Geir H. Haarde hefur upplýst að hann sé tilbúinn til að skoða þjóðaratkvæðagreiðslu um mögulega aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu. Einhvern veginn kom þessi yfirlýsing ekki sérlega á óvart í ljósi þess hversu óskaplega hræddur maðurinn augsýnilega er við að hafa sjálfstæðar skoðanir. Maðurinn sem er formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins. Það er ekki nóg að láta flokkinn um að búa sér til skoðun - þjóðin öll þarf að gera það fyrir hann.
Hver konar stjórnmál eru þetta? Hvers konar stjórnmál þykir orðin sjálfsagt að bera á borð fyrir mann í þessu landi? Hvert er hlutverk stjórnmálamanna? Er ekki meginhlutverk þeirra að hafa skoðanir? Um hvað snúast stjórnmál annað en það að hafa skoðanir?
Ég verð að spyrja.
Flokksræðinu á Íslandi hefur tekist að sjá til þess að stjórnmál síðustu áratuga hafa snúist um aukaatriði, pólitískt dægurþras um eitthvað sem engu máli skiptir. Á meðan hafa stóru málin sem augljóst hefur verið að taka þyrfti afstöðu til verið látin liggja á milli hluta. Hvers vegna? Vegna þess að um þau hafa verið skiptar skoðani r innan FLOKKANNA!
Hvenær ætla Íslendingar að átta sig á hvers konar eindóma vitleysa þetta er? Getur það verið rétt að vegna þess að einhver félög voru stofnuð fyrir áratugum síðan utan um ákveðnar hugmyndir þá verði þessi sömu félög að lifa endalaust án þess að þróast eða breytast ? Og ekki nóg með það heldur á samfélagið sem slíkt að snúast um að leyfa þessum stofnunum - FLOKKUNUM - að lifa í óbreyttri mynd.
Frá Framsóknarflokknum heyrast raddir sem vilja leita aftur til fortíðar í leit að hugmyndafræði til að sameinast um. Gömul sérstaða flokksins sem sem flokks samvinnufélagaformsins virðist heilla.
Hvar eru einstaklingarnir - foringjarnir í þessu samfélagi hafa samfélagslega sýn? Aðra en þá að leita aftur til fortíðar í leit að lausnum? Eru þeir til?
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli