Það hefur oft þótt ágæt aðferð þegar stefnumarkandi ákvarðanir eru teknar að greina núverandi stöðu. Þess sakna ég í umræðu Íslendinga um mögulega aðild að ESB.
Ég sakna þess að aldrei heyrist orð um það í hvaða stöðu við erum undir EES samningnum. EES aðildin og framkvæmd þess samnings er augljóslega eitt af aðalatriðum málsins. Ísland er aðili að EES og við hljótum að taka þá staðreynd með í reikninginn þegar við gerum upp hug okkar gagnvart fullri aðild að ESB.
Eitt af því sem oft er notað gegn aðild að ESB er að við megum ekki gerast aðilar af því að með því fáum við yfir okkur svo mikið reglugerðarfargan. Ég segi við þurfum að gerast aðilar að ESB vegna þess að EES er óþolandi staða til framtíðar.
Við höfum nú búið við EES samninginn í 15 ár. Með honum höfum við skuldbundið okkur til að taka við reglugerðum og tilskipunum ESB í tilteknum málaflokkum. Framkvæmd hans hefur þróast þannig að innleiðing og túlkun hefur af íslenskum stjórnvöldum verið látin lögfræðingum eftir nánast gagnrýnislaust . Látið er að því liggja að þegar ESB reglugerðir og tilskipanir eru annars vegar sé það bókstafurinn sem gildir. Með þeim hætti er gefið í skyn að engin pólitísk álitaefni séu til staðar við innleiðingu viðkomandi reglugerða og tilskipana ESB. Rétt innleiðing þeirra sé ein og aðeins ein - þröng og samkvæmt bókstafnum.
Þetta er að mínu viti óþolandi staða og krefst þess að við gerum okkur grein fyrir henni. Á grundvelli EES höfum við búið til kerfi þar sem við látum lögfræðingum innan ráðuneyta og stofnana eftir pólitíska stefnumótun í mörgum grundvallaratriðum samfélagsins.
Ég ber mikla virðingu lögfræðingum og þeirra þekkingu um það snýst málið ekki - svo það sé nú alveg klárt. Ég er aftur á móti ekki sannfærð um að það sé gott fyrirkomulag fyrir samfélagið okkar að við látum lögfræðingum sem ekki eru lýðræðislega kjörnir eftir lagasetningu. Þannig virkar þetta fyrirkomulag því miður í reynd. Ef að ESB reglugerðir og tilskipanir sem við erum skuldbundin til að taka upp eru ekki pólitísk álitaefni heldur lögfræðileg úrlausnarefni þá búum við lagsetningarvald lögfræðinga en ekki kjörinna fulltrúa.
Stjórnmálamennirnir hætta sér ekki út í að kynna sér þessar reglugerðir og tilskipanir ofan í kjölinn, þeir láta lögfræðingunum þetta eftir og segja okkur að „við verðum að taka þetta upp vegna EES". Þannig búum við Íslendingar í mörgum málaflokkum við lögfræðingavald í stað löggjafarvalds.
Þetta fyrirkomulag getur íslenskt samfélag ekki búið við til framtíðar. Um þetta þurfum við að tala.
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli