Enn einu sinni er ég að færa skrif mín til.
Opnaði bloggsíðu haustið 2008 þegar hrunið varð í íslensku samfélagi og birti þar í bland nýjar greinar og gamlar allt fram til ársins 2013. Árið 2016 var þeirri bloggsíðu www.bloggar.is lokað og þá færði ég allt efnið yfir á opinbera síðu sem ég átti á Facebook frá framboði mínu til stjórnlagaþings. Ég hefði allt eins getað hent efninu þar sem Facebook er ekki rétti miðillinn til að halda utan um greinaskrif af þessum toga.
Hef lengi ætlað mér að færa efnið til að eiga það aðgengilegt einhvers staðar og geri nú loksins alvöru úr því og flyt það hingað á bloggsíðu Google. Geri það í trausti þess að þar geti þetta efni fengið að vera til frambúðar. Jafnframt verður þessi síða kannski vettvangur fyrir frekari skrif. Hver veit.
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli