Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
mánudagur, 12. október 2009
Verð að gæta heildarhagsmuna...
„Ég er ekki í umhverfisráðuneytinu til að draga taum einstakra fyrirtækja, sjónarmiða eða hagsmunaaðila. Ég er í umhverfisráðuneytinu til að tala máli komandi kynslóða og umhverfisins - heildarhagsmuna." Þetta segir umhverfisráðherra í viðtali í Fréttablaðinu um helgina. Jafnframt segir hún „Ég hef fullan skilning á öllum þeim aðilum sem eru að spila sína stöðu á vellinum, ef svo má segja, fara fram með hagsmuni síns fyrirtækis, eða svokölluðum aðilum vinnumarkaðarins. Verkefni þessara aðila er að sinna og sjá um hagsmuni sinna umbjóðenda."
Er einhver til í að skýra þessi orð umhverfisráðherra fyrir mig? Hvaða forsendur eru að baki ákvarðanatöku hennar? Hvernig veit hún hvað eru heildarhagsmunir og hvað eru sérhagsmunir? Ef aðilar vinnumarkaðarins berjast bara fyrir „sér"hagsmunum hverjir eru það sem tala fyrir „heildar"hagsmunum?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli