Ég vil að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu. Ég þarf ekki niðurstöðu aðildarviðræðna til að sannfærast.
Yfirlýsing sem kemur áreiðanlega engum á óvart en kom mér í hug í dag þegar ég hlustaði í milljónasta sinn á Sjálfstæðismann telja upp fyrir mér klisjurnar sem karlmenn í þeim flokki hafa sameinast um að nota í umræðum um þetta mikilvæga mál.
Ég hugsaði með mér - nei ég get ekki hlustað á þetta meir... ekki meir... Að hlusta á íslenska karlmenn í viðskiptalífi tala eins og kjána um Evrópusambandið. Ég þarf þess ekki og ég get það ekki.
Það er nú einu sinni svo að - þessir menn - mennirnir sem eru í forsvari fyrir atvinnulífið í landinu eru þeir menn sem eru margir hverjir í alþjóðlegum samskiptum alla daga. Þeir vita að mennirnir sem þeir eiga í viðskiptum við eru engir kjánar. Þess vegna eiga þeir ekki að tala þannig.
Þeir vita að vegna aðildar að EES er innri markaður Evrópusambandsins þeim opinn. Þeir vita að sameiginlegur innri markaður þessa sambands skiptir þá máli. Þeir vita að þegar menn sitja saman við borð - þá fer það ekki eftir því hverrar þjóðar þeir eru hvort þeir hafa áhrif eða ekki. Þeir vita að það fer eftir manneskjunni sem situr við borðið hvort hlustað er á hana eða ekki.
Ég get ekki lengur hlustað á allar þessar heimskulegu klisjur íslenskra karlmanna um að enginn geti neitt nema þeir sjálfir. Þessir sömu menn og ég hef unnið fyrir af ástríðu og heilindum allt mitt líf.
Nú er mál að linni. Nú ætla ég að strengja það staðfasta heit að ég ætla ekki að taka þátt í meðvirkni með þeim lengur. Ég þarf ekki að hlusta. Ég þarf ekki að láta málflutning minn fara eftir því sem þeir segja.
Ég hef persónulega reynslu af samskiptum og samstarfi við innlenda og erlenda aðila í viðskiptalífi í 23 ár. Ég byggi afstöðu mína á þeirri reynslu.
Ég vil að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu. Ég vil það af menningarlegum ástæðum. Ég vil það af pólitískum ástæðum. Ég vil það af efnahagslegum ástæðum. Og ég vil það fyrst og síðast af persónulegum ástæðum.
Mér þykir samt vænt um íslenska karlmenn. Í Sjálfstæðisflokknum - sem öðrum flokkum - en til að geta lifað í samfélagi með þeim - þarf áhrifa - annarra þjóða að gæta hér í meira mæli en hingað til.
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
miðvikudagur, 13. apríl 2011
fimmtudagur, 7. apríl 2011
Hvernig get ég verið svona viss?
...um að ég ætli að segja já á laugardaginn?
- Vegna þess að það er rétt.
- Vegna þess að málið sem fyrir liggur varðar grundvöllinn í samskiptum manna.
- Vegna þess að „allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra"
Þetta lögmál lærði ég í æsku og það er í mínum huga heilagt og snýst um grunninn að því að búa í samfélagi.
Íslendingar gerðust aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið á sínum tíma og undirgengust með þeim samningi ákveðnar grundvallarreglur. Á grundvelli þess samnings um frelsi í fjármagnsflutningum á milli landa fóru Íslendingar - Íslendingar - offari í lántökum í útlöndum. Svo miklu offari að þeim tókst að búa til eitt stærsta gjaldþrot heimssögunnar.
Íslenskur almenningur lifði í vellystingum praktuglega og neyslan fór í þvílíkar hæðir að þeir sjálfir - Íslendingar trúðu því að þeir gætu allt og væru öllum öðrum mönnum æðri og klárari. Þeir fóru mikinn hvar sem til þeirra heyrðist og voru sannfærðir að þeirra væri sannleikurinn.
Í ljós kom að svo var ekki. Íslendingar voru ekkert sérstakir snillingar. Þeir voru ekki öðrum fremri nema kannski í því að búa til eitt stærsta gjaldþrot heimssögunnar - það tókst þeim betur en nokkurri annarri þjóð. Og hver veit nema okkar verði minnst fyrir það um aldir.
Kosningin á laugardaginn snýst ekki um það „að ég sé að borga skuldir einkabanka". Hún snýst ekki heldur um það að „ég sé að leggja byrðar á dóttur mína um langa framtíð".
Kosningin á laugardaginn snýst um heiður og sæmd. Hún snýst um að íslenska þjóðin sýni ábyrgð. Að íslenska þjóðin virði grundvallarlögmálið um „að það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skulið þér og þeim gjöra".
- Vegna þess að það er rétt.
- Vegna þess að málið sem fyrir liggur varðar grundvöllinn í samskiptum manna.
- Vegna þess að „allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra"
Þetta lögmál lærði ég í æsku og það er í mínum huga heilagt og snýst um grunninn að því að búa í samfélagi.
Íslendingar gerðust aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið á sínum tíma og undirgengust með þeim samningi ákveðnar grundvallarreglur. Á grundvelli þess samnings um frelsi í fjármagnsflutningum á milli landa fóru Íslendingar - Íslendingar - offari í lántökum í útlöndum. Svo miklu offari að þeim tókst að búa til eitt stærsta gjaldþrot heimssögunnar.
Íslenskur almenningur lifði í vellystingum praktuglega og neyslan fór í þvílíkar hæðir að þeir sjálfir - Íslendingar trúðu því að þeir gætu allt og væru öllum öðrum mönnum æðri og klárari. Þeir fóru mikinn hvar sem til þeirra heyrðist og voru sannfærðir að þeirra væri sannleikurinn.
Í ljós kom að svo var ekki. Íslendingar voru ekkert sérstakir snillingar. Þeir voru ekki öðrum fremri nema kannski í því að búa til eitt stærsta gjaldþrot heimssögunnar - það tókst þeim betur en nokkurri annarri þjóð. Og hver veit nema okkar verði minnst fyrir það um aldir.
Kosningin á laugardaginn snýst ekki um það „að ég sé að borga skuldir einkabanka". Hún snýst ekki heldur um það að „ég sé að leggja byrðar á dóttur mína um langa framtíð".
Kosningin á laugardaginn snýst um heiður og sæmd. Hún snýst um að íslenska þjóðin sýni ábyrgð. Að íslenska þjóðin virði grundvallarlögmálið um „að það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skulið þér og þeim gjöra".
þriðjudagur, 5. apríl 2011
Valið stendur um dramb eða auðmýkt
Á laugardaginn verður gengið til kosninga á Íslandi. Niðurstaða þessara kosninga skiptir mig verulega miklu máli. Kosningarnar á laugardaginn eru fyrir mér mælikvarði á það hvers konar samfélag við ætlum gefa út að við séum. Kosningarnar snúast ekki um lögfræði og því síður um peninga.
Kosningarnar snúast um hvort við ætlum að halda áfram að vera sjálfhverf þjóð uppfull af rembu eða hvort við ætlum að snúa við blaðinu og láta eins og menn.
Davíð Oddsson fyrrum forsætisráðherra og seðlabankastjóri, nú ritstjóri áróðurspésans Morgunblaðsins, viðhafði þessi orð í Kastljósþætti kvöldið minnistæða 7. október 2008: „...að við ættum ekki að borga skuldir óreiðumanna". Þessi setning er lifandi enn og viðhöfð af stórum hluta þeirrar þjóðar sem ég tilheyri. Ég skammast mín í hvert skipti sem ég heyri þessa setningu. Skammast mín fyrir að vera Íslendingur.
Ég er á hverjum degi að borga skuldir óreiðumanna og get ekki annað. Hversu mjög sem ég vildi komast hjá því - þá get ég það ekki. Óreiðumennirnir eru margir og þá er að finna víða. Fyrst og fremst er ég að borga fyrir brjálæði síðasta áratugar - sem ég NB vildi aldrei - með gengi krónunnar á hverjum einasta degi.
Lífskjör mín hafa verið skert stórkostlega og eignin er farin. Bráðum kemur kannski að því að bankinn hirði af mér húsnæðið í orðsins fyllstu merkinu - það á eftir að koma í ljós.
Ákvörðun um það hvort ríkissjóður Íslands gengst í ábyrgð fyrir Icesave eða ekki er ekki spurning um peninga. Það vitum við öll og þarf ekki að endurtaka. Ríkissjóður þarf að taka á sig, og hefur tekið á sig, margfaldar þær upphæðir sem hann kannski þarf að greiða vegna Icesave.
Icesave snýst um valdabaráttu. Valdabaráttu þeirra sem vilja halda áfram sjálfhverfunni og drambseminni og vilja umfram allt fá að halda völdum yfir þjóðinni og yfir okkur hinum sem viljum lifa í siðuðu samfélagi við aðrar þjóðir.
Afstaða meirihluta kjósenda á laugardaginn snýst um ábyrgð eða ábyrgðarleysi. Hvort við ætlum að halda áfram að vera sú ábyrðgarlausa, sjálfumglaða, drambsama þjóð sem við höfum verið frá upphafi aldarinnar eða hvort við ætlum segja skilið við þá hugmyndafræði og taka upp nýja siði. Nýja siði byggða á gömlum merg.
Það er ekki spurning hvert val mitt verður loksins þegar ég fæ tækifæri til að tilheyra hópi sem kýs aðra leið en þessi sjálfumglaði, hrokafulli hópur sem hefur skilið íslenskt samfélag eftir í rústum.
Ég kýs sjálfsvirðingu og ábyrgð. Ég segi já.
Kosningarnar snúast um hvort við ætlum að halda áfram að vera sjálfhverf þjóð uppfull af rembu eða hvort við ætlum að snúa við blaðinu og láta eins og menn.
Davíð Oddsson fyrrum forsætisráðherra og seðlabankastjóri, nú ritstjóri áróðurspésans Morgunblaðsins, viðhafði þessi orð í Kastljósþætti kvöldið minnistæða 7. október 2008: „...að við ættum ekki að borga skuldir óreiðumanna". Þessi setning er lifandi enn og viðhöfð af stórum hluta þeirrar þjóðar sem ég tilheyri. Ég skammast mín í hvert skipti sem ég heyri þessa setningu. Skammast mín fyrir að vera Íslendingur.
Ég er á hverjum degi að borga skuldir óreiðumanna og get ekki annað. Hversu mjög sem ég vildi komast hjá því - þá get ég það ekki. Óreiðumennirnir eru margir og þá er að finna víða. Fyrst og fremst er ég að borga fyrir brjálæði síðasta áratugar - sem ég NB vildi aldrei - með gengi krónunnar á hverjum einasta degi.
Lífskjör mín hafa verið skert stórkostlega og eignin er farin. Bráðum kemur kannski að því að bankinn hirði af mér húsnæðið í orðsins fyllstu merkinu - það á eftir að koma í ljós.
Ákvörðun um það hvort ríkissjóður Íslands gengst í ábyrgð fyrir Icesave eða ekki er ekki spurning um peninga. Það vitum við öll og þarf ekki að endurtaka. Ríkissjóður þarf að taka á sig, og hefur tekið á sig, margfaldar þær upphæðir sem hann kannski þarf að greiða vegna Icesave.
Icesave snýst um valdabaráttu. Valdabaráttu þeirra sem vilja halda áfram sjálfhverfunni og drambseminni og vilja umfram allt fá að halda völdum yfir þjóðinni og yfir okkur hinum sem viljum lifa í siðuðu samfélagi við aðrar þjóðir.
Afstaða meirihluta kjósenda á laugardaginn snýst um ábyrgð eða ábyrgðarleysi. Hvort við ætlum að halda áfram að vera sú ábyrðgarlausa, sjálfumglaða, drambsama þjóð sem við höfum verið frá upphafi aldarinnar eða hvort við ætlum segja skilið við þá hugmyndafræði og taka upp nýja siði. Nýja siði byggða á gömlum merg.
Það er ekki spurning hvert val mitt verður loksins þegar ég fæ tækifæri til að tilheyra hópi sem kýs aðra leið en þessi sjálfumglaði, hrokafulli hópur sem hefur skilið íslenskt samfélag eftir í rústum.
Ég kýs sjálfsvirðingu og ábyrgð. Ég segi já.
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...