég enga trú á að það verði stjórnvöld sem leiði til breytinga sem skipta máli til framtíðar. Mér sýnist því miður allt stefna í að hér verði populisminn allsráðandi sem fyrr.
Sigurður Líndal orðar þetta ágætlega í grein í Fréttablaðinu í dag þegar hann segir „En fátt stendur lýðræðinu meira fyrir þrifum en ofurvald afþreyingariðnaðarins. Áhrif hans birtast ekki sízt í firringu þannig að menn losna úr tengslum við umhverfi sitt og berast inn í sýndarveruleika. Nýjustu birtingarmyndir hennar eru pottlokaglamur undir stjórn rokkara og rappara, sem við leyst hefur rökræðuna af hólmi og þá er stut tí að bareflin taki við sleifunum. Með þessu er forsendum lýðræðisstjórnarhátta hafnað. Við þessu má bregðast með almennri upplýsingu sem stuðlað geti að gagnrýnni hugsun. En það er langtíma viðfangsefni í samkeppni við afþreyinguna..."
Langtíma viðfangsefni . Það er töfraorðið. Íslenskt samfélag mun ekki breytast til hins betra í einu vetfangi. Stjórnarskránni má alls ekki breyta með hraði - þess þörfnumst við allra síst núna. Við þörfnumst skynsemi, rökræðu, gagnrýninnar hugsunar.
Því miður verður að segjast eins og er að engi merki sjást um að við ætlum að veðja á þá leið. Nei þá hentar okkur nú betur að halda áfram í sama leik og verið hefur. Það eina sem breytst hefur er að í stað þess að dýrka Mammon þá skal honum nú hrundið með látum. Ekki er alveg skýrt hver á að koma í hans stað en þó verður ekki annað sagt en það glitti í hugmyndafræði Karls Marx, Lenín og þeirra félaga af ræðum, greinaskrifum og því sem hæst ber í umræðunni.
Höldum við íslenskur almenningur í alvörunni að „bylting" með þessum hætti muni leiða okkur til góðrar framtíðar? Þeirrar framtíðar sem við þráum?
Þurfum við sem samfélag ekki á neinni naflaskoðun að halda? Berum við enga ábyrgð á því hvernig samfélag okkar þróaðist síðustu ár? Og ætlum við ekki að bera neina ábyrgð á framtíð samfélagsins okkar heldur? Höldum við að með því að reka burt allt „vonda liðið" og koma því „góða" að muni allt falla í ljúfa löð og allir lifa hamingjusamir eftir það?
Ég held ekki. Er reyndar sannfærð um að svo er ekki. Það verður engin breyting á íslensku samfélagi fyrr en við öll viðurkennum og horfumst í aug við að við eigum okkar hlut í því sem gerst hefur.
Pólitíkin spilar hér heilmikla rullu og ef við Íslendingar gerum okkur ekki grein fyrir því munu litlar breytingar verða. Við kusum yfir okkur stjórnvöld á árinu 2003 sem lofuðu okkur meiri peningum í budduna með skattalækkunum. Það gerðum við þrátt fyrir að það væri augljóst hverjum manni að slík ráðstöfun væri glapræði í því þensluástandi sem þá blasti við. Við leyfðum flokkakerfinu að hugsa um það eitt að viðhalda sjálfu sér í stað þess að gera skilyrðislausa kröfu um breytingar. Breytingar sem leiddu til þess að raunverulega yrði tekist á um Evrópusambandsaðild - pólitíska spurningu sem augljóslega þurfti þá þegar að takast á við. Afleiðingar þess að það var ekki gert hefur reynst afdrifaríkari en nokkurt okkar óraði fyrir.
Ég er þess fullviss að þegar sagnfræðingar framtíðarinnar eiga eftir að fjalla um þennan fyrsta áratug 21. aldar á Íslandi muni kosningaúrslitin 2003 og ákvarðanir stjórnvalda í framhaldi af þeim talin með stærstu pólitísku mistök um íslenskrar stjórnmálasögu. Stjórnmálamönnunum verður ekki einum kennt um þau mistök - íslenska þjóðin ber þar mikla ábyrgð. Við fáum yfir okkur þau stjórnvöld sem við eigum skilið hverju sinni og það á jafnt við í fortíð og framtíð. Við munum fá yfir okkur þau stjórnvöld í kosningunum í vor sem við eigum skilið. Ef svo heldur áfram sem horfir hef ég enga trú á að það verði stjórnvöld sem leiði til breytinga sem skipta máli til framtíðar. Mér sýnist því miður allt stefna í að hér verði populisminn allsráðandi sem fyrr.
Sigurður Líndal orðar þetta ágætlega í grein í Fréttablaðinu í dag þegar hann segir „En fátt stendur lýðræðinu meira fyrir þrifum en ofurvald afþreyingariðnaðarins. Áhrif hans birtast ekki sízt í firringu þannig að menn losna úr tengslum við umhverfi sitt og berast inn í sýndarveruleika. Nýjustu birtingarmyndir hennar eru pottlokaglamur undir stjórn rokkara og rappara, sem við leyst hefur rökræðuna af hólmi og þá er stut tí að bareflin taki við sleifunum. Með þessu er forsendum lýðræðisstjórnarhátta hafnað. Við þessu má bregðast með almennri upplýsingu sem stuðlað geti að gagnrýnni hugsun. En það er langtíma viðfangsefni í samkeppni við afþreyinguna..."
Langtíma viðfangsefni . Það er töfraorðið. Íslenskt samfélag mun ekki breytast til hins betra í einu vetfangi. Stjórnarskránni má alls ekki breyta með hraði - þess þörfnumst við allra síst núna. Við þörfnumst skynsemi, rökræðu, gagnrýninnar hugsunar.
Því miður verður að segjast eins og er að engi merki sjást um að við ætlum að veðja á þá leið. Nei þá hentar okkur nú betur að halda áfram í sama leik og verið hefur. Það eina sem breytst hefur er að í stað þess að dýrka Mammon þá skal honum nú hrundið með látum. Ekki er alveg skýrt hver á að koma í hans stað en þó verður ekki annað sagt en það glitti í hugmyndafræði Karls Marx, Lenín og þeirra félaga af ræðum, greinaskrifum og því sem hæst ber í umræðunni.
Höldum við íslenskur almenningur í alvörunni að „bylting" með þessum hætti muni leiða okkur til góðrar framtíðar? Þeirrar framtíðar sem við þráum?
Þurfum við sem samfélag ekki á neinni naflaskoðun að halda? Berum við enga ábyrgð á því hvernig samfélag okkar þróaðist síðustu ár? Og ætlum við ekki að bera neina ábyrgð á framtíð samfélagsins okkar heldur? Höldum við að með því að reka burt allt „vonda liðið" og koma því „góða" að muni allt falla í ljúfa löð og allir lifa hamingjusamir eftir það?
fimmtudagur, 5. febrúar 2009
Skinhelgi íslenskrar þjóðar
Vandlætingu íslenskrar þjóðar á "auðmönnum" og "útrásarvíkingum" eru lítil takmörk sett þessa dagana. Þetta eru "vondir menn" - allir saman. Vondir menn sem ekkert vantar upp á annað en að samfélagið taki upp á að hýða opinberlega. Þjóðin er þó enn of vönd af virðingu sinni til að samþykkja opinberar hýðingar eða limlestingar að hætti þjóða sem hún flesta daga dæmir sem vanþróaðar. Því kýs hún heldur að nota tungumálið - orð - til að sýna vandlætingu sína. Það er svo miklu siðfágaðra.
Mikið væri það nú eftirsóknarvert þó ekki væri nema einn maður sem talaði opinberlega á öðrum nótum. Einn sem neitaði að taka þátt í múgsefjuninni . Einn sem neitaði að nota orðfæri eins og „auðmenn", „útrásarvíkinga" eða hvað orð það eru önnur sem notuð eru eins og verið sé að tala um vel skilgreindan hóp manna. Bara einn... ég bið ekki um meira. Einn forystumann sem neitar að elta lýðinn en höfðar til hans um að elta sig. Er slíkur forystumaður til á Íslandi í dag?
Það er undarlegt hlutskipti að vera orðinn einn helsti talsmaður „auðmanna" á Íslandi en þannig upplifi ég hlutskipti mitt í samskiptum við landa mína þessa dagana. Mér ofbýður svo gjörsamlega umræðan allt í kringum mig að ég kann ekki að svara henni öðruvísi.
Mér ofbýður að Íslendingar sem alla mína ævi hafa talið það sjálfsagðara en nokkuð annað að svíkja undan skatti sem mest þeir mega - hneykslast nú hver um annan þveran á þessum vondu „auðmönnum" sem keppast hafa við að koma fjármunum sínum í skattaskjól í útlöndum. Skattsvik hafa þótt svo sjálfsögð hér á landi svo lengi sem ég man að „venjulegt fólk" hefur ekki einu sinni skammast sín fyrir að tala um það upphátt í kaffiboðum.
Mikið væri nú trúverðugra ef að landar mínir vildi gerast svo auðmjúkir að líta í eigin barm - þó ekki væri nema aðeins pínu... Er mögulegt að siðferði viðskiptajöfra á Íslandi geri ekkert annað en endurspegla það siðferði sem við Íslendingar höfum sjálfir? Getur verið að þess vegna sé dómharkan svo rosaleg sem raun ber vitni? Vegna þess að það er of sársaukafullt að horfa í eigin barm? Svo miklu betra og auðveldara að benda á einhvern annan? Þar höfum við líka ótvríræðan forystumann... hinn eina sanna Davíð Oddsson núverandi seðlabankastjóra fyrrverandi forsætisráðherra. Hinn eina sanna „führer" íslenskrar þjóðar.
Mikið væri það nú eftirsóknarvert þó ekki væri nema einn maður sem talaði opinberlega á öðrum nótum. Einn sem neitaði að taka þátt í múgsefjuninni . Einn sem neitaði að nota orðfæri eins og „auðmenn", „útrásarvíkinga" eða hvað orð það eru önnur sem notuð eru eins og verið sé að tala um vel skilgreindan hóp manna. Bara einn... ég bið ekki um meira. Einn forystumann sem neitar að elta lýðinn en höfðar til hans um að elta sig. Er slíkur forystumaður til á Íslandi í dag?
Það er undarlegt hlutskipti að vera orðinn einn helsti talsmaður „auðmanna" á Íslandi en þannig upplifi ég hlutskipti mitt í samskiptum við landa mína þessa dagana. Mér ofbýður svo gjörsamlega umræðan allt í kringum mig að ég kann ekki að svara henni öðruvísi.
Mér ofbýður að Íslendingar sem alla mína ævi hafa talið það sjálfsagðara en nokkuð annað að svíkja undan skatti sem mest þeir mega - hneykslast nú hver um annan þveran á þessum vondu „auðmönnum" sem keppast hafa við að koma fjármunum sínum í skattaskjól í útlöndum. Skattsvik hafa þótt svo sjálfsögð hér á landi svo lengi sem ég man að „venjulegt fólk" hefur ekki einu sinni skammast sín fyrir að tala um það upphátt í kaffiboðum.
Mikið væri nú trúverðugra ef að landar mínir vildi gerast svo auðmjúkir að líta í eigin barm - þó ekki væri nema aðeins pínu... Er mögulegt að siðferði viðskiptajöfra á Íslandi geri ekkert annað en endurspegla það siðferði sem við Íslendingar höfum sjálfir? Getur verið að þess vegna sé dómharkan svo rosaleg sem raun ber vitni? Vegna þess að það er of sársaukafullt að horfa í eigin barm? Svo miklu betra og auðveldara að benda á einhvern annan? Þar höfum við líka ótvríræðan forystumann... hinn eina sanna Davíð Oddsson núverandi seðlabankastjóra fyrrverandi forsætisráðherra. Hinn eina sanna „führer" íslenskrar þjóðar.
miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Afglöp finnast engin...
„Afglöp finnast engin né nokkurskonar brot í störfum bankastjórnar." Nokkru síðar segir „Okkur starfsmönnum Seðlabankans hefur sviðið umræðan að undanförnu og erum þó ýmsu vön gegnum tíðina. Gegndarlaus áróður og sleggjudómar eru þvílíkir að helst minnir á aðferðir skipulagðra öfgahópa. Fréttaflutningur hefur verið á einn veg. Eineltið beinist fyrst og fremst gagnvart formanni bankastjórnar, Davíð Oddssyni." Bein tilvitnun í grein Hallgríms Ólafssonar starfsmanns Seðlabankans og formann starfsmannafélagsins úr Morgunblaðinu í dag.
Ja hérna „sínum augum lítur hver á silfrið" kom upp í hug undirritaðrar. „Afglöp finnast engin né nokkurskonar brot í störfum bankastjórnar." Athyglisverð fullyrðing svo ekki sé meira sagt.
Hvar í hinum svokölluðu „siðuðu samfélögum" í kringum okkur myndi seðlabankastjóri viðhafa þvílík orð í sjónvarpsþætti eins og Davíð Oddsson gerði í Kastljósþætti þriðjudagskvöldið minnisstæða 7. október síðastliðinn? Voru það ekki „afglöp" í starfi? Að viðhafa orð eins og „óreiðumenn" um stjórnendur eða eigendur íslensku bankanna á svo viðkvæmu augnabliki? Hvað með yfirlýsingu Seðlabankans um „Rússalánið" að morgni sama dags? Hvað með tilraunir Seðlabankans til að halda uppi gengi á íslensku krónunni sem varð að bakka með síðar sama dag eða daginn eftir? Hvað með orðstí Íslands í alþjóðlegu samhengi þessa daga í október? Heldur formaður starfsmannafélags Seðlabankans að störf Seðlabankastjórnar þessa örlagaríku daga hafi aukið hróður Íslands í alþjóðasamfélaginu eða hjálpað okkur sem þjóð sem tæki alþjóðlegar skuldbindingar sínar alvarlega? Eða bæri yfirhöfuð ábyrgð á að „standa vörð um gjaldmiðilinn og virkt og öruggt bankakerfi"?
Það skal viðurkennast að mér verður allri lokið þegar ég heyri það nefnt að Davíð Oddsson sé „lagður í einelti" eða að það megi ekki „persónugera" hlutina með því að kenna honum um allt sem aflaga fer. Þvílík rökleysa og endemis vitleysa - svo gegndarlaus að tekur ekki nokkru tali.
Davíð Oddsson er maður sem getur alveg staðið undir öllum þeim ávirðingum sem á hann eru bornar. Maður sem hefur viðhaft þvílíkar yfirlýsingar og hann hefur sjálfur gert um einstök fyrirtæki, menn og málefni hljóta að geta staðið undir því að fá það sama framan í sig sjálfir. Davíð Oddsson hefur í mörg ár misskilið hlutverk sitt hrapalega, svo hrapalega að það mun taka íslensku þjóðina mörg, mörg ár, ef ekki áratugi að jafna sig á því. Svo herfilega tókst honum til í stól forsætisráðherra að hann skildi þjóð sína eftir sundraða í illindum sem enn sér ekki fyrir endann á og er eflaust langt í að sjái fyrir endann á - a.m.k. ef marka má umræðuna sem er meira og minna eins og töluð út úr munni hans. Jónas Jónsson frá Hriflu bliknar í samanburðinum.
Það er ekki hlutverk forsætisráðherra nokkurrar þjóðar að draga fyrirtæki og einstaklinga í dilka. Eða bera þá sökum opinberlega. Það gerði Davíð Oddsson grímulaust í mörg ár með þeim hætti að enginn er samur eftir. Það er ómögulegt að mynda sér skoðun á óvildarmönnum og óvildarfyrirtækjum Davíðs Oddssonar öðruvísi en vera þar með búinn að setja sig í flokk sem maður kærir sig ekkert um að vera í.
Það vekur sérstaka athygli mína að formaður starfsmannafélagsins talar um að „starfsmönnum Seðlabankans svíði umræðan". Ja hérna. Hefur einhvern tíma hvarflað að sama manni hvernig hundruðum starfsmanna í eigu fyrirtækja Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hefur liðið síðustu ár? Hefur hvarflað að honum hverskonar staða það er að starfa af heilindum í fyrirtæki sem þú metur mikils og sitja undir stöðugum ávirðingum um að vera í „Baugsliðinu" og þar með gerður ótrúverðugur - alveg sama hvað eða hvernig þú vinnur störf þín af hendi? Hefur hvarflað að honum hvernig það er að starfa í fyrirtæki sem er yfirlýstur „óvinur" forsætisráðherra þjóðarinnar og tilheyrir „vonda liðinu"?
Ég varð vitni að því á námskeiði fyrir mörgum árum síðan. Hvernig maður sem starfaði í einu fyrirtækja Baugs og hafði starfað þar löngu áður en það komst í þeirra eigu hafði fengið byr undir hugmyndir sínar með tilkomu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í stjórn. Hann fékk tækifæri og upplifði að það var hlustað á hugmyndir hans. Ekki nóg með það heldur varð hann stjórnandi fyrirtækisins á grundvelli hugmyndar sinnar. Hann kreppti hnefana þegar hann í tilfinningaþrunginni ræðu lýsti því hvernig það væri að starfa í fyrirtæki sem hann hefði trú á og vildi allt til vinna að gengi vel en sem væri á sama tíma yfirlýstur óvinur forsætisráðherra þjóðarinnar. Það var sárt og það var svo vont að það hafði mikil áhrif á persónulegt líf viðkomandi manns. Ég veit að þessi maður er ekki sá eini. Ég veit að blaðamönnum Fréttablaðsins, sumum hverjum, hefur ekki alltaf liðið vel undir ávirðingum um að starfa hjá „Baugsmiðlinum". Það sama má áreiðanlega segja um þúsundir einstaklinga sem hafa starfað af fullum heilindum hjá fyrirtækjum í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Það hefur áreiðanlega ekki alltaf verið auðvelt og alveg áreiðanlega hefur viðkomandi oft „sviðið" umræðan sem haldið var uppi af forsætisráðherra þeirrar sömu þjóðar. En hvað hafa þeir hinir sömu getað gert sér til varnar? Í samfélagi þar sem slíkt leyfist og þykir meira að segja í svo góðu lagi að sagt er að forsætisráðherrann títtnefndur sé „lagður í einelti" þegar það er gagnrýnt!
Í ljósi þess hvað hér er sagt verður að láta þær upplýsingar koma fram að ég er ekki félagi í Samfylkingunni og því algjörlega óþarft að lesa þetta í gegnum þau flokkspólitísku gleraugu. Ég sagði mig úr henni á haustmánuðum og hef enda aldrei litið svo á að ég þyrfti að spyrja flokkinn um leyfi til að hafa skoðanir.
Ég veit ekki hvort að Jón Ásgeir Jóhannesson er glæpamaður eða ekki. Ég lagðist ekki í lestur dómsniðurstaðna Baugsmálsins né heldur hef ég kynnt mér viðskipti hans og eignatengsl ofan í kjölinn. Ég kýs að treysta stjórnkerfi landsins þegar kemur að sýknu eða sakfellingu hans eða annarra í þessu landi. Ég get haft og hef mínar persónulegu skoðanir á þeim athafnamönnum sem hér hafa starfað þau ár sem ég hef fylgst með íslensku viðskiptalífi og Jón Ásgeir Jóhannesson er svo sannarlega einn af þeim. Hann er maður sem mig hefur alltaf langað og langar enn til að vita hvort er í raun og veru klár athafnamaður eða hvort hann er eins og Davíð Oddsson og co. hafa látið að liggja árum saman „ótíndur glæpamaður". Ég get ekki annað en vonað að það upplýsist áður en ég verð öll.
Það sem ég veit er það að það er algjörlega óþolandi að búa í samfélagi þar sem æðstu ráðamenn vita ekki valdmörk sín. Þar er Davíð Oddsson og hefur verið fremstur í flokki áratugum saman. Það er ekki hlutverk seðlabankastjóra að vera með órökstuddar yfirlýsingar um „óreiðumenn" eða yfirhöfuð aðrar pólitískar yfirlýsingar. Það er ekki hlutverk seðlabankastjóra að halda langar pólitískar varnarræður fyrir sjálfa sig eins og Davíð Oddsson hefur gert. Það er hlutverk seðlabankastjóra að standa vörð um gjaldmiðil þjóðarinnar eða eins og segir orðrétt á heimasíðu bankans:
„Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi. Með samþykki forsætisráðherra er Seðlabankanum heimilt að lýsa yfir tölulegu markmiði um verðbólgu. Að auki skal Seðlabanki Íslands sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslukerfi í landinu og við útlönd."
Það þarf vart að hafa fleiri orð um réttlætanlegan brottrekstur seðlabankastjóra úr embætti, er það?
Ja hérna „sínum augum lítur hver á silfrið" kom upp í hug undirritaðrar. „Afglöp finnast engin né nokkurskonar brot í störfum bankastjórnar." Athyglisverð fullyrðing svo ekki sé meira sagt.
Hvar í hinum svokölluðu „siðuðu samfélögum" í kringum okkur myndi seðlabankastjóri viðhafa þvílík orð í sjónvarpsþætti eins og Davíð Oddsson gerði í Kastljósþætti þriðjudagskvöldið minnisstæða 7. október síðastliðinn? Voru það ekki „afglöp" í starfi? Að viðhafa orð eins og „óreiðumenn" um stjórnendur eða eigendur íslensku bankanna á svo viðkvæmu augnabliki? Hvað með yfirlýsingu Seðlabankans um „Rússalánið" að morgni sama dags? Hvað með tilraunir Seðlabankans til að halda uppi gengi á íslensku krónunni sem varð að bakka með síðar sama dag eða daginn eftir? Hvað með orðstí Íslands í alþjóðlegu samhengi þessa daga í október? Heldur formaður starfsmannafélags Seðlabankans að störf Seðlabankastjórnar þessa örlagaríku daga hafi aukið hróður Íslands í alþjóðasamfélaginu eða hjálpað okkur sem þjóð sem tæki alþjóðlegar skuldbindingar sínar alvarlega? Eða bæri yfirhöfuð ábyrgð á að „standa vörð um gjaldmiðilinn og virkt og öruggt bankakerfi"?
Það skal viðurkennast að mér verður allri lokið þegar ég heyri það nefnt að Davíð Oddsson sé „lagður í einelti" eða að það megi ekki „persónugera" hlutina með því að kenna honum um allt sem aflaga fer. Þvílík rökleysa og endemis vitleysa - svo gegndarlaus að tekur ekki nokkru tali.
Davíð Oddsson er maður sem getur alveg staðið undir öllum þeim ávirðingum sem á hann eru bornar. Maður sem hefur viðhaft þvílíkar yfirlýsingar og hann hefur sjálfur gert um einstök fyrirtæki, menn og málefni hljóta að geta staðið undir því að fá það sama framan í sig sjálfir. Davíð Oddsson hefur í mörg ár misskilið hlutverk sitt hrapalega, svo hrapalega að það mun taka íslensku þjóðina mörg, mörg ár, ef ekki áratugi að jafna sig á því. Svo herfilega tókst honum til í stól forsætisráðherra að hann skildi þjóð sína eftir sundraða í illindum sem enn sér ekki fyrir endann á og er eflaust langt í að sjái fyrir endann á - a.m.k. ef marka má umræðuna sem er meira og minna eins og töluð út úr munni hans. Jónas Jónsson frá Hriflu bliknar í samanburðinum.
Það er ekki hlutverk forsætisráðherra nokkurrar þjóðar að draga fyrirtæki og einstaklinga í dilka. Eða bera þá sökum opinberlega. Það gerði Davíð Oddsson grímulaust í mörg ár með þeim hætti að enginn er samur eftir. Það er ómögulegt að mynda sér skoðun á óvildarmönnum og óvildarfyrirtækjum Davíðs Oddssonar öðruvísi en vera þar með búinn að setja sig í flokk sem maður kærir sig ekkert um að vera í.
Það vekur sérstaka athygli mína að formaður starfsmannafélagsins talar um að „starfsmönnum Seðlabankans svíði umræðan". Ja hérna. Hefur einhvern tíma hvarflað að sama manni hvernig hundruðum starfsmanna í eigu fyrirtækja Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hefur liðið síðustu ár? Hefur hvarflað að honum hverskonar staða það er að starfa af heilindum í fyrirtæki sem þú metur mikils og sitja undir stöðugum ávirðingum um að vera í „Baugsliðinu" og þar með gerður ótrúverðugur - alveg sama hvað eða hvernig þú vinnur störf þín af hendi? Hefur hvarflað að honum hvernig það er að starfa í fyrirtæki sem er yfirlýstur „óvinur" forsætisráðherra þjóðarinnar og tilheyrir „vonda liðinu"?
Ég varð vitni að því á námskeiði fyrir mörgum árum síðan. Hvernig maður sem starfaði í einu fyrirtækja Baugs og hafði starfað þar löngu áður en það komst í þeirra eigu hafði fengið byr undir hugmyndir sínar með tilkomu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í stjórn. Hann fékk tækifæri og upplifði að það var hlustað á hugmyndir hans. Ekki nóg með það heldur varð hann stjórnandi fyrirtækisins á grundvelli hugmyndar sinnar. Hann kreppti hnefana þegar hann í tilfinningaþrunginni ræðu lýsti því hvernig það væri að starfa í fyrirtæki sem hann hefði trú á og vildi allt til vinna að gengi vel en sem væri á sama tíma yfirlýstur óvinur forsætisráðherra þjóðarinnar. Það var sárt og það var svo vont að það hafði mikil áhrif á persónulegt líf viðkomandi manns. Ég veit að þessi maður er ekki sá eini. Ég veit að blaðamönnum Fréttablaðsins, sumum hverjum, hefur ekki alltaf liðið vel undir ávirðingum um að starfa hjá „Baugsmiðlinum". Það sama má áreiðanlega segja um þúsundir einstaklinga sem hafa starfað af fullum heilindum hjá fyrirtækjum í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Það hefur áreiðanlega ekki alltaf verið auðvelt og alveg áreiðanlega hefur viðkomandi oft „sviðið" umræðan sem haldið var uppi af forsætisráðherra þeirrar sömu þjóðar. En hvað hafa þeir hinir sömu getað gert sér til varnar? Í samfélagi þar sem slíkt leyfist og þykir meira að segja í svo góðu lagi að sagt er að forsætisráðherrann títtnefndur sé „lagður í einelti" þegar það er gagnrýnt!
Í ljósi þess hvað hér er sagt verður að láta þær upplýsingar koma fram að ég er ekki félagi í Samfylkingunni og því algjörlega óþarft að lesa þetta í gegnum þau flokkspólitísku gleraugu. Ég sagði mig úr henni á haustmánuðum og hef enda aldrei litið svo á að ég þyrfti að spyrja flokkinn um leyfi til að hafa skoðanir.
Ég veit ekki hvort að Jón Ásgeir Jóhannesson er glæpamaður eða ekki. Ég lagðist ekki í lestur dómsniðurstaðna Baugsmálsins né heldur hef ég kynnt mér viðskipti hans og eignatengsl ofan í kjölinn. Ég kýs að treysta stjórnkerfi landsins þegar kemur að sýknu eða sakfellingu hans eða annarra í þessu landi. Ég get haft og hef mínar persónulegu skoðanir á þeim athafnamönnum sem hér hafa starfað þau ár sem ég hef fylgst með íslensku viðskiptalífi og Jón Ásgeir Jóhannesson er svo sannarlega einn af þeim. Hann er maður sem mig hefur alltaf langað og langar enn til að vita hvort er í raun og veru klár athafnamaður eða hvort hann er eins og Davíð Oddsson og co. hafa látið að liggja árum saman „ótíndur glæpamaður". Ég get ekki annað en vonað að það upplýsist áður en ég verð öll.
Það sem ég veit er það að það er algjörlega óþolandi að búa í samfélagi þar sem æðstu ráðamenn vita ekki valdmörk sín. Þar er Davíð Oddsson og hefur verið fremstur í flokki áratugum saman. Það er ekki hlutverk seðlabankastjóra að vera með órökstuddar yfirlýsingar um „óreiðumenn" eða yfirhöfuð aðrar pólitískar yfirlýsingar. Það er ekki hlutverk seðlabankastjóra að halda langar pólitískar varnarræður fyrir sjálfa sig eins og Davíð Oddsson hefur gert. Það er hlutverk seðlabankastjóra að standa vörð um gjaldmiðil þjóðarinnar eða eins og segir orðrétt á heimasíðu bankans:
„Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi. Með samþykki forsætisráðherra er Seðlabankanum heimilt að lýsa yfir tölulegu markmiði um verðbólgu. Að auki skal Seðlabanki Íslands sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslukerfi í landinu og við útlönd."
Það þarf vart að hafa fleiri orð um réttlætanlegan brottrekstur seðlabankastjóra úr embætti, er það?
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...