Undirrituð hefur lengi undrað sig á mikilvægi þjóðernisins í pólitískri umræðu á Íslandi. Hefur aldrei skilið þjóðerniskenndina og í raun haft skömm á henni. Langar að reyna að skýra með dæmum hér að neðan hvað ég á við.
Dæmi um hversu fráleit sú fullyrðing er að Íslendingar "séu svo litlir að þeir geti ekki haft áhrif innan Evrópu".
Ekki sagt í þeirri fullvissu að undirrituð sé sú sem Danir líta til í hugmynd sinni heldur til þess að opna augu Íslendinga fyrir því hversu fráleit þessi fullyrðing er í umræðunni.
Hver einstaklingur heimsins hvaðan sem hann kemur hefur þau áhrif sem hann vill. Hvaðan svo sem hann kemur. Það vita Íslendingar sem haft hafa samskipti í alþjóðasamfélaginu lengi. Það er fyrir löngu kominn tími til að Íslendingar hætti að hafa stærrimáttarkennd eins og þeir hafa í íslenskri stjórnsýslu þegar þeir vilja endilega vera á undan öllum öðrum til að innleiða hér tilskipanir og reglugerðir ESB og gera það með meira íþyngjandi hætti en þarf.
Og það er á sama hátt ástæða til að hætta að hafa minnimáttarkennd "vegna þess að við getum ekki haft áhrif". Hvoru tveggja er óþolandi staða og algjörlega óþörf. Við Íslendingar höfum nákvæmlega jafnmikil áhrif og við viljum hafa og við eigum líka að gera þær skýru kröfur til stjórnsýslunnar að hún hugsi um íslenska hagsmuni og enga aðra þegar hún innleiðir hér ESB reglugerðir og tilskipanir. Það að vera Íslendingur er einfaldlega ekki svona merkilegt eins og allir vilja vera láta.
Við erum öll "manneskur" þegar við hittumst við borð 27 þjóða sem tölum saman á erlendu tungumáli.
Við erum öll í sömu stöðu. Sama hvort að "þjóðin" á bak við okkur er 300 þúsund eða 90 milljónir.
Til að særa nú engan hvarflar ekki að undirritaðri að það skipti engu máli hver stærð þjóðarinnar er í alþjóðlegum samskiptum. Auðvitað skiptir það máli. En að láta eins og Íslendingar þurfi að hafa einhverja sérstaka minnimáttarkennd vegna stærðar þjóðarinnar í alþjóðlegum samskiptum er algjörlega fráleitt. Sú hugsun leiðir okkur ekkert annað en að samfélag okkar verður "smátt" í raunveruleikanum. Hættum heimskunni!
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
föstudagur, 16. október 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli