„Þú ert þó með vinnu." „Þú getur þakkað fyrir að hafa þó vinnu." Eru setningar sem ég heyri æ oftar síðustu daga og vikur. Skilaboð slíkra setninga eru skýr: Ekki gera kröfur. Vertu lítilllát og þakkaðu fyrir það sem þú hefur. Þannig er smásálin sem ég man svo vel eftir úr sveitinni í gamla daga. Að gera kröfur og hugsa stórt er frekja og slík hugsun hugnast ekki smásálinni.
Skrif mín allar götur síðan haustið 2008 hafa borið sömu skilaboð. Hróp eftir leiðtogum til forystu. Hróp eftir einstaklingum sem hugsa stórt en skynsamlega. Mér leiðist íslenskt samfélag þessa dagana, svo mjög að suma daga líður mér eins og ég sé að kafna. Samfélag smásálarinnar er samfélag sem ég hélt að væri að baki og mig grunaði aldrei að ég ætti eftir að upplifa aftur. Hvað þá svo sterkt sem raun ber vitni.
Það er viss mótsögn í þessum málflutningi, geri mér grein fyrir því. Sálin sem neitar að standa við skuldbindingar sínar - neitar að vera ábyrgð gerða sinna - neitar að borga - er varla sömu gerðar og smásálin - ég veit það þó ekki. Ég held einmitt að þetta sé sami hluturinn, sitt hvort hliðin á sama teningi. Smásál uppfull af þjóðernishyggju er mín skilgreining á Íslendingum þessa dagana. Það er hættuleg blanda og ég er miklar áhyggjur af því hvert hún leiðir okkur.
Hlustaði á Vikulokin í morgun. Hlustaði á Lilju Mósesdóttir sem talaði af eldmóði fyrir breyttu samfélagi . Málflutningur hennar var í þá veru að hún vildi sjá samfélag réttlætis og sanngirni. Hennar hugmynd um samfélag réttlætis og sanngirni er samfélag þar sem aðrir en fjármagnseigendur ráða ríkjum. Ég veit ekki hvort það er rétt túlkun hjá mér en ég hef Lilju Mósesdóttur grunaða um að vera alvöru kommúnista. Verð oft skelfingu lostin að hlusta á hana tala því hún talar í alvörunni um draumsýn sína með þeim hætti að það er auðvelt að sjá drauminn um hið fullkomna samfélag kommúnismans í þeim hugmyndum.
Af sama meiði eru skrif Ólínu Þorvarðardóttur um sjávarútveginn og kvótakerfið síðustu daga. Þar talar kona uppfull af réttlætiskennd um atvinnurekstur eins og hann sé eitthvað allt annað en atvinnurekstur. Hún er ekki ein um þá skoðun hvað sjávarútveginn varðar en þetta er afstaða sem ég hræðist. Hræðist meir en margt annað.
Umræða um sjávarútvegsfyrirtæki eins og þau eigi að vera rekin á einhverjum allt öðrum forsendum en viðskiptalegum er að mínu mati röng og stórhættuleg. Einmitt fyrir landsbyggðina. Söngurinn um að hann skuli rekinn á forsendum byggðanna er söngur alveg í samræmi við samfélagið sem ég ólst upp í samfélag smásálarinnar þar sem enginn mátti skara framúr, enginn mátti verða ríkur, enginn mátti hugsa stórt.
Umræða um sjávarútvegsfyrirtæki á þeim nótum sem Ólína Þorvarðardóttir hefur haldið uppi síðustu daga er til þess eins fallin að ýta undir rómantískar óraunsæjar hugmyndir um að atvinnurekstur á landsbyggðinni eigi að lúta einhverjum allt öðrum lögmálum en atvinnurekstur almennt. Ég er eins ósammála þessum hugmyndum hennar og hægt er að vera og þessi afstaða Samfylkingarinnar til sjávarútvegs á Íslandi hefur alltaf gert mér erfitt fyrir að fylgja flokknum.
Atvinnurekstur er atvinnurekstur hvort sem hann er stundaður á landsbyggðinni eða annars staðar og þannig á það að vera. Góður rekstur kemur samfélaginu þar sem hann er stundaður til góða. Góður rekstur er það besta sem launþeganum stendur til boða. Hvort sem launþeginn er á landsbyggðinni eða annars staðar.
Umræða um sjávarútveg á Íslandi er kolvitlaus og hefur verið í bráðum 30 ár. Hún hefur snúist um eignarrétt þjóðar annars vegar og eignarrétt útvegsmanna hins vegar. Eignarréttur þjóðar er ekki til enda þjóð ekki til sem aðili að lögum. Ríki er aðili að lögum og við eigum ágætt orð sem allir skilja um eignarrétt ríkis - ríkiseign. Að blanda „þjóðinni" inn í það samhengi hefur leitt af sér þvílíkar villigötur umræðunnar að engin dæmi eru til um aðra eins vitleysu.
Ritstjóri Morgunblaðsins Styrmir Gunnarsson ber þar meiri ábyrgð en flestir aðrir. Maðurinn sem hefur skrifað markvisst gegn landsbyggðinni alla tíð. Fyrst sem andstæður samvinnuhreyfingarinnar og kaupfélaganna. Síðar með dýrkun sinni á hugtakinu „þjóðareign" og „dreifðri eignaraðild" sem er í grunninn hugmynd af sama meiði og hugsjónin um samvinnufélagaformið. Það væri sannarlega áhugavert ef að einhver háskólaneminn gerði samanburðarrannsókn á málflutningi Styrmis annars vegar gegn samvinnuhreyfingunni og hins vegar með þjóðareignarhugtakinu. Gæti trúað að í ljós kæmi athyglisverð niðurstaða.
Ég geri ekki lítið úr því að takmörkun á fiskveiðiauðlindinni var sársaukafull aðgerð. Hún var fyrst og fremst sársaukafull fyrir landsbyggðina - eðlilega - og hún er það enn. Takmörkun er takmörkun og hún hefur afleiðingar - það er óhjákvæmilegt.
Umræða um sjávarútveg á Íslandi á ekki að snúast um eignarhald og hún á enn síður að snúast um „þjóðina". Þjóðin - við öll - Íslendingar - eigum enga aðra hagsmuni hvað varðar sjávarútveg en aðrar atvinnugreinar. Að hann sé sem sterkastur og best rekinn.
Það er ósk mín að skynsamt fólk innan Samfylkingarinnar átti sig á þeim hættulega máflutningi sem viðhafður er um þessa atvinnugrein umfram aðrar á Íslandi. Átti sig á að umræðan á að snúast um kvótakerfið kosti þess og galla en ekki eignarrétt. Kvótakerfið er örugglega gallað og það sem er gallað má laga. Það er verkefnið sem stjórnmálamenn hafa hlutverk í að takast á við. Það er nálgunin sem Samfylkingin á að hafa í þessu máli og ekkert annað.
Að búa til sátt um þetta deilumál í íslensku samfélagi er mikilvægara fyrir okkur öll en margt annað. Sátt verður aldrei til með þeim hætti að sérfræðingar setji saman hugmyndir um hvernig þetta umhverfi skuli vera og bjóði svo atvinnugreininni upp á þá hugmynd án þess að sækjast eftir þekkingu hennar. Það er „löggjöf að ofan" sem menn fyrr á öldum vissu að var vond löggjöf sem leiddi ekki til neinna sátta.
Til að ná sáttum þarf að hlusta. Samfylkingin þarf að hlusta. Það er einlæg von mín að flokkurinn geri það.
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
laugardagur, 23. janúar 2010
laugardagur, 9. janúar 2010
Meiri reisn að standa en sitja?
Við Aðalsteinn eigum okkur uppáhaldsveitingastað - Íslenska barinn við Pósthússtræti. Förum þangað oft. Helst á daginn þegar er rólegt og þægilegt andrúmsloft. Oft sitjum við úti þegar veður leyfir því við tilheyrum enn þeim fámenna minnihlutahópi sem reykir. Aðstaðan sem þetta kaffihús hefur boðið upp á fyrir reykingafólk er mjög notaleg og því höfum við kosið að fara þangað. Sitja undir gashitun í rólegheitum og horfa á mannlífið á þessum stað í miðborginni er notaleg tilbreyting frá hávaða öldurhúsanna. Þarna höfum við oft fundið griðastað áður en við höldum heim.
Í gærkvöldi var reynslan önnur. Þegar við ætluðum að koma við og setjast niður með einn drykk áður en við héldum heim voru engin borð eða stólar utandyra. Þegar við spurðum hverju þetta sætti fengum við þau svör að lögreglusamþykkt Reykjavíkur leyfði ekki veitingasölu utandyra eftir klukkan 12:00 á miðnætti og því væru þeir hættir að bjóða upp á þessa aðstöðu á þeim tíma!
Þarna stóð þó hópur fólks og reykti fyrir utan, talaði saman og róin sem einkenndi þennan stað áður var engin ró. Nú var þetta eins og hver annarr bar með háværu reykingafólki standandi fyrir utan.
Ég ætla að leyfa mér að opinbera vonbrigði mín með þessa afstöðu lögregluyfirvalda í þessari borg -Reykjavík - sem á stundum vill gefa sig út fyrir að vera alvöru heimsborg. Eru ákvarðanir í þessa veru sú framtíð sem vænta má hér í Reykjavík? Er meiri reisn yfir því að láta fólk standa utan dyra og reykja en að leyfa því að sitja við borð og láta fara vel um sig við þessa iðju?
Útikaffihús hafa breytt ásýnd Reykjavíkurborgar ótrúlega mikið síðustu ár. Hvaða rök eru fyrir því að banna slíkt í borginni eftir klukkan 12:00 á miðnætti? Ef að opið er á staðnum og annað borð?
Í tíðum ferðum mínum til Brussel hef ég oft verið gestur á Metropolitan hótelinu í þeirri borg. Ein helsta ástæða þess er að þar er stór verönd þar sem reykingar eru leyfðar utandyra. Veröndin er lokuð en samt augljóslega „úti"kaffihús þar sem fjöldi fólks lætur fara vel um sig fram yfir miðnætti. Er það hegðun sem ekki má viðhafa í Reykjavík?
Í gærkvöldi var reynslan önnur. Þegar við ætluðum að koma við og setjast niður með einn drykk áður en við héldum heim voru engin borð eða stólar utandyra. Þegar við spurðum hverju þetta sætti fengum við þau svör að lögreglusamþykkt Reykjavíkur leyfði ekki veitingasölu utandyra eftir klukkan 12:00 á miðnætti og því væru þeir hættir að bjóða upp á þessa aðstöðu á þeim tíma!
Þarna stóð þó hópur fólks og reykti fyrir utan, talaði saman og róin sem einkenndi þennan stað áður var engin ró. Nú var þetta eins og hver annarr bar með háværu reykingafólki standandi fyrir utan.
Ég ætla að leyfa mér að opinbera vonbrigði mín með þessa afstöðu lögregluyfirvalda í þessari borg -Reykjavík - sem á stundum vill gefa sig út fyrir að vera alvöru heimsborg. Eru ákvarðanir í þessa veru sú framtíð sem vænta má hér í Reykjavík? Er meiri reisn yfir því að láta fólk standa utan dyra og reykja en að leyfa því að sitja við borð og láta fara vel um sig við þessa iðju?
Útikaffihús hafa breytt ásýnd Reykjavíkurborgar ótrúlega mikið síðustu ár. Hvaða rök eru fyrir því að banna slíkt í borginni eftir klukkan 12:00 á miðnætti? Ef að opið er á staðnum og annað borð?
Í tíðum ferðum mínum til Brussel hef ég oft verið gestur á Metropolitan hótelinu í þeirri borg. Ein helsta ástæða þess er að þar er stór verönd þar sem reykingar eru leyfðar utandyra. Veröndin er lokuð en samt augljóslega „úti"kaffihús þar sem fjöldi fólks lætur fara vel um sig fram yfir miðnætti. Er það hegðun sem ekki má viðhafa í Reykjavík?
þriðjudagur, 5. janúar 2010
Dýr er Sjálfstæðisflokkurinn allur
Ákvörðun forseta Íslands liggur fyrir, lög um samþykkt ríkisábyrgðar á ICESAVE skuldbindingum skulu sett í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Forseti Íslands valdi að taka ákvörðun í anda valdaflokkanna í stað þess að vera ósamkvæmur sjálfur sér, taka ábyrgð og skrifa undir og segja af sér í kjölfarið. Með því hefði verið hægt að bera virðingu fyrir einstaklingnum Ólafi Ragnari Grímssyni. Með þessari ákvörðun hans er það ekki hægt.
Flokkakerfinu íslenska ætlar að takast að keyra okkur endanlega á kaf eins og allt hefur bent til frá upphafi hruns. Ísland skal ekki vera hluti af samfélagi þjóðanna. Sjálfstæðisflokkurinn er meira virði en framtíð okkar allra það vitum við nú.
Málflutningur af þeim toga að stærstu hagsmunir Íslendinga nú í upphafi árs 2010 séu að deila um vexti skuldbindinganna, hvort að eftirstöðvar þeirra þurrkist út árið 2024 eða hvað það nú er annað sem Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn hafa haldið svo fjálglega á lofti mánuðum saman eru svo hróplega fráleitir að því verður ekki með orðum lýst.
Málflutningur af þessu tagi snýst um testesterónpólitík - karllæga þjóðrembu -þeirra sömu manna og komu okkur í þá stöðu sem við erum í. Stór hluti Íslendinga hefur leyft þessum hópi að teyma sig á asnaeyrunum á sama hátt og hann hefur ávallt gert.
Þessum hópi hefur tekist það sem hann ætlaði sér. Að fá fjórðung Íslendinga til að sýna fullkomið ábyrgðarleysi og sjálfhverft andlit sitt með undirskriftum til forseta Íslands í þá veru að Íslendingar ætli sko ekki að standa við skuldbindingar sínar. Íslendingar sem nutu góðærisins í vellystingum praktuglega og líkaði vel ætla sko ekki að bera ábyrgð á afleiðingum gerða sinna.
Ábyrgðin á því að Ísland er nú komið í ruslflokk er fyrst og fremst á ábyrgð fullkomlega sjálfhverfrar og óábyrgrar stjórnarandstöðu sem hugsar ekki um neitt annað en viðhalda sjálfum sér.
Svei þeim.
Forseti Íslands valdi að taka ákvörðun í anda valdaflokkanna í stað þess að vera ósamkvæmur sjálfur sér, taka ábyrgð og skrifa undir og segja af sér í kjölfarið. Með því hefði verið hægt að bera virðingu fyrir einstaklingnum Ólafi Ragnari Grímssyni. Með þessari ákvörðun hans er það ekki hægt.
Flokkakerfinu íslenska ætlar að takast að keyra okkur endanlega á kaf eins og allt hefur bent til frá upphafi hruns. Ísland skal ekki vera hluti af samfélagi þjóðanna. Sjálfstæðisflokkurinn er meira virði en framtíð okkar allra það vitum við nú.
Málflutningur af þeim toga að stærstu hagsmunir Íslendinga nú í upphafi árs 2010 séu að deila um vexti skuldbindinganna, hvort að eftirstöðvar þeirra þurrkist út árið 2024 eða hvað það nú er annað sem Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn hafa haldið svo fjálglega á lofti mánuðum saman eru svo hróplega fráleitir að því verður ekki með orðum lýst.
Málflutningur af þessu tagi snýst um testesterónpólitík - karllæga þjóðrembu -þeirra sömu manna og komu okkur í þá stöðu sem við erum í. Stór hluti Íslendinga hefur leyft þessum hópi að teyma sig á asnaeyrunum á sama hátt og hann hefur ávallt gert.
Þessum hópi hefur tekist það sem hann ætlaði sér. Að fá fjórðung Íslendinga til að sýna fullkomið ábyrgðarleysi og sjálfhverft andlit sitt með undirskriftum til forseta Íslands í þá veru að Íslendingar ætli sko ekki að standa við skuldbindingar sínar. Íslendingar sem nutu góðærisins í vellystingum praktuglega og líkaði vel ætla sko ekki að bera ábyrgð á afleiðingum gerða sinna.
Ábyrgðin á því að Ísland er nú komið í ruslflokk er fyrst og fremst á ábyrgð fullkomlega sjálfhverfrar og óábyrgrar stjórnarandstöðu sem hugsar ekki um neitt annað en viðhalda sjálfum sér.
Svei þeim.
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...