Það er undarleg árátta að sitja við og setja gamlar greinar inn á bloggsíðu á tímum eins og þessum. Nánast eins og að sitja við skriftir á meðan húsið brennur ofan af manni. Læt staðar numið við þá „sagnfræði" að sinni.
Nú eru liðnar fjórar vikur síðan bankakerfið okkar hrundi og samfélagið fór í „biðstöðu". Það er enn í biðstöðu og ekki að sjá hvenær því linnir. Gjaldmiðillinn okkar er ekki til amk ekki á sama gengi báðum megin við hafið og viðskipti við útlönd eru öll í uppnámi. Alþingismennirnir okkar - þeir sem við eigum að treysta til að leiða okkur út úr krísunni og fyrir framtíð okkar deila hvor á annan - eru með háværar yfirlýsingar um „auðmenn" eða viðra hugmyndir sínar um að taka upp norska krónu eða einhverjar víðlíka nærtækar lausnir á því vandamáli sem við er að etja!
Á meðan bíðum við... Eftir hverju erum við að bíða? Og hvað eigum við að bíða lengi?
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli