þriðjudagur, 18. nóvember 2008

Ef Davíð hefði nú bara verið treyst til að ráða öllu...

Mikið er það nú gott að búa í samfélagi þar sem valdmörkin eru á hreinu. Verst að það skildi ekki vera hægt að koma því á fyrr að Davíð Oddsson fengi formleg völd til að ráðaöllu - þá værum við nú ekki stödd í þessum vanda núna - þvílíkt eindæma klúður!

Aumingja Davíð. Mikið rosalega á hann skilda mikla samúð að hafa verið í þessu valdalitla hlutverki öll þessi ár. Það hefði nú verið betra að treysta honum fyrir þessu öllu saman - eignarhaldi á fjölmiðlum, stjórn á því „hverjir" mega eiga og „hverjir" mega stjórna fyrirtækjunum í landinu. Þá væri nú aldeilis önnur staða uppi í íslensku samfélagi í dag.

Saksóknari
Dómari
Alvitur
...algjörlega valdalaust og saklaust fórnarlamb illra afla

Það eru ekki margar þjóðir sem hafa á skipa þvílíkum seðlabankastjóra.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026

Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...