Úr mér er allur vindur. Er búin að skrifa svo marga pistla um sama málefni að það er komin þurrð.
Hef setið eins og brjáluð manneskja á facebook í nokkrar vikur í þeim eina tilgangi að reyna mitt besta til að hafa áhrif auk, þess að skrifa nokkuð reglulega pistla sem engin viðbrögð hafa verið við. Því tímabili lýkur eftir morgundaginn og sannarlega tími til kominn.
Það er svo skrítið hvernig staða stjórnmála er í þessu landi og ég veit eiginlega ekki hvernig mér datt það í hug að mér tækist að hafa einhver áhrif þar á. Öllu er snúið upp í svart eða hvítt, rétt eða rangt, algott eða alvont.
Af því að ég er sannfærð um að ESB aðild sé það sem við þurfum að setja í forgang er það túlkað sem svo að ég hljóti að líta svo á að ESB sé algott fyrirbæri og allt sem frá því kemur stórgott. Af því ég berst fyrir því að fá kjósendur til að greiða Samfylkingunni atkvæði sitt þá hlýt ég að trúa á flokkinn og allt sem frá honum kemur hljóti að vera í mína þágu. Það er skemmst frá því að segja að hvorutveggja er fjær sanni.
Ég vinn í því alla daga að berja niður ofstækistúlkun íslenskra stjórnvalda á ESB-tilskipunum og reglugerðum. Það er mitt aðalstarf. Því fer fjarri að ég telji að Evrópusambandið sé algott og raunar eins fráleitt að halda því fram - eins og halda því fram að öll löggjöf frá Alþingi sé algóð. Gagnrýnisleysi einkennir alla upptöku ESB reglna hér á landi og er efni í margar greinar. En um það vilja íslenskir stjórnmálamenn ekki tala. Það er svo ágætt að hafa blóraböggul til að kenna um allt slæmt.
ESB er samband Evrópuþjóða og fyrir mér orkar allt sem frá sambandinu kemur tvímælis. Sumt er gott og annað vont - eins og gengur og gerist með flest í mannlegu samfélagi. Ég hef satt að segja aldrei kynnst neinu sem er yfir gagnrýni hafið og á ekki von á því að ég eigi eftir að kynnast slíku.
Sjálfstæðisflokkurinn er eitt þessara „algóðu" fyrirbæra. Forystumenn í íslensku atvinnulífi hafa litið á það sem sjálfsagt mál að styðja flokkinn og það verður að segjast að lítið hefur verið um gagnrýni á þeim bænum. Slíkir hallelújakórar eru engum hollir og það er mín sannfæring að við súpum nú seyðið af því gagnrýnisleysi.
Stjórnmálaflokkar þurfa aðhald. Karlaklúbburinn í íslensku atvinnulífi þarf aðhald. Það er beinlínis ógnvekjandi að upplifa að þrátt fyrir ástandið sem ríkt hefur hérlendis á þessum fyrsta áratug 21. aldar ætli framvarðasveit íslensks atvinnulífs að kjósa sama flokkinn yfir sig áfram.
Það verða engar breytingar nema við krefjumst þeirra. Á meðan forystumenn í íslensku atvinnulífi kjósa Sjálfstæðisflokkinn slag í slag án þess að gera nokkurn tíma kröfu um að flokkurinn hafi stefnu sem skiptir máli - verða engar breytingar.
Mig grunar að það sé staðan sem við eigum eftir að vakna upp við einu sinni enn...
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
laugardagur, 25. apríl 2009
föstudagur, 24. apríl 2009
Um hvað snúast kosningar á Íslandi að vori 2009?
Á morgun eru kosningar á Íslandi. Ég hef síðustu vikur skrifað marga pistlana um hvað þær kosningar snúast fyrir mér. Aðild að Evrópusambandinu. Þess vegna ætla ég að kjósa Samfylkinguna. Það er illskásti kosturinn eins og einn frambjóðandi þess flokks orðaði það svo skemmtilega fyrir mig á dögunum.
Ég kýs ekki Samfylkinguna vegna þess að ég sé sannfærð um að allt sé gott og blessað sem sá flokkur hefur á stefnuskránni, það er langur vegur þar frá. Ég er til dæmis í grundvallaratriðum ósammála flokknum um "þjóðar"eignarhugtakið og stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum. En mér er nauðugur einn kostur, ég verð að forgangsraða og núna er ESB aðild forgangsatriði íslenskra stjórnmála.
Um tíma eftir að ég sagði mig úr Samfylkingunni á haustdögum bar ég í brjósti þá von að Framsóknarflokkurinn gæti mótað stefnu sem ég gæti samsamað mig við. Formaðurinn slökkti þá von strax og hann tók við embætti þegar hann gaf út þá yfirlýsingu að ESB aðild væri seinni tíma mál og ekki forgangsatriði.
Ég er ekki sátt. Ekki sátt við þá óraunsæju pólitík sem einkennt hefur íslenska stjórnmálaumræðu fyrir þessar kosningar en þetta er einfaldlega það umhverfi sem mér er boðið upp á og aðrir kostir eru ekki í stöðunni.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði klofnað gæti vel verið að ég hefði fundið stað fyrir mínar pólitísku skoðanir en það gerðist ekki. Ég hef leyft mér hér á facebook að gera athugasemdir við það að kjósendur þess flokks sem eru sannfærðir um að ESB aðild sé forgangsatriði íslenskra stjórnmála í dag ætli samt að kjósa þann flokk. Það er eitthvað sem ég skil ekki en hef heldur betur fengið skýr skilaboð um að með því gekk ég of langt. Trúarbragðapólitíkin er svo sterk hér á landi að jafnvel þó Ísland sé í þeirri stöðu sem það er - er það ekki nægileg forsenda til að kjósa annan flokk.
Ég er alin upp í svona trúarbragðapólitík og veit vel út á hvað hún gengur en hún veldur mér ómældri sorg. Mér finnst það sorglegt að þetta skuli vera staðan.
Ég er í alvörunni hrædd við niðurstöðuna eftir morgundaginn. Ég er hrædd við að Íslendingar kjósi einangrun og "sjálfstæði" í anda Bjarts í Sumarhúsum sem við öll munum súpa seyðið af um langa framtíð.
Ég ætla samt að leyfa mér að vona hið gagnstæða. Ég ætla að leyfa mér að vona að í þessum kosningum munu kjósendur forgangsraða og meirihlutinn kjósa flokka sem hafa yfirlýsta stefnu um aðild að ESB. Þar eru ekki nema tveir kostir í stöðunni, annars vegar Samfylkingin og hins vegar Framsóknarflokkurinn.
Gleðilegan kosningadag!
Ég kýs ekki Samfylkinguna vegna þess að ég sé sannfærð um að allt sé gott og blessað sem sá flokkur hefur á stefnuskránni, það er langur vegur þar frá. Ég er til dæmis í grundvallaratriðum ósammála flokknum um "þjóðar"eignarhugtakið og stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum. En mér er nauðugur einn kostur, ég verð að forgangsraða og núna er ESB aðild forgangsatriði íslenskra stjórnmála.
Um tíma eftir að ég sagði mig úr Samfylkingunni á haustdögum bar ég í brjósti þá von að Framsóknarflokkurinn gæti mótað stefnu sem ég gæti samsamað mig við. Formaðurinn slökkti þá von strax og hann tók við embætti þegar hann gaf út þá yfirlýsingu að ESB aðild væri seinni tíma mál og ekki forgangsatriði.
Ég er ekki sátt. Ekki sátt við þá óraunsæju pólitík sem einkennt hefur íslenska stjórnmálaumræðu fyrir þessar kosningar en þetta er einfaldlega það umhverfi sem mér er boðið upp á og aðrir kostir eru ekki í stöðunni.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði klofnað gæti vel verið að ég hefði fundið stað fyrir mínar pólitísku skoðanir en það gerðist ekki. Ég hef leyft mér hér á facebook að gera athugasemdir við það að kjósendur þess flokks sem eru sannfærðir um að ESB aðild sé forgangsatriði íslenskra stjórnmála í dag ætli samt að kjósa þann flokk. Það er eitthvað sem ég skil ekki en hef heldur betur fengið skýr skilaboð um að með því gekk ég of langt. Trúarbragðapólitíkin er svo sterk hér á landi að jafnvel þó Ísland sé í þeirri stöðu sem það er - er það ekki nægileg forsenda til að kjósa annan flokk.
Ég er alin upp í svona trúarbragðapólitík og veit vel út á hvað hún gengur en hún veldur mér ómældri sorg. Mér finnst það sorglegt að þetta skuli vera staðan.
Ég er í alvörunni hrædd við niðurstöðuna eftir morgundaginn. Ég er hrædd við að Íslendingar kjósi einangrun og "sjálfstæði" í anda Bjarts í Sumarhúsum sem við öll munum súpa seyðið af um langa framtíð.
Ég ætla samt að leyfa mér að vona hið gagnstæða. Ég ætla að leyfa mér að vona að í þessum kosningum munu kjósendur forgangsraða og meirihlutinn kjósa flokka sem hafa yfirlýsta stefnu um aðild að ESB. Þar eru ekki nema tveir kostir í stöðunni, annars vegar Samfylkingin og hins vegar Framsóknarflokkurinn.
Gleðilegan kosningadag!
þriðjudagur, 21. apríl 2009
Ég bjó í Toscana eftir allt saman!
Fyrir mig sem er alin upp í íslenskri sveit er stórmerkilegt að hlusta á pólitíska umræðu á Íslandi á árinu 2009.
Viðfangsefnin eru...
að tryggja "fæðuöryggi" íslensku þjóðarinnar með því að stórefla íslenskan landbúnað. Að efla með öllum ráðum íslenska framleiðslu á öllum sviðum og hætta sem mest innflutningi. Spara þannig gjaldeyri. Að ríkið taki til sín kvóta sjávarútvegsfyrirtækjanna og geri þar með verðmæti þessara sömu fyrirtækja að engu.
Sjálfsþurftabúskapur og ríkisvæðing - það eru lausnarorð stjórnmálamanna á Íslandi vorið 2009. Það er leið okkar út úr kreppunni. Mér er alveg gjörsamlega ómögulegt að fá nokkurn botn í þessa vitleysu alla saman.
Á uppvaxtarárunum voru bændur "vondir menn". Þá voru þeir sá hluti atvinnulífsins sem varð einna harkalegast fyrir barðinu á stjórnmálamönnum og ekki annað að skilja af umræðunni en þeim og atvinnugreininni landbúnaði væri um að kenna allt vont í íslensku samfélagi.
Nú er öldin önnur. Nú er landbúnaður orðin "sæt" atvinnugrein. Svo sæt að ekki er annað að skilja en að hann geti allt og allt sé mögulegt. Mér dettur einna helst í hug að ég hljóti að hafa misskilið eitthvað hrapallega á uppvaxtarárunum. Ég bjó eftir allt saman í sveit þar sem möguleikarnir voru ótalmargir. Við vorum bara svona miklir kjánar - við sáum ekki tækifærin. Útflutningur á íslensku grænmeti. Sjálfbært Ísland í framleiðslu á hveiti. Já ég bíð bara eftir að heyra að íslenskir bændur geti stefnt á útflutning á banönum til Kanaríeyja eins og ein kollega mín hafði á orði í hádeginu í dag.
Engum stjórnmálamanni dettur í hug að gagnrýna kerfi þessarar atvinnugreinar í dag. Það er bannorð. Íslenskt landbúnaðarkerfi er frábært og einna helst að það þurfi að stórauka niðurgreiðslur! Hvers lags stjórnmál eru þetta eiginlega? Í alvöru talað? Með fullri virðingu fyrir íslenskum sveitum og íslenskum bændum - er ekki þörf á jarðtengingu í umræðunni?
Ég tek það fram að ég ber mikla virðingu fyrir tilraunum í nýsköpun í landbúnaði hvers konar. Ég ber líka virðingu fyrir rótgróinni landbúnaðarframleiðslu. Ég ber líka mikla virðingu fyrir íslenskum sjávarútvegi. Þar liggur einmitt hundurinn grafinn. Ég horfi á þessar atvinnugreinar raunsæjum augum og tel þær hvorki yfir gagnrýni hafna né sökudólga að öllu slæmu. Ég geri þá kröfu að talað sé um þessar atvinnugreinar - sem atvinnugreinar. Þær hvorki upphafnar eins og gert er í umræðu um landbúnað í dag eða talaðar niður eins og gert hefur verið í umræðu um kvótakerfið og þar með sjávarútveg í áratugi. Ég "á" ekkert í íslenskum sjávarútvegi frekar en öðrum atvinnurekstri. Ég er íslenskur ríkisborgari vissulega en það þýðir ekki að ég sé sem slík "eigandi að eign".
Við þurfum á jarðtengingu að halda Íslendingar. Við þurfum að vita í hvers konar landi við búum og hvers konar landi við viljum lifa. Við viljum örugglega öll fjölbreytt atvinnutækifæri. Það á við um okkur hvort heldur við búum í íslenskum sveitum eða í þéttbýli.
Við viljum eiga aðgang að neytendavöru á sem lægstu verði - viljum ekki neyðast til að kaupa íslenska vöru þó hún sé miklu dýrari í framleiðslu en erlend vara. Við viljum öll eiga aðgang að markaði þar sem raunveruleg samkeppni ríkir. Við viljum geta komist til útlanda á viðráðanlegu verði og án þess að þurfa að hafa áhyggjur af gjaldeyriseyðslu!
Við eigum ekki að láta stjórnmálamenn plata okkur með þjóðerniskenndri stjórnmálaumræðu sem á ekkert skylt við það samfélag sem við viljum búa í í dag á árinu 2009. Framtíðin sem stjórnmálamennirnir eru að tala til okkar um - er Ísland eins og það var á mínum uppvaxtarárum. Land sjálfsþurftabúskapar og óarðbærs sjávarútvegs.
Ég er ekki sammála Andra Snæ Magnasyni um margt en ég er hjartanlega sammála honum um eitt - við eigum ekki að láta stjórnast af hræðslu.
Við eigum fullt af tækifærum. Þau tækifæri felast í fullu samfélagi við Evrópuþjóðir. Aðild að ESB er sá grundvöllur sem við þörfnumst. Það er ekki töfralausn. Brjálæðið sem við höfum upplifað í íslensku samfélagi á fyrsta áratug þessarar aldar var "töfralausn". Við sjáum vel hvert slík stefna leiðir okkur. Við þurfum ekki fleiri slíkar töfralausnir. Við þurfum stefnu á hægfara breytingar til langs tíma. Stefnu sem tryggir Íslandi aðild að markaði í báðar áttir fyrir viðskipti með fjármagn vörur og þjónustu. Þau skilyrði fáum við með aðild að ESB.
Við ætlum ekki að fórna sjávarútvegi eða landbúnaði fyrir aðild að ESB. En það er jafnfráleitt að halda því fram að þessar atvinnugreinar séu óumbreytanlegar og kyrrstaða sé lausnin.
Viðfangsefnin eru...
að tryggja "fæðuöryggi" íslensku þjóðarinnar með því að stórefla íslenskan landbúnað. Að efla með öllum ráðum íslenska framleiðslu á öllum sviðum og hætta sem mest innflutningi. Spara þannig gjaldeyri. Að ríkið taki til sín kvóta sjávarútvegsfyrirtækjanna og geri þar með verðmæti þessara sömu fyrirtækja að engu.
Sjálfsþurftabúskapur og ríkisvæðing - það eru lausnarorð stjórnmálamanna á Íslandi vorið 2009. Það er leið okkar út úr kreppunni. Mér er alveg gjörsamlega ómögulegt að fá nokkurn botn í þessa vitleysu alla saman.
Á uppvaxtarárunum voru bændur "vondir menn". Þá voru þeir sá hluti atvinnulífsins sem varð einna harkalegast fyrir barðinu á stjórnmálamönnum og ekki annað að skilja af umræðunni en þeim og atvinnugreininni landbúnaði væri um að kenna allt vont í íslensku samfélagi.
Nú er öldin önnur. Nú er landbúnaður orðin "sæt" atvinnugrein. Svo sæt að ekki er annað að skilja en að hann geti allt og allt sé mögulegt. Mér dettur einna helst í hug að ég hljóti að hafa misskilið eitthvað hrapallega á uppvaxtarárunum. Ég bjó eftir allt saman í sveit þar sem möguleikarnir voru ótalmargir. Við vorum bara svona miklir kjánar - við sáum ekki tækifærin. Útflutningur á íslensku grænmeti. Sjálfbært Ísland í framleiðslu á hveiti. Já ég bíð bara eftir að heyra að íslenskir bændur geti stefnt á útflutning á banönum til Kanaríeyja eins og ein kollega mín hafði á orði í hádeginu í dag.
Engum stjórnmálamanni dettur í hug að gagnrýna kerfi þessarar atvinnugreinar í dag. Það er bannorð. Íslenskt landbúnaðarkerfi er frábært og einna helst að það þurfi að stórauka niðurgreiðslur! Hvers lags stjórnmál eru þetta eiginlega? Í alvöru talað? Með fullri virðingu fyrir íslenskum sveitum og íslenskum bændum - er ekki þörf á jarðtengingu í umræðunni?
Ég tek það fram að ég ber mikla virðingu fyrir tilraunum í nýsköpun í landbúnaði hvers konar. Ég ber líka virðingu fyrir rótgróinni landbúnaðarframleiðslu. Ég ber líka mikla virðingu fyrir íslenskum sjávarútvegi. Þar liggur einmitt hundurinn grafinn. Ég horfi á þessar atvinnugreinar raunsæjum augum og tel þær hvorki yfir gagnrýni hafna né sökudólga að öllu slæmu. Ég geri þá kröfu að talað sé um þessar atvinnugreinar - sem atvinnugreinar. Þær hvorki upphafnar eins og gert er í umræðu um landbúnað í dag eða talaðar niður eins og gert hefur verið í umræðu um kvótakerfið og þar með sjávarútveg í áratugi. Ég "á" ekkert í íslenskum sjávarútvegi frekar en öðrum atvinnurekstri. Ég er íslenskur ríkisborgari vissulega en það þýðir ekki að ég sé sem slík "eigandi að eign".
Við þurfum á jarðtengingu að halda Íslendingar. Við þurfum að vita í hvers konar landi við búum og hvers konar landi við viljum lifa. Við viljum örugglega öll fjölbreytt atvinnutækifæri. Það á við um okkur hvort heldur við búum í íslenskum sveitum eða í þéttbýli.
Við viljum eiga aðgang að neytendavöru á sem lægstu verði - viljum ekki neyðast til að kaupa íslenska vöru þó hún sé miklu dýrari í framleiðslu en erlend vara. Við viljum öll eiga aðgang að markaði þar sem raunveruleg samkeppni ríkir. Við viljum geta komist til útlanda á viðráðanlegu verði og án þess að þurfa að hafa áhyggjur af gjaldeyriseyðslu!
Við eigum ekki að láta stjórnmálamenn plata okkur með þjóðerniskenndri stjórnmálaumræðu sem á ekkert skylt við það samfélag sem við viljum búa í í dag á árinu 2009. Framtíðin sem stjórnmálamennirnir eru að tala til okkar um - er Ísland eins og það var á mínum uppvaxtarárum. Land sjálfsþurftabúskapar og óarðbærs sjávarútvegs.
Ég er ekki sammála Andra Snæ Magnasyni um margt en ég er hjartanlega sammála honum um eitt - við eigum ekki að láta stjórnast af hræðslu.
Við eigum fullt af tækifærum. Þau tækifæri felast í fullu samfélagi við Evrópuþjóðir. Aðild að ESB er sá grundvöllur sem við þörfnumst. Það er ekki töfralausn. Brjálæðið sem við höfum upplifað í íslensku samfélagi á fyrsta áratug þessarar aldar var "töfralausn". Við sjáum vel hvert slík stefna leiðir okkur. Við þurfum ekki fleiri slíkar töfralausnir. Við þurfum stefnu á hægfara breytingar til langs tíma. Stefnu sem tryggir Íslandi aðild að markaði í báðar áttir fyrir viðskipti með fjármagn vörur og þjónustu. Þau skilyrði fáum við með aðild að ESB.
Við ætlum ekki að fórna sjávarútvegi eða landbúnaði fyrir aðild að ESB. En það er jafnfráleitt að halda því fram að þessar atvinnugreinar séu óumbreytanlegar og kyrrstaða sé lausnin.
miðvikudagur, 15. apríl 2009
„ ... ég syrgi þá ekki, fari þeir vel.“
Grein birt í Mbl 15. apríl 2009
Umræðan um stöðu mála í íslensku samfélagi síðustu misseri er mér stöðugt tilefni til hugleiðinga. Hvernig í ósköpunum getur ein þjóð verið jafn skilningslaus á eðli samfélags eins og ég upplifi að íslensk þjóð sé þessa dagana? Þessi þjóð sem ætti að vita betur en nokkur önnur um mikilvægi alþjóðlegra viðskipta fyrir heill samfélagsins?
Þjóð sem var beinlínis vanþróuð og fátæk fyrir stuttu síðan en gerðist rík fyrst og fremst vegna erlendra peninga. Það var „blessað stríðið" sem breytti samfélaginu á Íslandi. Seinni heimsstyrjöldin færði Íslandi erlent fjármagn sem breytti samfélaginu í það sem við þekkjum það. Marshallaðstoð og fé erlendra hermanna sem hér höfðu viðdvöl.
Við Íslendingar erum svo miklir þvergirðingar að okkur er ekki við bjargandi. Ef ég væri Breti, Þjóðverji, Hollendingur, Dani eða Svíi væri mér nákvæmlega sama um þessa þjóð. Af hverju í ósköpunum skildi ég hafa áhyggjur af þjóð sem hugsar ekki um neitt nema sjálfa sig? Hún á ekkert betra skilið en að enda í sömu stöðu og Bjartur í Sumarhúsum - allslaus og upp á sjálfa sig eina komin. Það er það samfélag sem við eigum skilið.
Þetta tal allt síðustu mánuði, alveg frá því að hrunið skall yfir, um að „slá skjaldborg um íslensk heimili", skynja ég sem enn eina klisju íslenskra stjórnmálamanna - pólitík eins og þeir hafa boðið mér upp á allt mitt líf. Fyrirgefið mér en þannig er það nú. Samfélagið gengur ekki nema að atvinnulífið standi í blóma. Það er atriði númer eitt, tvö og þrjú fyrir öll samfélög og það ættu Íslendingar að vita betur en nokkrir aðrir.
Samfélag þar sem ríkið á að bjarga öllu er samfélag ölmusumanna - samfélag sem ég þekki þjóð mína ekki af að kæra sig um. Ríkið hefur vissulega hlutverki að gegna en það hefur ekki því hlutverki að gegna að verða ráðandi aðili í samfélaginu. Ríkið er ekki boðberi réttlætis og sanngirni - hefur aldrei verið - og við eigum ekki að láta eins og svo sé.
Fyrir Íslendinga yrði umsókn um aðild að Evrópusambandinu ákvörðun um að losa sig úr fjötrum. Ákvörðun um að opna aðild að markaði fyrir inn- og útflutning Evrópuþjóða eins og það sé innanlandsmarkaður. Hvað er svona flókið við það? Fyrir skynsamt og vel gefið fólk sem veit vel hvað frjáls viðskipti skipta miklu máli?
Halda íslenskir neytendur í alvörunni að það sé þeirra hagur að allar bækur sem til sölu eru á Íslandi séu prentaðar á Íslandi, að allar niðursuðuvörur sem í boði eru á Íslandi séu framleiddar á Íslandi, að yfirhöfuð öll iðnaðarvara Á Íslandi sé framleidd á Íslandi? Skilur fólk á Íslandi ekki að aðild að Evrópusambandinu þýðir fyrst og fremst samkeppni? Samkeppni sem kemur því sjálfu til góða. Eru Íslendendingar alveg búnir að gleyma því að samkeppni leiðir til lægra verðs og bættra kjara fyrir neytendur?
Þessi pistill verður ekki öllu lengri að sinni. Mér ofbýður svo getuleysi íslenskra stjórnmálamanna til að fjalla um það sem máli skiptir - ofbýður svo að þjóðerniskennd og sjálfsbirgingsháttur skuli vera svo óyfirstíganlegur þröskuldur - að það eru takmörk fyrir því hversu mikilli orku er eyðandi í að reyna að hafa áhrif þar á.
Ég sem hef starfað í hringiðu inn- og útflutningsviðskipta Íslendinga í tuttugu ár, veit heilmikið um það hversu miklu máli alþjóðleg viðskipti skipta fyrir íslenska þjóð. Ég hef beinlínis haft fingurinn á þeim margföldunaráhrifum sem erlendir peningar hafa haft á íslenskt samfélag síðustu áratugi. En íslenska þjóðin vill ekki heyra það. Hún vill bara vera sjálfstæð eins og Bjartur í Sumarhúsum forðum og fara aftur til sjálfsþurftarbúskaparins og haftanna sem voru viðhöfð stærstan hluta tuttugustu aldar.
Við fáum yfir okkur þá stjórnmálamenn - og þá stefnu - sem við eigum skilið.
Umræðan um stöðu mála í íslensku samfélagi síðustu misseri er mér stöðugt tilefni til hugleiðinga. Hvernig í ósköpunum getur ein þjóð verið jafn skilningslaus á eðli samfélags eins og ég upplifi að íslensk þjóð sé þessa dagana? Þessi þjóð sem ætti að vita betur en nokkur önnur um mikilvægi alþjóðlegra viðskipta fyrir heill samfélagsins?
Þjóð sem var beinlínis vanþróuð og fátæk fyrir stuttu síðan en gerðist rík fyrst og fremst vegna erlendra peninga. Það var „blessað stríðið" sem breytti samfélaginu á Íslandi. Seinni heimsstyrjöldin færði Íslandi erlent fjármagn sem breytti samfélaginu í það sem við þekkjum það. Marshallaðstoð og fé erlendra hermanna sem hér höfðu viðdvöl.
Við Íslendingar erum svo miklir þvergirðingar að okkur er ekki við bjargandi. Ef ég væri Breti, Þjóðverji, Hollendingur, Dani eða Svíi væri mér nákvæmlega sama um þessa þjóð. Af hverju í ósköpunum skildi ég hafa áhyggjur af þjóð sem hugsar ekki um neitt nema sjálfa sig? Hún á ekkert betra skilið en að enda í sömu stöðu og Bjartur í Sumarhúsum - allslaus og upp á sjálfa sig eina komin. Það er það samfélag sem við eigum skilið.
Þetta tal allt síðustu mánuði, alveg frá því að hrunið skall yfir, um að „slá skjaldborg um íslensk heimili", skynja ég sem enn eina klisju íslenskra stjórnmálamanna - pólitík eins og þeir hafa boðið mér upp á allt mitt líf. Fyrirgefið mér en þannig er það nú. Samfélagið gengur ekki nema að atvinnulífið standi í blóma. Það er atriði númer eitt, tvö og þrjú fyrir öll samfélög og það ættu Íslendingar að vita betur en nokkrir aðrir.
Samfélag þar sem ríkið á að bjarga öllu er samfélag ölmusumanna - samfélag sem ég þekki þjóð mína ekki af að kæra sig um. Ríkið hefur vissulega hlutverki að gegna en það hefur ekki því hlutverki að gegna að verða ráðandi aðili í samfélaginu. Ríkið er ekki boðberi réttlætis og sanngirni - hefur aldrei verið - og við eigum ekki að láta eins og svo sé.
Fyrir Íslendinga yrði umsókn um aðild að Evrópusambandinu ákvörðun um að losa sig úr fjötrum. Ákvörðun um að opna aðild að markaði fyrir inn- og útflutning Evrópuþjóða eins og það sé innanlandsmarkaður. Hvað er svona flókið við það? Fyrir skynsamt og vel gefið fólk sem veit vel hvað frjáls viðskipti skipta miklu máli?
Halda íslenskir neytendur í alvörunni að það sé þeirra hagur að allar bækur sem til sölu eru á Íslandi séu prentaðar á Íslandi, að allar niðursuðuvörur sem í boði eru á Íslandi séu framleiddar á Íslandi, að yfirhöfuð öll iðnaðarvara Á Íslandi sé framleidd á Íslandi? Skilur fólk á Íslandi ekki að aðild að Evrópusambandinu þýðir fyrst og fremst samkeppni? Samkeppni sem kemur því sjálfu til góða. Eru Íslendendingar alveg búnir að gleyma því að samkeppni leiðir til lægra verðs og bættra kjara fyrir neytendur?
Þessi pistill verður ekki öllu lengri að sinni. Mér ofbýður svo getuleysi íslenskra stjórnmálamanna til að fjalla um það sem máli skiptir - ofbýður svo að þjóðerniskennd og sjálfsbirgingsháttur skuli vera svo óyfirstíganlegur þröskuldur - að það eru takmörk fyrir því hversu mikilli orku er eyðandi í að reyna að hafa áhrif þar á.
Ég sem hef starfað í hringiðu inn- og útflutningsviðskipta Íslendinga í tuttugu ár, veit heilmikið um það hversu miklu máli alþjóðleg viðskipti skipta fyrir íslenska þjóð. Ég hef beinlínis haft fingurinn á þeim margföldunaráhrifum sem erlendir peningar hafa haft á íslenskt samfélag síðustu áratugi. En íslenska þjóðin vill ekki heyra það. Hún vill bara vera sjálfstæð eins og Bjartur í Sumarhúsum forðum og fara aftur til sjálfsþurftarbúskaparins og haftanna sem voru viðhöfð stærstan hluta tuttugustu aldar.
Við fáum yfir okkur þá stjórnmálamenn - og þá stefnu - sem við eigum skilið.
sunnudagur, 12. apríl 2009
Paskahugleiðing...
Eg þrai að bua i eðlilegu samfelagi. Samfelagi þar sem hvorki rikir brjaluð uppsveifla eða brjalud niðursveifla. Guð minn goður hvað eg thrai samfelagsbreytingar i thessu landi!
Hef verið að lesa blöðin um helgina auk þess að hlusta a frettir inn a milli. Viðtal við Sigurð Gisla Palmason vakti mig til umhugsunar um af hverju við leyfðum samfelaginu að fara eins og það for a þessum fyrsta aratug þessarar aldar? Finnst það verðugt umhugsunarefni fyrir okkur öll að velta fyrir okkur hvað gerðist. Hvernig stoð a þvi að við horfðum öll a þegar verð fyrirtækjanna i Kauphöll Islands hækkaði stöðugt i verði - um tugi prosenta ar fra ari? Varla getum við kennt litlum hopi manna um það sem það gerðist - er það? Hvernig stoð a þvi að við leyfðum fjölmiðlunum - öllum - rikisfjölmiðlunum lika að fjalla um 3ja manaða uppgjör fyrirtækjanna eins og þar væri a ferðinni eitthvað frettaefni sem ætti erindi við okkur öll?
Hvað er það i þjoðarsalinni sem gerir það að verkum að við erum svona ginkeypt fyrir dansinum i kringum gullkalfinn eða stanslausri umræðu um peninga? Af hverju erum við þess fullviss að „auðlindir" þjoðarinnar seu þess virði að öllu öðru skuli fornað þeirra vegna? Af hverju erum við svona viss um að samstarf og samvinna við aðrar þjoðir hljoti að vera af hinu illa? Af hverju þraum við það umfram allt að finna oliu nuna þegar við erum a leiðinni a botninn eftir siðustu uppsveiflu?
Getur verið að það se til annars konar samfelag? Samfelag þar sem verslun og viðskipti með stöðugum gjaldmiðli getur blomstrað og folk getur farið a fætur a morgnana an þess að þurfa að velta þvi fyrir ser hvernig gengið a gjaldmiðlinum er þann daginn?
Eg þrai breytingar. Raunverulegar breytingar.
Gleðilega paska!
P.S. Biðst velvirðingar a að broddstafi vantar - tölva heimilisins er biluð...
mánudagur, 6. apríl 2009
Er þetta dæmi um „nýja“ hugsun „nýtt“ lýðræði?
Var að horfa frambjóðendur í mínu gamla kjördæmi Norð-Vestur. Kjördæmið er að vísu miklum mun stærra en það var þegar ég var að alast upp en það var ekki annað að sjá en að hugsunarhátturinn væri óbreyttur. Að minnsta kosti ef að frambjóðendur sem þarna sátu fyrir svörum endurspegluðu skoðanir kjósenda sinna.
Engu á að breyta. Það er kjörorðið til framtíðar. Jú reyndar það á að taka þær eignir sem þó eru til í kjördæminu í formi veiðiréttar og færa þær ríkinu. Ríkið á svo að úthluta þeim aftur af „réttlæti" eða bjóða til kaups aftur! Ríkið á að njóta afrakstursins enda fer það svo miklu betur með peninga en allir aðrir og er svo afskaplega „réttlátt" í gjörðum sínum. Það þekkjum við best af framkomu þess í þjóðlendumálum í dreifðum byggðum landsins. Já og svo á ríkið að niðurgreiða flutningskostnað fyrirtækja á þessu svæði. Spurning hvort að sömu þingmenn séu ekki tilbúnir að niðurgreiða lóða- og húsnæðiskostnað fyrirtækja á Reykjavíkursvæðinu líka?
Já ég er reið. Ég er reið yfir því að þetta skuli vera sú pólitík sem boðið er upp á í kjölfar hruns íslensks efnahagslífs. Hruns sem hefur leitt af sér gjaldeyrishöft og ýmiss ólög og einangrunarhyggju sem óhjákvæmilega kemur til með að hafa afgerandi áhrif á lífskjör okkar til framtíðar. Líka á framtíð Norð-Vestlendinga.
Að Norð-Vestlendingar láti stjórnmálamenn í alvörunni segja sér það einu sinni enn að kyrrstaða sé lausnin til framtíðar litið. Eitt var hárrétt hjá stjórnmálamönnunum í kvöld. Það hafa búið tvær þjóðir í þessu landi og gera enn - það er hárrétt. Að leiðin út úr því sé kyrrstaða. Að engu skuli breyta er ótrúleg röksemdafærsla og algjör falleinkunn fyrir íslensk stjórnmál.
Óbreytt stefna í landbúnaðarmálum, óbreytt stefna í gjaldmiðilsmálum og um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna mun viðhalda fábreyttu atvinnulífi í Norð-Vesturkjördæmi til framtíðar. Hún mun tryggja að engar breytingar munu verða um langa framtíð.
Við fáum þá stjórnmálamenn og -stefnu sem við eigum skilið.
Engu á að breyta. Það er kjörorðið til framtíðar. Jú reyndar það á að taka þær eignir sem þó eru til í kjördæminu í formi veiðiréttar og færa þær ríkinu. Ríkið á svo að úthluta þeim aftur af „réttlæti" eða bjóða til kaups aftur! Ríkið á að njóta afrakstursins enda fer það svo miklu betur með peninga en allir aðrir og er svo afskaplega „réttlátt" í gjörðum sínum. Það þekkjum við best af framkomu þess í þjóðlendumálum í dreifðum byggðum landsins. Já og svo á ríkið að niðurgreiða flutningskostnað fyrirtækja á þessu svæði. Spurning hvort að sömu þingmenn séu ekki tilbúnir að niðurgreiða lóða- og húsnæðiskostnað fyrirtækja á Reykjavíkursvæðinu líka?
Já ég er reið. Ég er reið yfir því að þetta skuli vera sú pólitík sem boðið er upp á í kjölfar hruns íslensks efnahagslífs. Hruns sem hefur leitt af sér gjaldeyrishöft og ýmiss ólög og einangrunarhyggju sem óhjákvæmilega kemur til með að hafa afgerandi áhrif á lífskjör okkar til framtíðar. Líka á framtíð Norð-Vestlendinga.
Að Norð-Vestlendingar láti stjórnmálamenn í alvörunni segja sér það einu sinni enn að kyrrstaða sé lausnin til framtíðar litið. Eitt var hárrétt hjá stjórnmálamönnunum í kvöld. Það hafa búið tvær þjóðir í þessu landi og gera enn - það er hárrétt. Að leiðin út úr því sé kyrrstaða. Að engu skuli breyta er ótrúleg röksemdafærsla og algjör falleinkunn fyrir íslensk stjórnmál.
Óbreytt stefna í landbúnaðarmálum, óbreytt stefna í gjaldmiðilsmálum og um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna mun viðhalda fábreyttu atvinnulífi í Norð-Vesturkjördæmi til framtíðar. Hún mun tryggja að engar breytingar munu verða um langa framtíð.
Við fáum þá stjórnmálamenn og -stefnu sem við eigum skilið.
Flokksræðið hafði sigur
Flokkarnir sem stofnanir eru mikilvægari en þjóðarheill. Nú liggur það fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að breyta stefnu sinni til aðildar að Evrópusambandinu.
Flokkurinn ætlar að snúa stefnu sinni ef að almenningur á Íslandi kýs svo. Almenningur á Íslandi sem skiptir um skoðun í þessu efni eftir því hvernig staða krónunnar er þann daginn eða hvernig umræðan í samfélaginu er um aðild hverju sinni. Almenningur á Íslandi verður ekki fylgjandi aðild að Evrópusambandinu nema að einhver stjórnmálaflokkur tali fyrir því að það sé það sem gera þurfi. Þetta eru stjórnmálin sem Íslendingum er boðið upp á í kjölfar hruns íslenska hagkerfisins.
Staða íslenskra stjórnmála í dag 27. mars 2009 sýnir svo ekki verður um villst að stjórnmálaflokkar á á Íslandi snúast um trúarbrögð en ekki stjórnmál. Stjórnmálaflokkar sem geta ekki markað sér stefnu um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna í kjölfar slíkra atburða eru ekki stjórnmálaflokkar í skilningi þess orðs. Þeir snúast um trúarbrögð.
Hvað ætlar Samfylkingin að gera nú? Ætlar hún að stefna í ríkisstjórn með Vinstri grænum sem hafna aðild að Evrópusambandinu? Hvað ætlar Framsóknarflokkurinn að gera? Ætlar hann að viðhalda þeirri hugmynd formannsins að aðild að Evrópusambandinu sé seinni tíma mál?
Það er aldeilis ágætt og sýnir stjórnmálaflokka Íslands í hnotskurn að maður skuli sem kjósandi vera í sömu stöðu að vori 2009 eftir hrun hagkerfisins og í kosningum 2003. Hversu margar uppsveiflur og hversu mörg hrun þurfum við að upplifa þangað til stjórnmálaflokkarnir átta sig á því að þeir hafa hlutverki að gegna?
Flokkurinn ætlar að snúa stefnu sinni ef að almenningur á Íslandi kýs svo. Almenningur á Íslandi sem skiptir um skoðun í þessu efni eftir því hvernig staða krónunnar er þann daginn eða hvernig umræðan í samfélaginu er um aðild hverju sinni. Almenningur á Íslandi verður ekki fylgjandi aðild að Evrópusambandinu nema að einhver stjórnmálaflokkur tali fyrir því að það sé það sem gera þurfi. Þetta eru stjórnmálin sem Íslendingum er boðið upp á í kjölfar hruns íslenska hagkerfisins.
Staða íslenskra stjórnmála í dag 27. mars 2009 sýnir svo ekki verður um villst að stjórnmálaflokkar á á Íslandi snúast um trúarbrögð en ekki stjórnmál. Stjórnmálaflokkar sem geta ekki markað sér stefnu um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna í kjölfar slíkra atburða eru ekki stjórnmálaflokkar í skilningi þess orðs. Þeir snúast um trúarbrögð.
Hvað ætlar Samfylkingin að gera nú? Ætlar hún að stefna í ríkisstjórn með Vinstri grænum sem hafna aðild að Evrópusambandinu? Hvað ætlar Framsóknarflokkurinn að gera? Ætlar hann að viðhalda þeirri hugmynd formannsins að aðild að Evrópusambandinu sé seinni tíma mál?
Það er aldeilis ágætt og sýnir stjórnmálaflokka Íslands í hnotskurn að maður skuli sem kjósandi vera í sömu stöðu að vori 2009 eftir hrun hagkerfisins og í kosningum 2003. Hversu margar uppsveiflur og hversu mörg hrun þurfum við að upplifa þangað til stjórnmálaflokkarnir átta sig á því að þeir hafa hlutverki að gegna?
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...

