Íslenska krónan hefur verið gefin frjáls. Í meginatriðum. Tilraunastarfsemin með íslenska krónu í alþjóðlegum heimi viðskipta fær annan snúning. Fjármálaráðherra og fyrrum forsætisráðherra komnir í pissukeppni. Báðir vilja sýna okkur hvað þeir eru klárir businessmenn.
Hagkerfið er á blússandi siglingu. Hagvöxtur síðasta árs 7,2%. Styrkur krónunnar slíkur að útflutningsatvinnuvegirnir eiga í vanda. Danski sérfræðingurinn sem tekinn var í guðatölu eftir illa meðferð í síðasta góðæri segir Seðlabankann eiga að hækka vexti. Þrír framkvæmdastjórar samtaka útflytjenda kalla eftir lækkun vaxta. Hvaða ákvörðun Seðlabankinn tekur fáum við að vita á morgun.
Í dag er fyrsti dagur „frelsisins“. Fylgst er grannt með hvað gerist. Veikist krónan enn? Veikist hún verulega? Fáum við verðbólguskot? Óvissan algjör. Spennan magnast. Sérfræðingar segja okkur þó að vera róleg. Seðlabankinn hafi á að skipa góðum gjaldeyrisforða og allar hagtölur segja okkur að við séum í góðum málum. Engin ástæða sé til ótta.
Baksviðs berast fregnir af mögulegum málshöfðunum. Menn deila um verðið á krónunni sem lokuð var inni við hrun síðasta góðæris. Hvað er rétt verð? Hvað er sanngjarnt verð? Á hvaða tíma? Fyrir hálfu ári? Núna? Karlarnir sem hagsmuna eiga að gæta eru þess umkomnir að segja okkur hvað er rétt og hvað er rangt. Þeir vita það. Sbr. fyrrum forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann. Báðir góðir hagsmunagæslumenn.
Fyrrum forsætisráðherrann ítrekar tal sitt um „vondu vogunarsjóðina“. Ber á borð málflutning í þá veru að Íslendingar sem versla með peninga séu „góðir“ og útlendingar sem gera slíkt hið sama séu „vondir“. Fordæmið hefur hann frá forvera sínum sem var góður í því að segja okkur hverjir væru góðir og hverjir væru vondir.
Íslenska krónan er gjaldmiðillinn okkar. Gengi hennar hefur bein áhrif á stöðu okkar til lengri og skemmri tíma. Eignastöðu okkar. Kaupmátt okkar. Stöðu verðtryggðu lánanna okkar. Verðlag vörunnar sem við kaupum. Verðlag þjónustunnar sem við kaupum. Allt umhverfi okkar stjórnast af því hver staða krónunnar er.
Hver hugsar um þann hag?
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
þriðjudagur, 14. mars 2017
þriðjudagur, 7. mars 2017
Spilapeningur eða alvöru gjaldmiðill?
Við hrunið 2008 var þjóðerniskennd það sem sem spilað var á. Við áttum að vera heima. Prjóna og búa til slátur.
Sjálfstæði að hætti Bjarts í Sumarhúsum varð forgangsmál. Íslenska krónan varð m.a. fulltrúi þessa sjálfstæðis. Þrjúhundruð og þrjátíu þúsund manneskjur í einu landi eru þess fullvissar að tilvist íslensku krónunnar sem sjálfstæðs gjaldmiðils sé forsenda sjálfstæðis þjóðarinnar. Íslenska krónan í alþjóðlegum heimi viðskipta.
Forystumenn í íslensku viðskiptalífi voru fremstir í flokki þeirrar baráttu að tryggja Ísland áfram sem eyland í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Sjálfstætt að hætti Bjarts í Sumarhúsum. Þessa dagana upplifa þeir afrakstur þeirrar baráttu. Sterka krónu. Svo sterka að Ísland er nú orðið dýrasta land í heimi.
Í hverjum fréttatímum á eftir öðrum birtast þeir. Og í aðsendum greinum blaðanna. Vandamálið borið á borð eins og það hafi aldrei nokkurn tíma gerst áður. Sterk króna er fordæmalaus og vandamálið alveg nýtt. Helst á samhenginu að skilja að Seðlabankanum sé um að kenna.
Fyrsti áratugur aldarinnar var áratugur hækkana á verði hlutfjár fyrirtækja í Kauphöllinni. Hækkanir voru normið. Man ekki hvað kannski svona 60-70% hækkun á virði hlutabréfanna árlega. Er það svo fjarri lagi?
Það endaði með skelli. Skelli þar sem hlutafjárverð í Kauphöllinni féll saman um 85% haustið 2008. Eitt stærsta gjaldþrot heimssögunnar þar sem samdrátturinn í hagkerfinu var án fordæma alþjóðlegra hagkerfa var staðreynd.
75% stóru fyrirtækjanna í það minnsta fóru í endurskipulagningu. Þar sem blessaðir Lífeyrissjóðirnir voru til bjargar. Lífeyrissjóðirnir. Þessir sjóðir sem við höfum greitt í frá því við hófum störf og eru til þess ætlaðir að vera eftirlaunasjóðir okkar í ellinni. Björgunarsjóðir ábyrgðarleysisins par excellence. Hefur sýnt sig allar götur síðan.
Fékk Morgunblaðið borið heim til mín í kápu Icelandair einn daginn og kápu Símans hinn daginn í boði Lífeyrissjóðanna einhverja daga á meðan þetta allt saman gekk yfir. Athugasemdin er skrifuð í dagbókina 3. apríl 2011, kannski gerðist það þó 2009 eða 2010 man það ekki.
Kauphöllinni í dag er haldið uppi af Lífeyrissjóðunum. Lífeyrissjóðirnir eru ráðandi aðilar í öllum fyrirtækjum í Kauphöllinni og henni hefði líklega verið lokað fyrir löngu ef þessir lukkupeningar hefðu ekki verið til staðar þegar spilapeningarnir voru búnir. Núna vilja þeir fara að byggja vegi með þessum peningum. Gott ef ekki íbúðir. Já Lífeyrissjóðirnir eiga að halda vélinni gangandi.
Íslendingar eru 330.000. Hvaða takmörk setur sú staðreynd ein og sér íslenskri krónu? Vilja íslenskir athafnamenn fara aftur til 20. aldar í viðskiptum sínum á alþjóðavettvangi? Viljum við vera á stórtæk í alþjóðlegum viðskiptum áfram eins og við höfum verið alla þessa öld? Ætlum við samt að halda í íslenska krónu?
Hér bið ég forsvarsmenn viðskiptalífsins að svara. Hvort vilja þeir? Íslenska krónu? Eða ekki? Ætla þeir að lifa með krónu eða ætla þeir það ekki? Ef þeir ætla að lifa með henni má ég þá biðja þá um tala af ábyrgð? Ábyrgð þar sem gengið út frá því að það sem fer upp fer líka niður. Það sem veikist, styrkist líka.
Það sem gerðist í Kauphöll Íslands á árunum 2003-2008 var ekki gagnleg reynsla. Sú reynsla lifir kannski enn í minninu. Menn halda kannski að það sé bara til ein leið – upp. Það er ekki svo. Það sem fer upp fer líka niður. Það sem veikist, styrkist líka.
Kannski til of mikils mælst – en má ég líka biðja þá um að muna að við erum til. Venjulegt fólk sem höfum hugsað okkur að lifa í þessu landi með þeim. Til þess að það sé hægt verða þeir að læra ábyrgð.
Aukning landsframleiðslunnar af þeim toga sem við kynntumst svo vel á 1. áratug aldarinnar er einskis virði. Þúsundir manna fóru illa út úr þeim efnahagslegu hamförum. Einhverjir misstu allt sitt, einhverjir heilsuna og enn aðrir gleðina. Sumir misstu þetta allt aleiguna, heilsuna og gleðina.
Má ég því biðja samtök atvinnulífsins á Íslandi að sýna mér ábyrgð. Ábyrgð á því að íslenska krónan er ekki þeirra spilapeningur, þeir geta ekki ákveðið gengi hennar eftir því hvað hentar þeim best í leiknum.
Sjálfstæði að hætti Bjarts í Sumarhúsum varð forgangsmál. Íslenska krónan varð m.a. fulltrúi þessa sjálfstæðis. Þrjúhundruð og þrjátíu þúsund manneskjur í einu landi eru þess fullvissar að tilvist íslensku krónunnar sem sjálfstæðs gjaldmiðils sé forsenda sjálfstæðis þjóðarinnar. Íslenska krónan í alþjóðlegum heimi viðskipta.
Forystumenn í íslensku viðskiptalífi voru fremstir í flokki þeirrar baráttu að tryggja Ísland áfram sem eyland í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Sjálfstætt að hætti Bjarts í Sumarhúsum. Þessa dagana upplifa þeir afrakstur þeirrar baráttu. Sterka krónu. Svo sterka að Ísland er nú orðið dýrasta land í heimi.
Í hverjum fréttatímum á eftir öðrum birtast þeir. Og í aðsendum greinum blaðanna. Vandamálið borið á borð eins og það hafi aldrei nokkurn tíma gerst áður. Sterk króna er fordæmalaus og vandamálið alveg nýtt. Helst á samhenginu að skilja að Seðlabankanum sé um að kenna.
Fyrsti áratugur aldarinnar var áratugur hækkana á verði hlutfjár fyrirtækja í Kauphöllinni. Hækkanir voru normið. Man ekki hvað kannski svona 60-70% hækkun á virði hlutabréfanna árlega. Er það svo fjarri lagi?
Það endaði með skelli. Skelli þar sem hlutafjárverð í Kauphöllinni féll saman um 85% haustið 2008. Eitt stærsta gjaldþrot heimssögunnar þar sem samdrátturinn í hagkerfinu var án fordæma alþjóðlegra hagkerfa var staðreynd.
75% stóru fyrirtækjanna í það minnsta fóru í endurskipulagningu. Þar sem blessaðir Lífeyrissjóðirnir voru til bjargar. Lífeyrissjóðirnir. Þessir sjóðir sem við höfum greitt í frá því við hófum störf og eru til þess ætlaðir að vera eftirlaunasjóðir okkar í ellinni. Björgunarsjóðir ábyrgðarleysisins par excellence. Hefur sýnt sig allar götur síðan.
Fékk Morgunblaðið borið heim til mín í kápu Icelandair einn daginn og kápu Símans hinn daginn í boði Lífeyrissjóðanna einhverja daga á meðan þetta allt saman gekk yfir. Athugasemdin er skrifuð í dagbókina 3. apríl 2011, kannski gerðist það þó 2009 eða 2010 man það ekki.
Kauphöllinni í dag er haldið uppi af Lífeyrissjóðunum. Lífeyrissjóðirnir eru ráðandi aðilar í öllum fyrirtækjum í Kauphöllinni og henni hefði líklega verið lokað fyrir löngu ef þessir lukkupeningar hefðu ekki verið til staðar þegar spilapeningarnir voru búnir. Núna vilja þeir fara að byggja vegi með þessum peningum. Gott ef ekki íbúðir. Já Lífeyrissjóðirnir eiga að halda vélinni gangandi.
Íslendingar eru 330.000. Hvaða takmörk setur sú staðreynd ein og sér íslenskri krónu? Vilja íslenskir athafnamenn fara aftur til 20. aldar í viðskiptum sínum á alþjóðavettvangi? Viljum við vera á stórtæk í alþjóðlegum viðskiptum áfram eins og við höfum verið alla þessa öld? Ætlum við samt að halda í íslenska krónu?
Hér bið ég forsvarsmenn viðskiptalífsins að svara. Hvort vilja þeir? Íslenska krónu? Eða ekki? Ætla þeir að lifa með krónu eða ætla þeir það ekki? Ef þeir ætla að lifa með henni má ég þá biðja þá um tala af ábyrgð? Ábyrgð þar sem gengið út frá því að það sem fer upp fer líka niður. Það sem veikist, styrkist líka.
Það sem gerðist í Kauphöll Íslands á árunum 2003-2008 var ekki gagnleg reynsla. Sú reynsla lifir kannski enn í minninu. Menn halda kannski að það sé bara til ein leið – upp. Það er ekki svo. Það sem fer upp fer líka niður. Það sem veikist, styrkist líka.
Kannski til of mikils mælst – en má ég líka biðja þá um að muna að við erum til. Venjulegt fólk sem höfum hugsað okkur að lifa í þessu landi með þeim. Til þess að það sé hægt verða þeir að læra ábyrgð.
Aukning landsframleiðslunnar af þeim toga sem við kynntumst svo vel á 1. áratug aldarinnar er einskis virði. Þúsundir manna fóru illa út úr þeim efnahagslegu hamförum. Einhverjir misstu allt sitt, einhverjir heilsuna og enn aðrir gleðina. Sumir misstu þetta allt aleiguna, heilsuna og gleðina.
Má ég því biðja samtök atvinnulífsins á Íslandi að sýna mér ábyrgð. Ábyrgð á því að íslenska krónan er ekki þeirra spilapeningur, þeir geta ekki ákveðið gengi hennar eftir því hvað hentar þeim best í leiknum.
fimmtudagur, 2. mars 2017
Íslenska krónan og líf á Íslandi
Seljendur vöru og þjónustu frá Íslandi kvarta stórum undan gengi íslensku krónunnar þessi misserin. Skal engan undra. Þegar þú selur vöru eða þjónustu viltu vita hvaða tekjur þú færð fyrir þá vöru eða þjónustu. Þegar krónan styrkist umtalsvert þýðir það færri krónur í tekjur á sama tíma og kostnaðurinn er í íslenskum krónum. Útkoman verður ekki sú sem þú væntir. Kannski minni hagnaður. Kannski tap.
Líf mitt sem venjulegrar manneskju vænkast heldur í umhverfi styrkrar krónu. Verðbólga hefur verið lág um nokkurt skeið og meira að segja verðhjöðnun einhvern mánuðinn. Upplifði á dögunum að ég keypti nikótíntyggjó í apótekinu sem kostaði nokkur hundruð krónum minna pakkinn en síðast þegar ég keypti hann. Minnist þess varla að það hafi gerst í mínu lífi áður. Að vara eða þjónusta á Íslandi hafi lækkað í verði.
Þegar íslenska krónan er annars vegar eru lítil takmörk á birtingarmyndum nýrrar reynslu. Blessaður túristinn hefur orðið þess valdandi, ásamt styrkri stjórn peningamála, að ég hef nú upplifað þetta í fyrsta skipti. Að höfuðstóll verðtryggða lánsins míns stendur nánast í stað í heilt ár og ég kaupi innflutta vöru lægra verði en ég gerði fyrir nokkrum mánuðum. Skórnir sem mig langar í kosta núna nokkrum tugum þúsunda minna í búðinni en þeir gerðu fyrir níu árum.
Ég er því þakklát. Þakklát túristunum og þakklát Seðlabankanum. Stjórnvöld, þeir sem eiga þó að stjórna umhverfinu sem ég bý við, hafa ekki frekar en fyrr mikið með þetta að gera. Þetta umhverfi sem ég bý við. Athafnamennirnir, þessir sem eiga að hafa vit og skilning á samhengi hlutanna, gráta styrka krónu. Hamast á Seðlabankanum og sjá í honum hinn illa sjálfan. Báðir vilja umfram allt halda í krónuna. Stjórnvöld og athafnamennirnir. Þeir krefjast þess að ég, venjulega manneskjan, lifi í umhverfi krónunnar.
Við erum 330 þúsund manneskjur. Hagkerfið er á blússandi siglingu. Túristum fjölgar og fjölgar og fjölgar og okkur er sagt að þannig verði það áfram. Athafnamennirnir kvarta sáran yfir gengi íslensku krónunnar og krefjast niðurfellingar hafta. Lausnina á stöðu krónunnar sjá þeir í „frelsi hennar“. Frelsi til að fara með hana út og inn að vild.
Eftir hverju eru þeir að kalla? Að fjármagnshreyfingar verði frjálsar eins og þær voru fyrir hrun? Að gengi krónunnar fái að sveiflast aftur eftir fjárfestingum eins lífeyrissjóðs í útlöndum? Eða kaupum eins fyrirtækis á Íslandi í öðru fyrirtæki í útlöndum?
Geng út frá því að þeir vilji vera stórtækir, íslensku athafnamennirnir. Vilji vera stórtækir í alþjóðlegum viðskiptum. Lái þeim það ekki. Það er gaman að vera stórtækur. Gaman að vera í alþjóðlegum viðskiptum. Gaman að ná árangri.
En hvað með okkur venjulegu manneskjurnar? Hvernig eigum við að lifa í samfélagi með þeim? Þegar þeir eru stórtækir? Og við erum bara 330 þúsund.
Seðlabankinn stritar við að halda verðbólgu niðri og hefur orðið vel ágengt. Ótrúlega vel ágengt. Það skiptir mig, venjulegu manneskjuna, máli. Öllu máli. Ég treysti þeim. Ég treysti ekki íslensku athafnamönnunum og ekki heldur stjórnvöldum. Ekki vegna þess að ég haldi að þeir séu illir. Eða að ég haldi að þeim sé illa við mig. Ég treysti þeim ekki vegna þess að ég hef ekki ástæðu til að treysta þeim. Þeir hafa ekki reynst traustsins verðir og þeir verða að ávinna sér traust aftur. Það gerist ekki á einum degi.
Traust ávinna þeir sér ekki með ábyrgðarlausu tali. Athafnamenn og stjórnvöld eiga að skilja samhengi hlutanna. Betur en ég og við hin, venjulegu manneskjurnar. Þess vegna langar mig að biðla til þeirra að haga sér þannig. Sýna ábyrgð. Sýna mér ábyrgð í tali sínu um þetta efnahagsumhverfi sem við lifum í.
Fleira var það nú ekki.
Líf mitt sem venjulegrar manneskju vænkast heldur í umhverfi styrkrar krónu. Verðbólga hefur verið lág um nokkurt skeið og meira að segja verðhjöðnun einhvern mánuðinn. Upplifði á dögunum að ég keypti nikótíntyggjó í apótekinu sem kostaði nokkur hundruð krónum minna pakkinn en síðast þegar ég keypti hann. Minnist þess varla að það hafi gerst í mínu lífi áður. Að vara eða þjónusta á Íslandi hafi lækkað í verði.
Þegar íslenska krónan er annars vegar eru lítil takmörk á birtingarmyndum nýrrar reynslu. Blessaður túristinn hefur orðið þess valdandi, ásamt styrkri stjórn peningamála, að ég hef nú upplifað þetta í fyrsta skipti. Að höfuðstóll verðtryggða lánsins míns stendur nánast í stað í heilt ár og ég kaupi innflutta vöru lægra verði en ég gerði fyrir nokkrum mánuðum. Skórnir sem mig langar í kosta núna nokkrum tugum þúsunda minna í búðinni en þeir gerðu fyrir níu árum.
Ég er því þakklát. Þakklát túristunum og þakklát Seðlabankanum. Stjórnvöld, þeir sem eiga þó að stjórna umhverfinu sem ég bý við, hafa ekki frekar en fyrr mikið með þetta að gera. Þetta umhverfi sem ég bý við. Athafnamennirnir, þessir sem eiga að hafa vit og skilning á samhengi hlutanna, gráta styrka krónu. Hamast á Seðlabankanum og sjá í honum hinn illa sjálfan. Báðir vilja umfram allt halda í krónuna. Stjórnvöld og athafnamennirnir. Þeir krefjast þess að ég, venjulega manneskjan, lifi í umhverfi krónunnar.
Við erum 330 þúsund manneskjur. Hagkerfið er á blússandi siglingu. Túristum fjölgar og fjölgar og fjölgar og okkur er sagt að þannig verði það áfram. Athafnamennirnir kvarta sáran yfir gengi íslensku krónunnar og krefjast niðurfellingar hafta. Lausnina á stöðu krónunnar sjá þeir í „frelsi hennar“. Frelsi til að fara með hana út og inn að vild.
Eftir hverju eru þeir að kalla? Að fjármagnshreyfingar verði frjálsar eins og þær voru fyrir hrun? Að gengi krónunnar fái að sveiflast aftur eftir fjárfestingum eins lífeyrissjóðs í útlöndum? Eða kaupum eins fyrirtækis á Íslandi í öðru fyrirtæki í útlöndum?
Geng út frá því að þeir vilji vera stórtækir, íslensku athafnamennirnir. Vilji vera stórtækir í alþjóðlegum viðskiptum. Lái þeim það ekki. Það er gaman að vera stórtækur. Gaman að vera í alþjóðlegum viðskiptum. Gaman að ná árangri.
En hvað með okkur venjulegu manneskjurnar? Hvernig eigum við að lifa í samfélagi með þeim? Þegar þeir eru stórtækir? Og við erum bara 330 þúsund.
Seðlabankinn stritar við að halda verðbólgu niðri og hefur orðið vel ágengt. Ótrúlega vel ágengt. Það skiptir mig, venjulegu manneskjuna, máli. Öllu máli. Ég treysti þeim. Ég treysti ekki íslensku athafnamönnunum og ekki heldur stjórnvöldum. Ekki vegna þess að ég haldi að þeir séu illir. Eða að ég haldi að þeim sé illa við mig. Ég treysti þeim ekki vegna þess að ég hef ekki ástæðu til að treysta þeim. Þeir hafa ekki reynst traustsins verðir og þeir verða að ávinna sér traust aftur. Það gerist ekki á einum degi.
Traust ávinna þeir sér ekki með ábyrgðarlausu tali. Athafnamenn og stjórnvöld eiga að skilja samhengi hlutanna. Betur en ég og við hin, venjulegu manneskjurnar. Þess vegna langar mig að biðla til þeirra að haga sér þannig. Sýna ábyrgð. Sýna mér ábyrgð í tali sínu um þetta efnahagsumhverfi sem við lifum í.
Fleira var það nú ekki.
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...