Hjá mér verður ekki eftirsjá að árinu 2010. Hlakka raunar til að sjá það ártal hverfa af sjónvarpsskjánum og ártalið 2011 taka við. Leyfi mér að vona að á því ári takist okkur að komast upp úr hjólförunum og horfa til framtíðar.
Skal játa að mér rann í skap þegar ég las lítlar greinar í Fréttatímanum í morgun þar sem upplýst var um álit þingmanna flokkanna á aðild Íslands að ESB og til gjaldmiðlilsins. Snöggreiddist yfir því hversu ómögulegt það virðist vera fyrir stjórnmálamenn þessa lands að átta sig á að heimurinn hefur breyst.
Til að allrar sanngirni sé gætt er þó ljós í myrkrinu að stjórnmálamenn Samfylkingarinnar skuli átta sig á þessu aðalatriði og þess vegna mun ég halda áfram að styðja þann flokk.
Ísland þarf að taka sér stöðu í samfélagi þjóðanna. Það er heillavænlegt fyrir okkur hvernig sem á málið er litið - hvort sem er frá öryggissjónarmiði eða viðskiptasjónarmiði. Evrópusambandið hefur stækkað ört síðusta áratuginn og það er hagur að því fyrir heiminn allan.
Umræðan hér á landi um ESB er á þvílíku fornaldarstigi það er óskiljanlegt. Aldrei er talað um aðild okkar að EES - hvað hún leiðir af sér og hvers konar fyrirbæri það er í heimi þar sem allt annað breytist. Þingmenn okkar tala eins og EES sé ákjósanleg staða fyrir sjálfstæða þjóð til framtíðar.
EES samningurinn er kyrrstaða. Kyrrstaða og stöðnun á meðan sameiginlegur markaður 27 ESB landa þróast og tekur stöðugum breytingum. Við stöndum fyrir utan alla umræðu þar sem stefnumótandi ákvarðanir um framtíð sambandsins eru teknar.
Bara til að taka eitt nærtækt dæmi þá á sér núna stað heilmikil vinna innan Evrópusambandsins um þróun tollakerfisins „Modernised Customs Code". Við stöndum fyrir utan þessa umræðu og ákvarðanir sem þar eru teknar. Okkar hagsmunir í viðskiptum við aðrar þjóðir verða ekki uppi á borðinu í þessari þróunarvinnu frekar en annarri. Það sama á við um þróunarvinnu sambandsins í samgöngumálum. Við erum ekki aðilar að þeirri stefnumótun.
Það vill svo til að utanríkisviðskipti Íslendinga eru að langmestu leyti við aðildarríki Evrópusambandsins. Þannig hafa allar breytingar á þessum markaði bein áhrif á viðskiptaumhverfi okkar. Að láta eins og okkur komi það ekki við er dæmi um að okkur sé ófært að hugsa um eigin hagsmuni.
Við kjósum frekar að láta Evrópusambandsþjóðirnar einar um stefnumótun og þróun í okkar hagsmunamálum og treystum svo embættismannakerfinu til að túlka og innleiða regluverkið að sínu höfði inn í íslenskan rétt. Stjórnmálamennirnir fría sig allri ábyrgð og eru ekki þátttakendur í þessu ferli. Stjórnmálamennirnir - þeir sem við kjósum til að fara með okkar mál.
Að búa við þetta fyrirkomulag til langrar framtíðar er óþolandi staða. Að hlusta á stjórnmálamennina tala eins og þetta sé ákjósanleg framtíð fyrir okkur í þessu landi er óþolandi. Algjörlega óþolandi.
Evrópusambandið er fyrst og síðast stór markaður þar sem aðildarþjóðirnar vinna að því til lengri framtíðar að samræma reglur á milli landanna til að auðvelda viðskipti. Við Íslendingar þurfum að átta okkur á því að með því að standa fyrir utan missum við af lestinni.
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
föstudagur, 31. desember 2010
fimmtudagur, 16. desember 2010
Veggjöld af því bara
Aldrei þessu vant kveiktu fréttir RÚV í mér líf. Umræða um veggjöld var ein þeirra sem hafði þessi áhrif á mig. Stenst ekki mátið að fjalla um þetta efni nú þegar ég hef fullt frelsi til þess að hafa þær skoðanir sem mér sýnist.
Ég er stuðningsmaður veggjalda. Ég vil sjá stórhuga framkvæmir í samgöngumálum á Íslandi. Verulega bættar samgöngur á milli landshluta eru fyrir mér hin eina sanna byggðastefna. Vil ganga svo langt að ég vil sjá byltingu á þessu sviði hér á landi. Sú bylting mun aldrei verða án þess að taka upp veggjöld.
Ég er stuðningsmaður veggjalda á faglegum forsendum. Ég er ekki stuðningsmaður þeirra vinnubragða sem íslensk stjórnvöld viðhafa í þessum málaflokki þar sem engar kröfur eru gerðar um forsendur, samanburð eða yfirhöfuð nokkurn hlut sem við fáum að vita af.
Ákvörðunin er tekin af því að ráðherranum finnst það rétt að fara í framkvæmdina og kröfur um forsendur eru engar. Slík vinnubrögð eiga ekki að líðast - hvorki í þessum málaflokki eða öðrum. (Það skal sérstaklega tekið fram að það á ekki einungis við um núverandi stjórnvöld. Verklagið sem viðhaft hefur verið í þessum málaflokki hefur ekkert með flokkspólitík að gera frekar en svo margt annað sem þarfnast gagnrýni við.)
Veggjöld eru þekkt aðferð til að fara í dýrar samgönguframkvæmdir sem annars yrði ekki farið í. Norðmenn hafa notað veggjöld til að fjármagna dýrar samgönguframkvæmdir í áratugi. Þar er aðferðin þekkt og þar er það alls ekki forsenda að önnur leið þurfi að vera möguleg fyrir vegfarandann. Mig grunar án þess að vita það fyrir víst að sú hugmynd sé alfarið íslensk og eigi sér enga hliðstæðu annars staðar en það er öllum frjálst að upplýsa dæmi um annað.
Við Íslendingar þekkjum veggjöld lítið enda verður seint sagt að íslensk stjórnvöld hafi fram til þessa verið stórhuga um verulegar úrbætur í samgöngumálum landsins
Við höfum þó kynnst einni stórframkvæmd þar sem veggjöld voru forsenda þess að farið var út í þá framkvæmd. Hvalfjarðargöng voru byggð með veggjöldum.
Hvalfjarðargöng voru bylting. Stórkostleg samgöngubylting. Þau voru bylting fyrir líf í landinu. Ekki bara fyrir almenna vegfarendur heldur fyrir byggðirnar og atvinnulíf á svæðunum í kring að minnsta kosti og kannski fyrir byggðirnar og atvinnulíf í landinu öllu. Í þessa framkvæmd hefði aldrei verið farið án þess að taka upp veggjöld.
Það eru framkvæmdir í þessa veru sem ég vil sjá farið í með veggjöldum. Framkvæmdir sem skipta mjög miklu máli og hafa verulega samfélagslega þýðingu.
Framkvæmdir sem breyta því að búa í þessu dreifbýla landi. Uppbygging heilsársvegar yfir Kjöl er dæmi um slíka hugmynd. Hef sjaldan verið jafn spennt yfir hugmynd og sjaldan jafn sorgmædd að sjá hugmynd drepna í fæðingu eins og raunin varð.
Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB gagnrýndi harðlega í Speglinum í kvöld þá ákvörðun stjórnvalda og Alþingis að hér yrði farið út í dýrar samgönguframkvæmdir eins og tvöföldun Suðurlandsvegar og Vaðlaheiðargöng á forsendum þess að tekin yrðu upp veggjöld til að fjármagna framkvæmdirnar án þess að umræða um það mál hafi nokkurn tíma átt sér stað hjá almenningi í landinu.
Undir þessa gagnrýni Runólfs tek ég heils hugar. Hvaða skoðanir sem ég hef á viðkomandi framkvæmdum er verklag málsins allt stórkostlega gagnrýnivert og full ástæða til að vekja athygli á því.
Þetta mál allt er dæmi um verklag á Íslandi sem við verðum að breyta. Það á ekki að taka byltingarkenndar ákvarðanir í lokuðu rúmi Stjórnarráðsins og láta svo Alþingi stimpla þá ákvörðun. Við verðum að læra að hluti eins og þessa þarf almenningur í landinu að fá andrými til að ræða og hafa skoðun á áður en þeir eru gerðir að lögum.
Það á ekki að taka upp veggjöld af því bara...
Ég er stuðningsmaður veggjalda. Ég vil sjá stórhuga framkvæmir í samgöngumálum á Íslandi. Verulega bættar samgöngur á milli landshluta eru fyrir mér hin eina sanna byggðastefna. Vil ganga svo langt að ég vil sjá byltingu á þessu sviði hér á landi. Sú bylting mun aldrei verða án þess að taka upp veggjöld.
Ég er stuðningsmaður veggjalda á faglegum forsendum. Ég er ekki stuðningsmaður þeirra vinnubragða sem íslensk stjórnvöld viðhafa í þessum málaflokki þar sem engar kröfur eru gerðar um forsendur, samanburð eða yfirhöfuð nokkurn hlut sem við fáum að vita af.
Ákvörðunin er tekin af því að ráðherranum finnst það rétt að fara í framkvæmdina og kröfur um forsendur eru engar. Slík vinnubrögð eiga ekki að líðast - hvorki í þessum málaflokki eða öðrum. (Það skal sérstaklega tekið fram að það á ekki einungis við um núverandi stjórnvöld. Verklagið sem viðhaft hefur verið í þessum málaflokki hefur ekkert með flokkspólitík að gera frekar en svo margt annað sem þarfnast gagnrýni við.)
Veggjöld eru þekkt aðferð til að fara í dýrar samgönguframkvæmdir sem annars yrði ekki farið í. Norðmenn hafa notað veggjöld til að fjármagna dýrar samgönguframkvæmdir í áratugi. Þar er aðferðin þekkt og þar er það alls ekki forsenda að önnur leið þurfi að vera möguleg fyrir vegfarandann. Mig grunar án þess að vita það fyrir víst að sú hugmynd sé alfarið íslensk og eigi sér enga hliðstæðu annars staðar en það er öllum frjálst að upplýsa dæmi um annað.
Við Íslendingar þekkjum veggjöld lítið enda verður seint sagt að íslensk stjórnvöld hafi fram til þessa verið stórhuga um verulegar úrbætur í samgöngumálum landsins
Við höfum þó kynnst einni stórframkvæmd þar sem veggjöld voru forsenda þess að farið var út í þá framkvæmd. Hvalfjarðargöng voru byggð með veggjöldum.
Hvalfjarðargöng voru bylting. Stórkostleg samgöngubylting. Þau voru bylting fyrir líf í landinu. Ekki bara fyrir almenna vegfarendur heldur fyrir byggðirnar og atvinnulíf á svæðunum í kring að minnsta kosti og kannski fyrir byggðirnar og atvinnulíf í landinu öllu. Í þessa framkvæmd hefði aldrei verið farið án þess að taka upp veggjöld.
Það eru framkvæmdir í þessa veru sem ég vil sjá farið í með veggjöldum. Framkvæmdir sem skipta mjög miklu máli og hafa verulega samfélagslega þýðingu.
Framkvæmdir sem breyta því að búa í þessu dreifbýla landi. Uppbygging heilsársvegar yfir Kjöl er dæmi um slíka hugmynd. Hef sjaldan verið jafn spennt yfir hugmynd og sjaldan jafn sorgmædd að sjá hugmynd drepna í fæðingu eins og raunin varð.
Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB gagnrýndi harðlega í Speglinum í kvöld þá ákvörðun stjórnvalda og Alþingis að hér yrði farið út í dýrar samgönguframkvæmdir eins og tvöföldun Suðurlandsvegar og Vaðlaheiðargöng á forsendum þess að tekin yrðu upp veggjöld til að fjármagna framkvæmdirnar án þess að umræða um það mál hafi nokkurn tíma átt sér stað hjá almenningi í landinu.
Undir þessa gagnrýni Runólfs tek ég heils hugar. Hvaða skoðanir sem ég hef á viðkomandi framkvæmdum er verklag málsins allt stórkostlega gagnrýnivert og full ástæða til að vekja athygli á því.
Þetta mál allt er dæmi um verklag á Íslandi sem við verðum að breyta. Það á ekki að taka byltingarkenndar ákvarðanir í lokuðu rúmi Stjórnarráðsins og láta svo Alþingi stimpla þá ákvörðun. Við verðum að læra að hluti eins og þessa þarf almenningur í landinu að fá andrými til að ræða og hafa skoðun á áður en þeir eru gerðir að lögum.
Það á ekki að taka upp veggjöld af því bara...
fimmtudagur, 9. desember 2010
Gagnrýni er rýni til gagns
Við þurfum að hætta að stinga höfðinu í sandinn og kalla alla gagnrýni „ómaklega". Við þurfum að læra að hlusta á gagnrýni. Við þurfum að læra að virða gagnrýni.
Við eigum ekki að láta embættismannakerfinu eftir stefnumótun og líta á þá eins og þeir séu óskeikulir og fullkomnir í öllu sem þeir gera. Við þurfum að afla okkur sérþekkingar erlendis frá og læra af þeim. Við eigum að viðhafa samráð við þá sem best til þekkja við gerð lagafrumvarpa og láta þau þróast og mótast á grundvelli umræðu í stað þess að keyra þau í gegn á methraða í andstöðu við þá sem best til þekkja.
Dæmið um reikningsskilin er ágætis dæmi um að auðvitað eiga stjórnvöld að leita í smiðju sérfræðinga um reikningsskil við gerð laga um það efni. Er það ekki alveg augljóst?
Við eigum að læra það af fyrsta áratug þessarar aldar að við þurfum að gera breytingar. Ef það er eitthvað sem við eigum að læra þá er það það og ekkert annað.
Við fengum óteljandi varnaðarorð í upphafi þessa áratugar um að eitthvað hættulegt væri í uppsiglingu.
Ég sem einstaklingur úti í bæ - áhugamaður um stjórnmál á Íslandi - sat ein og sjálf ótal fundi þar sem velt var upp ýmsum áhyggjum sem menn höfðu af íslenskum veruleika á fyrstu árum þessarar aldar. Áhyggjur sem komið hefur á daginn að áttu fullan rétt á sér en var öllum stungið undir stól. Áhyggjum af frjálsum fjármagnshreyfingum í landi með svo lítinn sjálfstæðan gjaldmiðil á floti. Áhyggjum af áhrifum sterkrar krónu á efnahagsreikninga bankanna. Áhyggjum af mistökum við gerð mikilvægra laga eins og hér er lýst.
Allar voru þessar áhyggjur afgreiddar án þess að nokkuð væri að gert. Nú verðum við að læra það eitt að það getur ekki gengið lengur. Það þarf að vanda til lagasetningar og það þarf að hlusta á gagnrýni.
Lærum það af gagnrýnum fréttaflutningi á endurskoðunarfyrirtækin núna. Að benda á þau sem sökudólga gagnast okkur ekkert.
Að líta á þau sem einn af mörgum sökudólgum gagnrýnislausrar hjarðar í samfélaginu gagnast okkur miklu betur og er líklegra til að leiða til einhvers.
Við eigum ekki að láta embættismannakerfinu eftir stefnumótun og líta á þá eins og þeir séu óskeikulir og fullkomnir í öllu sem þeir gera. Við þurfum að afla okkur sérþekkingar erlendis frá og læra af þeim. Við eigum að viðhafa samráð við þá sem best til þekkja við gerð lagafrumvarpa og láta þau þróast og mótast á grundvelli umræðu í stað þess að keyra þau í gegn á methraða í andstöðu við þá sem best til þekkja.
Dæmið um reikningsskilin er ágætis dæmi um að auðvitað eiga stjórnvöld að leita í smiðju sérfræðinga um reikningsskil við gerð laga um það efni. Er það ekki alveg augljóst?
Við eigum að læra það af fyrsta áratug þessarar aldar að við þurfum að gera breytingar. Ef það er eitthvað sem við eigum að læra þá er það það og ekkert annað.
Við fengum óteljandi varnaðarorð í upphafi þessa áratugar um að eitthvað hættulegt væri í uppsiglingu.
Ég sem einstaklingur úti í bæ - áhugamaður um stjórnmál á Íslandi - sat ein og sjálf ótal fundi þar sem velt var upp ýmsum áhyggjum sem menn höfðu af íslenskum veruleika á fyrstu árum þessarar aldar. Áhyggjur sem komið hefur á daginn að áttu fullan rétt á sér en var öllum stungið undir stól. Áhyggjum af frjálsum fjármagnshreyfingum í landi með svo lítinn sjálfstæðan gjaldmiðil á floti. Áhyggjum af áhrifum sterkrar krónu á efnahagsreikninga bankanna. Áhyggjum af mistökum við gerð mikilvægra laga eins og hér er lýst.
Allar voru þessar áhyggjur afgreiddar án þess að nokkuð væri að gert. Nú verðum við að læra það eitt að það getur ekki gengið lengur. Það þarf að vanda til lagasetningar og það þarf að hlusta á gagnrýni.
Lærum það af gagnrýnum fréttaflutningi á endurskoðunarfyrirtækin núna. Að benda á þau sem sökudólga gagnast okkur ekkert.
Að líta á þau sem einn af mörgum sökudólgum gagnrýnislausrar hjarðar í samfélaginu gagnast okkur miklu betur og er líklegra til að leiða til einhvers.
Reikningsskil – leikur að tölum?
Var heiti á misserisverkefni sem ég ásamt hópi nemenda á Bifröst vann að haustið 2001. Verkefnið rifjaðist upp fyrir mér í gær þegar ég hlustaði á fréttir af gallaðri endurskoðun Glitnis og Landsbankans árin fyrir hrun bankanna.
Þess ber að geta að ég tel mig þess ekki umkomna að segja eitt eða neitt um hvort ávirðingar á viðkomandi endurskoðendafyrirtæki eiga rétt á sér eða ekki. Í mínum huga er augljóst að hjarðhegðun okkar síðasta áratug - gagnrýnisleysi á það sem var að gerast náði yfir samfélagið allt og endurskoðunarfyrirtæki voru augljóslega sama marki brennd og allir hinir.
Ef við ætlum að hafa gagn af því sem hér gerðist til framtíðar eigum við fyrst og síðast að læra að gagnrýnisleysi er beinlínis stórhættulegt. Að mínu viti miklu gagnlegri lærdómur en allar nornaveiðar og ábendingar á einstaka sökudólga til samans.
Verkefnið snerist um meðferð gengismunar í ársreikningum íslenskra fyrirtækja en þá þegar árið 2001 voru menn byrjaðir að hafa áhyggjur af frjálslegri meðferð alþjóðlegra fyrirtækja á Íslandi á reikningsskilareglum og áhrifum þess að fyrirtæki völdu aðferðir til að nota í reikningsskilum sínum. Það gátu þau gert í ljósi þess að lagaumgjörðin var alls ekki skýr og hafði í raun alls ekki fylgt eftir þeim gríðarlegu breytingum sem orðið höfðu á skömmum tíma á fjármagnshreyfingum til og frá landinu
Verkefnið var mjög lærdómsríkt. Ekki síst fyrir þær sakir að fá nasaþef af því hvernig þróun þessa málaflokks var háttað á Íslandi. Verkefnið leiddi í ljós að eins og í mörgum öðrum málaflokkum settu Íslendingar ekki lög um ársreikninga fyrr en þeir voru knúnir til þess árið 1994 vegna inngöngu í Evrópska efnahagssvæðið. Við vorum að slíta barnsskónum á þessu íhaldsama sviði á sama tíma og fyrirtækin okkar voru á fullri ferð í útrásinni sem átti eftir að hafa svo afdrifaríkar afleiðingar
Gerð voru afdrifarík mistök í þýðingu regluverks Evrópusambandsins sem þrátt fyrir ábendingar sérfróðra manna um efnið voru hundsuð og mistökin fóru óleiðrétt inn í íslenskan rétt.
Það þurfti ekki að leita lengi til að finna dæmi þess að það sem Íslendingar voru að glíma við á þessum tíma var ekki séríslenskt fyrirbæri heldur sambærilegt við það sem önnur ríki höfðu gengið í gegnum áður og því virtist augljóst að við gætum leitað í smiðju þeirra eftir þekkingu á þessu sviði.
Íslendingar þurftu þess ekki - voru einfærir um að búa til sín lagafrumvörp innan stjórnsýslunnar án samráðs við þá sem best þekktu til.
Stefán Svarsson nú prófessor við Háskólann á Bifröst þáverandi dósent við viðskiptadeild H.Í. löggiltur endurskoðandi og sérfræðingur um reikningsskil lét sér þessi mál mjög varða og var óþreytandi að benda stjórnvöldum á nauðsyn þess að taka upp alþjóðlega staðla um reikningsskil í stað þess að setja lög sem voru byggð á misskilningi í grunninn. Hann átaldi mjög samráðsleysi stjórnvalda við sérfræðinga um reikningsskil við breytingar á lögunum og til að leggja áherslu á gagnrýni sína sagði hann af sér sem formaður reikningsskilaráðs í byrjun árs 2003 en frétt um það má finna hér á vef Morgunblaðsins: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=716684.
Forystumenn íslenskra stjórnmála létu þessa gagnrýni sem vind um eyrun þjóta og létu í ljósi það álit að gagnrýnin væri ómakleg: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=716989
Því er þessu velt upp hér að við erum enn að smíða lagafrumvörp og afgreiða þau með þessum hætti eins og gert var 2001 og áreiðanlega mörg ár þar á undan.
Þetta verklag á að vera það sem við eigum að kappkosta með öllum ráðum að breyta. Það mun ekki gerast með háværri stjórnarandstöðu eins og nú sem gengst ekki við neinni ábyrgð á verklagi sínu í fortíðinni og heldur heilu ræðurnar um að verklag núverandi stjórnvalda sé miklu verra en verklag fyrri stjórna.
Skortur á fagmennsku við smíði lagafrumvarpa og meðferð þeirra þar til þau verða að lögum er ekki flokkspólitískt mál. Það breytir nákvæmlega engu hvaða stjórnmálaflokkar eru við stjórnvölinn í þessu kerfi eins og það er.
Það sem þarf að breyta er kerfið sjálft.
Þess ber að geta að ég tel mig þess ekki umkomna að segja eitt eða neitt um hvort ávirðingar á viðkomandi endurskoðendafyrirtæki eiga rétt á sér eða ekki. Í mínum huga er augljóst að hjarðhegðun okkar síðasta áratug - gagnrýnisleysi á það sem var að gerast náði yfir samfélagið allt og endurskoðunarfyrirtæki voru augljóslega sama marki brennd og allir hinir.
Ef við ætlum að hafa gagn af því sem hér gerðist til framtíðar eigum við fyrst og síðast að læra að gagnrýnisleysi er beinlínis stórhættulegt. Að mínu viti miklu gagnlegri lærdómur en allar nornaveiðar og ábendingar á einstaka sökudólga til samans.
Verkefnið snerist um meðferð gengismunar í ársreikningum íslenskra fyrirtækja en þá þegar árið 2001 voru menn byrjaðir að hafa áhyggjur af frjálslegri meðferð alþjóðlegra fyrirtækja á Íslandi á reikningsskilareglum og áhrifum þess að fyrirtæki völdu aðferðir til að nota í reikningsskilum sínum. Það gátu þau gert í ljósi þess að lagaumgjörðin var alls ekki skýr og hafði í raun alls ekki fylgt eftir þeim gríðarlegu breytingum sem orðið höfðu á skömmum tíma á fjármagnshreyfingum til og frá landinu
Verkefnið var mjög lærdómsríkt. Ekki síst fyrir þær sakir að fá nasaþef af því hvernig þróun þessa málaflokks var háttað á Íslandi. Verkefnið leiddi í ljós að eins og í mörgum öðrum málaflokkum settu Íslendingar ekki lög um ársreikninga fyrr en þeir voru knúnir til þess árið 1994 vegna inngöngu í Evrópska efnahagssvæðið. Við vorum að slíta barnsskónum á þessu íhaldsama sviði á sama tíma og fyrirtækin okkar voru á fullri ferð í útrásinni sem átti eftir að hafa svo afdrifaríkar afleiðingar
Gerð voru afdrifarík mistök í þýðingu regluverks Evrópusambandsins sem þrátt fyrir ábendingar sérfróðra manna um efnið voru hundsuð og mistökin fóru óleiðrétt inn í íslenskan rétt.
Það þurfti ekki að leita lengi til að finna dæmi þess að það sem Íslendingar voru að glíma við á þessum tíma var ekki séríslenskt fyrirbæri heldur sambærilegt við það sem önnur ríki höfðu gengið í gegnum áður og því virtist augljóst að við gætum leitað í smiðju þeirra eftir þekkingu á þessu sviði.
Íslendingar þurftu þess ekki - voru einfærir um að búa til sín lagafrumvörp innan stjórnsýslunnar án samráðs við þá sem best þekktu til.
Stefán Svarsson nú prófessor við Háskólann á Bifröst þáverandi dósent við viðskiptadeild H.Í. löggiltur endurskoðandi og sérfræðingur um reikningsskil lét sér þessi mál mjög varða og var óþreytandi að benda stjórnvöldum á nauðsyn þess að taka upp alþjóðlega staðla um reikningsskil í stað þess að setja lög sem voru byggð á misskilningi í grunninn. Hann átaldi mjög samráðsleysi stjórnvalda við sérfræðinga um reikningsskil við breytingar á lögunum og til að leggja áherslu á gagnrýni sína sagði hann af sér sem formaður reikningsskilaráðs í byrjun árs 2003 en frétt um það má finna hér á vef Morgunblaðsins: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=716684.
Forystumenn íslenskra stjórnmála létu þessa gagnrýni sem vind um eyrun þjóta og létu í ljósi það álit að gagnrýnin væri ómakleg: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=716989
Því er þessu velt upp hér að við erum enn að smíða lagafrumvörp og afgreiða þau með þessum hætti eins og gert var 2001 og áreiðanlega mörg ár þar á undan.
Þetta verklag á að vera það sem við eigum að kappkosta með öllum ráðum að breyta. Það mun ekki gerast með háværri stjórnarandstöðu eins og nú sem gengst ekki við neinni ábyrgð á verklagi sínu í fortíðinni og heldur heilu ræðurnar um að verklag núverandi stjórnvalda sé miklu verra en verklag fyrri stjórna.
Skortur á fagmennsku við smíði lagafrumvarpa og meðferð þeirra þar til þau verða að lögum er ekki flokkspólitískt mál. Það breytir nákvæmlega engu hvaða stjórnmálaflokkar eru við stjórnvölinn í þessu kerfi eins og það er.
Það sem þarf að breyta er kerfið sjálft.
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...