Hlustaði á Svandísi Svavarsdóttur í viðtali við Hallgrím Thorsteinsson á RÚV í gær. Henni var ofarlega í huga aðkoma hagsmunaaðila að lagasetningu. Hún talaði um rannsóknarskýrslu Alþingis og mátti skilja hana svo að í rannsóknarskýrslunni hefði samráð við hagsmunaaðila verið talinn helsti galli íslenskrar stjórnsýslu. Fór ekki á milli mála að hennar skoðun var sú að samráð við hagsmunaaðila væri allt of mikið á Íslandi og því þyrfti að breyta.
Þessi orð ráðherrans koma mér vægt frá sagt mjög spánskt fyrir sjónir. Fátt tel ég þarfara í íslenskri stjórnsýslu en aukið samráð við hagsmunaaðila við lagagerð og reglugerðarsetningu. „Lög að ofan" voru slæm fyrir 4000 árum síðan og þau eru það enn.
Lagafrumvörp og reglugerðir sem samin eru af lögfræðingum stjórnsýslunnar án þekkingar á því starfsumhverfi sem þau eiga við eru oftar en ekki meingölluð og stórhættuleg. Með því er ekki verið að segja að hagsmunaaðilar eigi að eiga greiða leið að því að koma lagabreytingum í gegnum kerfið að sínum vilja.
Það er djúp gjá á milli þess að hagsmunaðilar eigi að vera ráðandi í að koma lagabreytingum í gegn að sínu höfði eða hvort að þeir séu hafðir með í ráðum við frumvarpsgerð sem fjallar um þeirra starfsumhverfi.
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis og einn höfunda rannsóknarskýrslu Alþingis talaði um í fyrirlestri í haust að stjórnkerfið ætti að sinna almannahagsmunum - að lög ættu að vera samfélagssáttmáli - ættu ekki að vera sett fyrir morgundaginn. „Samfélagssáttmáli" verður ekki til með því að frumvörp séu samin einhliða af embættismönnum með tilteknar skoðanir.
Ég held að fátt sé hollara íslenskum ráðherrum en að meðtaka orð Tryggva. Að lög eigi að vera „samfélagssáttmáli" ættu að verða leiðarljós íslenska stjórnkerfisins þá myndi margt breytast hér til hins betra.
Hrokafullt viðhorf íslenskra ráðherra sem telja að stjórnkerfinu stafi mest hætta af hagsmunaaðilum er aftur á móti ekki til þess fallið að búa til betra stjórnkerfi eða sátt í íslensku samfélagi.
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli