Þessi "grein" eða öllu samantekt var birt á kremlarvefnum sáluga einhvern tíma á þessum árum 2003-2004.
Í ljósi atburða síðustu daga er ástæða til að setja nokkrar línur á blað. Í sjálfu sér hefur ekkert nýtt gerst. Stjórnendur Kaupþings-Búnaðarbanka nýttu sér kaupréttarákvæði samnings sem þeir höfðu gert við stjórn fyrirtækisins fyrr á árinu. Upphæðirnar voru jú hærri en við höfum dæmi um áður í íslensku samfélagi en gjörðin var í sjálfu sér ekkert frábrugðin því sem við höfum oft orðið vitni að á undanförnum misserum. Í mínum huga er enginn grundvallarmunur á þessari gjörð stjórnenda Kaupþings-Búnaðarbanka og starfslokasamningum forstjóra ríkisstofnana sem upplýstir hafa verið að undanförnu. Í mínum huga er það kjarninn sem þarna liggur að baki sem þarfnast umræðu. Af hverju og hvers vegna eru óhóflegar peningagreiðslur til stjórnenda fyrirtækja og stofnana tilkomnar? Hver er tilgangurinn?
Einu rökin sem ég hef heyrt fyrir þessum gjörningum eru þau að við séum hluti af alþjóðlegu viðskiptaumhverfi - að við verðum að taka mið af því sem er gerast annars staðar í heiminum í kringum okkur. Eru þetta nægileg rök? Eru það rök að vegna þess að óhóflega háar launagreiðslur til stjórnenda fyrirtækja viðgangast annars staðar í heiminum þá þurfum við að gera það líka? Eru þetta rök gagnrýninnar hugsunar háskólamanna 21. aldar?
Ef þetta eru gild rök - hvert mun þessi hugsunarháttur leiða okkur í framtíðinni? Erum við 21. aldar fólk sátt við að vegna þess að þetta eða hitt er viðhaft einhvers staðar í hinum vestræna heimi þá setjum við ekki spurningamerki við gjörðina "per se"? Er það þannig heimur sem við viljum lifa í?
Að baki öllum þeim útfærslum sem uppi eru um óhóflegar greiðslur mönnum til handa í því starfi sem þeir sinna er hugmyndin að peningar virki sem hvati á menn til að gera betur. Það er kjarninn sem þessar hugmyndir hvíla á og má rekja til kennismiðsins Frederick Winslow Taylor upphafsmann svokallaðrar vísindalegrar stjórnunar sem gekk út á það m.a. að greiða mönnum eftir afköstum en ekki fyrir það eitt að vinna sitt verk. "Taylor´s system of managing ... consists in paying men and not positions..." Sú hugmynd hans að greiða einstaklingum laun eftir frammistöðu verði til þess að auka hagsæld einstaklinganna sem aftur hafi áhrif til meiri hagsældar fyrirtækjanna er enn í fullu gildi.
Ætla mætti af umræðunni í dag að hugmyndir þessa manns og aðrar sem þróast hafa í kjölfarið að frammistöðu- og árangurstengd launakerfi séu óumdeild. Fjölmiðlar sem og aðrir sem um málefnið fjalla opinberlega gera ekki mikið af því að setja spurningamerki við aðferðina "per se" þ.e. að það sé gagnrýnivert að verðlauna vel unnið starf með sífellt auknum peningagreiðslum. Af mótmælum forsætisráðherra vor í fyrradag þar sem hann tók út 400.000 krónur af reikningi sínum hjá Kaupþingi- Búnaðarbanka og lokaði reikningnum í kjölfarið mátti skilja að honum ofbauð upphæðirnar sem þarna var um að ræða. Af tali hans mátti skilja að þeir tveir menn sem þarna voru að verki Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson væru siðlausir menn í botnlausri græðgi sinni. Erum við íbúar samfélagsins Íslands sammála þeirri túlkun forsætisráðherra vor? Horfum við fyrst og fremst á upphæðirnar sem þarna er um ræða? Hver eru þá mörkin og hverjar eru leikreglurnar fyrir viðskiptalífið að fara eftir?
Hér finnst mér vert að stalda við og líta undir yfirborðið. Hér sem aldrei fyrr er þörf á gagnrýnni hugsun - þess að spyrja sig spurninga og leita svara við þeim. Það kann vart góðri lukku að stýra að vaða áfram í þeirri vissu að við séum með endanlegan sannleika í höndunum er það? Er botnlaus peningahyggja - dýrkun Mammons það umhverfi sem við viljum búa komandi kynslóðum? Hvert mun það leiða mannkynið?
Í þessu sambandi er vert að benda fólki á rökstuddar gagnrýnisraddir manna á þessa hugmyndafræði í heild sinni að peningar séu fyrst og fremst til þess fallnir að hvetja menn til að gera betur. Einn þeirra manna sem mjög hefur gagnrýnt þessar hugmyndir er Alfie Kohn. Ég læt fara hér á eftir úrdrátt úr verkefni sem ég vann í Viðskiptaháskólanum á Bifröst um það fyrirbrigði sem hér er fjallað um "frammistöðutengd launakerfi". Kaupréttarákvæði stjórnenda Kaupþings-Búnaðarbanka, starfslokasamningar forstjóra ríkisfyrirtækja, bónusgreiðslur til starfsmanna sem ná fyrirfram tilteknum markmiðum, allt þetta og miklu meira má fella undir þá hugmyndafræði sem Alfie Kohn gagnrýnir svo mjög hér á eftir, þ.e. að verðlauna starfsmenn, hvort sem það eru stjórnendur eða aðrir fyrir tiltekna frammistöðu. Hann vill meina að það eitt að einblína á frammistöðu sem slíka sé röng nálgun og verði til þess eins að afvegaleiða okkur til lengri tíma. Ég set þetta fram hér vegna þess að mín sannfæring er sú að við mannsins börn á Íslandi og annars staðar í hinum vestræna heimi þurfum á því að halda. Við þurfum að vita að það eru til hugmyndir manna sem gagnrýna þennan sannleika sem veður uppi í umræðunni.
Hér á eftir fer úrdráttur úr ritgerð undirritaðrar sem unnin var á Bifröst 18. mars 2002;
"one best way of organizing"
-frammistöðutengd launakerfi?
Alfie Kohn vill meina að þessi nálgun að verðlauna frammistöðu með ytri þáttum (svo sem peningagreiðslum) miðað við einhver fyrirfram tiltekin markmið sé röng í sjálfu sér því athygli einstaklinganna færist frá því að vinna vel yfir í það að sækjast eftir umbun með því að einblína á verðlaunin sem slík. "Excellence pulls in one direction; rewards pull in another. Tell people that their income will depend on their prouductivity and performance rating, and they will focus on the numbers". Kohn hefur áhyggjur af því hvert þessi stefna muni leiða bandarísk fyrirtæki þar sem meirihluti þeirra noti einhverja útfærslu af þessu kerfi sem allar rannsóknir bendi til að skili engum árangri nema síður sé. Kohn setur allar tegundir frammistöðutengdra launakerfa undir sama hatt, það sé sama hvort verið sé að tala um bónuskerfi verkamanna, hlutabréfafríðindi stjórnenda, sérstaka umbun fyrir starfsmenn mánaðarins eða umboðslaun til sölumanna "Indeed, the livelihood of innumerable consultants has long based on devising fresh formulas for computing bonuses to wave in front of employees." Hann gengur svo langt að líkja þessu fyrirbæri við mútur, mútur hafi ekkert breyst en það geti verið að viðhorf okkar til hvers þær séu nýtanlegar hafi breyst. Í fyrsta lagi þá kennir hann atferlissinnum um hvernig komið er. "Behaviorist theory derived from work with laboratory animals, is indirectly responsible for..." Það merkilega við kenningu hans er m.a. að hann bendir réttilega á að gagnrýni á þessa aðferð við að ná fram því besta í fólki sé ekki ný - Herzberg hafi gert grein fyrir þessu fyrir nærri 40 árum síðan og ekkert hafi breyst síðan. Ytri þættir hafi aldrei verið til þess fallnir að breyta viðhorfi okkar sem sé undirstaða þess hvernig við hegðum okkur, þeir verði ekki til þess að örva hollustu við tiltekið gildismat eða breytni. Öllu heldur verði þeir til þess að við breytum hegðun okkar - tímabundið. "As for productivity, at least two dozen studies over the last three decades have conclusively shown that people who expect to receive a reward for completing a task or for doing that task successfully simply do not perform as well as those who expect no reward at all." Það sem meira er því vitsmunalegri og opnari huga sem krafist hafi verið þeim mun verr hafi starfsmenn staðið sig sem unnið hafi undir frammistöðutengdu launakerfi. Niðurstöður sem hafi komið rannsóknaraðilum mjög á óvart þar sem þeir hafi gert ráð fyrir að frammistaða fólks batnaði vegna umbunarinnar. Hann bendir á að rannsóknir á frammistöðutengdum launakerfum hafi meira snúist umhvaða útfærsla væri rétt fremur en því hvort að hugmyndin í sjálfu sér væri rétt eða röng. Menn séu með öðrum orðum orðnir svo blindaðir af því að frammistöðutengd launakerfi séu hið eina rétta að þeim detti ekki í hug að setja spurningamerki við aðferðina "per se".
Það er athyglisvert í þessu sambandi að Kohn nefnir rannsókn aðila hjá hinu virta fyrirtæki McKinsey & Company í Bandaríkjunum, (fyrirtæki sem er nefnt í nánast öllum kennslubókum í viðskiptafræðum - sama hvert fagið er). Þeir komust að því 1982 með viðtölum og skoðanakönnum hjá 90 stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna að afkastahvetjandi launakerfi toppstjórnenda fyrirtækjanna hafði ekkert að segja um niðurstöðutölur viðkomandi fyrirtækja! Ef marka má það sem fram kemur í grein Kohn þá fannst enginn munur á afkomutölum fyrirtækja hvort notuð voru afkastahvetjandi launakerfi fyrir toppstjórnendur eða ekki "...they examined compensation programs at 90 major U.S. companies to determine whether return to shareholders was better for corporations that had incentive plans for top exectives than it was for those companies that had no such plans. They were unable to find any difference." (Í ljósi þessa hvernig stendur þá á því að allar kennslubækur og flestir kennarar halda áfram að kenna að þeim mun árangurstengdari laun til stjórnenda því betri árangurs að vænta af rekstri fyrirtækisins?!)
Hverju er um að kenna, hvað er rangt við frammistöðutengd launakerfi að hans mati? Í fyrsta lagi segir hann að verðlaun verði til þess að laga "ástandið" tímabundið sem verður til þess að "vandamálið virðist leyst", en það sé öllu erfiðara að gera sér grein fyrir afleiðingunum til lengri tíma. "Do this and you´ll get that" sé einfaldlega lífsstíll Bandaríkjamanna og þar að auki sé mun einfaldara að trúa því að tiltekin hegðun sé tilkomin vegna launakerfis og að það sé hægt að laga það með betur útfærðu kerfi heldur en að líta til sálfræðilegra kenninga að baki hvatningu starfsmanna. Með því séu stjórnendur að fría sig þeirri ábyrgð að horfa á flókið samhengi hlutanna þar sem það sé miklu auðveldara að líta á ákveðna orsök og hafa þá tæki í höndunum til að "laga skemmdina"! Að síðustu setur Kohn kenningu sína upp á skipulagðan hátt og segir einfaldlega...
Laun eru ekki hvatning til að gera betur. Peningar fái fólk til að kaupa hluti sem það þarf og vantar, þeim mun meiri vöntun sem er á peningum þeim mun meiri líkur eru á að fólki sé verulega umhugað um þá peninga sem það fær, en það sé ekki það sama og að þeir séu hvatning. Þá nefnir hann að rannsóknir hafi sýnt að þegar starfsfólk er spurt hvað það haldi að sé mikilvægasta atriðið fyrir samstarfsmenn og/eða yfirmenn í starfi þá hafi svarið "laun" verið efst á lista. Aftur á móti þegar sömu stafsmenn eru spurðir beint "hvað skiptir ÞIG mestu máli" þá hafi laun yfirleitt lent í fimmta eða sjötta sæti. Hann fullyrðir að það séu engar rannsóknir sem styðji það að peningar virki hvetjandi á störf manna.
"There is no firm basis for the assumption that paying people more will courage them to do better work or even, in the long run, more work. As Frederick Herzberg Disinguished Professor of Management at the Univeristy of Utah´s Graduate School of Management, has argued, just because too little money can irritate and demotivate does not mean that more and more money will bring about increased satisfaction, much less increased motivation. It is plausible to assume that if someone´s take-home pay was cut in half, his or her morale would suffer enough to undermine performance. But it doesn´t necessarily follow that doubling that person´s pay would result in better work."
Þá er ekki síður athyglisverð sú afstaða hans að "hegning og umbun" séu í raun bara tvær hliðar á sama teningi. Margir stjórnendur dagsins í dag hafi misst trú á gildi hegningar sem var talin svo mikilvæg fyrir áratugum síðan en málið sé að umbun í formi ytri þátta sé ekkert annað en önnur útfærsla á sama hlut, ..."kick in the pants" geti orsakað breytta hegðun - en aldrei verið hvatning, það sé ekkert öðruvísi hvað varðar frammistöðutengd launakerfi. " "Do this and you´ll get that is not really very differnet from "do this or here´s what will happen to you. Sem rök fyrir þessu nefnir hann að þegar starfsfólk einblínir á tiltekna umbun fyrir störf sín en fær hana ekki þá virkar það eins og refsing og því meir sem umbunin er þráð því meiri verður refsingin þegar viðkomandi fær hana ekki. Þetta ástand sé ekkert öðruvísi en þegar fólki er hótað með refsingu fyrir slæma frammistöðu - það sé "gripið" og komist ekki burt. Sem þýðir að í stað þess að eins og allar stjórnunarkenningar segja í dag að það eigi að örva fólk til þekkingar og framfara þá sé því "stjórnað" á gamla mátann.
"The new school, which exhorts us to catch people doing something right and reward them for it, is not very different from the old school, which advised us to catch people doing something wrong and threaten to punish them if they ever do it againl. What is essentially taking place in both approaches is that a lot of people are getting caught. Managers are creating a workplace in which people feel controlled, not an environmental conducive to exploration, learning and progress."
Þá bendir Kohn á að frammistöðutengd laun leiði til samkeppni og minnki möguleika fyrirtækja á samstöðu starfsmanna sem aftur leiði til verri frammistöðu fyrirtækisins í heild. Þetta séu algjör grundvallarmistök þar sem frammistaða eins starfsmanns sem er verðlaunaður umfram frammistöðu hópsins geti leitt til þess að útkoma hópsins verði lélegri eða alla vega ekki betri en ella, vegna abrýðisemi eða annarra tilfinninga sem upp geta komið beinlínis vegna umbunarinnar sem viðkomandi starfsmaður fær. "No one is improving the system for collective gain. The system will inevitably crash." Without teamwork, in other words, there can be no quality".
Að mati Kohn er samband orsaka og afleiðinga stórt atriði. Við vitum öll að upp koma vandamál í fyrirtækjum - nánast á hverjum degi. Með frammistöðutengdum launakerfum vill hann meina að stjórnendur fríi sig ábyrgð - þeir líti ekki á það hvað orsaki vandamálið heldur kjósi miklu fremur að fara auðveldu leiðina og horfa bara á að starfsmaðurinn hafi ekki staðið sig nægilega vel - og að ástæðuna sé að finna í kerfinu sem slíku. Það taki alltof langan tíma að leita að raunverulegum orsökum fyrir vandamálinu - hinn kosturinn sé miklu auðveldari og betri! Þar að auki þá noti stjórnendur þetta kerfi sem afsökun fyrir því hverju starfsmenn þurfi á að halda vel unnin störf. Það að fara vel með starfsmenn og að gefa verðmæta endurgjöf sé kjarni góðrar stjórnunar aftur á móti krefjist það miklu minni hæfileika að veifa bara ákveðnum bónus framan í starfsmenn og lofa þeim honum að uppfylltum ákveðnum árangri. Með öðrum orðum þetta sé "ideal" aðferð fyrir stjórnendur til að þurfa ekki að hafa of miklar áhyggjur af starfsmönnum sínum.
Að síðustu verður eitt atriði Kohn nefnt hér í viðbót en það er að frammistöðutengd launakerfi leiði til minni áhuga starfsmanna á því sem þeir eru að gera. Hann segir að ef markmiðin með starfsemi fyrirtækisins og markmiðin sem starfsmaðurinn fær séu"frábær" þá geti ekkert afkastatengt kerfi bætt það upp. Vegna þess einfaldlega að það sé innri hvatning sem skipti okkur mannfólkið mestu máli hvað sem hver segir. Við séum öll að leita að hamingju og innri "fullnægju", við vitum manna best hvað sé vænlegast til þess að örva okkur og það séu sannarlega aldrei laun heldur miklu fremur ánægjan af því að vinna gott starf. Frammistöðutengd laun geti í einungis verið til þess fallin að skemma þá ánægju fyrir okkur. "The more we experience being controlled, the more we will tend to lose in interest in what we are doing. If we go to work thinking about the possibility of getting a bonus, we come to feel that our work is not self-directed. Rather it is the reward that drives our behaviour." Að lokum... "Whatever the reason for the effect, however, any incentive or pay-for-performance system tends to make people less enthuastic about their work and therefore less likely to approach it with a commitment to excellence."
Frammistöðutengd launakerfi eru ekkert einfalt mál, þau eru ekki heldur hinn eini sanni sannleikur sem við öll eigum og verðum að lúta. Frammistöðutengd launakerfi eru mannanna verk og þarfnast sem slík gagnrýni við eins og allt annað sem undir það getur fallið. Þessar hugmyndir um nauðsyn þess að greiða stjórnendum fyrirtækja eða öðru hæfileikafólki himinhá laun er tilkomin vegna þess að heimurinn trúir því að peningar virki sem hvatning til að gera betur! Það er kjarni málsins. Höfum það hugfast í umræðunni og höldum áfram í leit að því hvort sú aðferð "per se" sé rétt.
Murrel, Hywell. (1976). Motivation at work . Bls. 21
Armstrong, Michael & Murlis, Helen. Reward Management. Bls. 281.
Steer, Richard M., Porter, Lyman W., Bigley, Gregory A.. Motivation and leadedship at work. 6th ed. 1996. The McGraw-Hill Companies, Inc. - Kohn, Alfie. Why Icentive Plans Cannot Work.
Steer, Richard M., Porter, Lyman W., Bigley, Gregory A. (1996). Motivation and leadedship at work. Kohn, Alfie. Why Icentive Plans Cannot Work.
Steer, Richard M., Porter, Lyman W., Bigley, Gregory A. (1996). Motivation and leadedship at work. Kohn, Alfie. Why Icentive Plans Cannot Work.
Steer, Richard M., Porter, Lyman W., Bigley, Gregory A. (1996). Motivation and leadedship at work. - Kohn, Alfie. Why Icentive Plans Cannot Work.
Steer, Richard M., Porter, Lyman W., Bigley, Gregory A. (1996). Motivation and leadedship at work. Kohn, Alfie. Why Icentive Plans Cannot Work.
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
fimmtudagur, 15. maí 2003
laugardagur, 10. maí 2003
Ég á mér draum…
Grein birt á www.kreml.is á kosningadaginn vorið 2003
... að einhvern tíma renni upp sá dagur að ég sem kjósandi muni í raun og sann hafa valkost með atkvæði mínu. Ég hélt allt þar til um síðustu áramót að svo gæti farið að þessi draumur minn gæti orðið að veruleika. Allar götur síðan hefur draumurinn dofnað sífellt meir eftir því sem nær dregur... En viti menn nú þegar einungis einn dagur og tvær nætur eru til kosninga kviknar von... Hver veit nema að kraftaverkið geti gerst...
Hver er hann þessi draumur? Hvað hefur orðið til þess að vekja með mér von um hann geti ræst?
Þessi draumur snýst um samruna tveggja flokka sem stofnaðir voru af sama einstaklingi Jónasi Jónssyni frá Hriflu á fyrstu áratugum síðustu aldar, Alþýðuflokks (nú Samfylkingar) - og Framsóknarflokks. Það er óralangt síðan þessi draumur minn fæddist og hann á sér rætur í því samfélagi sem ég hef alist upp í.
Allar götur frá því ég man eftir mér hefur mér verið kennt að hatast út í Alþýðuflokkinn - kratana. Ég ólst upp við það að kratarnir væru allra manna verstir, Viðreisnarstjórnin væri sú alversta ríkisstjórn sem nokkru sinni hefði verið við völd. Fyrstu uppvaxtarárin setti ég ekkert spurningamerki við þessa fullyrðingu, ég trúði því að hún væri rétt. Eftir því sem ég komst til vits og ára fór ég þó að efast um að þessi fullyrðing væri alls kostar rétt þó ég þyrði ekki að hreyfa við því upphátt á meðal minna nánustu. Það sem olli mér fyrst og fremst heilabrotum var sú staðreynd að horfa upp á foreldra mína og kollega þeirra - sauðfjárbændur strita allt sitt líf og bera sífellt minna úr bítum. Á sama tíma var ekkert að gerast á meðal heimamanna, það var engin atvinnuuppbygging á öðrum sviðum, það var engin framtíðarsýn um breytingar. Það eina sem stjórnmálamennirnir sem foreldrar mínir og margir aðrir á landsbyggðinni kusu höfðu að bjóða þeim var "bið eftir björgunaraðgerðum að ofan".
Hverju hefur þessi stefna skilað - þeim og okkur landsmönnum öllum? Svari nú hver fyrir sig - í mínum huga liggur svarið ljóst fyrir. Það kann ekki góðri lukku að stýra að stinga höfðinu í sandinn og halda að tíminn standi í stað. Það er ekki gott fyrir neinn, ekki fyrir einstaklinginn, ekki fyrir fyrirtækin, ekki fyrir atvinnugreinarnar ekki fyrir þjóðfélagið í heild að horfa ekki til framtíðar. Tímarnir breytast og mennirnir með. Það er öllum nauðsynlegt að horfa til þess. Það er öllum hvort sem um er að ræða einstaklinga, fyrirtæki, atvinnugreinar eða þjóðfélög að horfa til framtíðar. Að rýna í stöðuna og gera sér grein fyrir í hverju breytingarnar muni liggja. Að velta fyrir sér stöðunni, líklegri þróun og í framhaldi af því möguleikum og tækifærum sem í breytingunum kunna að felast.
Kosningabaráttan nú sem senn er að baki verður að teljast ólíkleg til að komast á spjöld sögunnar vegna innihaldsins eða þess að hún hafi brotið blað í nokkru því sem skiptir máli til framtíðar. Ég hef ekki enn gefið mér tíma til að sjá sýningu þá sem nú er í gangi þar sem líta má á kosningabaráttu fyrri áratuga. Svo langt sem ég man hafa þær þó flestar verið hver annarri líkar að einni undanskilinni, kosningabaráttunni 1994 þegar R-listinn komst til valda. Það var kosningabarátta gleðinnar, breytinganna, vonarinnar og að lokum fullnægjunnar! Loksins tókst það! Það tókst að setja saman kosningabandalag nokkurra flokka gegn Sjálfstæðisflokknum, sem einn flokka hafði átt Reykjavíkurborg fram að því. Úrslit þessara kosninga skiptu máli, þau höfðu áhrif, þau leiddu til breytinga, þau brutu blað. Atkvæði mitt í kosningum 1994 bar árangur sem ég sem borgarbúi bý enn að og það verður aldrei aftur snúið. Það getur vel verið að það komi að Sjálfstæðisflokknum aftur við stjórnvölinn í borginni og það er allt í lagi með það. Hann á ekki borgina lengur og það er það sem skiptir öllu máli, það er til annarr valkostur.
Valkostur - það er kjarni málsins og það sem kosningar eiga að snúast um í mínum huga. Það er kjarni lýðræðisins að geta valið. Eins og stjórnmálaumhverfið hefur verið hér á landi allar götur síðan ég man eftir mér hefur þessi staða ekki verið uppi í kjöri til landstjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn að ekki sé nú talað um Framsóknarflokkurinn hafa verið ráðandi öfl. Sjálfstæðisflokkurinn í krafti stærðar sinnar, Framsóknarflokkurinn í krafti stöðu sinnar. Þessi staða er enn við lýði en þó hefur margt breyst. Það er tilkominn nýr flokkur - sem þó getur aldrei orðið raunverulegur valkostur fyrr en sú breyting sem vikið var að í upphafi verður að veruleika. Það er samruni, sameining Samfylkingar og Framsóknarflokks verður að veruleika.
Ég efast ekkert um að margir halda mig endanlega gengna af göflunum, hvað í ósköpunum gengur mér til að halda þessu fram. Þessir tveir mestu "hatursflokkar" sögunnar! Það er einmitt kjarni málsins. Það sem skilur að þessa tvo flokka eru ekki málefni, heldur fjötrar fortíðarinnar - sögunnar. Gamlir og grónir framsóknarmenn eins og faðir minn ganga af göflunum þegar þeir heyra hugmyndir í þessu veru, það sama má segja um gamalgróna krata, þeir fá hroll við það eitt að maður nefni Framsóknarflokkinn á nafn. Hvað liggur að baki þessu áliti þeirra - er það málefnalegur ágreiningur í stórum málum? Dettur einhverjum í hug að Halldór Ásgrímsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir séu andstæðingar í pólitík? Nei, það er miklu fremur "trúin", það að hafa trúað á ákveðinn "flokk" sem ræður þessari afstöðu og það er mál að linni. Þessir tveir flokkar hafa margt að færa hvor öðrum, þeir geta bætt hvorn annan upp. Sameinaðir gætu þeir orðið það "alvöru" afl jafnaðarmanna sem við þörfnumst svo mjög í upphafi nýrrar aldar.
Það sem hefur orðið til að vekja með mér von um að þessi draumur geti einhvern tíma orðið að veruleika eru tvær greinar sem birst hafa í Morgunblaðinu í þessari viku. Raunar vekur það sérstaka furðu að ekki sjáist nein merki um að leiðarahöfundar Morgunblaðsins eða aðrir fjölmiðlamenn telji ástæðu til að vekja athygli á þeim sögulega viðburði sem hér er vikið að. Það hlýtur að teljast sögulegur viðburður að Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, holdgervings hins illa í huga margra gamalgróinna framsóknarmanna og sonur þeirra Glúmur Baldvinsson skrifi greinar þar sem þau segja tæpitungulaust að þeirra óskastjórn sé stjórn þessara tveggja flokka - Framsóknar og Samfylkingar. Ég leyfi mér að segja "húrra fyrir þeim"! Loksins koma alvöru hugsjónamenn fram á ritvöllinn - hugsjónamenn sem eru tilbúnir að leggja til hliðar minni hagsmuni fyrir meiri, hugsjónamenn sem eru tilbúnir að kyngja gömlum viðhorfum og "flokksfjötrum". Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar að tengslafólk Jóns Baldvins Hannibalssonar liti til Framsóknarflokksins með framtíðarsýn sína en það segir kannski mest um að "tímarnir breytast og mennirnir með"! Er ekki tími til kominn að það sama gerist í röðum Framsóknarmanna?
Að síðustu þetta. Ég hef tvisvar komið fram með þá yfirlýsingu að ég hygðist skila auðum kjörseðli í vor þar sem ég gæti ekki samþykkt stefnu neins flokks. Í sannleika sagt hef ég íhugað það alla kosningabaráttuna að kannski væri það hið eina rétta. Ég er í sjálfu sér enn þeirrar skoðunar, en... ég get það ekki. Með því væri ég að stuðla að óbreyttu ástandi, með því væri ég með öðrum orðum að stuðla að áframhaldandi veru Davíðs Oddssonar við stjórnvölinn og það get ég ekki. Það ríður baggamuninn. Sú staðreynd krefst þess að ég setji kross á kosningaseðilinn á laugardaginn. Það verður mér þó ekki auðvelt. Kostirnir í mínum huga eru tveir. Annars vegar Framsóknarflokkurinn - stefna Halldórs Ásgrímssonar sem ég hef hrifist mjög af allt fram til síðustu áramóta, stefna framtíðarinnar, stefna alþjóðahyggju, þess að horfa til breytinga og þess að það sé íslenskri þjóð farsælast að vera þáttakandi í þeim breytingum í stað þess "bíða eftir því hvað gerist". Hinn kosturinn er Samfylkingin, nýr flokkur á gömlum merg sem þó er enn að fóta sig, er enn að finna sér stað. Flokkur sem ég er í grundvallaratriðum ósammála hvað varðar sjávarútvegsstefnuna.
Hvað get ég gert í þessari stöðu? Hvað ræður endanlegri afstöðu minni - hvert verður valið? Ég á engra kosta völ. Ég hlýt að veðja á Samfylkinguna. Með því að styðja Framsóknarflokkinn væri ég að taka þá áhættu að ég væri að framlengja lífdaga ríkisstjórnarinnar undir forystu Davíðs Oddssonar. Það get ég ekki. Það skiptir mig öllu máli að stuðla að því að koma núverandi ríkisstjórn frá, þó að með því sé ég á sama tíma að ganga gegn sannfæringu minni í einu máli. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég er að taka áhættu með þessu. Það getur vel verið að ég sitji uppi með ríkisstjórn sem ég kæri mig ekkert um eins og ríkisstjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra en svona er þetta stjórnmálaumhverfi sem ég bý við. Svona er þetta stjórnmálaumhverfi sem Jónas Jónsson frá Hriflu teiknaði í upphafi síðustu aldar og enn hefur ekki tekist að leiðrétta. Vonandi verður staðan önnur að fjórum árum liðnum... vonandi verða úrslit kosninganna á laugardaginn til þess að leggja lóð á þá vogarskál.
Gleðilegan kosningadag!
... að einhvern tíma renni upp sá dagur að ég sem kjósandi muni í raun og sann hafa valkost með atkvæði mínu. Ég hélt allt þar til um síðustu áramót að svo gæti farið að þessi draumur minn gæti orðið að veruleika. Allar götur síðan hefur draumurinn dofnað sífellt meir eftir því sem nær dregur... En viti menn nú þegar einungis einn dagur og tvær nætur eru til kosninga kviknar von... Hver veit nema að kraftaverkið geti gerst...
Hver er hann þessi draumur? Hvað hefur orðið til þess að vekja með mér von um hann geti ræst?
Þessi draumur snýst um samruna tveggja flokka sem stofnaðir voru af sama einstaklingi Jónasi Jónssyni frá Hriflu á fyrstu áratugum síðustu aldar, Alþýðuflokks (nú Samfylkingar) - og Framsóknarflokks. Það er óralangt síðan þessi draumur minn fæddist og hann á sér rætur í því samfélagi sem ég hef alist upp í.
Allar götur frá því ég man eftir mér hefur mér verið kennt að hatast út í Alþýðuflokkinn - kratana. Ég ólst upp við það að kratarnir væru allra manna verstir, Viðreisnarstjórnin væri sú alversta ríkisstjórn sem nokkru sinni hefði verið við völd. Fyrstu uppvaxtarárin setti ég ekkert spurningamerki við þessa fullyrðingu, ég trúði því að hún væri rétt. Eftir því sem ég komst til vits og ára fór ég þó að efast um að þessi fullyrðing væri alls kostar rétt þó ég þyrði ekki að hreyfa við því upphátt á meðal minna nánustu. Það sem olli mér fyrst og fremst heilabrotum var sú staðreynd að horfa upp á foreldra mína og kollega þeirra - sauðfjárbændur strita allt sitt líf og bera sífellt minna úr bítum. Á sama tíma var ekkert að gerast á meðal heimamanna, það var engin atvinnuuppbygging á öðrum sviðum, það var engin framtíðarsýn um breytingar. Það eina sem stjórnmálamennirnir sem foreldrar mínir og margir aðrir á landsbyggðinni kusu höfðu að bjóða þeim var "bið eftir björgunaraðgerðum að ofan".
Hverju hefur þessi stefna skilað - þeim og okkur landsmönnum öllum? Svari nú hver fyrir sig - í mínum huga liggur svarið ljóst fyrir. Það kann ekki góðri lukku að stýra að stinga höfðinu í sandinn og halda að tíminn standi í stað. Það er ekki gott fyrir neinn, ekki fyrir einstaklinginn, ekki fyrir fyrirtækin, ekki fyrir atvinnugreinarnar ekki fyrir þjóðfélagið í heild að horfa ekki til framtíðar. Tímarnir breytast og mennirnir með. Það er öllum nauðsynlegt að horfa til þess. Það er öllum hvort sem um er að ræða einstaklinga, fyrirtæki, atvinnugreinar eða þjóðfélög að horfa til framtíðar. Að rýna í stöðuna og gera sér grein fyrir í hverju breytingarnar muni liggja. Að velta fyrir sér stöðunni, líklegri þróun og í framhaldi af því möguleikum og tækifærum sem í breytingunum kunna að felast.
Kosningabaráttan nú sem senn er að baki verður að teljast ólíkleg til að komast á spjöld sögunnar vegna innihaldsins eða þess að hún hafi brotið blað í nokkru því sem skiptir máli til framtíðar. Ég hef ekki enn gefið mér tíma til að sjá sýningu þá sem nú er í gangi þar sem líta má á kosningabaráttu fyrri áratuga. Svo langt sem ég man hafa þær þó flestar verið hver annarri líkar að einni undanskilinni, kosningabaráttunni 1994 þegar R-listinn komst til valda. Það var kosningabarátta gleðinnar, breytinganna, vonarinnar og að lokum fullnægjunnar! Loksins tókst það! Það tókst að setja saman kosningabandalag nokkurra flokka gegn Sjálfstæðisflokknum, sem einn flokka hafði átt Reykjavíkurborg fram að því. Úrslit þessara kosninga skiptu máli, þau höfðu áhrif, þau leiddu til breytinga, þau brutu blað. Atkvæði mitt í kosningum 1994 bar árangur sem ég sem borgarbúi bý enn að og það verður aldrei aftur snúið. Það getur vel verið að það komi að Sjálfstæðisflokknum aftur við stjórnvölinn í borginni og það er allt í lagi með það. Hann á ekki borgina lengur og það er það sem skiptir öllu máli, það er til annarr valkostur.
Valkostur - það er kjarni málsins og það sem kosningar eiga að snúast um í mínum huga. Það er kjarni lýðræðisins að geta valið. Eins og stjórnmálaumhverfið hefur verið hér á landi allar götur síðan ég man eftir mér hefur þessi staða ekki verið uppi í kjöri til landstjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn að ekki sé nú talað um Framsóknarflokkurinn hafa verið ráðandi öfl. Sjálfstæðisflokkurinn í krafti stærðar sinnar, Framsóknarflokkurinn í krafti stöðu sinnar. Þessi staða er enn við lýði en þó hefur margt breyst. Það er tilkominn nýr flokkur - sem þó getur aldrei orðið raunverulegur valkostur fyrr en sú breyting sem vikið var að í upphafi verður að veruleika. Það er samruni, sameining Samfylkingar og Framsóknarflokks verður að veruleika.
Ég efast ekkert um að margir halda mig endanlega gengna af göflunum, hvað í ósköpunum gengur mér til að halda þessu fram. Þessir tveir mestu "hatursflokkar" sögunnar! Það er einmitt kjarni málsins. Það sem skilur að þessa tvo flokka eru ekki málefni, heldur fjötrar fortíðarinnar - sögunnar. Gamlir og grónir framsóknarmenn eins og faðir minn ganga af göflunum þegar þeir heyra hugmyndir í þessu veru, það sama má segja um gamalgróna krata, þeir fá hroll við það eitt að maður nefni Framsóknarflokkinn á nafn. Hvað liggur að baki þessu áliti þeirra - er það málefnalegur ágreiningur í stórum málum? Dettur einhverjum í hug að Halldór Ásgrímsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir séu andstæðingar í pólitík? Nei, það er miklu fremur "trúin", það að hafa trúað á ákveðinn "flokk" sem ræður þessari afstöðu og það er mál að linni. Þessir tveir flokkar hafa margt að færa hvor öðrum, þeir geta bætt hvorn annan upp. Sameinaðir gætu þeir orðið það "alvöru" afl jafnaðarmanna sem við þörfnumst svo mjög í upphafi nýrrar aldar.
Það sem hefur orðið til að vekja með mér von um að þessi draumur geti einhvern tíma orðið að veruleika eru tvær greinar sem birst hafa í Morgunblaðinu í þessari viku. Raunar vekur það sérstaka furðu að ekki sjáist nein merki um að leiðarahöfundar Morgunblaðsins eða aðrir fjölmiðlamenn telji ástæðu til að vekja athygli á þeim sögulega viðburði sem hér er vikið að. Það hlýtur að teljast sögulegur viðburður að Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, holdgervings hins illa í huga margra gamalgróinna framsóknarmanna og sonur þeirra Glúmur Baldvinsson skrifi greinar þar sem þau segja tæpitungulaust að þeirra óskastjórn sé stjórn þessara tveggja flokka - Framsóknar og Samfylkingar. Ég leyfi mér að segja "húrra fyrir þeim"! Loksins koma alvöru hugsjónamenn fram á ritvöllinn - hugsjónamenn sem eru tilbúnir að leggja til hliðar minni hagsmuni fyrir meiri, hugsjónamenn sem eru tilbúnir að kyngja gömlum viðhorfum og "flokksfjötrum". Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar að tengslafólk Jóns Baldvins Hannibalssonar liti til Framsóknarflokksins með framtíðarsýn sína en það segir kannski mest um að "tímarnir breytast og mennirnir með"! Er ekki tími til kominn að það sama gerist í röðum Framsóknarmanna?
Að síðustu þetta. Ég hef tvisvar komið fram með þá yfirlýsingu að ég hygðist skila auðum kjörseðli í vor þar sem ég gæti ekki samþykkt stefnu neins flokks. Í sannleika sagt hef ég íhugað það alla kosningabaráttuna að kannski væri það hið eina rétta. Ég er í sjálfu sér enn þeirrar skoðunar, en... ég get það ekki. Með því væri ég að stuðla að óbreyttu ástandi, með því væri ég með öðrum orðum að stuðla að áframhaldandi veru Davíðs Oddssonar við stjórnvölinn og það get ég ekki. Það ríður baggamuninn. Sú staðreynd krefst þess að ég setji kross á kosningaseðilinn á laugardaginn. Það verður mér þó ekki auðvelt. Kostirnir í mínum huga eru tveir. Annars vegar Framsóknarflokkurinn - stefna Halldórs Ásgrímssonar sem ég hef hrifist mjög af allt fram til síðustu áramóta, stefna framtíðarinnar, stefna alþjóðahyggju, þess að horfa til breytinga og þess að það sé íslenskri þjóð farsælast að vera þáttakandi í þeim breytingum í stað þess "bíða eftir því hvað gerist". Hinn kosturinn er Samfylkingin, nýr flokkur á gömlum merg sem þó er enn að fóta sig, er enn að finna sér stað. Flokkur sem ég er í grundvallaratriðum ósammála hvað varðar sjávarútvegsstefnuna.
Hvað get ég gert í þessari stöðu? Hvað ræður endanlegri afstöðu minni - hvert verður valið? Ég á engra kosta völ. Ég hlýt að veðja á Samfylkinguna. Með því að styðja Framsóknarflokkinn væri ég að taka þá áhættu að ég væri að framlengja lífdaga ríkisstjórnarinnar undir forystu Davíðs Oddssonar. Það get ég ekki. Það skiptir mig öllu máli að stuðla að því að koma núverandi ríkisstjórn frá, þó að með því sé ég á sama tíma að ganga gegn sannfæringu minni í einu máli. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég er að taka áhættu með þessu. Það getur vel verið að ég sitji uppi með ríkisstjórn sem ég kæri mig ekkert um eins og ríkisstjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra en svona er þetta stjórnmálaumhverfi sem ég bý við. Svona er þetta stjórnmálaumhverfi sem Jónas Jónsson frá Hriflu teiknaði í upphafi síðustu aldar og enn hefur ekki tekist að leiðrétta. Vonandi verður staðan önnur að fjórum árum liðnum... vonandi verða úrslit kosninganna á laugardaginn til þess að leggja lóð á þá vogarskál.
Gleðilegan kosningadag!
mánudagur, 5. maí 2003
Enn ein gömul grein frá 2003... frá sannfærðum
Grein af kremlarvef frá árinu 2003, endurbirt á bloggi 30. janúar 2009
Einu sinni sem oftar sat ég fund Evrópusamtakanna í hádeginu í dag og fyrirsögnin er sett fram vegna þess sem ég varð þar áheyrandi að. Áður en lengra er haldið má ég til að nefna að það er fremur skoplegt að sitja þessa fundi því við fundarmenn erum fáir og flestir þeir sömu aftur og aftur. Þannig er eins og Evrópumálefni séu orðin sértækt áhugamál fáeinna sérvitringa hér á landi. Hvaða ástæður skyldu liggja að baki því? Skiptir þróunin í Evrópu og það sem þar er að gerast okkur Íslendinga engu máli? Getur verið að viðhorf forsætisráðherra okkar til málsins hafi þarna eitthvað að segja? Eða eru þessir fundir einfaldlega illa auglýstir? Spyr sá sem ekki veit en þetta er athyglisverð staðreynd í ljósi þess um hversu stórt hagsmunamál er um að ræða. Eða er það kannski svo að við Íslendingar höfum bara áhuga á smáatriðum en hugsum síður um það sem skiptir máli?
Fyrirlesari var Árni Páll Árnason lögmaður og fyrrverandi starfsmaður íslensku utanríkisþjónustunnar eins og hann er titlaður hér á vefnum. Fyrirlestur hans varð kveikjan að þessari fyrirsögn, Evrópusamband = Sjálfstæðisflokkur en hvað eiga þessi tvö félög sameiginlegt? Jú það var nefnilega svo skemmtilegt að Árni Páll færði rök fyrir því að hagsmunir ríkja til að vera aðilar að Evrópusambandinu væru þeir sömu og hagsmunir einstaklinga til að standa saman að því að vera aðilar að stórum stjórnmálaflokki eins og Sjálfstæðisflokknum. Ríki gerast aðilar að Evrópusambandinu því þau telja hagsmunum sínum betur borgið með því að standa saman að málum en sundruð. Á sama hátt gerast einstaklingar aðilar að Sjálfstæðisflokknum vegna þess að þeir telja hagsmunum sínum betur borgið með því að standa saman að málum í stórum pólitískum flokki en ef þeir stæðu einir og reyndu þannig að koma málum sínum fram. Í þessu sambandi kom hann með dæmi "eða hvort haldið þið að sé vænlegra til árangurs að vera Helgi Hóeasson eða vera meðlimur í stjórnmálaflokki og reyna að ná málum sínum fram þar?" Skemmtilegt dæmi finnst ykkur ekki? Ég keyri fram hjá Helga Hóseassyni á hverjum degi þar sem hann stendur á horni Langholtsvegar og Holtavegar með mótmælaspjald með áletrunum eins og "blóð, Bush, Davi, Dori". Ímyndum okkur Íslendinga sem þjóð í þessu hlutverki! Hvernig hugnast ykkur sú mynd? Já það verður að segjast að þetta er skemmtileg samlíking og fyllilega þess verð að við veltum henni fyrir okkur.
Höldum aðeins áfram með þessa hugmynd að það sé vænlegra til árangurs - í þeim skilningi að hafa áhrif - að standa fleiri saman en að vera sundraðir eða einir. Hvaða dæmi höfum við um það hér á landi að það sé vænlegra til áhrifa að standa fleiri saman en sundruð? Hvað með pólitíska umhverfið? Hvernig gekk stjórnarandstöðunni í Reykjavík að hafa áhrif áður en að R-listinn kom til? Hvernig gengur okkur sem erum áhugamenn um breyttar áherslur í stjórnmálum á Íslandi að hafa áhrif í því sundraða pólitíska umhverfi sem við búum við? Hvaða lexíu kenndu síðustu kosningar okkur í því samhengi? Getur verið að leiðin til áhrifa sé sú að standa fleiri saman og skerpa á þeim atriðum sem raunverulega skipta máli og láta hin sem skipta minna máli liggja á milli hluta? Getur verið að Sjálfstæðismenn geri sér grein fyrir þessu og hætti þess vegna aldrei að hamra á þeim gamla góða tíma þegar Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag voru til. Maður þarf ekkert að vera mjög skynsamur til að sjá hversu skíthræddir þeir eru við þetta nýja umhverfi þar sem þeir þurfa kannski einhvern tíma að horfast í augu við að missa völdin til annarra sem raunverulega geta átt möguleika á að ná sömu stærð. Í þessu ljósi - getur verið að það sé vænlegra fyrir okkur Íslendinga til að hafa áhrif í samfélagi þjóðanna að vera hluti af stærri heild en að standa einir?
Nú er árið 2003 og innan skamms verða 10 ný ríki aðilar að Evrópusambandinu. Frændur okkar Svíar og Finnar eru orðnir aðilar, en við Íslendingar teljum ekki einu sinni ástæðu til að ræða þetta mál, hvað þá að kjósa um það. Nei þá er nú betra að kjósa um skattalækkanir (sem breytast snarlega í skattahækkanir að kosningum loknum) og tæknileg útfærsluatriði sem gufa upp eins og dögg fyrir sólu um leið og kosningar eru afstaðnar. Það er stóra málið og hefur miklu meiri áhrif á líf okkar til framtíðar í þessu landi, eða hvað finnst ykkur? Hvað finnst okkur þegnum þessa lands nú að afstöðnum kosningum um þá umræðu sem átti sér stað hér á landi fyrir kosningar? Vorum við að tala um eitthvað sem skiptir máli? Umræðan um skattalækkanir - hverju hefur hún skilað? Hverju kemur hún til með að skila? Hvert er hlutverk stjórnmálamanna? Hvert er hlutverk kosninga? Um hvað snúast stjórnmál?
Hvað finnst ykkur?
Einu sinni sem oftar sat ég fund Evrópusamtakanna í hádeginu í dag og fyrirsögnin er sett fram vegna þess sem ég varð þar áheyrandi að. Áður en lengra er haldið má ég til að nefna að það er fremur skoplegt að sitja þessa fundi því við fundarmenn erum fáir og flestir þeir sömu aftur og aftur. Þannig er eins og Evrópumálefni séu orðin sértækt áhugamál fáeinna sérvitringa hér á landi. Hvaða ástæður skyldu liggja að baki því? Skiptir þróunin í Evrópu og það sem þar er að gerast okkur Íslendinga engu máli? Getur verið að viðhorf forsætisráðherra okkar til málsins hafi þarna eitthvað að segja? Eða eru þessir fundir einfaldlega illa auglýstir? Spyr sá sem ekki veit en þetta er athyglisverð staðreynd í ljósi þess um hversu stórt hagsmunamál er um að ræða. Eða er það kannski svo að við Íslendingar höfum bara áhuga á smáatriðum en hugsum síður um það sem skiptir máli?
Fyrirlesari var Árni Páll Árnason lögmaður og fyrrverandi starfsmaður íslensku utanríkisþjónustunnar eins og hann er titlaður hér á vefnum. Fyrirlestur hans varð kveikjan að þessari fyrirsögn, Evrópusamband = Sjálfstæðisflokkur en hvað eiga þessi tvö félög sameiginlegt? Jú það var nefnilega svo skemmtilegt að Árni Páll færði rök fyrir því að hagsmunir ríkja til að vera aðilar að Evrópusambandinu væru þeir sömu og hagsmunir einstaklinga til að standa saman að því að vera aðilar að stórum stjórnmálaflokki eins og Sjálfstæðisflokknum. Ríki gerast aðilar að Evrópusambandinu því þau telja hagsmunum sínum betur borgið með því að standa saman að málum en sundruð. Á sama hátt gerast einstaklingar aðilar að Sjálfstæðisflokknum vegna þess að þeir telja hagsmunum sínum betur borgið með því að standa saman að málum í stórum pólitískum flokki en ef þeir stæðu einir og reyndu þannig að koma málum sínum fram. Í þessu sambandi kom hann með dæmi "eða hvort haldið þið að sé vænlegra til árangurs að vera Helgi Hóeasson eða vera meðlimur í stjórnmálaflokki og reyna að ná málum sínum fram þar?" Skemmtilegt dæmi finnst ykkur ekki? Ég keyri fram hjá Helga Hóseassyni á hverjum degi þar sem hann stendur á horni Langholtsvegar og Holtavegar með mótmælaspjald með áletrunum eins og "blóð, Bush, Davi, Dori". Ímyndum okkur Íslendinga sem þjóð í þessu hlutverki! Hvernig hugnast ykkur sú mynd? Já það verður að segjast að þetta er skemmtileg samlíking og fyllilega þess verð að við veltum henni fyrir okkur.
Höldum aðeins áfram með þessa hugmynd að það sé vænlegra til árangurs - í þeim skilningi að hafa áhrif - að standa fleiri saman en að vera sundraðir eða einir. Hvaða dæmi höfum við um það hér á landi að það sé vænlegra til áhrifa að standa fleiri saman en sundruð? Hvað með pólitíska umhverfið? Hvernig gekk stjórnarandstöðunni í Reykjavík að hafa áhrif áður en að R-listinn kom til? Hvernig gengur okkur sem erum áhugamenn um breyttar áherslur í stjórnmálum á Íslandi að hafa áhrif í því sundraða pólitíska umhverfi sem við búum við? Hvaða lexíu kenndu síðustu kosningar okkur í því samhengi? Getur verið að leiðin til áhrifa sé sú að standa fleiri saman og skerpa á þeim atriðum sem raunverulega skipta máli og láta hin sem skipta minna máli liggja á milli hluta? Getur verið að Sjálfstæðismenn geri sér grein fyrir þessu og hætti þess vegna aldrei að hamra á þeim gamla góða tíma þegar Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag voru til. Maður þarf ekkert að vera mjög skynsamur til að sjá hversu skíthræddir þeir eru við þetta nýja umhverfi þar sem þeir þurfa kannski einhvern tíma að horfast í augu við að missa völdin til annarra sem raunverulega geta átt möguleika á að ná sömu stærð. Í þessu ljósi - getur verið að það sé vænlegra fyrir okkur Íslendinga til að hafa áhrif í samfélagi þjóðanna að vera hluti af stærri heild en að standa einir?
Nú er árið 2003 og innan skamms verða 10 ný ríki aðilar að Evrópusambandinu. Frændur okkar Svíar og Finnar eru orðnir aðilar, en við Íslendingar teljum ekki einu sinni ástæðu til að ræða þetta mál, hvað þá að kjósa um það. Nei þá er nú betra að kjósa um skattalækkanir (sem breytast snarlega í skattahækkanir að kosningum loknum) og tæknileg útfærsluatriði sem gufa upp eins og dögg fyrir sólu um leið og kosningar eru afstaðnar. Það er stóra málið og hefur miklu meiri áhrif á líf okkar til framtíðar í þessu landi, eða hvað finnst ykkur? Hvað finnst okkur þegnum þessa lands nú að afstöðnum kosningum um þá umræðu sem átti sér stað hér á landi fyrir kosningar? Vorum við að tala um eitthvað sem skiptir máli? Umræðan um skattalækkanir - hverju hefur hún skilað? Hverju kemur hún til með að skila? Hvert er hlutverk stjórnmálamanna? Hvert er hlutverk kosninga? Um hvað snúast stjórnmál?
Hvað finnst ykkur?
Flokkspólitík = trúarbrögð?
Grein áður birt á www.kreml.is á vormánuðum 2003
Í leiðara Morgunblaðsins 26. apríl síðastliðinn segir orðrétt m.a.;
"Málflutningur Halldórs Ásgrímssonar varðandi hugsanlega aðild Íslands að ESB á síðasta ári vakti upp spurningar um það hvort hann teldi sig geta náð til einhverra kjósenda Sjálfstæðisflokksins með þeim umræðum og þá ekki sízt í viðskiptalífinu. Staðreyndin er hins vegar sú að fylgi Sjálfstæðisflokksins í viðskiptalífinu er svo traust að því verður ekki haggað þótt þar megi finna stuðningsmenn ESB-aðildar. Þeir hverfa ekki frá stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn vegna þessa máls."
Veltum aðeins fyrir okkur samhengi þessara orða.
Fimmtudaginn 3ja apríl síðastliðinn birtist eftir mig grein í Morgunblaðinu þar sem ég talaði um "andlegan dauða pólitíkur á Íslandi". Tilefni þeirra greinaskrifa var það að ég kallaði eftir skýrum línum í pólitíkinni á Íslandi. Ég kallaði eftir því að fá að taka afstöðu til stóru pólitísku málanna eins og aðildar að Evrópusambandinu. Fyrir mér sem hef tekið þátt í hringiðu íslensks viðskiptalífs í bráðum tuttugu ár blasir það einhvern veginn við að aðild að Evrópusambandinu sé eitt þeirra mála sem íslenskir kjósendur þurfa að ræða. Um daginn tók ég þátt í fundi Evrópusamtakanna þar sem skorað var á forsvarsmenn hagsmunasamtaka atvinnulífsins í pallborðsumræður um Evrópumál. Fyrir mér var það algjört grundvallaratriði að mæta á þennan fund þar sem ég hafði lengi beðið eftir nákvæmlega þessu - að fá tækifæri til að hlusta á forsvarsmenn LÍU og Samtaka bænda koma fram opinberlega með afstöðu sína til þessara mála og hlusta á rök þeirra sömu fyrir þeirra afstöðu. Ég fékk oftar en einu sinni gæsahúð á þessum fundi, ekki vegna þess að hann væri í sjálfu sér svo stórkostlegur heldur miklu fremur vegna þess að það var svo gaman. Umræðan kom blóðinu á hreyfingu og hjartað tók að slá hraðar þar sem ég var loksins að upplifa það að menn þurftu að færa rök fyrir máli sínu opinberlega. Forsvarsmenn LÍU þurftu þarna að leggja á borðið sín ómálefnalegu rök um að með aðild myndum við Íslendingar "missa sjálfstæðið". Það er ótrúlegt hvað þessi stóru og sterku hagsmunasamtök ætla lengi að berjast eins og rjúpa við staurinn við að þagga niður umræðu um framþróun Íslands í samfélagi þjóðanna. Þessi fundur færði mér heim sanninn um það enn og aftur að frumkvæði að skemmtilegum, gagnlegum og nauðsynlegum umræðum í pólitík kemur ekki frá stjórnmálaflokkunum heldur einhverjum öðrum. Hvers vegna skyldi það vera?
Þá kem ég að því sem tekið er úr Morgunblaðinu í upphafi þessarar greinar. Það hlýtur að vera okkur öllum - kjósendum í þessu landi sérstakt umhugsunarefni það sem þarna stendur. "Staðreyndin er hins vegar sú að fylgi Sjálfstæðisflokksins í viðskiptalífinu er svo traust að því verður ekki haggað þótt þar megi finna stuðningsmenn ESB-aðildar. Þeir hverfa ekki frá stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn vegna þessa máls." Um daginn fór ég með föður mínum á kosningahátíð hjá Framsóknarflokknum. Þar sagði Björn Ingi Hrafnsson frambjóðandi flokksins mér það sama. Hann vitnaði til þess að Styrmir Gunnarsson hefði sagt við Jón Baldvin á sínum tíma, að sá síðarnefndi skyldi ekki láta sig dreyma um að hann fengi stuðning atvinnulífsins við hugmyndir sínar þegar kæmi að kosningum þó þeir tækju undir með honum annars, það væri einfaldlega þannig að forystumenn atvinnulífsins kysu Sjálfstæðisflokkinn, hefðu gert það og myndu gera það!!! (Það skal sérstaklega tekið fram hér að ég hef ekki hugmynd um hvort þetta er rétt haft eftir eða hvort vitnað er í rétta einstaklinga, enda ekki aðalatriði málsins).
Ég hlýt að spyrja - er þetta eðlilegt ástand á tuttugustu og fyrstu öldinni? Er það eðlilegt að menn eins og t.d. Steinn Logi Björnsson forsvarsmaður í ferðaþjónustunni komi fram og gagnrýni harðlega það umhverfi sem ferðaþjónustan býr við, og á þar við gengi íslensku krónunnar, en á sama tíma vilji hann ekki segja það beint til hvers hann ætlast af stjórnvöldum? Ég gat ekki skilið hann öðruvísi en að hann vildi hreyfa við umræðu um upptöku evrunnar hér á landi en að hann neitaði alfarið að segja það beint að hann vildi að við ræddum aðild að Evrópusambandinu. Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins var á fyrrgreindum fundi Evrópusamtakanna og lýsti þar þeirri eindregnu skoðun samtakanna að Íslendingar ættu að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Rök hans voru ósköp einfaldlega íslenska krónan. Til að íslensku fyrirtækin geti staðið jafnfætis í samkeppni á alþjóðlegum markaði þurfa þau einfaldlega á meiri stöðugleika að halda, íslenska krónan hefur ekki verið stöðug síðustu misserin eða hvað? Hann tók sem dæmi rök Dana fyrir aðild að Efnahagsbandalaginu á sínum tíma. Þau hafi einfaldlega verið þau að danskir svínabændur hafi séð hag sínum best borgið með því að gerast aðilar. Málið var ekkert flóknara fyrir Dani í upphafi.
Í framhaldi af þessu fer ekki hjá því að ég spyrji sjálfa mig - hvaða flokk skyldi Sveinn Hannesson og skoðanabræður hans hjá Samtökum iðnaðarins styðja? Styðja þeir flestir Sjálfstæðisflokkinn? Þann flokk sem staðfastlega hefur neitað því á liðnu kjörtímabili að aðild að Evrópusambandinu sé eitthvað sem þarf að ræða? Nú getur vel verið að ég sé hér að upplýsa fávisku mína, að það sé opinbert og flestir viti hvaða flokk Sveinn Hannesson og kollegar hans í Samtökum iðnaðarins styðja en ég er óhrædd að opinbera þá fávisku mína. Svarið er augljóslega mjög áhugavert fyrir mig sem kjósanda sem skilur ekki hvernig í ósköpunum íslensk pólitík er alltaf svona vitlaus eins og hún er. Ég get ekki skilið hvernig það má vera að sterkir og annars skynsamir stjórnendur fyrirtækja hér á landi í alþjóðlegri samkeppni geta bara kosið Sjálfstæðisflokkinn yfir sig kjörtímabil eftir kjörtímabil án þess nokkurn tíma að gera virkilegar kröfur til þess flokks að ræða þau stóru hagsmunamál sem brenna á þeim á hverjum einasta degi í þeirra rekstri! Getið þið svarað mér því einhverjir ykkar? Hvað gengur mönnum til að styðja flokk sem er í grundvallaratriðum helsta hindrunin fyrir því að Íslendingar nái einhverjum árangri að ræða þetta mál af einhverju viti? Hversu mikil áhrif ætli gengi íslensku krónunnar hafi haft á endanlega afkomu þeirra fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands síðustu 3 árin? Hefur gengi krónunnar ekki haft miklu meira að segja um hagnað og tap margra skráðra fyrirtækja hér á landi heldur en nokkurn tíma raunveruleg rekstrarafkoma þeirra? Hvernig stendur á því að þið atvinnurekendur þessa lands sem hafið hagsmuni að því að Ísland taki upp evru standið ykkur ekki betur í því að ýta því máli af stað? Getur það verið að það að þið kjósið flestir Sjálfstæðisflokkinn eigi meira skylt við trúarbrögð en raunverulega pólitík?
Ég hlýt að leita eftir svari og skil þessar spurningar eftir opnar. Ég leyfi mér að vona að einhverjir stjórnendur villist hér inn á kreml.is og sjái þessa grein því áhugi minn á því að fá svar, þó ekki væri nema frá einum brennur á mér og ég bíð spennt... !
Í leiðara Morgunblaðsins 26. apríl síðastliðinn segir orðrétt m.a.;
"Málflutningur Halldórs Ásgrímssonar varðandi hugsanlega aðild Íslands að ESB á síðasta ári vakti upp spurningar um það hvort hann teldi sig geta náð til einhverra kjósenda Sjálfstæðisflokksins með þeim umræðum og þá ekki sízt í viðskiptalífinu. Staðreyndin er hins vegar sú að fylgi Sjálfstæðisflokksins í viðskiptalífinu er svo traust að því verður ekki haggað þótt þar megi finna stuðningsmenn ESB-aðildar. Þeir hverfa ekki frá stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn vegna þessa máls."
Veltum aðeins fyrir okkur samhengi þessara orða.
Fimmtudaginn 3ja apríl síðastliðinn birtist eftir mig grein í Morgunblaðinu þar sem ég talaði um "andlegan dauða pólitíkur á Íslandi". Tilefni þeirra greinaskrifa var það að ég kallaði eftir skýrum línum í pólitíkinni á Íslandi. Ég kallaði eftir því að fá að taka afstöðu til stóru pólitísku málanna eins og aðildar að Evrópusambandinu. Fyrir mér sem hef tekið þátt í hringiðu íslensks viðskiptalífs í bráðum tuttugu ár blasir það einhvern veginn við að aðild að Evrópusambandinu sé eitt þeirra mála sem íslenskir kjósendur þurfa að ræða. Um daginn tók ég þátt í fundi Evrópusamtakanna þar sem skorað var á forsvarsmenn hagsmunasamtaka atvinnulífsins í pallborðsumræður um Evrópumál. Fyrir mér var það algjört grundvallaratriði að mæta á þennan fund þar sem ég hafði lengi beðið eftir nákvæmlega þessu - að fá tækifæri til að hlusta á forsvarsmenn LÍU og Samtaka bænda koma fram opinberlega með afstöðu sína til þessara mála og hlusta á rök þeirra sömu fyrir þeirra afstöðu. Ég fékk oftar en einu sinni gæsahúð á þessum fundi, ekki vegna þess að hann væri í sjálfu sér svo stórkostlegur heldur miklu fremur vegna þess að það var svo gaman. Umræðan kom blóðinu á hreyfingu og hjartað tók að slá hraðar þar sem ég var loksins að upplifa það að menn þurftu að færa rök fyrir máli sínu opinberlega. Forsvarsmenn LÍU þurftu þarna að leggja á borðið sín ómálefnalegu rök um að með aðild myndum við Íslendingar "missa sjálfstæðið". Það er ótrúlegt hvað þessi stóru og sterku hagsmunasamtök ætla lengi að berjast eins og rjúpa við staurinn við að þagga niður umræðu um framþróun Íslands í samfélagi þjóðanna. Þessi fundur færði mér heim sanninn um það enn og aftur að frumkvæði að skemmtilegum, gagnlegum og nauðsynlegum umræðum í pólitík kemur ekki frá stjórnmálaflokkunum heldur einhverjum öðrum. Hvers vegna skyldi það vera?
Þá kem ég að því sem tekið er úr Morgunblaðinu í upphafi þessarar greinar. Það hlýtur að vera okkur öllum - kjósendum í þessu landi sérstakt umhugsunarefni það sem þarna stendur. "Staðreyndin er hins vegar sú að fylgi Sjálfstæðisflokksins í viðskiptalífinu er svo traust að því verður ekki haggað þótt þar megi finna stuðningsmenn ESB-aðildar. Þeir hverfa ekki frá stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn vegna þessa máls." Um daginn fór ég með föður mínum á kosningahátíð hjá Framsóknarflokknum. Þar sagði Björn Ingi Hrafnsson frambjóðandi flokksins mér það sama. Hann vitnaði til þess að Styrmir Gunnarsson hefði sagt við Jón Baldvin á sínum tíma, að sá síðarnefndi skyldi ekki láta sig dreyma um að hann fengi stuðning atvinnulífsins við hugmyndir sínar þegar kæmi að kosningum þó þeir tækju undir með honum annars, það væri einfaldlega þannig að forystumenn atvinnulífsins kysu Sjálfstæðisflokkinn, hefðu gert það og myndu gera það!!! (Það skal sérstaklega tekið fram hér að ég hef ekki hugmynd um hvort þetta er rétt haft eftir eða hvort vitnað er í rétta einstaklinga, enda ekki aðalatriði málsins).
Ég hlýt að spyrja - er þetta eðlilegt ástand á tuttugustu og fyrstu öldinni? Er það eðlilegt að menn eins og t.d. Steinn Logi Björnsson forsvarsmaður í ferðaþjónustunni komi fram og gagnrýni harðlega það umhverfi sem ferðaþjónustan býr við, og á þar við gengi íslensku krónunnar, en á sama tíma vilji hann ekki segja það beint til hvers hann ætlast af stjórnvöldum? Ég gat ekki skilið hann öðruvísi en að hann vildi hreyfa við umræðu um upptöku evrunnar hér á landi en að hann neitaði alfarið að segja það beint að hann vildi að við ræddum aðild að Evrópusambandinu. Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins var á fyrrgreindum fundi Evrópusamtakanna og lýsti þar þeirri eindregnu skoðun samtakanna að Íslendingar ættu að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Rök hans voru ósköp einfaldlega íslenska krónan. Til að íslensku fyrirtækin geti staðið jafnfætis í samkeppni á alþjóðlegum markaði þurfa þau einfaldlega á meiri stöðugleika að halda, íslenska krónan hefur ekki verið stöðug síðustu misserin eða hvað? Hann tók sem dæmi rök Dana fyrir aðild að Efnahagsbandalaginu á sínum tíma. Þau hafi einfaldlega verið þau að danskir svínabændur hafi séð hag sínum best borgið með því að gerast aðilar. Málið var ekkert flóknara fyrir Dani í upphafi.
Í framhaldi af þessu fer ekki hjá því að ég spyrji sjálfa mig - hvaða flokk skyldi Sveinn Hannesson og skoðanabræður hans hjá Samtökum iðnaðarins styðja? Styðja þeir flestir Sjálfstæðisflokkinn? Þann flokk sem staðfastlega hefur neitað því á liðnu kjörtímabili að aðild að Evrópusambandinu sé eitthvað sem þarf að ræða? Nú getur vel verið að ég sé hér að upplýsa fávisku mína, að það sé opinbert og flestir viti hvaða flokk Sveinn Hannesson og kollegar hans í Samtökum iðnaðarins styðja en ég er óhrædd að opinbera þá fávisku mína. Svarið er augljóslega mjög áhugavert fyrir mig sem kjósanda sem skilur ekki hvernig í ósköpunum íslensk pólitík er alltaf svona vitlaus eins og hún er. Ég get ekki skilið hvernig það má vera að sterkir og annars skynsamir stjórnendur fyrirtækja hér á landi í alþjóðlegri samkeppni geta bara kosið Sjálfstæðisflokkinn yfir sig kjörtímabil eftir kjörtímabil án þess nokkurn tíma að gera virkilegar kröfur til þess flokks að ræða þau stóru hagsmunamál sem brenna á þeim á hverjum einasta degi í þeirra rekstri! Getið þið svarað mér því einhverjir ykkar? Hvað gengur mönnum til að styðja flokk sem er í grundvallaratriðum helsta hindrunin fyrir því að Íslendingar nái einhverjum árangri að ræða þetta mál af einhverju viti? Hversu mikil áhrif ætli gengi íslensku krónunnar hafi haft á endanlega afkomu þeirra fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands síðustu 3 árin? Hefur gengi krónunnar ekki haft miklu meira að segja um hagnað og tap margra skráðra fyrirtækja hér á landi heldur en nokkurn tíma raunveruleg rekstrarafkoma þeirra? Hvernig stendur á því að þið atvinnurekendur þessa lands sem hafið hagsmuni að því að Ísland taki upp evru standið ykkur ekki betur í því að ýta því máli af stað? Getur það verið að það að þið kjósið flestir Sjálfstæðisflokkinn eigi meira skylt við trúarbrögð en raunverulega pólitík?
Ég hlýt að leita eftir svari og skil þessar spurningar eftir opnar. Ég leyfi mér að vona að einhverjir stjórnendur villist hér inn á kreml.is og sjái þessa grein því áhugi minn á því að fá svar, þó ekki væri nema frá einum brennur á mér og ég bíð spennt... !
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...