Ole Anton Bieltvedt alþjóðlegur kaupsýslumaður skrifar grein í Fréttablaðið í dag. Þar gerir hann Seðlabankann að sökudólgi fyrir sterkri stöðu íslensku krónunnar. Vílar ekki fyrir sér að bera saman stýrivexti í Bretlandi, Noregi, Svíþjóð og Sviss við stýrivexti á Íslandi. Lætur að því að liggja eins og margir íslenskir athafnamenn, viðskiptaritstjórar og fleiri hagsmunategndir aðilar á síðustu vikum að Seðlabankanum sé að um að kenna staða krónunnar. Seðlabankinn og starfsmenn hans eru hinn vondi sjálfur. Þeir sjálfir athafnamennirnir, viðskiptablaðamennirnir og hagsmunatengdu sérfræðingarnir - þeir kunna nú aldeilis að stýra efnahagsmálum á Íslandi og er treystandi til þess. Þeir vita allt best og eru þess umkomnir að tala af fullkomnu ábyrgðarleysi um stöðu íslensku krónunnar fyrr og nú.
Þið verðið að fyrirgefa en hvernig geta menn verið svona ósvífnir? Ég hef búið á Íslandi í 54 ár. Mig langar að geta búið hér áfram en ábyrgðarleysi íslenskra karla í efnahagsmálum gerir mér það næstum ókleift. Að því kemur að maður verður kannski bara að flýja land. Flýja ábyrgðarleysið og kjaftháttinn. Til lands þar sem karlar geta hamið græðgi sína og gera venjulegu fólki kleift að búa í samfélaginu með þeim.
Ég er sammála Ole Antoni Bieltvedt um eitt. Íslenska krónan er ekki gjaldmiðill sem hægt er byggja líf sitt á. Hvorki íslenskur almenningur eða íslenskt atvinnulíf getur búið við óstöðugt íslenskt efnahagsumhverfi áratug eftir áratug eftir áratug. Athafnamenn sem krefjast alþjóðaviðskipta verða að vera menn til þess að geta horft á eftir sérhagsmunagræðgi sinni og styðja við fulla aðild að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar.
Efnahagsumhverfið er óstöðugt vegna íslensku krónunnar. Íslenska krónan er örgjaldmiðill 330.000 manneskja. Athafnakarlarnir krefjast þess að fá að vera stórtækir í sínum business. Þá verð ég að krefja þá um það að gjöra svo að sætta sig við að fórna íslensku krónunni fyrir. Hvorutveggja gengur ekki upp. Því miður. Við erum bara 330.000. Fjölgun upp í milljónir tekur tíma.
Menn sem vilja eiga í stórum viðskiptum og græða mikið verða bara að gjöra svo vel að búa til umhverfi þar sem þeir geta leikið leiki sína án þess að kollsteypa efnahagsumhverfi hins venjulega manns í leiðinni. Það er ekki hægt með íslenska krónu sem gjaldmiðil.
Vextir hér eru ekki háir vegna þess að mennirnir í Seðlabankanum séu svo vondir menn. Vextir hér eru háir vegna sögu íslenska efnahagsmála.
Ole Anton Bieltvedt væri kannski til í að skrifa aðra grein? Grein þar sem sýndi okkur íslenskum almenningi gengi sænsku krónunnar, norsku krónunnar og evrunnar gagnvart íslensku krónunni frá því að evran varð til? Verðbólgu í Noregi, Svíþjóð, Sviss og Íslandi síðustu 50 árin?
Er hann til í það?
Svo skulum við tala saman um stýrivexti í þessum löndum.
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli