...um að ég ætli að segja já á laugardaginn?
- Vegna þess að það er rétt.
- Vegna þess að málið sem fyrir liggur varðar grundvöllinn í samskiptum manna.
- Vegna þess að „allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra"
Þetta lögmál lærði ég í æsku og það er í mínum huga heilagt og snýst um grunninn að því að búa í samfélagi.
Íslendingar gerðust aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið á sínum tíma og undirgengust með þeim samningi ákveðnar grundvallarreglur. Á grundvelli þess samnings um frelsi í fjármagnsflutningum á milli landa fóru Íslendingar - Íslendingar - offari í lántökum í útlöndum. Svo miklu offari að þeim tókst að búa til eitt stærsta gjaldþrot heimssögunnar.
Íslenskur almenningur lifði í vellystingum praktuglega og neyslan fór í þvílíkar hæðir að þeir sjálfir - Íslendingar trúðu því að þeir gætu allt og væru öllum öðrum mönnum æðri og klárari. Þeir fóru mikinn hvar sem til þeirra heyrðist og voru sannfærðir að þeirra væri sannleikurinn.
Í ljós kom að svo var ekki. Íslendingar voru ekkert sérstakir snillingar. Þeir voru ekki öðrum fremri nema kannski í því að búa til eitt stærsta gjaldþrot heimssögunnar - það tókst þeim betur en nokkurri annarri þjóð. Og hver veit nema okkar verði minnst fyrir það um aldir.
Kosningin á laugardaginn snýst ekki um það „að ég sé að borga skuldir einkabanka". Hún snýst ekki heldur um það að „ég sé að leggja byrðar á dóttur mína um langa framtíð".
Kosningin á laugardaginn snýst um heiður og sæmd. Hún snýst um að íslenska þjóðin sýni ábyrgð. Að íslenska þjóðin virði grundvallarlögmálið um „að það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skulið þér og þeim gjöra".
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli