Flokkarnir sem stofnanir eru mikilvægari en þjóðarheill. Nú liggur það fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að breyta stefnu sinni til aðildar að Evrópusambandinu.
Flokkurinn ætlar að snúa stefnu sinni ef að almenningur á Íslandi kýs svo. Almenningur á Íslandi sem skiptir um skoðun í þessu efni eftir því hvernig staða krónunnar er þann daginn eða hvernig umræðan í samfélaginu er um aðild hverju sinni. Almenningur á Íslandi verður ekki fylgjandi aðild að Evrópusambandinu nema að einhver stjórnmálaflokkur tali fyrir því að það sé það sem gera þurfi. Þetta eru stjórnmálin sem Íslendingum er boðið upp á í kjölfar hruns íslenska hagkerfisins.
Staða íslenskra stjórnmála í dag 27. mars 2009 sýnir svo ekki verður um villst að stjórnmálaflokkar á á Íslandi snúast um trúarbrögð en ekki stjórnmál. Stjórnmálaflokkar sem geta ekki markað sér stefnu um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna í kjölfar slíkra atburða eru ekki stjórnmálaflokkar í skilningi þess orðs. Þeir snúast um trúarbrögð.
Hvað ætlar Samfylkingin að gera nú? Ætlar hún að stefna í ríkisstjórn með Vinstri grænum sem hafna aðild að Evrópusambandinu? Hvað ætlar Framsóknarflokkurinn að gera? Ætlar hann að viðhalda þeirri hugmynd formannsins að aðild að Evrópusambandinu sé seinni tíma mál?
Það er aldeilis ágætt og sýnir stjórnmálaflokka Íslands í hnotskurn að maður skuli sem kjósandi vera í sömu stöðu að vori 2009 eftir hrun hagkerfisins og í kosningum 2003. Hversu margar uppsveiflur og hversu mörg hrun þurfum við að upplifa þangað til stjórnmálaflokkarnir átta sig á því að þeir hafa hlutverki að gegna?
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli