Sagði Þorgerður Katrín í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld. Þessi orð samhengi það sem þau eru sögð í lýsa skilningi á einhverjum allt öðrum heimi en undirrituð lifir í og gefa ástæðu til að fara yfir það.
Það eru fleiri sem hafa áhyggjur af því hvaða framtíð stjórnmálamenn Íslands ætla að búa börnunum okkar. Það á meðal annars við um þá sem þetta ritar. Hvaða framtíð skyldi það svo vera sem flokkurinn hennar Þorgerðar Katrínar ætlar að bjóða dóttur minni upp á?
Jú það er óbreytt staða. Þorgerður Katrín og Sjálfstæðisflokkurinn vill standa vörð um óbreytta stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Ísland skal vera áfram aðili að EES og standa utan Evrópusambandsins. Íslenska krónan er framtíðargjaldmiðill íslensku þjóðarinnar að mati þessa flokks. Gjaldmiðill sem hefur skaðað lífskjör íslensku þjóðarinnar stórkostlega síðustu áratugi og engar líkur eru á öðru en muni gera það áfram.
Gjaldmiðill sem ég sem íslenskur þjóðfélagsþegn hef þurft að þola afleiðingarnar af síðustu áratugi ætlar Þorgerður Katrín og Sjálfstæðisflokkurinn hennar dóttur minni og jafnöldum hennar að þola afleiðingarnar af áfram.
Gjaldmiðill sem þýðir að hver og einn einstaklingur þjóðarinnar þarf að greiða svo og svo mikið í kostnað fyrir að reka á hverjum einasta degi, hvern einasta mánuð, hvert ár, heilu mannárin. Gríðarlega háir vextir, óþolandi óstöðugleiki og sveiflur, verðtrygging, áttahagafjötrar. Já allt það skulu börnin okkar þurfa að þola til langrar framtíðar til að völd Sjálfstæðisflokksins séu tryggð.
Icesave er aukaatriði fyrir framtíðarkynslóðir þessa lands núna. Þar er margt annað svo miklu, miklu mikilvægara. Þó ekkert eins mikilvægt eins og það að búa kynslóðum þessa lands framtíð sem er öðruvísi en sú fortíð og nútið sem við þekkjum svo vel. Framtíð stöðugleika í hagkerfinu. Framtíð þar sem hægt er að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf - einmitt vegna stöðugleika. Framtíð þar sem venjulegt fólk hefur efni á að komast úr landi reglulega. Framtíð þar sem hægt er að kaupa vörur og þjónustu á mannsæmandi verði.
Framtíð án Sjálfstæðisflokksins og hans afturhaldsafla við stjórn landsins - það er óskaframtíð barnsins míns og annarra barna á Íslandi!
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli