Var mjög hugsi að hlusta á hugmyndir Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur um lýðræði í Vikulokunum í gær. Sé ástæðu til að gera orð hennar að umtalsefni.
Það duldist engum að kosið var um að aðildarviðræður að Evrópusambandinu í síðustu kosningum. Fylgi Samfylkingarinnar mátti fyrst og síðast rekja til þess að við sem kusum flokkinn litum á aðildarviðræður sem forgangsmál. Enda var það svo að flokkurinn gerði þetta mál að úrslitaatriði um ríkisstjórnarsamstarf.
Þingflokkur Vinstri grænna - yfirlýstir andstæðingar Evrópusambandsaðildar - gengu til liðs við ríkisstjórn þar sem aðildarviðræður við Evrópusambandið voru ein af grunnstoðunum. Guðfríður Lilja, Atli Gíslason, Ögmundur Jónasson, Jón Bjarnason, Ásmundur Einar Daðason, Lilja Mósesdóttir - allir þessi þingmenn gerðust aðilar að ríkisstjórnarmeirihluta sem hafði aðildarviðræður við Evrópusambandið á stefnuskrá. Það var vitað mál að þessir einstaklingar væru á móti aðild - en þeir tóku samt ákvörðun um að styðja ríkisstjórnina sem hafði þetta mál á dagskrá.
Það mátti skilja það á orðum Guðfríðar Lilju í Vikulokunum í gær að það er að hennar mati „lýðræðislegt" að Jón Bjarnason hafi sest í ríkisstjórn með það að markmiði að vinna öllum árum gegn því að Ísland ynni af heilindum í samningaviðræðum við Evrópusambandið.
Ég sé ástæðu til að benda á þvílík rökvilla er hér á ferðinni. Lýðræði byggir ekki á því að þingmenn taki við ráðherraumboði til að vinna gegn stefnu ríkisstjórnar. Það er eins ólýðræðislegt og hugsast getur. Slík framkoma eru svik.
Það hefur aldrei neinn efast um það að Jón Bjarnason er eindreginn andstæðingur Evrópusambandsaðildar. Við fengum þó öll ástæðu til að ætla að hann væri fylgjandi aðildarviðræðum því hann tók við ráðherraumboði í ríkisstjórn sem hafði aðildarviðræður á stefnuskrá. Í ljós kom frá fyrsta degi að hann var svarinn andstæðingur aðildarviðræðna og vann að því öllum árum að standa í vegi fyrir því að ráðuneyti hans ynni af heilindum að því sem Alþingi hafði samþykkt.
Það er ekki lýðræði. Það er valdníðsla.
Framkvæmdavaldið hefur engar heimildir til þess að vinna gegn samþykktum meirihluta Alþingis. Meirihluti Alþingis samþykkti aðildarviðræður við Evrópusambandið og á grundvelli þeirrar samþykktar hafði Jón Bjarnason engar heimildir aðrar en að vinna af fullum heilindum að því máli.
Hér er um slíkt grundvallaratriði að ræða að það er ástæða til að andmæla því kröftuglega þegar þingmenn á Alþingi Íslendinga mæla því bót að einstakir ráðherrar hafi fulla heimild til að vinna eftir sínum prívatskoðunum eftir að þeir hafa tekið við ráðherraumboði - það hafa þeir ekki - þó þeir leyfi sér margir hverjir að haga sér með þeim hætti.
Það sem hér er um ræðir er aðalatriði sem þarfnast leiðréttingar við í íslensku stjórnkerfi.
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli