Skólabróðir minn úr Reykjaskóla Reynir Ingimarsson setti skemmtilega athugasemd inn á vegginn minn í gær „Eg held það sé stjórn Jóhönnu að kenna!“ Að mínu mati athugasemd með djúpt innihald – mun dýpra en okkur dettur fyrst í hug þó að sjálfsögðu sé henni ætlað að vera grín.
Jóhanna Sigurðardóttir var fyrsta konan til að stýra ríkisstjórn Íslands. Sú staðreynd hafði gríðarlega mikil áhrif sem ekki sér fyrir endann á enn. Strákunum líkaði það ekki og töluðu frá fyrstu stundu niður allt sem frá þessari ríkisstjórn kom. Þeir töluðu það ekki einungis niður heldur gerðu allt til þess að sameinast í því að áætlanir ríkisstjórnarinnar næðu ekki fram að ganga. Strákarnir gerðu það sem þeir kunna best – þeir stóðu saman í andstöðunni.
Strákunum tókst það sem þeir ætluðu sér – þeim tókst að gera ríkisstjórnina nánast óvirka vegna andstöðu almennings við hana. Það er nefnilega þannig að til að hægt sé að ná fram breytingum í samfélaginu – þarftu fylgjendur. Þú þarft styrk og vald sem einungis fylgjendurnir geta gefið þér.
Óvinsældirnar sem strákunum tókst að telja okkur almenningi á Íslandi trú um hjúpar enn stjórnmálaflokkinn sem var í forystu í ríkisstjórninni – Samfylkinguna. Ætlan Davíðs Oddssonar og félaga tókst – að keyra í kaf hugmyndina um að hægt væri að sameina jafnaðarmenn í einum flokki á Íslandi.
Hvaða hugmynd var það í grunninn sem þeir nýttu sér? Það var vantraust okkar almennings á konum sem þeir nýttu sér. Það reyndist auðvelt. Þetta djúpstæða vantraust sem við höfum á konum við stjórnvölinn og að sama skapi djúpstæða traust sem við berum til karla var það sem reyndist auðveldast að nýta sér til að brjóta þessa sameinuðu fylkingu á bak aftur. Þannig er staðan enn þann dag í dag í febrúarlok árið 2016.
Hvað er að gerast á meðal Pírata núna? Þekkjum við munstrið? Hvað er hættulegra en stjarna konu sem skín?
Viljum við snúa vörn í sókn?
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli