Samfélagið Ísland frá hausti 2008 til dagsins í dag er samfélag sem hefur reynst mér erfiðara að sætta mig við en nokkurt annað tímabil samfélagsins Íslands sem ég hef upplifað.
Hvernig samfélagið þróast út úr þeirri stöðu sem það er í dag skiptir mig öllu máli. Mig langar til að lifa í alþjóðlegu samfélagi - punktur. Samfélagi þar sem frelsi ríkir til orðs og athafna. Samfélagi sem ber höfuðið hátt en er lítur hvorki á sig sem betra eða verra en önnur samfélög. Samfélagi þar sem fólk hefur sjálfstæðar skoðanir óháð flokkadráttum.
Ég á í tilvistarkreppu sem aldrei fyrr. Ég er hrædd sem aldrei fyrr. Ég hræðist afturhaldið sem tröllríður umræðunni. Afturhvarfið til gamalla tíma sem hvarflaði aldrei að mér að myndi koma aftur en ég í alvörunni orðin hrædd um að sé það sem bíður okkar.
Ég hræðist stjórnmálin sem eru fullkomlega sjálfhverf og pólitískar skotgrafir alvarlegri og djúpstæðari en nokkru sinni fyrr.
Ráðandi umræða í íslensku samfélagi um vonda útlendinga. Um okkur sem fórnarlömb sem allir eru vondir við er skelfilegur jarðvegur og ekki til þess fallin að leiða neitt gott af sér.
Íslendingar eru ekki fórnarlömb neinna nema sjálfs sín. Það er sannleikurinn fyrir mér. Hrun efnahagskerfisins er ekki innflutt hrun heldur afleiðing vondra stjórnmála.
Það er hægt að snúa við af þeirri braut en það gerist ekki nema að fólk komi út úr skápnum með að segja hvert það vill fara.
Það er hægt að innleiða hér kommúnisma ef að fólk vill það. Það er hægt að leiða yfir okkur einangrun ef fólk vill það. Það er hægt að búa hér til samfélag þar sem allur almenningur býr við áttahagafjötra eins og fyrrum ef að fólk vill það. Það er hægt að fara með samfélagið Ísland aftur á bak í öllu tilliti um fjörutíu ár ef að fólk vill það.
Það er líka hægt að velja aðrar leiðir. Til þess að velja aðrar leiðir verður fólk á Íslandi að gera kröfur um aðrar leiðir. Þeir sem vilja ekki leið afturhaldsins verða að vakna og láta heyrast í sér.
Ég vil aðrar leiðir. Ég vil ekki kommúnísma, einangrun eða samfélag sjálfsvorkunnar. Ég vil að hér verði skapaðar aðstæður þar sem frelsi í viðskiptum er sá grundvöllur sem uppbygging samfélagsins byggir á. Samfélag alþjóðahyggju í stað þjóðernishyggju. Samfélag opins hagkerfis. Samfélag frjálsrar hugsunar . Samfélag fjölbreytni. Samfélag víðáttu. Samfélag sem mig hefur dreymt um frá því að ég var lítil stúlka í íslenskri sveit.
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli