Guðjón Freyr frændi minn sendi mér fallega kveðju á fésbók á dögunum. Ekki flókna -einfaldlega lét mig vita að honum líkaði að ég talaði fallega til dóttur minnar á sama vettvangi.
Við þessa litlu kveðju fór um mig hlýr straumur - væntumþykja - streymdi um æðarnar og mér varð hugsað til Melafjölskyldunnar og Mela. Hvað mér þykir óskaplega vænt um ræturnar, átthagana og allt þetta fólk og hvað það skiptir mig miklu máli.
Er ekki vön að vera persónuleg hér á þessum vettvangi en langar til þess núna þegar jólin eru í nánd.
Fjölskylda mín er ekki bara mín nánasta fjölskylda - foreldrar og systkini - heldur stór hópur fólks. Sextán vorum við samtals börn þriggja hjóna, erum fimmtán eftir að Krummi frændi minn dó. Hópurinn er orðinn miklu stærri, makar, börn og barnabörn, hef ekki tölu á fjöldanum lengur - en - þekki þau öll.
Tengslum við þetta fólk allt saman verður ekki lýst með orðum. Sagan sem við eigum saman verður aldrei tekin frá okkur og þó samskiptin okkar á milli séu ekki mikil er ólýsanlegur þráður okkar á milli sem aldrei mun hverfa. Að alast upp við þær aðstæður að eiga stóran hóp uppalenda og áhrifavalda er eitthvað sem verður aldrei frá manni tekið.
Að þykja vænt um átthagana ekki heldur. Tilfinnarnar sem ég ber til Mela í Hrútafirði eru þeirrar gerðar að enginn staður annarr getur eignast slíkan sess. Söknuðurinn eftir því að eiga ekki lengur griðastað á æskuheimilinu hverfur aldrei - mun verða hluti af mér það sem eftir lifir ævi.
Veit að það er eins með dóttur mína, þó að hennar reynsla spanni mun styttri tíma er það tími sem aldrei gleymist og mun verða hluti af henni alla hennar ævi. Minningar frá jólum ekki síst. Jólin verða þrátt fyrir allt aldrei aftur söm. Ekki sagt með eftirsjá heldur ást á því sem var og er ekki lengur.
Við fjölskyldan frá Melum III kusum að kveðja staðinn þegar foreldrar okkar seldu jörðina. Eigum ekki sumarhús eða athvarf á staðnum eins og hinar fjölskyldurnar tvær. Það var okkar val - sem getur vel átt eftir að breytast einhvern tíma í framtíðinni þó ekkert bendi til þess nú.
Þessi breyting hefur haft mikil áhrif á okkur öll - mig grunar meiri áhrif en við gerum okkur grein fyrir. Eins og ég hef komið inn á hér í pistlum mínum áður er saga okkar sumpart saga breytinga í íslensku samfélagi. Flutningur úr sveit í borg.
Með þessum litla pistli þar sem ég opinbera væntumþykju mína til æskuheimilins og allra þeirra sem bjuggu í því samfélagi með mér sendi ég hlýjar jólakveðjur til ykkar allra sem mér þykir svo vænt um - hvar sem þið eruð í heiminum!
Elsku Jón, Þóra, Himmi, Sigga, Gústi, Dídí, Helga, Óli, Ingunn, Lilla, Sigurgeir, Kalli, Didda, Ella Dís, Elsa, Gunnar, Ína, Eggert, Þóra, Birna, Gunnar... og þið öll börn og barnabörn!
Ástarþakkir fyrir allt liðið - mér þykir vænt um ykkur öll og ég veit að þið vitið það!
Sendi engin jólakort í ár - þessi kveðja kemur í staðinn.
Fjölskyldan mín - foreldrar og systkini eiga að sjálfsögðu hlutdeild í þessari jólakveðju en eru ekki talin upp því ég ætla að eyða jólunum með þeim.
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
miðvikudagur, 23. desember 2009
sunnudagur, 13. desember 2009
Draumur lítillar stúlku í íslenskri sveit og ótti þeirrar fullorðnu við að hann rætist ekki
Samfélagið Ísland frá hausti 2008 til dagsins í dag er samfélag sem hefur reynst mér erfiðara að sætta mig við en nokkurt annað tímabil samfélagsins Íslands sem ég hef upplifað.
Hvernig samfélagið þróast út úr þeirri stöðu sem það er í dag skiptir mig öllu máli. Mig langar til að lifa í alþjóðlegu samfélagi - punktur. Samfélagi þar sem frelsi ríkir til orðs og athafna. Samfélagi sem ber höfuðið hátt en er lítur hvorki á sig sem betra eða verra en önnur samfélög. Samfélagi þar sem fólk hefur sjálfstæðar skoðanir óháð flokkadráttum.
Ég á í tilvistarkreppu sem aldrei fyrr. Ég er hrædd sem aldrei fyrr. Ég hræðist afturhaldið sem tröllríður umræðunni. Afturhvarfið til gamalla tíma sem hvarflaði aldrei að mér að myndi koma aftur en ég í alvörunni orðin hrædd um að sé það sem bíður okkar.
Ég hræðist stjórnmálin sem eru fullkomlega sjálfhverf og pólitískar skotgrafir alvarlegri og djúpstæðari en nokkru sinni fyrr.
Ráðandi umræða í íslensku samfélagi um vonda útlendinga. Um okkur sem fórnarlömb sem allir eru vondir við er skelfilegur jarðvegur og ekki til þess fallin að leiða neitt gott af sér.
Íslendingar eru ekki fórnarlömb neinna nema sjálfs sín. Það er sannleikurinn fyrir mér. Hrun efnahagskerfisins er ekki innflutt hrun heldur afleiðing vondra stjórnmála.
Það er hægt að snúa við af þeirri braut en það gerist ekki nema að fólk komi út úr skápnum með að segja hvert það vill fara.
Það er hægt að innleiða hér kommúnisma ef að fólk vill það. Það er hægt að leiða yfir okkur einangrun ef fólk vill það. Það er hægt að búa hér til samfélag þar sem allur almenningur býr við áttahagafjötra eins og fyrrum ef að fólk vill það. Það er hægt að fara með samfélagið Ísland aftur á bak í öllu tilliti um fjörutíu ár ef að fólk vill það.
Það er líka hægt að velja aðrar leiðir. Til þess að velja aðrar leiðir verður fólk á Íslandi að gera kröfur um aðrar leiðir. Þeir sem vilja ekki leið afturhaldsins verða að vakna og láta heyrast í sér.
Ég vil aðrar leiðir. Ég vil ekki kommúnísma, einangrun eða samfélag sjálfsvorkunnar. Ég vil að hér verði skapaðar aðstæður þar sem frelsi í viðskiptum er sá grundvöllur sem uppbygging samfélagsins byggir á. Samfélag alþjóðahyggju í stað þjóðernishyggju. Samfélag opins hagkerfis. Samfélag frjálsrar hugsunar . Samfélag fjölbreytni. Samfélag víðáttu. Samfélag sem mig hefur dreymt um frá því að ég var lítil stúlka í íslenskri sveit.
Hvernig samfélagið þróast út úr þeirri stöðu sem það er í dag skiptir mig öllu máli. Mig langar til að lifa í alþjóðlegu samfélagi - punktur. Samfélagi þar sem frelsi ríkir til orðs og athafna. Samfélagi sem ber höfuðið hátt en er lítur hvorki á sig sem betra eða verra en önnur samfélög. Samfélagi þar sem fólk hefur sjálfstæðar skoðanir óháð flokkadráttum.
Ég á í tilvistarkreppu sem aldrei fyrr. Ég er hrædd sem aldrei fyrr. Ég hræðist afturhaldið sem tröllríður umræðunni. Afturhvarfið til gamalla tíma sem hvarflaði aldrei að mér að myndi koma aftur en ég í alvörunni orðin hrædd um að sé það sem bíður okkar.
Ég hræðist stjórnmálin sem eru fullkomlega sjálfhverf og pólitískar skotgrafir alvarlegri og djúpstæðari en nokkru sinni fyrr.
Ráðandi umræða í íslensku samfélagi um vonda útlendinga. Um okkur sem fórnarlömb sem allir eru vondir við er skelfilegur jarðvegur og ekki til þess fallin að leiða neitt gott af sér.
Íslendingar eru ekki fórnarlömb neinna nema sjálfs sín. Það er sannleikurinn fyrir mér. Hrun efnahagskerfisins er ekki innflutt hrun heldur afleiðing vondra stjórnmála.
Það er hægt að snúa við af þeirri braut en það gerist ekki nema að fólk komi út úr skápnum með að segja hvert það vill fara.
Það er hægt að innleiða hér kommúnisma ef að fólk vill það. Það er hægt að leiða yfir okkur einangrun ef fólk vill það. Það er hægt að búa hér til samfélag þar sem allur almenningur býr við áttahagafjötra eins og fyrrum ef að fólk vill það. Það er hægt að fara með samfélagið Ísland aftur á bak í öllu tilliti um fjörutíu ár ef að fólk vill það.
Það er líka hægt að velja aðrar leiðir. Til þess að velja aðrar leiðir verður fólk á Íslandi að gera kröfur um aðrar leiðir. Þeir sem vilja ekki leið afturhaldsins verða að vakna og láta heyrast í sér.
Ég vil aðrar leiðir. Ég vil ekki kommúnísma, einangrun eða samfélag sjálfsvorkunnar. Ég vil að hér verði skapaðar aðstæður þar sem frelsi í viðskiptum er sá grundvöllur sem uppbygging samfélagsins byggir á. Samfélag alþjóðahyggju í stað þjóðernishyggju. Samfélag opins hagkerfis. Samfélag frjálsrar hugsunar . Samfélag fjölbreytni. Samfélag víðáttu. Samfélag sem mig hefur dreymt um frá því að ég var lítil stúlka í íslenskri sveit.
sunnudagur, 6. desember 2009
Sýndarmennskan fullkomnuð
Umhverfisráðherra Íslands er yfirlýsingaglöð á loftslagsráðstefnu í Kaupmannahöfn. Segir Íslendinga ekki mega við því að sýna ekki ábyrgð í loftslagsmálum og gefur út að Ísland muni ekki fara fram á viðhald undanþágu sem þeir hafa um leyfilega aukningu útblásturs gróðurhúsalofttegunda.
Fyrir mér er þetta fullkomun sýndarmennsku íslenskra stjórnmálamanna í alþjóðastjórnmálum.
Umhverfisráðherra lætur þess aldrei getið að Ísland er eitt fárra landa í heiminum ef ekki það eina þar sem stærstur hluti orkunotkunar er sjálfbær. Ísland er semsagt í fararbroddi á þessu sviði. Á þeim grundvelli fékk Ísland undanþágu og á þeim grundvelli ættu íslenskir stjórnmálamenn að halda uppi umræðu um þessi mál á alþjóðavettvangi. Vera stoltir af stöðu sinni í þessum málum og sýna ábyrgð í þeim ákvörðunum sem þeir taka. En NEI það er til of mikils mælst. Íslendingar kunna að tala hátt. Það er um það bil það sem þeir kunna best.
Umhverfisráðherra talar um að heimurinn þurfi að breyta lífsstíl sínum og sýna ábyrgð í verki í loftslagsmálum, þar geti Íslendingar verið í fararbroddi. Undir þessi orð umhverfisráðherra er hægt að taka. Sú ábyrgð felst í því að tala um hlutina af heiðarleika og upplýsa um raunverulega stöðu. Það gerir hún ekki frekar en aðrir sem hæst hafa um útblástur gróðuhúsalofttegunda á Íslandi.
Umræða hér um þessi mál eins og flest önnur sem skipta máli í stjórnmálum hér á landi er byggð á óheiðarleika. Að tala hátt og hafa uppi yfirlýsingar en tala ekki um það sem skiptir máli.
Það sem skiptir máli í stóra samhenginu um útblástur gróðurhúsalofttegunda heimsins er orkunotkun. Sjálfbær orkunotkun er markmiðið og það sem allir hljóta að stefna að ef að nást á einhver árangur sem skiptir máli. Þar hafa Íslendingar margt að kenna öðrum þjóðum.
Íslendingar eru umhverfissóðar í mörgu tilliti. En í því sem skiptir einhverju máli hvað varðar útblástur gróðurhúsalofttegunda heimsins eru þeir í fararbroddi. Þökk sé framsýnum stjórnmálamönnum fyrri tíma á Íslandi sem hugsuðu lengra en fram fyrir tærnar á sér.
Eitthvað annað en hægt er að segja um meirihluta stjórnmálamanna á Íslandi í dag sem virðist fyrirmunað að hugsa til framtíðar.
Fyrir mér er þetta fullkomun sýndarmennsku íslenskra stjórnmálamanna í alþjóðastjórnmálum.
Umhverfisráðherra lætur þess aldrei getið að Ísland er eitt fárra landa í heiminum ef ekki það eina þar sem stærstur hluti orkunotkunar er sjálfbær. Ísland er semsagt í fararbroddi á þessu sviði. Á þeim grundvelli fékk Ísland undanþágu og á þeim grundvelli ættu íslenskir stjórnmálamenn að halda uppi umræðu um þessi mál á alþjóðavettvangi. Vera stoltir af stöðu sinni í þessum málum og sýna ábyrgð í þeim ákvörðunum sem þeir taka. En NEI það er til of mikils mælst. Íslendingar kunna að tala hátt. Það er um það bil það sem þeir kunna best.
Umhverfisráðherra talar um að heimurinn þurfi að breyta lífsstíl sínum og sýna ábyrgð í verki í loftslagsmálum, þar geti Íslendingar verið í fararbroddi. Undir þessi orð umhverfisráðherra er hægt að taka. Sú ábyrgð felst í því að tala um hlutina af heiðarleika og upplýsa um raunverulega stöðu. Það gerir hún ekki frekar en aðrir sem hæst hafa um útblástur gróðuhúsalofttegunda á Íslandi.
Umræða hér um þessi mál eins og flest önnur sem skipta máli í stjórnmálum hér á landi er byggð á óheiðarleika. Að tala hátt og hafa uppi yfirlýsingar en tala ekki um það sem skiptir máli.
Það sem skiptir máli í stóra samhenginu um útblástur gróðurhúsalofttegunda heimsins er orkunotkun. Sjálfbær orkunotkun er markmiðið og það sem allir hljóta að stefna að ef að nást á einhver árangur sem skiptir máli. Þar hafa Íslendingar margt að kenna öðrum þjóðum.
Íslendingar eru umhverfissóðar í mörgu tilliti. En í því sem skiptir einhverju máli hvað varðar útblástur gróðurhúsalofttegunda heimsins eru þeir í fararbroddi. Þökk sé framsýnum stjórnmálamönnum fyrri tíma á Íslandi sem hugsuðu lengra en fram fyrir tærnar á sér.
Eitthvað annað en hægt er að segja um meirihluta stjórnmálamanna á Íslandi í dag sem virðist fyrirmunað að hugsa til framtíðar.
fimmtudagur, 3. desember 2009
Arfleifð Styrmis
Ég hef nokkrum sinnum leyft mér að hleypa út pirringi mínum út í Styrmi Gunnarsson fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins við Fésbókarvini mína. Ég verð að biðja þá hina sömu afsökunar á því. Því í flestum ef ekki öllum tilfellum er um að ræða alsaklaust fólk sem veit ekki hvað á það stendur veðrið þegar ryðjast fram fullyrðingar undirritaðrar uppfullar af reiði út í skoðanir sem hún vill meina að megi rekja til Styrmis sem ritstjóra Morgunblaðsins til margra ára.
Ég ætla að láta síðustu uppákomu í þessa veru verða til þess að ég geri grein fyrir hvaða skoðanir þetta eru helstar sem ég geri Styrmi Gunnarsson sem ritstjóra Morgunblaðsins ábyrgan fyrir að hafa innleitt hjá íslenskum almenningi og sem ég er svona ósátt við.
Fyrst af öllu verður að láta þess getið að þetta er ekki árás á manninn persónulega. Það er aftur á móti þannig að ég held að það sé vandfundinn sá maður sem ég er jafn ósammála í grundvallaratriðum og Styrmir Gunnarsson. Þau eru mörg „tabúin" í umræðu á Íslandi sem ég rek til hans fyrst og síðast og ætla ég hér að gera grein fyrir þeim helstu:
Fá hugtök hef ég heyrt og séð gera umræðu á Íslandi jafnmikið ógagn en þetta hugtak og gerir enn. Það væra að æra óstöðugan að skrifa meira um það, svo mikið hef ég reynt. Greinar um það eru allar meira og minna aðgengilegar hér á þessu bloggi eða í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu síðustu ár.
Í stuttu máli snúast þær allar um það að orðið „þjóð" og „eign" eiga ekki samleið og er glórulaus vitleysa. Við þekkjum öll orðið „ríki" og eigum að nota það í samhengi við orðið „eign" þegar fjallað er um eitthvað sem íslenskur ríkissjóður á eða vill eiga. Fyrir mér er ekki til betri skilgreining á orðinu „þjóð" en í bók Guðmundar Hálfdánarsonar um Íslenska þjóðríkið þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að þjóð sé í besta falli félagsleg ímyndun.
Ég er þessum hugmyndum algjörlega ósammála og geri mér fulla grein fyrir því að ég á mér fáa fylgismenn í þeirri baráttu enda hef ég lítið haldið henni á lofti.
Ég vil sjá faglegt fulltrúalýðræði. Fulltrúalýðræði þar sem við sem kjósendur fáum tækifæri til að velja bestu mögulegu fulltrúana til þings. Fulltrúa sem hafa skoðanir sem þeir vilja berjast fyrir en eru ekki bundnir á klafa flokksátaka frá því þeir stíga inn á svið Alþingis. Ég vil að þessir fulltrúar afli sér bestu mögulegu upplýsinga, takist á við andstæð sjónarmið efnislega með rökum og taki ákvarðanir sem byggja á bestu þekkingu og skoðunum þeirra sjálfra á því hvað hentar heildarhagsmunum okkar best. Ég legg áherslu á orðið „heildar"hagsmunum og þá kem ég að enn einu atriði sem virðist eiga fáa fylgismenn þessa dagana en það er orðið...
Besta dæmið til að skýra hvað ég á við er að ég eigi sem íbúi í Laugarneshverfi að eiga einhvern rétt umfram aðra Íslendinga að segja til um hvar Sundabraut skuli verða niðurkomin er fráleitt. Lega brautarinnar sem og staðsetning flugvallarins á að ákvarðast af heildarhagsmunum - ekki af hagsmunum lítils hóps í næsta nágrenni. Slík pólitík er stórhættuleg og býður upp á popúlisma eins og við verðum vör við á hverjum degi í umræðunni. Það getur aldrei verið „lýðræði" að lítill hópur manna geti ráðskast með heildarhagsmuni landsmanna að vild. Það er eins andstætt lýðræði og hugsast getur.
Og þá kem ég að síðasttalda atriðinu sem reyndar á mikið skylt við þessi tvö hér að ofan en það er
Prófkjör eru dýrasta fyrirkomulag sem hægt er að viðhafa til að velja fulltrúa á lista og þau eru jafnframt skelfilega óréttlát. Í stóru landsbyggðarkjördæmunum er það augljóst. Þeir sem eru vel þekktir og eiga stórt bakland t.d. úr íþróttafélögum eða félagsstarfi hvers konar, kannski bara þekktir einstaklingar í stórum sveitarfélögum innan kjördæmanna eiga mun auðveldara um vik en aðrir að komast á lista.
Til að prófkjör geti verið „lýðræðisleg" verður að tryggja öllum jafnan aðgang að fjármagni til að kynna sig því það er nú einu sinni svo í nútímasamfélagi að án kynningar veit enginn að þú sért til.
Peningaausturinn sem prófkjör óhjákvæmilega þýða ættu að hafa gert mönnum það löngu ljóst að þetta er ekki rétta aðferðin til að velja fólk á lista og þetta er ekki besta aðferðin heldur.
Það er í raun stórmerkilegt að flokkarnir hafi komist að niðurstöðu um að það að „lotta" með það sem þeir hafa að bjóða í kosningum sé besta aðferðin til að ná árangri.
Læt þetta duga að sinni sem upptalningu á hugmyndafræði Styrmis Gunnarssonar sem náð hefur að verða að „sannleika" í umræðunni síðustu áratugi. Sannleika sem í augum undirritaðrar eru fyrst og fremst tabú og eins fjarri því að vera „sannleikur" og hugsast getur.
Ég ætla að láta síðustu uppákomu í þessa veru verða til þess að ég geri grein fyrir hvaða skoðanir þetta eru helstar sem ég geri Styrmi Gunnarsson sem ritstjóra Morgunblaðsins ábyrgan fyrir að hafa innleitt hjá íslenskum almenningi og sem ég er svona ósátt við.
Fyrst af öllu verður að láta þess getið að þetta er ekki árás á manninn persónulega. Það er aftur á móti þannig að ég held að það sé vandfundinn sá maður sem ég er jafn ósammála í grundvallaratriðum og Styrmir Gunnarsson. Þau eru mörg „tabúin" í umræðu á Íslandi sem ég rek til hans fyrst og síðast og ætla ég hér að gera grein fyrir þeim helstu:
Þjóðareignarhugtakið
eigna ég honum og á honum litlar þakkir fyrir. Ég veit að vísu að hugmyndafræðingurinn er Þorsteinn Gylfason heitinn en sá maður sem fyrst og fremst á heiðurinn að því að þetta hugtak hefur náð þvílíku flugi í huga fólks og raun ber vitni er Styrmir Gunnarsson sem ritstjóri Morgunblaðsins og áróðursmeistari í að halda því á lofti í áratugi.Fá hugtök hef ég heyrt og séð gera umræðu á Íslandi jafnmikið ógagn en þetta hugtak og gerir enn. Það væra að æra óstöðugan að skrifa meira um það, svo mikið hef ég reynt. Greinar um það eru allar meira og minna aðgengilegar hér á þessu bloggi eða í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu síðustu ár.
Í stuttu máli snúast þær allar um það að orðið „þjóð" og „eign" eiga ekki samleið og er glórulaus vitleysa. Við þekkjum öll orðið „ríki" og eigum að nota það í samhengi við orðið „eign" þegar fjallað er um eitthvað sem íslenskur ríkissjóður á eða vill eiga. Fyrir mér er ekki til betri skilgreining á orðinu „þjóð" en í bók Guðmundar Hálfdánarsonar um Íslenska þjóðríkið þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að þjóð sé í besta falli félagsleg ímyndun.
Fyrirmyndarríkið Sviss
Styrmir Gunnarsson hefur lengi verið baráttumaður fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum og reyndar gengið enn lengra og hefur barist fyrir atkvæðagreiðslum kjósenda um alla mögulega hluti innan sveitarfélaga og í stærra samhengi. Þetta túlka ég sem svo að fyrirmyndarríki hans sé Sviss.Ég er þessum hugmyndum algjörlega ósammála og geri mér fulla grein fyrir því að ég á mér fáa fylgismenn í þeirri baráttu enda hef ég lítið haldið henni á lofti.
Ég vil sjá faglegt fulltrúalýðræði. Fulltrúalýðræði þar sem við sem kjósendur fáum tækifæri til að velja bestu mögulegu fulltrúana til þings. Fulltrúa sem hafa skoðanir sem þeir vilja berjast fyrir en eru ekki bundnir á klafa flokksátaka frá því þeir stíga inn á svið Alþingis. Ég vil að þessir fulltrúar afli sér bestu mögulegu upplýsinga, takist á við andstæð sjónarmið efnislega með rökum og taki ákvarðanir sem byggja á bestu þekkingu og skoðunum þeirra sjálfra á því hvað hentar heildarhagsmunum okkar best. Ég legg áherslu á orðið „heildar"hagsmunum og þá kem ég að enn einu atriði sem virðist eiga fáa fylgismenn þessa dagana en það er orðið...
Íbúalýðræði
Í þessu orði felst að mínu mati mótsögn. Lýðræði er merkilegt hugtak sem ekki á að leika sér með að vild. „Íbúalýðræði" er ekki til í mínum huga og gjörningar í þá veru að láta íbúa lítils sveitarfélags eða hverfis kjósa um eitthvað sem er fyrst og síðast mál sem snýr að öllum landsmönnum hefur ekkert að gera með orðið „lýðræði".Besta dæmið til að skýra hvað ég á við er að ég eigi sem íbúi í Laugarneshverfi að eiga einhvern rétt umfram aðra Íslendinga að segja til um hvar Sundabraut skuli verða niðurkomin er fráleitt. Lega brautarinnar sem og staðsetning flugvallarins á að ákvarðast af heildarhagsmunum - ekki af hagsmunum lítils hóps í næsta nágrenni. Slík pólitík er stórhættuleg og býður upp á popúlisma eins og við verðum vör við á hverjum degi í umræðunni. Það getur aldrei verið „lýðræði" að lítill hópur manna geti ráðskast með heildarhagsmuni landsmanna að vild. Það er eins andstætt lýðræði og hugsast getur.
Og þá kem ég að síðasttalda atriðinu sem reyndar á mikið skylt við þessi tvö hér að ofan en það er
Prófkjör
Því hefur verið haldið mjög á lofti hér á landi að prófkjör séu hin „eina rétta lausn" til að velja fulltrúa á lista. Þetta sé lýðræðisleg aðferð og sú besta sem völ er á. Það tel ég algjörlega fráleitt og eins mikil afbökun á orðinu „lýðræði" og hugsast getur.Prófkjör eru dýrasta fyrirkomulag sem hægt er að viðhafa til að velja fulltrúa á lista og þau eru jafnframt skelfilega óréttlát. Í stóru landsbyggðarkjördæmunum er það augljóst. Þeir sem eru vel þekktir og eiga stórt bakland t.d. úr íþróttafélögum eða félagsstarfi hvers konar, kannski bara þekktir einstaklingar í stórum sveitarfélögum innan kjördæmanna eiga mun auðveldara um vik en aðrir að komast á lista.
Til að prófkjör geti verið „lýðræðisleg" verður að tryggja öllum jafnan aðgang að fjármagni til að kynna sig því það er nú einu sinni svo í nútímasamfélagi að án kynningar veit enginn að þú sért til.
Peningaausturinn sem prófkjör óhjákvæmilega þýða ættu að hafa gert mönnum það löngu ljóst að þetta er ekki rétta aðferðin til að velja fólk á lista og þetta er ekki besta aðferðin heldur.
Það er í raun stórmerkilegt að flokkarnir hafi komist að niðurstöðu um að það að „lotta" með það sem þeir hafa að bjóða í kosningum sé besta aðferðin til að ná árangri.
Læt þetta duga að sinni sem upptalningu á hugmyndafræði Styrmis Gunnarssonar sem náð hefur að verða að „sannleika" í umræðunni síðustu áratugi. Sannleika sem í augum undirritaðrar eru fyrst og fremst tabú og eins fjarri því að vera „sannleikur" og hugsast getur.
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...