Ég vil að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu. Ég þarf ekki niðurstöðu aðildarviðræðna til að sannfærast.
Yfirlýsing sem kemur áreiðanlega engum á óvart en kom mér í hug í dag þegar ég hlustaði í milljónasta sinn á Sjálfstæðismann telja upp fyrir mér klisjurnar sem karlmenn í þeim flokki hafa sameinast um að nota í umræðum um þetta mikilvæga mál.
Ég hugsaði með mér - nei ég get ekki hlustað á þetta meir... ekki meir... Að hlusta á íslenska karlmenn í viðskiptalífi tala eins og kjána um Evrópusambandið. Ég þarf þess ekki og ég get það ekki.
Það er nú einu sinni svo að - þessir menn - mennirnir sem eru í forsvari fyrir atvinnulífið í landinu eru þeir menn sem eru margir hverjir í alþjóðlegum samskiptum alla daga. Þeir vita að mennirnir sem þeir eiga í viðskiptum við eru engir kjánar. Þess vegna eiga þeir ekki að tala þannig.
Þeir vita að vegna aðildar að EES er innri markaður Evrópusambandsins þeim opinn. Þeir vita að sameiginlegur innri markaður þessa sambands skiptir þá máli. Þeir vita að þegar menn sitja saman við borð - þá fer það ekki eftir því hverrar þjóðar þeir eru hvort þeir hafa áhrif eða ekki. Þeir vita að það fer eftir manneskjunni sem situr við borðið hvort hlustað er á hana eða ekki.
Ég get ekki lengur hlustað á allar þessar heimskulegu klisjur íslenskra karlmanna um að enginn geti neitt nema þeir sjálfir. Þessir sömu menn og ég hef unnið fyrir af ástríðu og heilindum allt mitt líf.
Nú er mál að linni. Nú ætla ég að strengja það staðfasta heit að ég ætla ekki að taka þátt í meðvirkni með þeim lengur. Ég þarf ekki að hlusta. Ég þarf ekki að láta málflutning minn fara eftir því sem þeir segja.
Ég hef persónulega reynslu af samskiptum og samstarfi við innlenda og erlenda aðila í viðskiptalífi í 23 ár. Ég byggi afstöðu mína á þeirri reynslu.
Ég vil að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu. Ég vil það af menningarlegum ástæðum. Ég vil það af pólitískum ástæðum. Ég vil það af efnahagslegum ástæðum. Og ég vil það fyrst og síðast af persónulegum ástæðum.
Mér þykir samt vænt um íslenska karlmenn. Í Sjálfstæðisflokknum - sem öðrum flokkum - en til að geta lifað í samfélagi með þeim - þarf áhrifa - annarra þjóða að gæta hér í meira mæli en hingað til.
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli