fimmtudagur, 10. febrúar 2022

Við erum manneskjur

Ritgerð mín til BS gráðu í Viðskiptafræði frá Bifröst 2017:

Við erum manneskjur


Úrdráttur af Skemmunni: 

Hugsunin stjórnar heiminum er heiti á bók eftir Pál Skúlason sem ásamt kveri Roberts K. Greenleaf, Servant as Leader, voru kveikjan að nálgun þessarar rannsóknar. Tekist er á við þetta fyrirbæri, hugsun mannsins, með vitund og veruleika höfundar að vopni. Rannsóknin er fræðileg aðleiðsla að svari við rannsóknarspurningunni „Hvernig birtist Þjónandi forysta í sjónvarpsþáttunum Baráttan um Bessastaði í júní 2016?“ Til að nálgast svar við spurningunni er leitað í fræðin um Þjónandi forystu, heimspeki Sókratesar í túlkun Platons, Hönnu Arendt og Friedrich Nietzsche og kenningu Sigmund Freud um eðlishvatir. Á grundvelli þessara hugsuða, ásamt vitund og veruleika höfundar, er rannsóknarspurningunni svarað á þann veg að Þjónandi forysta birtist í Leo og hjúkrunarfræðingi McMurphy í sjónvarpsþáttunum Baráttan um Bessastaði í júní 2016.

The mind controls the world is a name of a book by the Icelandic Philosopher Páll Skúlason. That book together with the essay Servant as Leader by Robert K. Greenleaf, awakened the idea behind this reseach. The research is done by the mind and reality of the author where he tries get closer picture of human mind by readings from the old masters. The question asked is: “How does Servant Leadership appear in the program episodes Baráttan um Bessastaði in June 2016?” To find the answer, author uses findings about Servant Leadership, Philosophy by Sokrates, Hanna Arendt and Friedrich Nietzsche together with Sigmund Freud. Based on this old wisdom, author comes to the conclusion that Servant Leadership appeares in Leo and McMurphys nurse in the program episodes Baráttan um Bessastaði in June 2016.

miðvikudagur, 9. febrúar 2022

Einn sannleikur?

Bakþankar Fréttablaðsins í dag urðu mér tilefni til að setja nokkur orð á blað. Þar talar Anna Sigrún Baldursdóttir framkvæmdastjóri skrifstofu forstjóra Landsspítalans og kona sem ég ber alla jafna mikla virðingu fyrir með þeim hætti að ég sé ástæðu til.

Hún talar eins og nú sé orðinn til „einn sannleikur“ sem enginn þarf að efast um eða hafa skoðanir á. Þau sem leyfa sér að efast um „sannleikann“ eiga enga virðingu skilið og má gera lítið úr þeim með því að tala um „fýlupósta“ og „fýlufærslur“ en eins og við öll vitum er fólk sem fer í fýlu marklaust fólk og ber ekki að taka alvarlega.

Ég verð að játa að skrif í þessa veru eru til þess fallin að það fýkur í mig. Ég velti fyrir mér hvort fólk sem almennt telur sig uppfullt af lýðræðisást átti sig á því hversu mikill hroki felst í þessum málflutningi? Er það í alvöru þannig að til þess bærir „sérfræðingar“ mega einir tjá sig um sín sérfræðimálefni og má venjulegt fólk ekki hafa skoðanir á því þegar þessir sömu sérfræðingar ætla að hefta frelsi þeirra? Búum við orðið í samfélagi þar sem sóttvarnarlæknar einir mega tala um sóttvarnir og veðurfræðingar einir um veður?

Hvers konar lýðræði er það?

Mér er misboðið og sé ástæðu til að láta það í ljós opinberlega. Virðing fyrir skoðunum fólks virðist með tilkomu samfélagsmiðla fara þverrandi. Það þykir sjálfsagt og eðlilegt að tala niður fólk sem lætur í ljós að það hafi skoðanir og sé ekki sammála ríkisvaldinu um ýmislegt sem þetta sama ríkisvald viðhefur til að hefta frelsi þeirra.

Það að ríkisvaldið hefti mjög frelsi fólks á þeim forsendum að verið sé að vernda líf þess er aðgerð sem á sér margar hliðar. Sóttvarnir og sóttvarnarsjónarmið eru ekki sannleikurinn. Sókrates vissi fyrir meira en 2.400 árum síðan að mannleg viska væri lítils virði og við mættum svo gjarna hafa þau orð meira í heiðri nú á dögum. „Vísindi“ eru ekki „sannleikurinn“, hvorki þá eða í dag eða nokkurn tíma. Það má hafa af þeim gagn og þau eru mikilvæg en þau eru ekki sannleikurinn.

Að almannavarnir taki ákvörðun um að gefa út viðvörun sem verður til þess að skólum er lokað er ákvörðun sem hefur grundvallaráhrif á líf venjulegs fólks. Það er sjálfsagt að þau geri það. Það er jafn sjálfsagt að venjulegt fólk hafi skoðanir á því og setji spurningamerki við það. Og það sem meira er – þetta „venjulega fólk“ getur haft heilmikið til síns máls.

Veðurfræðingar eru ekki handhafar sannleikans frekar en sóttvarnarlæknir. Ekki heldur sérfræðingar um almannavarnir. Það er fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að setja spurningamerki við vilja þessara sérfræðinga í aðstæðum eins við upplifðum í upphafi vikunnar. Má ég biðja um að það fólk fái að njóta virðingar fyrir þær skoðanir sínar?

Sérfræðiþekking gefur engum heimild til að láta eins og viðkomandi sé handhafi sannleikans. Allt orkar tvímælis sem gert er og það er sjálfsagt og eðlilegt að efast um hvaðeina.

Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026

Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...