Völva Baggalúts sendi á dögunum frá sér eftirfarandi spá fyrir árið 2011:
„Ekkert breytist. Ekki neitt!"
Ég hef þá trú að völva Baggalúts reynist sannspá.
Fjölmiðlarnir halda endalaust áfram að upplýsa okkur um hvað lífið kostar. Það er ennþá það eina sem skiptir máli og er þess virði að fjalla um. Listir, íþróttir, snjómokstur, sorphreinsun - hvaðeina - kostnaðurinn er aðalatriðið.
Þannig þótti það helst fréttnæmt í aðalfréttatíma RÚV hvað kostnaður við snjómokstur Akureyrarbæjar færi mikið fram úr áætlun þetta árið.
Fyrir uppsveifluna var ekki fjallað um björgun erlendra ferðamanna á hálendinu öðruvísi en að fréttamenn sæju ástæðu til að velta fyrir sér kostnaðinum sem íslenskt samfélag hefði af slíku.
Forsíður blaðanna birta enn fréttir af því að Íslendingar eigi í samskiptum við frægt fólk í útlöndum. Á forsíðu Fréttablaðsins í morgun birtist mynd af Magnúsi Scheving með Colin Powell fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Ein frétt af mörgum á forsíðu þess blaðs síðustu mánuði þar sem það hvarflar að manni að það hafi ekki reynst viðkomandi Íslendingi sérlega erfitt að koma sér á forsíðuna til að segja frá stórkostlegum árangri sínum í útlöndum.
Viðmælandi fréttastofu RÚV í kvöld (sem mér því miður láðist að taka eftir hver var) hafði helst áhyggjur af því að sala á heilbrigðisþjónstu til útlendinga hefði þá stórkostlegu hættu í för með sér að íslenskir ríkisspítalar þyrftu að vera samkeppnisfærir í greiðslu launa til heilbrigðisstarfsmanna. Þess vegna væri það ekki heppilegt að efla þessa starfsemi hér á landi.
Í hverju felst heiðarleikinn og einlægnin - endurheimt gildanna - sem allir eru að tala um? Felst hann í því að við förum allar að prjóna og búa til slátur?
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli